Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Kolbeinn Pétursson er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Péturs Jónssonar, læknis og Ástu Jóns- sonar. Hann gekk hinn hefðbundna menntaveg, þar til hann árið 1955 hóf iðnnám í rafvélavirkjun hjá Bræðurnir Ormsson hf. í Reykjavík. Árið 1958 var stórt ár hjá afmælisbarninu, því það ár tók hann meirapróf bílstjóra, stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og sveinspróf í rafvélavirkjun um haustið. Í framhaldinu fór hann í nám til Þýskalands og lauk þaðan námi sem rafmagnstæknifræðingur árið 1963. Heim kominn hóf hann störf hjá Bræðurnir Ormsson hf., en árið 1968 stofnaði hann fyrirtækið Háberg hf., sem verslaði með rekstrarvörur fyrir bíla og þá aðallega vörur tengdar rafmagni, svo og ýmsar nýjungar. Árnað heilla 85 ára Árið 1991 seldi Kolbeinn fyrirtækið og hóf að sinna vaxandi innflutningi á rekstrarvörum fyrir augndeild LSH, ásamt ýmsum tæknivörum, undir fyrirtækis heitinu K. Pétursson ehf. Afmælisbarnið er við góða heilsu og er enn að. Helstu áhugamál eru tengd laxveiði, á árum áður, og golfi, svo og góðar stundir með fjölskyldu og vinum í sumarbústað þeirra hjóna í Skorradal. Eiginkona Kolbeins er Kristín Ásgeirsdóttir, sjúkraliði og börn þeirra eru Svanhildur, hjúkrunar- og viðskipta fræðingur, f. 11.1. 1964, Kolbeinn, raf eindafræðingur, f. 21.10. 1967, og Ásgeir, athafna maður með MBA, f. 11.1. 1975. Synir Kolbeins eru enn fremur Þórir Björn, heim- ilislæknir, f. 28.2. 1955, Ketill, rafvélavirki, f. 10.1. 1962, og Pétur, rafvirki, f. 31.5. 1963. Einn vænn úr Soginu, 22 punda, á netta flugustöng. Gullbrúðkaupi fagnað. 50 ára Guðrún er frá Grundarhverfi á Kjalar- nesi en býr á Selfossi. Hún er lyfjatæknir að mennt frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla en er bókari hjá Heil- brigðisstofnun Suður- lands. Maki: Hálfdan Örn Kristjánsson, f. 1969, launafulltrúi hjá Rangárþingi ytra. Synir: Bjarni Magnús, f. 1995, Ragnar Helgi, f. 2001, og Svavar Orri, f. 2012. Foreldrar: Hlöðver Ingvarsson, f. 1928, d. 2015, sjálfstætt starfandi húsasmíða- meistari, og Ragna Hjaltadóttir, f. 1937, húsmóðir. Hún er búsett í Reykjavík. Guðrún Hafdís Hlöðversdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef einhver kemur þér til hjálpar skaltu ekki gleyma að láta í ljós þakklæti þitt. Gefðu þeim sem til þín leita þann tíma sem þú mátt missa en ekkert þar umfram því þá vanrækirðu sjálfa/n þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær all- ar að raunveruleika. Með góðum hug má standast allar freistingar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú mátt ekki vera svona óvægin/n við sjálfa/n þig. Mundu að stundum þarf að passa hvað maður segir í hita leiksins. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert góður í að hlusta á aðra og vera öxlin sem fólk getur grátið við. Leggðu land undir fót, það er það skemmtilegasta sem þú gerir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert alla jafna varkár í peninga- málum en í dag er þér hætt við óþarfri og óhóflegri eyðslusemi. Ekki troða á tilfinn- ingum annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það sem þú hefur fram að bjóða er vel þess virði að bíða eftir. Samband þitt er byggt á traustum grunni. Kastaðu grím- unni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhverjir óvæntir skjóta upp kollinum heima hjá þér. Líklega verður þú að taka ákvörðun eftir því hvernig landið liggur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst ekki rétt að eyða jafn miklu í ferðalög og skemmtanir og þú hafðir hugsað þér. Stjórnendur veita þér aukna ábyrgð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er um að gera að láta fé- lagsmál til sín taka, ef áhugi og tími eru fyrir hendi. Engar útskýringar eru nauðsyn- legar í vissu máli, því vinir þurfa þær ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allt sem viðkemur fjármunum og reiðufé er í óvissu í dag. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Foreldrar ættu að nota daginn til þess að gera langtímaáætlanir tengdar börnum og umönnun þeirra. Stappaðu stál- inu í vin. Ingvi og fær ekki dulið lotningu sína gagnvart náttúru eyríkisins fjar- læga. „Lyktin úr jörðinni þar var alveg sú sama og á Íslandi og öll nátt- úran, eldgosin og jarðskjálftarnir, svo ekki sé minnst á alveg einstak- lega glæsilegan landbúnað.“ Hvað skyldi náttúrufræðingurinn þá telja að hafi helst unnist í land- græðslumálum á Íslandi þann tíma sem hann hefur fylgst með á því sviði, tímabil sem nær yfir nánast heilan mannsaldur? „Allt of lítið,“ svarar Ingvi án þess að hugleiða spurninguna svo mikið sem andartak. „Við tókum að okkur að kortleggja eitt gróðursnauðasta land í Evrópu, kortleggja hve mikill hluti landsins væri gróinn og hvers konar gróður þar væri. Því miður er Ísland alveg aftur úr þarna. Við höld- Árið 1976 fóru Grænlendingar þess á leit við RALA að framkvæma hliðstæðar gróðurrannsóknir á Suður-Grænlandi og meta með svip- uðum hætti gróðurfar og beitarþol og ræktunarhæfni lands þeirra til vax- andi sauðfjárbúskapar. „Allar vinnuferðir okkar, sem náðu yfir þúsundir ferkílómetra á hálendi og láglendi Íslands og Grænlands, sumar hverjar á smábátum í rysj- óttum öldum Grænlandssjávar, gengu ávallt áfallalaust fyrir sig – og það var ótrúleg gæfa.“ Ingvi fór í námsferð til Nýja- Sjálands árið 1988 og var sú dvöl ein- stök og ógleymanleg í alla staði. „Það var svo mikið ævintýri að því verður nánast ekki lýst. Þetta var bara eins og að vera kominn heim til sín hinum megin á hnettinum,“ segir I ngvi Þór Þorsteinsson fædd- ist 28. febrúar 1930 í Reykja- vík og ólst upp á Njálsgöt- unni. „Ég, borgarbarnið, var átta sumur í sveit hjá frænda mínum, Kristleifi Þorsteinssyni á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal,“ rifjar Ingvi upp. „Þar lærði ég svo ótal- margt sem beindi og hélt huga mín- um að náttúrunni. Með því hófst grunnurinn að framtíðarnámsefni mínu.“ Ingvi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950, prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri 1951, háskólaprófi frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi 1955 og meistaraprófi frá Montana State University árið 1960. „Þetta var náttúrulega bara há- skóli úti í sveit,“ segir Ingvi um námsdvölina í Montana þaðan sem hann á góðar minningar. „Þar var óskaplega yndislegt að vera, senni- lega er Montana eitthvert besta ríki Bandaríkjanna hvað friðsæld varðar. Ástæðan fyrir því að ég fór þangað var náttúrulega þetta nám sem ég ætlaði að stúdera, það var hvergi kennt eins vel í heiminum og í Mont- ana sem er landbúnaðarríki og ég var í landbúnaðarvísindunum,“ segir Ingvi. „Ég var svo heppinn að mér bauðst fjárhagsstyrkur frá Sameinuðu þjóð- unum sem dugði mér alveg fyrir líf- inu og skólagjöldunum í Bandaríkj- unum svo lánið lék við mig þar,“ segir Ingvi, „þrjú hundruð dollarar á mán- uði þótti nú bara ansi gott þá,“ segir hann og hlær við. Starfsferillinn Ingvi starfaði sem sérfræðingur í gróðurfræði og deildarstjóri frá 1957 á Atvinnudeild Háskóla Íslands, síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti (RALA). Þar stjórnaði hann meðal annars gróðurkortagerð og öðrum gróðurrannsóknum með það að markmiði að mæla og kanna flatarmál og eðli gróðurs landsins. Auk starfa við RALA sinnti Ingvi starfi fulltrúa Landgræðslu ríkisins árin 1965-70. Þá stundaði hann kennslu, meðal annars við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands 1975-1985. um að meðalgróðurfar á Íslandi sé ekki meira en þrjátíu prósent af landinu, sem er óskaplegt.“ Hvernig hyggst Ingvi Þor- steinsson fagna sínum 90 árum í dag? „Ég ætla að eyða þessum af- mælisdegi með dætrum mínum og konu. Við ætlum að fara í Hörpuna og borða þar. Maður er búinn að halda upp á svo mörg afmæli að það er eiginlega komið nóg, í alvöru tal- að,“ segir Ingvi glettinn. Fjölskylda Fyrri eiginkona Ingva var Liv Synnöve Þorsteinsson frá Ási í Nor- egi, f. 7.2. 1935, d. 8.3. 2009, sjúkra- liði (þau skildu). Dætur þeirra eru 1) Ellen Margrét, löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur, f. 13.1. 1953. Maki: Þorsteinn Kragh, fv. vélstjóri. 2) Gyða Martha hjúkrunarfræð- ingur, f. 28.8. 1956. Maki: Sigþór Óskarsson lagerstjóri. Eiga þau tvo syni: Ingva Þór og Róbert Árna. 3) Kristín rope yoga-kennari, f. 11.2. 1961. Hún á þrjú börn: Davíð Örn, Sturlu og Liv Sunnevu. Dóttir Ingva og Önnu Ólafsdóttur rannsóknar- manns er Anna Steinunn félags- fræðingur, f. 2.12. 1957. Maki: Stef- án S. Stefánsson tónlistarmaður og eiga þau þrjú börn, Arnar Stein, Erlu og Unu. Eiginkona Ingva er Inga Lára Guðmundsdóttir, f. 16.3. 1938, fv. deildarstjóri hjá Rannsóknaráði Íslands (RANNÍS). Foreldrar Ingvi Þ. Þorsteinsson náttúrufræðingur – 90 ára Hjónin Inga Lára Guðmundsdóttir og Ingvi Þ. Þorsteinsson. 300 dollarar á mánuði þótti gott þá Afmælishátíð Ingvi á 25 ára afmæl- ishátíð Landverndar í október 1994. Gróðurrannsóknir Að lokinni vinnuferð uppi á fjöllum, en Ingvi er fimmti frá vinstri á myndinni. 40 ára Kristján er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði og býr þar. Hann er sjó- maður á uppsjávar- og aflaskipinu Ásgrími Halldórssyni hjá Skinney-Þinganesi og söngvari í hljómsveitinni Parket. Maki: Sigrún Gylfadóttir, f. 1979, hár- greiðslukona hjá JM hárstofu. Börn: Emilía Anna, f. 2007, Björg, f. 2010, og Daníel Borgar, f. 2013. Foreldrar: Haukur Þorvaldsson, f. 1943, netagerðarmeistari og tónlistarmaður, búsettur á Höfn, og Björg Svavarsdóttir, f. 1951, d. 2009, sjúkraliði á HSSA. Kristján Rúnar Hauksson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.