Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 26
Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Ísland er búið að tryggja sér verð- laun í 2. deild B á HM kvenna í ís- hokkí þegar ein umferð er eftir af mótinu. Allir leikirnir eru spilaðir á Akureyri og eftir vondan skell í fyrsta leik hafa íslensku stelpurnar valtað yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum. Í fyrrakvöld vann Ís- land Tyrki 6:0 en Morgunblaðið var farið í prentun áður en þeim leik lauk svo engin umfjöllun var um hann í blaði gærdagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði þrennu gegn Tyrkjunum og er hún í mikilli keppni um stigatitilinn á mótinu en stig fást fyrir skoruð mörk og stoðsendingar. Silvía Rán hafði frekar hægt um sig í gær og skoraði aðeins eitt mark. Hún er nú með níu stig, fyrir sex mörk og þrjár stoðsendingar. Ástralinn Michelle Clark-Crumpton er með ellefu stig í efsta sætinu. Í gær voru það Króatar sem fengu á baukinn en Ísland vann 7:0. Ísland var í sókn allan leikinn en framan af gekk illa að skapa góð færi. Bæði var varnarmúr Króata afar þéttur en svo var sóknarleikur Íslands hægur og ómarkviss. Mark- vörður Króata var líka vel vakandi en Kolbrún María Garðarsdóttir sá til þess að Ísland fór með forskot inn í klefa eftir fyrsta leikhlutann. Hún fann glufu á 17. mínútu og þrumaði pökknum í markið af nokkuð löngu færi. Seinni leikhlutarnir tveir voru mun betur spilaðir og þá fjölgaði mörkunum. Þrjú góð mörk bættust við í næsta leikhluta. Skoruðu Sunna Björgvinsdóttir, Hilma Bóel Bergsdóttir og Silvía Rán mörkin. Í lokaleikhlutanum komust nýir markaskorarar á blað þar sem Sa- rah Smiley, Kristín Ingadóttir og Sigrún Árnadóttir skoruðu mörkin. Sjö mörk og sjö markaskorarar. 7:0 varð niðurstaðan en Ísland átti sjálfsagt um 100 skot að marki í leiknum og um 60 þeirra fóru á rammann. Króatinn Petra Mlin- arevic varði haug af skotum og var langbesti maður vallarins. Leikmenn Íslands virkuðu nokkuð þreyttir enda liðið að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Mesti kraft- urinn var í Kolbrúnu Maríu Garð- arsdóttir og hefur verið einna skemmtilegast að fylgjast með henni á mótinu. Þar fer leikmaður sem er fullur af orku og einbeitingu, fljótur, sterkur og leikinn. Var Kolbrún út- nefnd besti leikmaður Íslands í leiknum. Lokaumferðin verður leikin á morgun og þá spilar Ísland við Úkraínu kl. 17. Ástralía, Ísland og Nýja-Sjáland eru búin að tryggja sér þrjú efstu sætin og líklegast þyk- ir að Ísland fái silfurverðlaunin. Ástralía og Nýja-Sjáland mætast í hreinum úrslitaleik þar sem Nýsjá- lendingar verða að vinna stórsigur. Sjö mörk og sjö markaskor- arar Íslands  Ísland fær verðlaun á heimavelli Ljósmynd/Þórir Tryggvason Læti Það urðu læti þegar Ísland og Króatía mættust á Akureyri í gær. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Evrópudeild UEFA 32ja liða úrslit, seinni leikir: Celtic – FC Köbenhavn ........................... 1:3  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með FC Köbenhavn.  FCK áfram, 4:2 samanlagt. Malmö – Wolfsburg ................................. 0:3  Arnór Ingvi Traustason lék ekki með Malmö vegna meiðsla.  Wolfsburg áfram, 5:1 samanlagt. Basel – APOEL ........................................ 1:0  Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL.  Basel áfram, 4:0 samanlagt. LASK Linz – AZ Alkmaar ...................... 2:0  Albert Guðmundsson hjá AZ er frá keppni vegna meiðsla.  LASK áfram, 3:1 samanlagt. Espanyol – Wolves ................................... 3:2  Wolves áfram, 6:3 samanlagt. Porto – Bayer Leverkusen ...................... 1:3  Leverkusen áfram, 5:2 samanlagt. Gent – Roma ............................................. 1:1  Roma áfram, 2:1 samanlagt. Istanbul Basak. – Sporting Lissabon..... 4:1  Istanbul Basaksehir áfram eftir fram- lengingu, 5:4 samanlagt. Ajax – Getafe ............................................ 2:1  Getafe áfram, 3:2 samanlagt. Arsenal – Olympiakos.............................. 1:2  Olympiakos áfram á útimörkum eftir framlengingu, 2:2 samanlagt. Benfica – Shakhtar Donetsk ................... 3:3  Shakhtar áfram, 5:4 samanlagt. Inter Mílanó – Ludogorets...................... 2:1  Inter áfram, 4:1 samanlagt. Manchester United – Club Brugge ........ 5:0  Man. Utd áfram, 6:1 samanlagt. Salzburg – Eintracht Frankfurt...... frestað  Vegna veðurs, leikið í dag.. Sevilla – CFR Cluj ................................... 0:0  Sevilla áfram, 1:1 samanlagt. Katar Al-Sadd – Al-Arabi .................................. 1:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið, sem er í fimmta sæti. Meistaradeild N/M-Ameríku 16-liða úrslit, seinni leikur: New York City – San Carlos .................. 1:0  Guðmundur Þórarinsson var ekki í hópi New York, sem sigraði 6:3 samanlagt.  1. deild karla Breiðablik – Sindri ............................... 96:78 Selfoss – Skallagrímur......................... 82:80 Staðan: Höttur 19 17 2 1664:1408 34 Hamar 19 17 2 1872:1648 34 Breiðablik 20 16 4 1978:1678 32 Vestri 17 10 7 1498:1372 20 Álftanes 20 10 10 1702:1744 20 Selfoss 19 8 11 1476:1533 16 Skallagrimur 20 3 17 1616:1873 6 Sindri 17 2 15 1370:1578 4 Snæfell 19 2 17 1514:1856 4 Evrópudeildin Alba Berlín – Anadolu Efes................ 86:99  Martin Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Alba, átti 8 stoðsendingar og tók 2 frá- köst. Hann lék í 24 mínútur.  Anadolu Efes 23/3, Real Madrid 20/6, Barcelona 20/6, Maccabi Tel Aviv 18/8, CSKA Moskva 17/9, Panathinaikos 14/12, Valencia 12/13, Khimki Moskva 11/14, Fenerbahce 11/14, Olimpia Milano 11/14, Olympiacos 11/15, Zalgiris Kaunas 10/15, Baskonia 10/16, Rauða stjarnan 10/16, Lyon 9/16, Alba Berlín 9/17, Bayern München 8/18, Zenit Pétursborg 7/19. NBA-deildin Charlotte – New York...................... 107:101 Cleveland – Philadelphia ................... 108:94 Washington – Brooklyn ................... 110:106 Miami – Minnesota........................... 126:129 Atlanta – Orlando ............................. 120:130 Houston – Memphis ......................... 140:112 San Antonio – Dallas ........................ 103:109 Phoenix – LA Clippers....................... 92:102 Utah – Boston ................................... 103:114   HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – Valur U ............. 19.30 Dalhús: Fjölnir U – Víkingur .............. 19.45 Hertz-höllin: Grótta – KA U..................... 20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – HK U .................... 18 Kaplakriki: FH – Selfoss ..................... 19.30 Víkin: Víkingur – ÍBV U........................... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Stykkishólmur: Snæfell – Höttur ....... 19.15 Ísafjörður: Vestri – Hamar ................. 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Víkingsv.: Víkingur R. – Fylkir................ 19 Egilshöll: Leiknir R. – Afturelding ......... 19 Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA ........ 19.15 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Samsung-völlur: Stjarnan – Valur...... 19.15 Í KVÖLD! Martin Hermannsson var sterkur hjá þýska liðinu Alba Berlín er það varð að sætta sig við 86:99-tap fyrir Anadolu Efes frá Tyrklandi í Evr- ópudeildinni í körfubolta í gær- kvöld, sterkustu deild Evrópu. Mart- in var stigahæstur í sínu liði með 19 stig og þá gaf hann átta stoðsend- ingar, eins og Luke Sikma, og voru þeir með flestar stoðsendingar hjá þýska liðinu. Martin tók einnig tvö fráköst. Martin og félagar eru í 15. sæti deildarinnar með 9 sigra og 17 töp. Anadolu Efes er í toppsætinu með 23 sigra og 3 töp. Með stórleik gegn toppliðinu Ljósmynd/Euroleague Bestur Martin Hermannsson var besti leikmaður Alba Berlín. Lemgo vann góðan 32:27-heima- sigur á Wetzlar í þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöld. Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo og Viggó Kristjánsson gerði tvö mörk fyrir Wetzlar. Lemgo er búið að vinna fjóra leiki og gera eitt jafntefli í fimm leikjum á árinu. Bjarki hefur nú skorað 194 mörk á tímabilinu og er hann markahæstur allra í deildinni. Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn unnu gríðarlega óvæntan 32:30-útisigur á Füchse Berlin, en Nordhorn var að vinna annan sigur sinn á leiktíðinni. Markahæstur og á mikilli siglingu Ljósmynd/@tbvlemgolippe Sigurganga Bjarki Már Elísson og Lemgo eru á sigurbraut. FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ragnar Sigurðsson verður eini Ís- lendingurinn í 16-liða úrslitum Evr- ópudeildarinnar í fótbolta eftir frækinn sigur hans og liðsfélaga hans í FC Kaupmannahöfn á Celtic á útivelli í 32-liða úrslitunum í gær- kvöldi. Lokatölur í gær urðu 3:1 og samanlögð niðurstaða í einvíginu 4:2. Ragnar slapp með skrekkinn því hann fékk dæmda á sig hendi inni í vítateig og Celtic jafnaði í 1:1 í kjölfarið á 83. mínútu. Danska lið- ið skoraði hins vegar tvö mörk á lokakaflanum og fór áfram. Manchester United fór auðveld- lega áfram með 5:0-sigri á heima- velli gegn Club Brugge. Simon Deli hjá Brugge fékk beint rautt spjald á 22. mínútu og United fékk víti í kjölfarið sem Bruno Fernandes skoraði úr. Eftirleikurinn var auð- veldur hjá lærisveinum Ole Gunn- ars Solskjær. Fernandes hefur gef- ið United mikinn kraft síðan hann kom til félagsins frá Sporting í Portúgal í janúar. Miðað við þau lið sem eftir eru hljóta United-menn að gera sér vonir um að fara alla leið í ár. Arsenal, sem tapaði í úrslitum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, er úr leik eftir 1:2-tap fyrir Olympiakos á heimavelli eftir framlengingu. Ars- enal vann fyrri leikinn í Grikklandi og komst áfram í framlengingu, en þrátt fyrir það var það Olympiakos sem fagnaði sigri eftir að Youssef El Arabi skoraði sigurmark á 119. mínútu. Þrjú Íslendingalið féllu úr leik í gær, en þó öll án Íslendinga. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL sem féll úr leik gegn Basel. Albert Guðmunds- son og Arnór Ingvi Traustason voru svo fjarverandi vegna meiðsla. Liðsfélagar Alberts í AZ Alkmaar töpuðu fyrir LASK og Arnór Ingvi horfði á liðsfélaga sína í Malmö tapa fyrir Wolfsburg. Ragnar slapp með skrekkinn AFP Tilfinningar Leikmenn Manchester United fagna kátir á meðan Simon Mignolet í marki Club Brugge er svekktur.  Fékk á sig víti en fór áfram  Auðvelt hjá United  Arsenal fallið úr leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.