Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar verkefnisins 201 Smári hafa tekið tilboðum í yfir 40 íbúðir síðan um miðjan desember. Hafa þeir því selt alls 154 af 213 íbúðum sem þeir hafa sett á markað suður af Smáralind. Miðað við að meðalverð seldra íbúða sé um 50 milljónir króna má ætla að félag- ið hafi selt íbúðir fyrir um 2 millj- arða króna í desember, janúar og febrúar. Þar af hafa fimm selst í þessari viku. Svæðið er skilgreint sem miðbæjarsvæði í Kópavogi en þar verða 675 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt eftir þrjú til fjögur ár. Þar verða um 84 þúsund fermetrar af íbúðum og atvinnuhúsnæði. Fyrsta húsið sem kom í sölu var Sunnu- smári 24-28 en salan hófst í septem- ber 2018. Verða afhentar næsta sumar Fasteignaþróunarfélagið Klasi stýrir verkefninu fyrir hönd verkefnisins 201 Smári. Ingvi Jónasson, framkvæmda- stjóri Klasa, segir að um 80 af íbúð- unum 213 sem komnar eru í sölu verði afhentar næsta sumar. Áformað sé að hefja uppbyggingu um 80 íbúða í apríl sem verði að lík- indum afhentar síðla árs 2021. Óvíst sé hvort sala þeirra hefjist á þessu ári. Með því muni líða ár milli af- hendingar síðustu íbúðanna í þess- um áfanga og fyrstu íbúðanna í þeim næsta. Alls verði byggðar tæplega 300 íbúðir í næsta áfanga. Verði seldar fyrir árslok Ingvi segir aðspurður stefnt að því að selja allar 213 íbúðirnar í þessum áfanga fyrir lok ársins. Hann segir aðspurður að nær allar sölurnar séu til einstaklinga. Sára- fáar íbúðir hafi verið seldar fjár- festum. Greining félagsins bendi til að tæplega helmingur þeirra sem hafi lagt fram tilboð séu 20-40 ára. Þá séu 30% á þrítugsaldri, sem bendi til að fyrstu kaupendur séu fjöl- mennir í kaupendahópnum. Meðal húsa sem komu síðast í sölu er fjölbýlishúsið Sunnusmári 25. Það er ætlað 60 ára og eldri en samkvæmt sölusíðunni 201.is er búið að selja 9 íbúðir af 19 í húsinu sem verður afhent næsta sumar. Fram kom í Morgunblaðinu 22. febrúar að síðustu þrjá mánuði hefðu selst um 60 nýjar íbúðir í miðborg Reykjavíkur. Miðað við að meðal- verðið sé um 50 milljónir króna má ætla að söluverðið sé um þrír millj- arðar króna. Höfðu þá selst 372 af 619 íbúðum á miðborgarreitum. Þá hafa selst um 310 af 360 íbúð- um í Efstaleiti en síðasti áfangi í hverfinu er nú í sölu. Þar hafa selst margar íbúðir síðustu vikur. Hafa selt um 40 íbúðir frá byrjun desembermánaðar Ljósmynd/201 Smári 201 Smári Nýju fjölbýlishúsin eru suður af Smáralind í Kópavogi. Hverfið er gróið og ýmis þjónusta í nágrenninu. Tuga milljarða sala » Samanlagt hafa selst um 840 íbúðir í Smárabyggð, á miðborgarreitum og við Efsta- leiti síðan haustið 2017. » Ætla má að söluverð íbúð- anna sé ekki undir 52 millj- örðum króna. » Til viðbótar hefur til dæmis selst fjöldi íbúða á Hlíðarenda og í nýja hverfinu í Lindum, austan við Sunnusmára í Kópavogi, á þessu tímabili.  Félagið 201 Smári hefur selt íbúðir fyrir um tvo milljarða síðustu þrjá mánuði Ingvi Jónasson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Ath! Lagersalan er eingöngu á vefnum okkar fastus.is Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is LAGERSALA Á FASTUS.IS Allt að AFSLÁTTUR 28. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.74 128.34 128.04 Sterlingspund 165.25 166.05 165.65 Kanadadalur 96.02 96.58 96.3 Dönsk króna 18.589 18.697 18.643 Norsk króna 13.608 13.688 13.648 Sænsk króna 13.122 13.198 13.16 Svissn. franki 130.95 131.69 131.32 Japanskt jen 1.1565 1.1633 1.1599 SDR 174.54 175.58 175.06 Evra 138.91 139.69 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.7608 Hrávöruverð Gull 1647.95 ($/únsa) Ál 1683.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.13 ($/fatið) Brent ● Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,92% milli mánaða í febrúar og mælist verðbólgan nú 2,4% samanborið við 1,7% í janúar. VNV án húsnæðis hækkaði um 0,95% milli mánaða og mælist verðbólga því einnig 2,4% á þann mælikvarða. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbank- ans segir að mælingin hafi komið deild- inni á óvart, enda hafi opinberar spár legið til hækkunar á bilinu 0,4% til 0,5%. Sjálf hafi deildin spáð 0,4% hækkun vísi- tölunnar. Í Hagsjánni eru tilteknir helstu áhrifa- þættir í mælingunni, og kemur þar fram meðal annars að bensín og díselolía hafi lækkað um 2,1% milli mánaða og föt og skór hafi hækkað vegna útsöluloka. „Hækkunin milli mánaða var nokkuð meiri en seinustu ár sem gæti skýrst af því að janúarútsölunum hafi lokið fyrr.“ Húsgögn og heimilisbúnaður hækk- uðu einnig vegna útsöluloka, og flugfar- gjöld til útlanda hækkuðu um 8,8% milli mánaða. tobj@mbl.is Verðbólga hækkar umfram opinberar spár Mæling Flugfargjöld hækkuðu. Morgunblaðið/Eggert STUTT Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar voru 7.400 að jafnaði án vinnu í janúar eða 3,4% af vinnuafl- inu. Til samanburðar voru 8.808 að jafnaði skráðir án vinnu hjá Vinnu- málastofnun, eða um 20% fleiri. Eins og sýnt er hér til hliðar hafa mælingar síðustu fjögurra mánaða í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunn- ar bent til að um 7 þús. manns séu án vinnu en tölurnar eru árstíðaleiðrétt- ar. Til samanburðar voru 9.600 án vinnu í lok janúar skv. tölum VMST. Arndís Vilhjálmsdóttir, sérfræð- ingur hjá Hagstofunni, segir það eðli úrtaksrannsókna, eins og vinnumark- aðsrannsóknarinnar, að sveiflur geti orðið í niðurstöðum milli mælinga. Niðurstöðurnar geti ráðist af því hvernig gangi að ná í einstaka hópa, eins og þá sem skráðir eru atvinnu- lausir. Það hafi gengið illa í janúar. Svarhlutfallið farið lækkandi Rúmlega 1.900 voru í síðasta úrtaki og fengust nothæf svör frá 1.183 ein- staklingum. Arndís vekur athygli á því að munur sé á skráðu atvinnuleysi og atvinnuleysi skv. könnuninni. „Við fylgjum skilgreiningu Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar. Þeir uppfylla skilyrði um að vera atvinnu- lausir sem segjast vera án vinnu, í at- vinnuleit og tilbúnir að hefja störf inn- an tveggja vikna. Til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta [hjá Vinnumála- stofnun] nægir hins vegar að hafa áunnið sér tryggingarétt og vera virkur í atvinnuleit. Það er hins vegar ekki þar með sagt að viðkomandi sé tilbúinn að hefja störf innan tveggja vikna. Deila má um hvort okkar mæl- ing eigi að grípa færri eða fleiri,“ segir Arndís og bendir á að hluti þeirra sem skráðir séu atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun geti verið út- lendingar sem eru í atvinnuleit er- lendis. baldura@mbl.is 7,07,37,17,16,8 8,9 Fjöldi fólks án vinnu Heimild: HagstofanÞúsundir ágúst sept. okt. nóv. des. jan. 2019 2020 Miklu munar á at- vinnuleysistölum  Tala VMST er 20% hærri en tala Hagstofu Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.