Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM OG FALLEGUM VÖRUM 6.990 kr. Peysur FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS Fataskiptimarkaður verður í Borgar- bókasafninu í Árbæ sunnudaginn 1. mars kl. 13-15. Þar verður hægt að koma með notaðar eða ónotaðar flík- ur, skótau og fylgihluti og fá jafnvel flíkur í staðinn sem henta. „Komið með fatnað sem þið eruð hætt að nota eða jafnvel hafið aldrei notað og viljið láta ganga áfram til annarra sem geta nýtt sér flíkina,“ segir m.a. í tilkynningu frá Borgar- bókasafninu. Skipst á föt- um í Árbæ á sunnudag Fataskipti Nú er ráð að taka til í fataskápnum og láta aðra njóta þess. ASÍ og Isavia hafa gert með sér samstarfssamning um miðlun upp- lýsinga til erlends launafólks um ís- lenskan vinnumarkað, kjarasamn- inga, réttindi og skyldur. Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undirrit- uðu samninginn í Leifsstöð í gær. „Markmiðið með samningnum er að stuðla að heilbrigðum vinnumark- aði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar sem launafólki er ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Þetta er liður í baráttunni fyrir heilbrigðum vinnu- markaði, að kjarasamningar séu virtir og fólk af erlendum uppruna sem kemur til landsins að vinna fái upplýsingar um réttindi sín,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu um samstarfið. Miðla upplýsingum til erlends launafólks  Isavia og ASÍ með samstarfssamning Icelandair býður upp á beint flug á milli borgarinnar Verona á Ítalíu og Keflavíkur, en borgin er í héraðinu Venetó sem skilgreint hefur verið með mikla smitáhættu af Land- lækni. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að takmarka ferðir til og frá Verona vegna þessa en fjórtán manns eru í sóttkví hér á landi vegna veru sinnar í bænum Cortina í Venetó-héraði. Einn þeirra setti sig í samband við Morgunblaðið en vildi ekki láta nafns síns getið. Hann sagði það skjóta skökku við að fólk sem hefði dvalið í bænum Selva sem er í ná- grannahéraði Venetó þyrfti ekki að fara í sóttkví við komuna til Íslands þrátt fyrir að skíðasvæði Selva og Cortina lægju saman og fólk bein- línis skíðaði á milli héraða. Spurður hvers vegna þetta væri sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir: „Við vitum að innan þessa héraða eru mismunandi rauð svæði. Þau eru að breytast og við höfum ekki nokkur tök á að vita nákvæmlega hvernig skilgreiningarnar breytast. Það er bara fræðilega ómögulegt.“ Ekki hefur verið mælst til þess að fólk sem flýgur frá Verona til Ís- lands fari í sóttkví. Einkennin sakleysisleg Spurður hvort það sé eðlilegt að Verona og flugvöllurinn þar séu undanskilin því sem gildir annars um Venetó-hérað segir Þórólfur: „Það er mjög ólíklegt að smit eigi sér stað þegar fólk dvelur á svæðinu í stuttan tíma, þá til dæmis fólk sem hefur dvalið fyrir utan héraðið en fer á flugvöllinn til þess að fljúga til Íslands.“ Einkenni kórónuveiru geta virst saklaus til að byrja með og geta ein- staklingar sem eru smitaðir en ein- kennalausir smitað aðra. Líkurnar á því eru þó takmarkaðar, að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, að- stoðarmanns landlæknis. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kórónuveira Þórólfur í skugga einkennismerkis almannavarnadeildar. Skíða milli mis- mikillar hættu  Smitáhætta veirunnar breytist hratt „Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verk- fallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Í tilkynningu á heimasíðu BSRB er greint frá því að lítið hafi þok- ast í samkomu- lagsátt í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur undanfarna daga. „Rætt hefur verið um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá vakta- vinnufólki og jöfnun launa milli markaða án þess að niðurstaða hafi náðst,“ segir þar, en verkföll aðildarfélaga bandalagsins munu hefjast mánudaginn 9. mars ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Greint er frá því að einstök að- ildarfélög hafi átt fundi með við- semjendum. Þannig hafi Sameyki undirritað kjarasamning við Faxa- flóahafnir vegna rúmlega tuttugu félagsmanna. Samninganefnd Sjúkraliðafélags Íslands kveðst vera „hóflega bjartsýn“ eftir samn- ingafund í vikunni, en næsti fund- ur er eftir helgi. Fundur bæjarstarfsmannafélaga með samninganefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga var afboð- aður stuttu áður en hann átti að hefjast á þriðjudag. BSRB lýsir vonbrigð- um með stöðu mála Sonja Ýr Þorbergsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.