Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 17
um ykkur Ingunni núna rétt fyr- ir jól og við borðuðum saman fisk og nutum þess að sitja kvöldstund út í garði og spjalla. Þú varst ávallt félagslyndur og vinamargur og fann ég það að á Kanarí áttir þú marga vini, enda vinsæll maður. Flestir vissu hver þessi hávaxni myndarlegi maður, hann Ástþór, var og alls staðar talaði fólk um hvað þú værir allt- af glaður og til í flest. Þín mun ég ætíð minnast sem vinar í gegnum lífið. Sendi ykkur börnum hans, barnabörnum og Ingunni mínar dýpstu samúðarkveður. Kristín Ósk Reynisdóttir. Ég var aðeins 14 ára þegar ég kom fyrst inn á heimili Ástþórs og Guðrúnar. Þessi stóri maður, sem síðar átti eftir að verða tengdafaðir minn, tók á móti mér með opinn faðminn frá fyrstu mínútu. Ég viðurkenni það fús- lega að ég var örlítið stressuð í fyrsta skiptið sem ég hitti hann, en ég fann það fljótt, að á þessu heimili ríkti mikil hlýja og allir voru velkomnir. Húsið var alltaf opið og þeir voru ófáir sem áttu á einhverjum tímapunkti heima í Þúfuselinu og þar var ég engin undantekning. Ég bjó Þúfuselinu í nokkuð mörg ár á mismunandi tímapunktum, bæði sem ungling- ur en einnig seinna meir með mína fjölskyldu og var samgang- urinn við Ástþór því mikill. Ég man þó aldrei eftir að það hafi nokkurn tíma slest upp á vin- skap okkar Ástþórs. Það ríkti einhver gagnkvæm virðing og væntumþykja á milli á okkar, sem ég kunni vel að meta. Ástþór var mjög félagslyndur og mér fannst hann alltaf njóta sín best þegar hann var með marga í kringum sig. Hann hafði gaman af því að segja sögur af sjálfum sér og öðrum og sló um sig með ártölum og staðreyndum sem reyndust ekki alltaf vera al- veg 100 % réttar. En sögurnar urðu þó yfirleitt betri og fyndn- ari þannig. Allir drengirnir okkar þrír voru svo heppnir að eiga heima í Þúfuseli þegar þeir voru ný- fæddir. Þar höfðu þeir Ástþór afa sem kom á hverjum degi að- eins að kíkja á þá. Hann staldr- aði aldrei lengi við, vildi ekki trufla, en dáðist að þeim gaf þeim afaknús. Það var eitthvað svo fallegt við það. Ástþór var með sérstaklega stórar hendur, stóran faðm og stórt hjarta. Hann var ekki feim- inn við að nota allan tilfinninga- skalann sinn, hló manna hæst en var líka oft meir, var skapmikill en átti líka einstaka hlýju og ást sem hann var óspar á að gefa. Ég minnist hans með miklu þakklæti fyrir allt það sem hann var mér, og geymi ótal fallegar minningar tengdar honum í hjarta mínu. Takk fyrir allt og allt. Heiðrún Ólöf Jónsdóttir. Hvað segir þú elsku kallinn minn? Þessi orð mættu okkur undantekningalaust við hvern hitting. Þín ást á þinni stóru fjöl- skyldu skein í gegnum skakka brosið, brosið sem aldrei hverfur úr minningunni. Að við skulum vera skrifa minningargrein um þig, þitt líf og hvernig þú hefur haft áhrif á okkar líf er ekki hægt. Það þyrfti ekki bara tímarit heldur bækur til að koma fram öllu því góða sem þú hefur gert fyrir okkur og aðra. Þegar flestir bogna undan mótvindi, hélst þú þínu striki, þú varst nagli af hörðustu gerð sem ekki var hægt að berja niður. Alltaf stóðstu með höfuðið hátt og ef við frændurnir dirfðumst að vera hoknir þá voru kruml- urnar komnar í bakið á manni og kallað „út með tútturnar strák- ar!“ Þú hefur verið svo stór hluti af okkar ævi, allt frá því að við vorum að trufla þig við að smíða sumar búðstaðinn eða fikta með verkfærin þín í bílskúrnum. Sama hvað við vorum að prakk- arast og fórum í taugarnar á þér, var alltaf bros á vör. Okkur þótti svo gaman að vera með þér að læra að smíða, veiða, spila golf, reyta gæsir, drekka Jameson og svo mætti lengi telja. Allt þetta hefur hjálpað okkur að verða að þeim mönnum sem við erum í dag og að halda þessum sterka vinskap okkar á milli. Hvert sem þú fórst varstu hrókur alls fagnaðar. Í kringum þig var ekkert nema fjör, ást og gleði. Þú varst alltaf til staðar þegar þörf var á og mættur með slúðrið ef kræsandi fréttir voru á boðstólum. Guð blessi þig afi. Þín verður sárt saknað. Þín uppáhaldsbarnabörn, Hákon, Markús Már, Konráð, Kolbeinn, Gísli Már og Ævar. Elsku afi, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Við héldum að við mynd- um eiga fleiri ár og fleiri stundir með þér. Ég minnist þess hvern- ig þú hlóst með öllum líkaman- um, hvernig þú gafst svo innileg knús til okkar allra, hvernig þú lést okkur öllum líða eins og við værum mikilvæg og elskuð. Þú hafðir nefnilega sérstakan hæfi- leika í að láta okkur öllum frændsystkinum líða eins og við værum bestu barnabörnin. Risa- stór maður, með risastórt hjarta og endalausa ást til að gefa okk- ur öllum og öllum þeim sem bættust við fjölskylduna. Útförin þín er í dag og í dag er settur dagur frumburðar okk- ar Alex. Ég vildi óska þess að sonur minn hefði fengið að hitta þig og finna fyrir risastóru hjarta þínu. Minning þín lifir áfram í okkur öllum en sérstak- lega í litla Jóhanni Lee. Við elsk- um þig og við söknum þín. Guð blessi þig. Guðný Debora Jóhannsdóttir og Alexander Lee.  Fleiri minningargreinar um Ástþór Runólfsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ✝ SigurðurHreinn Egils- son fæddist 26. september 1934 á Grenivík. Hann lést á Landspítalanum 14. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Egill Áskels- son, kennari og bóndi í Hléskógum í Grýtubakka- hreppi, f. 28.2. 1907, d. 25.1. 1975, og Sig- urbjörg Guðmundsdóttir hús- móðir frá Lómatjörn, f. 22.8. 1905, d. 10.12. 1973. Sigurður var elstur átta systkina en þau eru: Lára, f. 1935, maki Björg- vin Oddgeirsson, f. 1928, d. 2015, Bragi, f. 1937, d. 1958, Áskell, f. 1938, d. 2002, maki Svala Halldórsdóttir, Val- garður, f. 1940, d. 2018, maki Katrín Fjeldsted, Egill, f. 1942, d. 2009, maki Guðfinna Eydal, drengur, f. 1944, d. 1944, og Laufey, f. 1947, maki Gunnar Finnsson. Árið 1956 kvæntist Sigurður Kolbrúnu Daníelsdóttur frá km frá Grenivík. Hann nam við Gagnfræðaskólann á Akureyri einn vetur og lauk síðar gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum að Laugum, S-Þing., 1952, og fluttist þá til Akureyrar. Lauk prófi frá Iðnskólanum á Akur- eyri í tréskipasmíði 1958 og starfaði við það til ársins 1961. Þá fluttist fjölskyldan til Sví- þjóðar þar sem hann starfaði sem eftirlitsmaður við tréskipa- smíðar samkvæmt íslenskum skipasmíðareglum. Síðar þegar heim kom frá Svíþjóð lauk hann prófi í húsasmíði og vann við það ásamt sjómennsku af og til. Hann hóf störf hjá Reykjavíkur- borg 1983, sem umsjónarmaður á gömlu borgarskrifstofunum og Reykjavíkur Apóteki, og síð- ar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann lauk sínum starfsferli sem um- sjónarmaður í Höfða, móttöku- húsi borgarstjóra, 2009. Sigurður var músíkalskur með afbrigðum, spilaði á harm- onikku og píanó, og sérlega hafði hann yndi af djasspíanó- leik, var reyndar sjálfur prýði- legur djasspíanisti og hafði dá- læti á gömlu meisturunum Osc- ar Peterson og Duke Ellington. Síðustu ár sín bjó Sigurður í Eirborgum í Grafarvogi. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 28. febrúar 2020, klukkan 13. Saurbæ í Eyjafirði, f. 12.4. 1936, d. 9.9. 2010. Börn þeirra eru: 1) Gunnhildur Svana, f. 21.10. 1956, d. 14.7. 2014, maki Pétur Kornelíusson, f. 1953. Þeirra börn eru Sigurður Rún- ar, f. 1977, og Har- aldur, f. 1979. 2) Bragi, f. 12.3. 1961, maki Sigríður Emilía Bjarna- dóttir, f. 1963. Þeirra börn eru Bjarni Þór, f. 1990, Andri Már, f. 1994, og Kolbrún María, f. 1998. 3) Þórður, f. 22.2. 1966, maki Edda Björnsdóttir, f. 1966. Þeirra börn eru Björn Ingi Friðþjófsson, f. 1987, Salka, f. 1992, og Þórhildur Braga, f. 1997. Kolbrún og Sig- urður slitu samvistum 1970. Seinni eiginkona Sigurðar var Bryndís Jónasdóttir, f. 1934, þau skildu. Sigurður ólst upp á Grenivík fyrstu æviárin en um níu ára aldur flutti fjölskyldan að Hlé- skógum í Höfðahverfi, u.þ.b. 5 Elsku pabbi. Þá er komið að ferðalokum, samferð okkar í þessu jarðlífi lokið. Ferðin var góð frá upp hafi til enda, og eftir standa fjöl- margar góðar minningar. Stund- ir hjá ömmu og afa í Granaskjóli, tjaldútilegur á bláa Saabnum, ættarmót, þú spilandi á nikkuna. Veiðiferðir í Gíslholtsvatn og síð- ar Selá. Selárferðirnar ótrúlega skemmtilegar, eiginlega há- punktur ársins hjá okkur feðg- um í nokkur ár. Þú varst fjöl- mörgum hæfileikum gæddur. Frábær smiður, kenndir mér margt varðandi smíðavinnu, og eftir okkur standa fjölmörg smíðaverk hér heima og í Sví- þjóð. Enda sagði mér góður maður að þú hefðir verið besti smiðurinn í Eyjafirði á þínum yngri árum. Kenndir mér dugn- að og verksvit við smíðarnar, þú vannst hratt og örugglega og vandaðir alltaf til verksins. Um tíma varstu kokkur á Hákoni. Seinni árin umsjónarmaður í hinu nýja Ráðhúsi Reykjavíkur; í okkar augum varstu alltaf „Faðir minn, ráðhússtjórinn“. Þú varst músíkant fram í fingurgóma, og það var frábært að heyra þig spila af fingrum fram á píanóið þegar þú fórst á flug í djassinum. Þá varstu sannarlega í essinu þínu. Ég er þakklátur fyrir það að hafa átt þig að og að þú hafir verið mér sá faðir sem þú varst. Þú kenndir mér margt, varst alltaf til staðar, studdir okkur systkinin eftir megni og við fundum það að þú varst stoltur af okkur. Börnum okkar varstu góður afi. Við minnumst góðra stunda, hlýju þinnar og væntum- þykju. Farðu vel, saknaðarkveðj- ur frá okkur öllum. Þinn sonur, Bragi. Nú er komið að kveðjustund. Elsku Siggi tengdapabbi hefur kvatt okkur og nýtur nú lífsins með Gunný í Nangiala. Hans verður sárt saknað. Ég kynntist Sigga fyrir meira en 40 árum þegar ég og Bragi fórum að rugla saman reytum. Hann tók vel á móti mér og bauð mig vel- komna á sinn hljóðláta, yfirveg- aða hátt. Við áttum eftir að eiga margar góðar stundir saman. Í útlöndum, í útilegum, í sumarbú- stöðum, heima og þá helst úti á palli með sólina í andlitið. Hann var duglegur hann Siggi og kunnátta hans kom sér vel þegar við Bragi byggðum palla við hús- in okkar, því þeir urðu nokkrir, bæði hér á Akureyri og í Svíþjóð. Afi Siggi kom, gisti og hjálpaði til. Hann spilaði á harmónikku, píanó, fílaði jazz og fannst gott að borða góðan mat. Börnunum okkar var hann traustur, róleg- ur, góður afi sem hægt að leita til. Siggi sagði kannski ekki mikið en það sem hann sagði skipti máli. Hann var alltaf með puttann á púlsinum og hann hafði sína skoðun og hikaði ekki við að tjá hana. Mikið á ég eftir að sakna þín, Siggi minn, símtal- anna á sunnudögum og heim- sókna í Grafarvoginn. Ég skal hugsa vel um Braga. Takk fyrir að vera börnunum mínum góður afi og fyrirmynd. Farðu í friði. Þín Sigríður (Sigga). Okkar góði bróðir, Sigurður, hefur kvatt þessa jarðvist. Hann var elstur okkar, átta systkina. Minning Sigga tengist afar sterkt tónlist, hún var líf hans og yndi. Hann lærði ungur að spila á harmoniku og lék á hana nær alla tíð síðan. Um tíma lék hann með Harmonikuhljómsveit Reykjavíkur og þótti þar sér- lega taktfastur. Enn fremur lærði hann á pí- anó sem ungur maður og stund- aði það seinni árin af miklum móð, þá var það jazzinn sem heillaði. Heyrðist sagt að hann hefði verið sérlega flinkur að improvisera (leika af fingrum fram). Upp í hugann koma ótal myndir frá liðnum dögum, er hann heimsótti okkur austur á land eða norður á Grenivík. Oft fór hann um landið, einn í húsbíl eða með eitthvert barnanna með sér. Harmonikan í aftursætinu, áð var í grænum lundi og spilað ... þá hefur lík- lega ómað um íslenska skóga Bjartar vonir vakna, Ramóna eða Autumn Leaves. Margar yndisstundir átti fjölskyldan við silungsveiði við fjallavatnið fagurblátt eða laxveiði á bökk- um Selár í Vopnafirði. Siggi var primus motor við undirbúning ættarmóta, enda verkhagur með afbrigðum. Þar naut hann sín, smiðurinn, verk- stjórinn og ljúflingurinn Sigurð- ur Egilsson. Á ljósmynd frá einni slíkri samkomu situr hann undir tré sem amma okkar gróðursetti í garðinum á Lóma- tjörn um aldamótin 1900. Sólin skín, Siggi er þar með nikkuna og við systkinin öll í kring að syngja. Dýrmæt er sú minning. Við störf sín sem húsvörður í Ráðhúsi Reykjavíkur lét honum vel að sætta mismunandi sjónar- mið, lempa ágreining. Í lokin er vert að geta þess að Siggi var einstaklega glæsilegur og vörpulegur á velli. Elskulegu fjölskyldur, við söknum öll okkar góða vinar, en biðjum honum velfarnaðar. Við trúum því að bræðurnir fimm og foreldrar okkar hafi tekið honum fagnandi og þar hafi þó Gunný okkar verið fremst í flokki, fagn- að honum með sínu hlýja brosi. Það mun vera leiðin okkar allra. Við, stelpurnar, potumst eitt- hvað áfram. Lára og Laufey. Siggi frændi er farinn yfir í huldulandið. Sjálfsagt hvíldinni feginn, eftir nokkur misseri af heilsuleysi. Við Laufeyjarsynir höfðum alla tíð góð kynni af móðurbróður okkar. Hann kom stundum austur á Hérað á sumr- in; yfirleitt á húsbíl, og stoppaði nokkra daga. Það voru góðar stundir, í sólinni fyrir austan. Eftir því sem við bræður full- orðnuðumst fengum við að vita meira um þennan frænda okkar. Tilveran var honum ekki alltaf léttbær og má segja að hann hafi markast af þeim hviðum sem líf- ið blés móti honum. Honum var skilnaðurinn við eiginkonuna og börnin þungbær og hann gekk í gegnum erfið sambandsslit oftar en einu sinni. Ég minnist þess að eitt sinn var ég strákpjakkur að sýna honum vasahnífinn minn og hann lagði áherslu á að ég notaði hann varlega, þetta væri hættu- legt verkfæri. Þegar ég bar þetta undir móður mína sagði hún mér að ástæðan væri að hann hefði svo lítið getað passað upp á sín eigin börn eftir skiln- aðinn. En Siggi átti líka sínar léttu hliðar. Hann var mjög fær harm- onikkuleikari, spilaði oft undir og ég heyrði því fleygt að hann hefði verið ótrúlega flinkur að spinna sóló kringum laglínurnar. Á mörgu ættarmótinu á Grenivík hefur hann setið á sviðinu, sveitt- ur á enninu, og þanið nikkuna undir dunandi dansi, með gott í glasi og bros á vör. Við vonum að leiðin hans liggi nú þangað, kannski á sæmilegum húsbíl, að Gunný og þau öll hin bíði þar og þegar eyfirska sumarnóttin leggst yfir verði trallandi fjör. Við bræður samhryggjumst Braga, Dolla, Siggu, Eddu og barnabörnunum öllum innilega og vitum að minningarnar halda Sigga áfram meðal okkar. Egill, Þórður, Bragi og fjölskyldur. Sigurður H. Egilsson Dísa systir fóru að vera saman og varð strax ómissandi hluti af fjölskyldunni. Það var alltaf fjör í kringum Dóra og mikill fengur fyrir okkur að fá svona stuðbolta inn í fjölskylduna. Óteljandi minningar koma upp í hugann um góðar stundir sem við áttum með Dóra, þar á meðal uppi í sumarbústað, í veiðiferðum og í Flatey. Dóri var alltaf hrókur alls fagnaðar og gerði allt svo miklu skemmtilegra. Dísa og Dóri bjuggu saman í kjallaranum á æskuheimili okkar og síðar í „litla húsinu“. Þau giftu sig árið 1977 og eignuðust skömmu síðar fyrstu dótturina. Erfiðlega reyndist að finna hent- ugt nafn á erfingjann, og í einni af mörgum veiðiferðum þar sem aflinn var bæði murta og bleikja fannst Dóra alveg tilvalið að gefa dótturinni vinnuheitið Meikja. Því var reyndar breytt síðar og hún skírð Berglind Björk. Síðar bættust Svanhildur Sif, Lovísa Lára og Gunnar Már í hópinn, og barnabörnin eru orðin þrjú. Það duldist engum hversu frá- bær pabbi hann Dóri var. Hann var gríðarlega stoltur af krökk- unum sínum og það geislaði af honum þegar hann var með þeim. Hann naut sín svo sann- arlega í föðurhlutverkinu, hann sá til þess að krakkarnir héldu með rétta íþróttaliðinu og hlustuðu á réttu tónlistina, eða eins og dóttir hans lýsti svo skemmtilega: „Pabbi ber ábyrgð á góðum tónlistarsmekk mínum og afleitri kímnigáfu“. Dóri var eilífðartöffari með sterkar skoðanir. Hann var eld- heitur stuðningsmaður Víkings og mikill áhugamaður um tón- list. Dóri var einn af þeim fyrstu hér á landi sem störfuðu við tölv- ur og sá fyrsti í fjölskyldunni sem eignaðist „heimilistölvu“. Í honum bjó merkilegur listamað- ur og eftir hann liggja glæsileg verk sem hann vann án þess að hafa fengið nokkra menntun í myndlist. Dísa og Dóri voru alla tíð eins og ástfangnir unglingar, eyddu öllum frístundum saman og nutu þess að stunda golf. Það var því gríðarlegt áfall fyrir Dóra þegar Dísa varð bráðkvödd á heimili þeirra árið 2011. Þrátt fyrir að heimur hans hafi þarna hrunið á einu augnabliki, náði hann sér aftur á strik með stuðningi barna sinna, fjölskyldu og vina. Hann greindist síðan með illvíg- an sjúkdóm sumarið 2019 og þrátt fyrir öflugar meðferðir laut hann loks í lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Það sem huggar okkur á þessum erfiða tíma er trúin á það að hann sé nú kom- inn aftur til Dísu sinnar, sem við vitum að hefur tekið á móti hon- um með opnum örmum. Við systkinin kveðjum ást- kæran mág okkar með söknuði og þökkum honum fyrir allar góðu stundirnar. Sigurborg, Bogi, Sigurbjörg og Berglind. Fallinn er frá góður vinur minn, Halldór Snorri Gunnars- son. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu rúmlega tíu mánuði þá kom andlát hans á óvart, maður heldur alltaf í vonina. Kynni okkar Halldórs bæði í leik og starfi spanna yfir 45 ár. Við kynntumst fyrst sem vinnu- félagar hjá fyrirtækinu Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar (Skýrr) kringum 1976. Það sem vakti fyrst athygli mína var leikgleði hans, hugmynda- auðgi og keppnisgleði. Við tókum fljótlega ásamt öðrum að okkur að vera í skemmtinefnd starfsmanna- félagsins. Að öðrum ólöstuðum þá var Halldór sálin í þeirri nefnd. Þar var ekki lagður lítill metnaður í heimagerð skemmti- atriði á þessum tíma og hafði Halldór endalausar hugmyndir. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við, þrátt fyrir að tæknin væri ekki fullkomin, útbjuggum skemmtiatriði þar sem við vörp- uðum myndum af starfsmönnum á tjald, spurðum spurninga og svörin voru tjáð með lagabútum spiluð af segulbandi, það var lögð nótt við dag til að undirbúa þessi atriði. Þar var ekki komið að tómum kofunum hjá félaga Dóra enda var hann vel inni í ís- lenskri og enskri lagaflóru. Hann var mikil félagsvera og hafði gaman af að vinna með fólki og tilheyrði mörgum hóp- um. Ef hann fann ekki hóp sem passaði við hans áhugamál þá stofnaði hann slíkan. Ég naut þess að vera með honum í getraunahópum, golf- hópum og ýmsum öðrum hitt- ingum. Alls staðar var búin til einhver keppni því það var hluti af gleðinni. Seinna naut ég þess að vinna með honum hjá Starfs- mannfélagi Reykjavíkurborgar, nú Sameyki. Þar nýttist vel hve töluglöggur Dóri var og þekking hans úr tölvugeiranum, fyrir ut- an það hvað hann var skemmti- legur og frábær starfsfélagi. Það er með söknuði sem ég kveð vin minn Halldór Snorra, þó ég viti að honum hafi ekki leiðst að hitta Dísu sína sem hann hafði saknað mjög frá því hún lést árið 2011. Garðar Hilmarsson.  Fleiri minningargreinar um Halldór Snorra Gunn- arsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.