Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Ten Points Pandora 25.990 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is NÝJAR VÖRUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta breytir miklu. Við verðum komnir með miklu öflugra tæki og það á að auka öryggi til mikilla muna,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögubátur Faxaflóahafna, um dráttarbátinn Magna. Hann lagðist að bryggju í Reykjavíkur- höfn í gærmorgun eftir rúmlega 10 þúsund sjómílna siglingu frá Víet- nam þar sem báturinn var smíðaður. Haki sigldi með Gísla Gíslason hafnarstjóra og Gísla Jóhann út á móti Magna. Haki sprautaði úr vatni til heiðurs nýja bátnum sem sigldi í kjölfar hans til hafnar. Áhöfn á vegum skipasmíða- stöðvarinnar sigldi bátnum til Ís- lands og munu menn úr henni að- stoða við þjálfun íslenskrar áhafnar. Þá á eftir að taka bátinn út, ganga frá pappírum og skrá hann á Ís- landi. Faxaflóahafnir hafa átt marga dráttarbáta og hafa allir borið Magnanafnið. Er því nokkuð ljóst hvaða nafn verður notað við form- lega afhendingu skipsins í næsta mánuði. helgi@mbl.is Faxaflóahafnir taka á móti öflugasta dráttarbát landsins Nýr Magni kominn í heimahöfn Morgunblaðið/Eggert Dráttarbátur Nýi Magni hefur jafn mikinn togkraft og fjórir dráttarbátar Faxaflóahafna sem fyrir eru. Það mun auka öryggi við móttöku stórra skipa. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Svona katastrófuumræða hefur af- skaplega vond áhrif á fólk, sér- staklega á börn. Börn verða mjög kvíðin við svona aðstæður. Við geðlæknar sjáum víða merki um aukinn kvíða í samfélaginu,“ segir Óttar Guð- mundsson geð- læknir, spurður um áhrif allra þeirra neikvæðu frétta sem dunið hafa yfir að undanförnu á andlega líðan fólks. Nægir þar að nefna kórónuveiruna, verkföll, óveður, snjóflóð, loðnu- brest, jarðskjálfta og hættuna á eld- gosum. „Þessar fréttir valda framtíðar- kvíða, fólk horfir fram á að ef það er ekki inflúensa sem drepur það á næstu dögum þá er það eldgos í Grindavík. Ef það lifir þetta af þá er það mengun og hamfarahlýnun sem drepur mann, þannig að maður verði dauður fyrir árið 2025. Svona hugs- anir og endalausar hrakspár valda auðvitað miklum kvíða,“ segir Óttar og bætir við að á sama tíma aukist neysla lyfja, læknar þurfi í auknum mæli að gefa fólki róandi lyf. Eins og lýsing á íþróttakeppni „Ég kalla þetta hamfarablæti sem ríkir núna í fjölmiðlum. Þar eru blás- in upp öll þessi ótíðindi. Frásagnir um kórónuveiruna eru orðin eins og lýsing á íþróttakeppni, hversu marg- ir hafa veikst og hve margir dáið. Þetta er fyrsta frétt í öllum frétta- tímum. Jafnvel þó að einhver þús- und manna hafi sýkst vitum við að það eru milljarðar manna sem hafa ekki sýkst,“ segir Óttar og tekur sem dæmi fregnir fjölmiðla af jarð- skjálftunum við Grindavík. Þar hafi verið fjallað um hvernig bæjarbúar ættu að koma sér í skjól þegar eld- gosið yrði. „Þegar fréttirnar eru orðnar eins og framtíðarspár fer fólk í baklás. Fólk fer að ímynda sér að engin von sé fram undan. Þetta hef- ur áhrif á fólk,“ segir Óttar, sem hef- ur fundið fyrir kvíða og hræðslu hjá skjólstæðingum sínum. Mikilvægt sé að fólk haldi ró sinni, andi djúpt með nefinu og láti ekki fréttirnar stjórna lífi sínu. Tekur allt saman enda „Það hafa alltaf verið vond veður á Íslandi og við höfum upplifað verk- föll, jarðskjálfta og eldgos áður. Þetta tekur allt saman enda, þannig verður á endanum samið í þessum verkföllum og veiran virðist til dæm- is ekki vera neitt í líkingu við spænsku veikina. Það er ekkert sem bendir til þess að það verði eldgos í Grindavík, þannig að við ættum að- eins að reyna að horfa raunsæjum augum á allar þessar hamfarafréttir. Þó að fréttirnar séu eins og þær eru þýðir það ekki að hér verði bara dauði og djöfull og heimur á helvegi. Við þurfum bara að anda með nefinu og anda djúpt. Það er ekkert sem bendir til að hér verði einhver far- aldur eins og í spænsku veikinni.“ Óttar segir dánarhlutfall kórónu- veiru ekki vera nærri eins hátt og í spænsku veikinni. Samfélagið sé miklu betur búið til að takast á við svona sóttir í dag. „Við erum ekki að sjá fyrir okkur Miðbæjarskólann fullan af deyjandi fólki,“ segir hann og hvetur fólk til að taka því rólega, lesa góða bók, hreyfa sig, hlusta á tónlist og horfa á góða bíómynd. „Það hafa áður komið spár um að allt sé á heljarþröm. Jón krukkur spáði því á 15. öld að allt væri að fara til helvítis. En heimurinn stendur enn.“ Meiri lyfjaneysla og aukinn kvíði AFP Kórónuveiran Margar neikvæðar fréttir hafa borist að undanförnu.  Læknar finna aukinn kvíða meðal fólks vegna neikvæðra frétta  Kórónuveira, verkföll, óveður, loðnubrestur og jarðskjálftar  Aukin neysla róandi lyfja  Geðlæknir hvetur fólk til að anda rólega Óttar Guðmundsson Síðustu verslun Nóatúns, sem er í Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík, verður í sumar breytt í Krónubúð og opnuð undir þeim merkjum í ágústmánuði. „Við ætlum að einbeita okkur að rekstri lágvöru- verðsverslana, enda kalla neytendur eftir slíku. Á síðustu árum höfum við oft fengið óskir frá íbúum í Háleitis- hverfi um Krónu í hverfið sitt og nú erum við að svara því kalli,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krónunnar. Fyrr á tíð var Sláturfélag Suður- lands með verslun í Austurveri, en um 1990 kom Nóatún í hennar stað. Þeirri verslun verður lokað um mitt sumar og breytingar gerðar á hús- næðinu svo þar megi opna Krónu- búð. „Í Austurveri verður Króna með því hefðbundna sniði sem við- skiptavinir þekkja þær; fjölbreytt vöruúrval með áherslu á hollustu og tilbúna rétti. Þrátt fyrir þessar breytingar munum við svo áfram halda í vörumerki Nóatúns og bjóð- um undir þeim merkjum t.d. grill- kjöt, páskalambið, hamborgarhrygg fyrir jólin, þorramat og fleira gott,“ segir Gréta María. Krónubúðin í Austurveri verður sú 21. í röðinni. Sú 22. verður á Völl- unum í Hafnarfirði og verður væntanlega opnuð í september. Þá er Krónan með í undirbúningi að opna snjallverslun á netinu, þar sem viðskiptavinir geta pantað vörur og nálgast þær á völdum stöðum. Sú þjónustuleið kemst væntanlega í gagnið í sumar eða haust, en próf- anir á hugbúnaði sem þessu fylgir eru þegar hafnar. sbs@mbl.is Verslun Nóatúns í Austur- veri verður lokað í sumar  Síðasta búðin  Vörumerkið lifir  Krónan kemur í staðinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nóatún Sagan er senn á enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.