Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ✝ Vilborg Sig-urðardóttir var fædd í Núpasveitar- skóla við Kópasker 14. janúar 1939. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 15. febr- úar 2020. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Friðriksdóttir frá Efri-Hólum, f. 3.6. 1903, d. 21.10. 1985, og Sigurður Björnsson frá Grjótnesi, f. 29.5. 1909, d. 24.10. 1971. Halldóra og Sigurður áttu þrjú börn auk Vilborgar: Guð- rúnu, f. 19.8. 1933, d. 14.11. 2015, Björn, f. 7.3. 1936, d. 7.7. 2008, og Sigurlaugu, f. 13.8. 1940, d. 19.12. 1990. kvæmdabankanum. Hún kenndi við Miðbæjarskólann 1963-64 og Austurbæjarskóla 1968-69. Frá 1969 til 1977 kenndi hún við Lindargötuskóla en Ármúlaskóla frá 1977 til 2002 er hún hætti störfum. Vilborg giftist fyrri eigin- manni sínum, Ólafi Jónssyni, f. 15.7. 1936, d. 2.1. 1984, blaða- manni og ristjóra, 28. júní 1963. Þau eignuðust synina 1) Jón, f. 3.10. 1964. Hann er giftur Sig- rúnu Birgisdóttur og eiga þau börnin Ólaf Birgi og Önnu Vil- borgu. Einnig á Jón dæturnar Alexöndru og Anastasíu með fyrri eiginkonu sinni, Kseníu Ólafsson; 2) Halldór, f. 31.1. 1966. Vilborg og Ólafur skildu. Eftirlifandi eiginmanni sínum Vikari Péturssyni, f. 12.10. 1944, verkfræðingi giftist Vilborg 29. maí 1992. Útför Vilborgar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 28. febrúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Vilborg ólst upp í Núpasveitarskóla þar sem móðir henn- ar var skólastjóri og faðir hennar kenn- ari. Hann var einnig oddviti og sinnti margvíslegum störf- um öðrum. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1953 og þar lauk Vilborg landsprófi. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1960. Kennaraprófi lauk hún 1963 og BA-prófi í dönsku og sögu frá Háskóla Íslands 1968. Vilborg stundaði ýmis skrif- stofustörf að loknu stúdentsprófi og starfaði meðal annars í Fram- Ég mætti mikilli hlýju daginn sem ég hitti Vilborgu tengdamóð- ur mína fyrst, hlýju sem umfaðm- aði fjölskyldu hennar og hennar nánustu og ég hef notið góðs af síðan. Vilborg var einstök kona, lífsglöð með mikinn húmor og ein- stakur vinur vina sinna. Hún var fróð og með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og hafði einstakt lag á að draga það áhuga- verða fram í tilverunni með hnyttnum athugasemdum. Þessi einlægi áhugi á mannlífinu og menningunni sló taktinn í hennar lífi. Hún fylgdist ætíð vel með, var ötull gestur á sýningum og fyrir- lestrum og sótti reglulega menn- ingarviðburði alla sína tíð. Hún var vinamörg, með sterka nær- veru og sýndi fólki áhuga, var ræðin og hafði einstaka frásagn- arhæfileika. Eftirtektarvert var hvað hún hafði einlægan áhuga á því að að heyra hvað unga fólkið hafði að segja, var fordómalaus og sýndi þeim virðingu, enda naut hún virðingar og vináttu margra sem hún kynntist á lífsleiðinni. Hennar einbeitti áhugi á sam- félaginu fann sér viðeigandi far- veg í starfi sem kennari í mennta- skóla en hún kenndi í Lindarskóla og síðar við Fjölbraut í Ármúla. Auk þess að sinna kennslu beitti hún sér í kvennabaráttunni á fyrstu árum 8. áratugarins. Ég, nokkuð yngri kona, geri mér vel grein fyrir hversu vel ég hef búið að því sem Vilborg og hennar góða samstarfsfólk í kvennabáráttunni komu áleiðis. Hún starfaði með rauðsokkunum um árabil og á miklar þakkir skildar fyrir fram- lag hennar að bættu samfélagi, jafnrétti og umbótum. Vilborg ólst upp fyrir norðan í Núpasveit en undanfarin ár höf- um við fjölskyldan verið svo gæfu- rík að eiga margar góðar stundir í sumarleyfum við dvöl við ystu sjónarrönd norður á Melrakka- sléttu. Það var henni mikið ánægjuefni að koma og dvelja í húsinu byggðu af afa hennar sem hún dvaldi svo oft í í æsku og njóta þess að vera þar á ný með fjöl- skyldu og vinum. Húsið var eins- konar miðja í sögu fjölskyldunnar, fullt af minningum sem var oft til- efni til margra frásagna Vilborgar af fyrri tíð. Miðja, líkt og Vilborg var meðal sinna nánustu. Ég er þakklát fyrir það hvað ég bý ég vel að því hvað hún hlúði vel að sínum nánustu með hlýju, vin- áttu, tryggð og húmor. Ég kveð nú elskulega tengdamóður og ástríka ömmu barnanna minna. Með henni hverfur litríkur per- sónuleiki og skarðið er mikið sem hún skilur eftir. Hennar verðu sárt saknað en minning hennar mun lifa lengi með hennar góða fólki og í barnabörnunum Alex- öndru, Anastasíu, Ólafi Birgi og Önnu Vilborgu sem hún gaf svo mikið til. Sigrún Birgisdóttir. Fjölskylda manns er það dýr- mætasta sem maður á og þar datt ég í lukkupottinn. Villa var þar lykilmanneskja, ég hef þekkt hana og fundið fyrir stuðningi hennar og Vikars alla ævi. Synir Villu eru frændur mínir, við erum systkina- börn. Mamma og Villa eru eins og systur fyrir mér. Ég var mikið hjá þeim V og V sem krakki og naut þess, á yndislegar minningar af Háaleitisbrautinni, Húsafelli, Hallormsstað og Eyrarbakka. Villa dekraði mann, stríddi og kenndi manni ýmislegt, ekki síst að njóta og hlusta. Njóta lista, feg- urðarinnar allt í kring og njóta þess að liggja í leti sem fáir af hennar kynslóð kenna þeim sem yngri eru. Þegar við fórum í Húsa- fell var það siður að við morgun- verðarborðið sögðum við hvort öðru frá því sem við vorum að lesa kvöldinu áður. Einu sinni var það Pollýanna hjá mér, Eva Lúna hjá Villu og Der Spigel hjá Vikari. Fjölbreytt og skemmtilegt. Hún var alltaf skemmtileg, mikill húm- oristi, eldklár, stundum svolítið hvöss og lét ýmislegt flakka sem fæstir þora. Hún mundi allt, bók- staflega allt og stundum smá extra til að gera það skemmti- legra. Það hefur eflaust verið un- un í sögutímum hjá henni. Eitt sinn þegar ég var um tví- tugt og nýbúin að taka óvænta beygju í lífinu horfði hún djúpt í augun á mér og sagði: „Ég hef ekki áhyggjur af þér, þú ert survi- vor.“ Þetta var í veislu þannig að við vorum ekkert að kryfja málin. Reglulega verður mér hugsað til þessa atviks og ekki síst í þessum beygjum sem maður tekur stund- um í lífinu. Gerði mér grein fyrir því fyrir ekki svo löngu hvað það er mikilvægt að finna að fólk standi með manni og trúi á mann, það er ómetanlegt. En í því er end- urvarp, maður trúir á fólk sem trúir á mann. Og ég hef alltaf trú- að á Villu. Takk fyrir hana. Þangað til næst, elsku besta Villa, þrír kossar. Elsku Vikar, Halli, Jonni og fjölskylda. ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kristín Ásgeirsdóttir. Vilborg Sigurðardóttir móður- systir mín er einstaklega eftir- minnileg manneskja. Villa, eins og hún var alltaf kölluð, tók sér það hlutverk að hafa auga með mér þegar foreldrar mínir ákváðu að flytja aftur á heimaslóðir austur á Héraði í byrjun tíunda áratugar- ins eftir tæplega 15 ára dvöl í Hafnarfirði. Í um tvö ár eftir þetta fór ég í mat til Villu og Vikars velflest sunnudagskvöld. Þetta voru sér- staklega ánægjulegar stundir þar sem farið var yfir afrek vikunnar, menn og málefni rædd. Villa jós úr fróðleiksbrunni sínum sem var hyldjúpur og hlustaði af áhuga á það sem ég hafði að segja. Hún hafði nefnilega einlægan áhuga á því sem ég var að bardúsa, en með þessum reglulegu heimboðum var hún ekki síður að láta mig finna að hún væri til staðar fyrir mig í blíðu og stríðu. Nú ætla ég ekki endi- lega að halda því fram að hún hafi verið spenntari fyrir því sem ég hafði að segja en því sem hana langaði að segja mér, en það verð- ur líka að viðurkennast að hennar sögur voru oftar en ekki áhuga- verðari en mínar. Fyrir mig voru þessar stundir ómetanlegar. Þarna þróaðist vinskapur sem náði langt út fyrir frændsemi og var byggður á gagnkvæmri virð- ingu og vinsemd. Villa lá ekki á skoðunum sínum, hældi og gagn- rýndi á uppbyggilegan hátt. Aldr- ei var ég dæmdur fyrir það sem ég gerði, en stundum spurður út úr, og fékk þá tækifæri til að standa fyrir máli mínu á jafningjagrund- velli. Þegar við Sigurbjörg eignuð- umst okkar drengi, Odd og Gylfa, var Villa þeim eins og þriðja amm- an, sýndi þeim áhuga og hlýju. Það var aldrei erfitt að fá þá til að mæta í boð til Villu og Vikars, þeim leið vel þar enda talað við þá eins og „menn,“ væntumþykjan þeim algjörlega augljós. Mamma (Guðrún) og Villa fóru gjarnan „norður“ þegar verið var að gera sér glaðan dag, ekki í eig- inlegum skilningi, heldur færðust samræðurnar oft yfir í að ræða um liðna tíma norður á uppeldisslóð- unum á Melrakkasléttu og í Núpa- sveit. Ég þekkti þennan hluta landsins ekki vel og skildi ekki al- veg þessa rómantík og aðdáun sem þær systur endurómuðu í spjalli sínu. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, eftir að ég fór að venja komur mínar á Grjótnes á Melrakkasléttu, sem ég skil þessa ástríðu og tengingu við þetta land- svæði sem er stórkostlegt, kraft- mikið, hrátt og fallegt. Þau systk- inin öll, mamma (Guðrún), Björn, Villa og Lalla, voru mótuð af þessu umhverfi og tengdu sterkt við það. Þau gátu verið hvöss eins og Grjótnesið er í hráslagalegu veðri en á móti hlý og mjúk með opinn faðm eins og umhverfið þarna er á góðum degi. Skarð Villu verður ekki fyllt, það verður mikill söknuður að henni, til dæmis í boðum á heimili okkar Sigurbjargar þar sem Villa var oftar en ekki hrókur alls fagn- aðar. Ég votta Vikari, Jóni og Hall- dóri, Alexöndru, Anastasíu, Sig- rúnu, Ólafi Birgi og Önnu Vil- borgu innilega samúð mína. Minningin um Villu mun hlýja okkur alla tíð. Sigurður Björn Blöndal. Vilborg mágkona mín er fallin frá. Með henni kveður kona sem var höfðingi heim að sækja, með sterkar skoðanir og mikinn áhuga á ættfræði. Sem fjölskylda í nær 40 ár, þá lágu leiðir okkar oft sam- an og af ýmsum ástæðum. Mögu- lega stendur upp úr sá tími er við hjónin áttum ásamt ykkur Vikari sitt hvorn fjórðungshlutinn í sum- arhúsi í Húsafellsskógi, á móti öðru góðu fólki. Það var skemmti- legur tími og gefandi, allt eftir föstu skipulagi eins og vera ber. Vissulega var bústaðurinn nokkuð frumstæður og á veturna upplifðu börnin það sem ævintýri að bíða eftir því að kamínan næði að hita upp húsið. Minningin staðnæmist þó í samverustundum þeim sem þessi hópur eigenda átti saman, ræddi skipulag og fleira sem varð- aði þessa sameiginlegu eign. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Vikar minn, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Björg, Friðgeir og börn. Elsku Villa frænka. Villa sem heilsaði með útbreiddum faðmi og þremur kossum. Villa sem þurfti að vita um ættir og uppruna þeirra sem við ræddum um. Villa sem hafði einstakt lag á að láta börn og ungt fólk finna að hún hafði einlægan áhuga á þeim og því sem þau voru að fást við. Elsku Villa sem safnaði fílastyttum og átti bara fallega hluti. Það voru dýrmætar stundirnar með henni í janúar, síðustu dagana hennar heima. Við sátum og spjölluðum um allt mögulegt. Henni voru of- arlega í huga dagbækur Halldóru ömmu en þær hafði hún verið að lesa. Hugur hennar var oft fyrir norðan, á Kópaskeri, þó hún hefði flutt þaðan fyrir meira en 65 ár- um. Þær systur, hún og mamma, ræddu mikið um fólkið á Sléttu og rifjuðu upp minningar þaðan. „Eru þær enn fyrir norðan,“ sagði Vikar fyrir margt löngu þegar þær systur, allar þrjár, sátu á Hraunteignum hjá ömmu og spjölluðu um liðna tíma. Hún kenndi lengst af í fram- haldsskóla og umhyggja fyrir nemendunum var alltaf mikil. Við ræddum oft um kennsluna enda var það efni sem okkur var báðum hugleikið. Það hefur ekki öllum þótt merkileg iðja að kenna dönsku en fyrir okkur frænkurnar var það nánast ástríða. Hún kenndi einnig m.a. félagsfræði og sögu enda sérlega áhugasöm um lönd og lýði í víðum skilningi. Auk þess fékkst hún við þýðingar enda ágæt málamanneskja. Hún hafði gríðarlegan áhuga á að ferðast og fór í margar reisur um ævina; það- an tók hún með sér fallega hluti og frásagnir. Hún var gjafmild og rausnarleg og þess fengum við að njóta því margt fallegt eigum við sem hún hefur sent. Þar á meðal fjölmargar litlar hirslur sem við gátum geymt í gersemar. Það var alltaf gott að koma til Villu og Vikars, hvort sem var á Háaleitisbrautina eða í Miðleiti. Margar minnisstæðar stundir í gegnum árin þar sem var setið og spjallað. Ævinlega verðum við Björn þakklát þeim fyrir að fá að vera á Háaleitisbrautinni meðan við biðum eftir Sigurlaugu. Það voru líka sérlega sterk bönd á milli Sigurlaugar og Villu og Sigurlaug naut þess mjög að heimsækja hana og Vikar þó að vísu yrði hún stundum örlítið ringluð ef ömmu- systir hennar hafði farið í mjög flókna ættfræði. En væntumþykja Villu gagn- vart börnum og ungu fólki átti sér ekki takmörk og þess nutu barna- börnin hennar, þær Alexandra og Anastasia, sem hún fylgdist grannt með og studdi með ráðum og dáð og ekki síður yngri börnin þau Ólafur Birgir og Anna Vil- borg. Börnin mín nutu þessa áhuga hennar og væntumþykju þannig að minninguna um ömmu- systur sína munu þau bera með sér alla tíð. Það er skrítið að geta ekki leng- ur hringt í hana. „Elsku Sigrún mín, viltu lofa mér einu! Farðu vel með þig.“ Þannig lauk samtölum okkar gjarnan og ég mun geyma þau í minningunni um elskulega frænku mína með þakklæti fyrir þau margvíslegu áhrif sem hún hafði á mig. Takk fyrir allt og allt, elsku Villa. Sigrún Blöndal. Vilborg Sigurðardóttir ✝ Helgi K.Hjálmsson fæddist í Bjarma í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1929. Hann lést á Borg- arspítalanum 15. febrúar 2020. For- eldrar Helga voru Sigríður Helgadótt- ir, f. 8. mars 1903, d. 15. apríl 1954, húsfreyja í Vestmannaeyjum og síðar kaup- kona í Reykjavík, og Hjálmur Konráðsson framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, f. 23. nóv- ember 1895, d. 17. desember 1933. Helgi flutti með móður sinni og tvíburabróður Pétri (d. 2. október 2011), til Reykjavíkur 1934. Systur: Steinunn, f. 1929, d. 2016, og Sigríður, f. 1930. Þann 14. maí 1954 giftist Helgi Ingibjörgu B. Stephensen, f. 28. nóvember 1932. Foreldrar hennar: Björn Stephensen járn- smiður, f. 25. ágúst 1898, d. 2. júní 1968, og Sigurborg Steph- ensen húsfreyja, f. 23. apríl 1893, d. 7. febrúar 1982. Helgi og Ingibjörg eignuðust 3 börn: 1) Björn, f. 1952. Fv. maki Ragnheiður Kristiansen, dóttir hennar og stjúpdóttir Björns er a) Guðrún, f. 1968. Dóttir Ragnheiðar og Björns er b) Camilla Mirja, f. 1979, maki Pontus Dexell, f. 1970, börn Sim- on, f. 2008, og Emmy, f. 2011. c) Snæfríður María, f. 1995, móðir Ásdís Kristinsdóttir. 2) Sigríður, f. 1956, maki Ake Jonviken, dóttir frá fyrra hjóna- bandi með Andrési Thors er Ingibjörg, f. 1977, maki Micha Bruman, f. 1980, dóttir Nike 2015. 3) Helgi Steinar, f. 1965. Helgi var framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfæraverslunar Sigríðar Helgadóttur í Reykja- vík, sem hann tók við af móður sinni. Var fulltrúi hjá Verzlunarráði Íslands og forstjóri Tollvöru- geymslunnar hf. og síðar TVG- Ziemsen. Hann var stundakennari í hagfræði, bók- færslu og verslun- argreinum við Gagnfræðaskóla Garðahrepps, síðar Fjölbrautaskóla Garðabæjar, og var bókari hjá Garða- sókn til fjölda ára. Helgi skrifaði greinar í Morgun- blaðið um þjóðfélagsmál og kjaramál eldri borgara. Helgi var stofnandi Hesta- mannafélagsins Andvara í Garðahreppi, formaður og heið- ursfélagi, stofnandi Tónlistar- félags Garðahrepps og fyrsti formaður. Hann var landsforseti Junior Chamber Ísland, sat í Frí- hafnarnefnd, var formaður sóknarnefndar Garðakirkju, for- maður Hjálparsjóðs Garða- kirkju, sat í héraðsnefnd Kjalar- nesprófastsdæmis, var formaður stjórnar Bókasafns Garðabæjar, formaður húsaleigunefndar Garðabæjar og varabæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Garðabæjar. Hann var formaður leikmannaráðs ís- lensku þjóðkirkjunnar, kirkju- þingsmaður, kirkjuráðsmaður, sat í þjóðmálanefnd íslensku þjóðkirkjunnar, var formaður Félags eldri borgara í Garðabæ og var formaður Lands- sambands eldri borgara, for- maður og stofnandi bygginga- samvinnufélags eldri borgara í Garðabæ. Helgi var J.C.I.-senator, hann hlaut Ásmundarskjöld, var út- nefndur Paul Harris Fellow hjá Rótarýklúbbi Garðabæjar. Stundaði skógrækt í 20 ár. Snar þáttur var kórastarf í Kirkjukór Garðakirkju og Kór eldri borgara í Garðabæ. Meðal fleiri áhugamála Helga voru golf, brids, útskurður í tré og félagsmálastörf. Útför Helga fer fram frá Ví- dalínskirkju í dag, 28. febrúar 2020, kl. 13. Það ekki auðvelt að skrifa minningarorð um mann sem manni stóð eins lengi nærri hjarta og hann Helgi Konráðs Hjálmsson. Ég man ekki glöggt hvenær við Helgi kynntumst en það er eiginlega fyrst eftir að ég kynn- ist minni konu að við förum að heyrast oft og sjást. Mér féll strax vel við mann- inn sökum glaðværðar hans og lipurðar og samskiptin jukust. Selfyssingar blönduðust inn í þetta og Stephensenar. Selfoss- frændur höfðu ferðaklúbb sem hétu Áfangar. Ungir æringja- frændur sögðu að eignarfallið væri víst Áfengis. Félagið átti stórar kistur með útilegu- græjum. Miklar ferðir fór félagið og einhvern veginn komst ég með þar sem tvíburarnir Helgi og Pétur og Finnur Steph. voru fyrir, Hvolsvellingar Smári og Ottó, Jón Hafstein og Snorri Árnason, Þórmundur Guð- mundsson, Óli, Púlli og Helgi úr Hlöðum, Gústi Flygenring og Kiddi og fleiri frægir menn úr Hafnarfirði voru með. Aldeilis óborganlegir túrar um mörg ár og tilefni. 1966 gaus Surtsey og þá fór- um við í fertugsafmæli Púlla í Múlakot og tíndum villt jarð- arber í garðinum. Mig minnir að það ár höfum við farið í stóru Sprengisands- ferðina sem stóð í meira en viku og var meira ævintýri en ég gæti lýst með neinu viti á undir 1.000 blaðsíðum með öllu því sem fyrir augu og eyru bar. Guðmundur Tyrfings var með á wíponinum sem enn stendur á hlaðinu hjá honum. Á þeirri leið bar svo við að bíl bar að úr gagnstæðri átt. Einn ferðalangur úr honum slangraði til fremsta bíls okkar og talaði við áhöfnina um opinn glugga. Síðan kom hann til okkar og stakk haus inn um hægri gluggann. Þá leit hann í aft- ursætið, þar sem Pétur sat, varð klumsa og sagði svo: Hvur and- skotinn, ertu hér líka? Þeir voru líkir í útliti bræðurnir en ekki endilega í hátt þó kátir væru og ljúfir báðir. Allir voru mettir af öllum heimsins lystisemdum í lok ferðalagsins. Við síðasta fljótið um miðjan dag kom Þórmundur með fulla vodkaflösku og bauð mönnum. Enginn gaf sig fram. Þá fer hún í ána segir Þórmund- ur. Og hellti úr henni. Slíkt hreystiverk hafði blankur og venjulega áfengisskortandi ung- lingur aldrei áður séð. Svo margar sjónir af landinu okkar hafði ég aldrei séð og hef heldur varla séð síðan svo áhrifamiklar. Og jafnmörgum vinum hef ég heldur ekki kynnst á svo skömmum tíma og í þess- ari ferð þó fáir lifi nú eftir. Þannig er lífið. Það hljóðnar í kringum mann ár frá ári. Aðeins manns eigið hugskot geymir hinar ljúfu minningar sem munu að eilífu glatast með manni. Al- exander mikli brast í grát fyrir orrustuna við Issus. Eftir 100 ár verður allur þessi dýrðlegi her dauður, snökti hann um for- gengileika lífsins árið 333 f.Kr. Allt líf á sér eigið nú. Í starfi kynntist ég Helga betur og við áttum mörg sam- skipti. Öll voru þau á einn veg. Við sigldum saman og við áttum margar stundir góðar og bar hvergi skuggann á. Við fórum í gönguferðir, baðferðir, hesta- ferðir, skytterí saman. Ómetan- legt allt. Helgi K. Hjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.