Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Brúin yfir Tangagötuna erekki hin hefðbundnaástarsaga en ástarsaga erhún þó. Hún segir frá Halldóri, miðaldra ísfirskum ein- stæðingi, sem stundar heiðarleg- ustu vinnu sem Íslendingar geta mögulega stundað, fiskvinnslu, og því þegar hann verður ástfanginn af nágrannakonu sinni. Leið einstæð- ingsins til ná- grannakonunnar, Gyðu, er flókin þrátt fyrir að það séu bara níu og hálft skref á milli anddyra þeirra, eins og segir í bak- síðutexta bókar- innar. Brúin yfir Tangagötuna er óvænt framlag frá Eiríki Erni Norðdahl og sýnir í raun að skáldgáfu hans eru engin takmörk sett. Síðasta bók Eiríks, Hans Blær, var að því er virðist gerð til að hneyksla en þó að slíkt eigi ekki endilega við um aðrar skáldsögur Eiríks er hann ekki þekktur fyrir hugljúfar ástarsögur eins og Brúna yfir Tangagötuna. Við fyrstu sýn virðist Halldór vera einn af þessum körlum sem finnast í flestum íslenskum skáld- verkum og bíómyndum. Hvítur, gagnkynhneigður, svolítið þung- lyndur karlmaður á miðjum aldri sem lífið hefur sumpart farið illa með. Þegar betur er að gáð er Hall- dór í raun mjög sérstök persóna og er sérstaða hans áberandi einmitt vegna þessara hefðbundnu ein- kenna í fari hans. Halldór veltir skömminni ítrekað fyrir sér en hann blygðast sín gjarnan fyrir eitt- hvað sem hann hefur ánægju af. Umhverfismál eru honum hugleikin þó hann segi það ekki beint út og sömuleiðis snertir hann og aðrar persónur bókarinnar á misskiptingu auðs, fiskeldi og veiðiheimildum, smábænum og borginni: „Við lifum í samkeppnisþjóðfélagi og smábær- inn getur aldrei keppt á jafningja- grundvelli við borgina – ekki frekar en kaupmaðurinn á horninu getur haft verslanakeðjuna undir.“ Þessi viðfangsefni bókarinnar víkka umfjöllun hennar út þó hún fáist í raun á yfirborðinu við afar takmarkað svið, innra og ytra líf Halldórs. Brúin yfir Tangagötuna á sér stað á Ísafirði, helst á Tangagötu sjálfri þar sem höfundur bókar- innar býr reyndar. Það er mjög greinilegt í bókinni að höfundur þekkir umhverfið virkilega vel og er Ísafjörður, mannlífið þar og saga fjarðarins áberandi út í gegnum söguna. Á köflum er sagan í rólegri kant- inum en það fer henni vel og er lesturinn sannarlega þess virði, sér- staklega þegar síga fer á seinni hlutann, svo ekki sé meira sagt. Ljósmynd/Ágúst Atlason Rithöfundurinn „…er lesturinn sannarlega þess virði, sérstaklega þegar síga fer á seinni hlutann, svo ekki sé meira sagt,“ segir rýnir um nýja skáld- sögu Eiríks Arnar Norðdahl, Brúna yfir Tangagötu. Óvænt framlag Eiríks Arnar - ástarsaga Skáldsaga Brúin yfir Tangagötuna bbbbn Eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál & menning, 2020. Kilja, 216 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Í kjölfar þess að rannsókn á vegum stéttarfélags óperusöngvara í Bandaríkjunum staðfesti sögur tutt- ugu kvenna sem stigið hafa fram og sakað óperustjörnuna Plácido Dom- ingo um kynferðislega áreitni hafa yfirvöld menningarmála á Spáni – heimalandi söngvarans – aflýst fyr- irhugaðri þátttöku hans í sýningum í Teatro de la Zarzuela í Madrid í maí. Eftir að ásakanirnar á hendur Domingo, sem er 79 ára gamall, komust í hámæli hafa óperuhús í Bandaríkjunum flest afboðað þátt- töku hans í uppfærslum en þar til nú hefur hann haldið áfram að koma fram í Evrópu. Domingo baðst nú í vikunni afsökunar á framferði sínu. Í tilkynningu frá ráðuneyti menn- ingarmála á Spáni er sagt að ákvörðunin um að aflýsa þátttöku Domingos í sýningum á verkinu Luisa Fernanda sé tekin í ljósi nið- urstöðu rannsóknarinnar í Banda- ríkjunum og til að sýna konunum sem í hlut eiga samstöðu. Domingo hugðist með þátttöku sinni í zar- zuela-verkinu í maí halda upp á að 50 ár eru síðan hann kom fyrst fram í zarzuela-sýningu í Madríd. Domingo meinað að koma fram í sýningum í Madríd AFP Í vanda Plácido Domingo á tón- leikum í Búdapest í fyrra. Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleik- ari, meðlimur hljómsveitarinnar Hjaltalín, mun í kvöld, fimmtudag, klukkan 20 halda tónleika í Lista- safni Íslands undir yfirskriftinni 24 myndir. Efnisskrána spinnur hann á staðnum en hún mun innihalda 24 lög í öllum tóntegundum, í ólíkum stílum. Í tilkynningu er vísað til þess að talan 24 komi víða fyrir, í tónlist og annars staðar. Til að mynda eru tóntegundirnar 24, ef taldar eru bæði dúr og moll, og tónskáld á borð við Bach, Chopin og Rachmaninov sömdu verk í þeim öllum. Spinnur 24 verk á tónleikum Hjörtur Ingvi Jóhannsson Á nýju bókauppboði í samstarfi Gall- erís Foldar og Bókarinnar, sem skoða má á vefnum uppbod.is, er nú boðið til sölu merkilegt bókasafn, um helmingur safns íslenskra bóka norska fræðimannsins, þýðandans og ljóðskáldsins Ivars Orgland (1921-1994). Hann þýddi íslensk bók- menntaverk og fjallaði mikið um ís- lenskar bókmenntir. Ari Gísli Braga- son, eigandi Bókarinnar ehf., keypti nýlega íslenskan hluta bókasafns Orglands og eru nú um 50 bókanna boðnar upp, langflestar áritaðar af höf- undum og nánast allt merkar og fágætar frumútgáfur. Bjóða upp bækur Orglands Ivar Orgland Útsending (Stóra Sviðið) Fös 28/2 kl. 19:30 3.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 6. sýn Lau 21/3 kl. 19:30 9. sýn Lau 29/2 kl. 19:30 4.sýn Lau 14/3 kl. 19:30 7. sýn Sun 22/3 kl. 19:30 10. sýn Lau 7/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 8. sýn Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna Kardemommubærinn (Stóra Sviðið) Lau 18/4 kl. 15:00 Frums Sun 10/5 kl. 16:00 Lau 30/5 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Fös 15/5 kl. 17:00 auka Lau 30/5 kl. 16:00 Sun 19/4 kl. 16:00 Lau 16/5 kl. 13:00 Fös 5/6 kl. 17:00 Lau 25/4 kl. 16:00 Lau 16/5 kl. 16:00 Lau 6/6 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Lau 6/6 kl. 16:00 Sun 26/4 kl. 16:00 Sun 17/5 kl. 16:00 Sun 7/6 kl. 13:00 Lau 2/5 kl. 13:00 Mið 20/5 kl. 17:00 Sun 7/6 kl. 16:00 Lau 2/5 kl. 16:00 Fös 22/5 kl. 17:00 auka Lau 13/6 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Lau 23/5 kl. 13:00 Lau 13/6 kl. 16:00 Sun 3/5 kl. 16:00 Lau 23/5 kl. 16:00 Sun 14/6 kl. 13:00 Lau 9/5 kl. 13:00 Sun 24/5 kl. 13:00 Sun 14/6 kl. 16:00 Lau 9/5 kl. 16:00 Sun 24/5 kl. 16:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Fös 29/5 kl. 17:00 Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli með uppáhaldsleikriti íslenskra barna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Sun 1/3 kl. 19:30 30. sýn Fim 5/3 kl. 19:30 31. sýn Fim 12/3 kl. 19:30 auka Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Þitt eigið leikrit II (Kúlan) Fös 28/2 kl. 18:00 auka Lau 7/3 kl. 18:00 auka Lau 28/3 kl. 16:00 Lau 29/2 kl. 15:00 6. sýn Sun 8/3 kl. 15:00 9. sýn Sun 29/3 kl. 15:00 Sun 1/3 kl. 15:00 7. sýn Sun 8/3 kl. 18:00 auka Sun 29/3 kl. 16:00 Fim 5/3 kl. 18:00 auka Lau 14/3 kl. 15:00 10. sýn Lau 4/4 kl. 13:00 Fös 6/3 kl. 18:00 auka Sun 15/3 kl. 15:00 Lau 7/3 kl. 15:00 8. sýn Lau 28/3 kl. 13:00 Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna! Kópavogskrónika (Kassinn) Lau 14/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 7. sýn Sun 15/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/4 kl. 19:30 8. sýn Fim 19/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/3 kl. 19:30 6. sýn Til dóttur minnar með ást og steiktum Eyður (Stóra Sviðið) Fös 20/3 kl. 19:30 3.sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 29/2 kl. 16:00 Sun 1/3 kl. 16:00 Tískugjörningur sem allir hafa beðið eftir! Fegurð, fræðsla og fjör. Skarfur (Kúlan) Fös 20/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 2. sýn Í heimi þar sem illskan nærist á náttúrunni er ekki pláss fyrir ófleyga fugla. Ómar orðabelgur (Kúlan) Fös 28/2 kl. 13:00 Brúðumeistarinn (Brúðuloftið) Lau 7/3 kl. 17:00 Frums Fim 19/3 kl. 19:30 5.sýn Mán 30/3 kl. 19:30 9.sýn Mán 9/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/3 kl. 17:00 6.sýn Lau 4/4 kl. 17:00 10.sýn Lau 14/3 kl. 17:00 3.sýn Mán 23/3 kl. 19:30 7.sýn Mán 6/4 kl. 19:30 11.sýn Mán 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/3 kl. 17:00 8.sýn Átakamikil og nýstárleg sýning um uppgjör brúðumeistara við fortíðina leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Níu líf (Stóra sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 Frums. Lau 28/3 kl. 20:00 9. s Fös 17/4 kl. 20:00 18. s Lau 14/3 kl. 20:00 2. s Sun 29/3 kl. 20:00 10. s Lau 18/4 kl. 20:00 19. s Sun 15/3 kl. 20:00 3. s Mið 1/4 kl. 20:00 11. s Sun 19/4 kl. 20:00 20. s Fim 19/3 kl. 20:00 aukas. Fim 2/4 kl. 20:00 12. s Mið 22/4 kl. 20:00 21. s Fös 20/3 kl. 20:00 4. s Fös 3/4 kl. 20:00 13. s Fim 23/4 kl. 20:00 22. s Lau 21/3 kl. 20:00 5. s Lau 4/4 kl. 20:00 14. s Fös 24/4 kl. 20:00 23. s Sun 22/3 kl. 20:00 6. s Sun 5/4 kl. 20:00 15. s Lau 25/4 kl. 20:00 24. s Fim 26/3 kl. 20:00 7. s Þri 7/4 kl. 20:00 16. s Sun 26/4 kl. 20:00 25. s Fös 27/3 kl. 20:00 8. s Fim 16/4 kl. 20:00 17. s Fim 30/4 kl. 20:00 aukas. Við erum öll, við erum öll, við erum öll; Bubbi. Gosi (Litla sviðið) Sun 1/3 kl. 13:00 3. s Sun 29/3 kl. 13:00 11. s Sun 26/4 kl. 15:15 21. s Sun 1/3 kl. 15:15 4. s Sun 29/3 kl. 15:15 12. s Lau 2/5 kl. 13:00 22. s Sun 8/3 kl. 13:00 5. s Sun 5/4 kl. 13:00 13. s Sun 3/5 kl. 13:00 23. s Sun 8/3 kl. 15:15 6. s Sun 5/4 kl. 15:15 14. s Lau 9/5 kl. 13:00 25. s Sun 15/3 kl. 13:00 7. s Sun 19/4 kl. 13:00 16. s Sun 10/5 kl. 15:15 26. s Sun 15/3 kl. 15:15 8. s Sun 19/4 kl. 15:15 17. s Lau 16/5 kl. 13:00 27. s Sun 22/3 kl. 13:00 9. s Lau 25/4 kl. 13:00 19. s Sun 17/5 kl. 13:00 28. s Sun 22/3 kl. 15:15 10. s Sun 26/4 kl. 13:00 20. s Lau 23/5 kl. 13:00 29. s Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 28/2 kl. 20:00 53. s Fös 6/3 kl. 20:00 55. s Lau 29/2 kl. 20:00 54. s Lau 7/3 kl. 20:00 Lokas. Sýningum lýkur 7. mars. Vanja frændi (Stóra sviðið) Sun 8/3 kl. 20:00 16. s Mið 25/3 kl. 20:00 Lokas. Lokasýning 25. mars. Helgi Þór rofnar (Nýja sviðið) Fös 6/3 kl. 20:00 Lokas. Lokasýning 6. mars. Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Mán 27/4 kl. 20:00 Lokas. Kvöldstund með listamanni. Er ég mamma mín? (Nýja sviðið) Sun 1/3 kl. 20:00 6. s Fim 12/3 kl. 20:00 9. s Fös 20/3 kl. 20:00 12. s Fim 5/3 kl. 20:00 7. s Fös 13/3 kl. 20:00 10. s Lau 21/3 kl. 20:00 13. s Sun 8/3 kl. 20:00 8. s Lau 14/3 kl. 20:00 11. s Tvær sögur ■ eða alltaf sama sagan? Skjáskot (Nýja sviðið) Fim 26/3 kl. 20:00 Lokas. Kvöldstund með listamanni. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 23/4 kl. 20:00 24. s Sun 26/4 kl. 20:00 25. s Allra síðustu sýningar. Oleanna (Nýja sviðið) Fös 27/3 kl. 20:00 Frums. Sun 5/4 kl. 20:00 5. s Sun 19/4 kl. 20:00 9. s Lau 28/3 kl. 20:00 2. s Þri 7/4 kl. 20:00 6. s Fös 24/4 kl. 20:00 10. s Fös 3/4 kl. 20:00 3. s Fim 16/4 kl. 20:00 7. s Lau 25/4 kl. 20:00 11. s Lau 4/4 kl. 20:00 4. s Lau 18/4 kl. 20:00 8. s Lau 2/5 kl. 20:00 12. s Er lygin sönn? Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.