Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 27
KÓRÓNUVEIRAN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Við fylgjumst auðvitað bara grannt með aðstæðum og framvindu mála,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður út í kór- ónuveirufaraldurinn sem nú geisar meðal annars á Ítalíu og hvaða áhrif hann hefur á íslenskan fótbolta. Íslenska karlalandsliðið mætir Rúmeníu í umspilsleik um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli þann 26. mars næstkomandi. Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson hafa báðir verið lykilmenn í landslið- inu undanfarin ár en þeir spila báðir á Ítalíu. Þar hefur mörgum knatt- spyrnuleikjum verið frestað vegna kórónuveirunnar en í gær höfðu ná- lægt 500 manns smitast í landinu og þar af voru tólf látnir. „Við fylgjumst vel með því sem er að gerast á meginlandi Evrópu og svo auðvitað bara því sem er að ger- ast hér á Íslandi í tengslum við veir- una. Við munum virða tilmæli og fyrirmæli stjórnvalda þegar nær dregur umspilsleikjunum og auðvit- að vonumst við til þess að málin þró- ist í rétta átt. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að allir leikmenn Íslands verði tilbúnir fyrir þennan tiltekna leik og ég á ekki von á neinu öðru. Eftir því sem maður best veit þá eru aðstæður að breytast núna með hverri vikunni sem líður. Við höldum áfram að fylgjast vel með og munum gera allar þær ráðstafanir sem við þurfum til þess að bæði spila þá leiki sem eiga að fara fram og eins nota alla þá leikmenn sem okkur standa til boða.“ Í gær greindi KSÍ frá því að Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir gæti ekki ferðast með kvennalandsliðinu á æf- ingamót á Spáni í byrjun mars þar sem hún fær ekki ferðaleyfi vegna kórónuveirunnar en hún spilar með AC Milan á Spáni. „Það var AC Milan sem tók fyrir það á endanum að hún myndi ferðast til Spánar en aðstæðurnar voru erf- iðar fyrir okkur líka. Miðað við þau fyrirmæli sem hafa verið gefin út hérlendis þá hefur fólk sem er að koma frá þessum smitsvæðum verið beðið um að halda sig afsíðis í tvær vikur við komuna til landsins. Við vorum búin að velta þessu þó- nokkuð fyrir okk- ur en að lokum var það ítalska fé- lagið sem tók lokaákvörðun um að Berglind ætti ekki heimagengt í leikinn og ég held satt best að segja að það hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Vissulega hefði verið gaman að fá hana í þetta verkefni en aðstæður eru eins og þær eru og við verðum bara að virða það.“ Hægir vonandi á sér fyrir EM EM í knattspyrnu fer fram um alla Evrópu dagana 12. júní til 12. júlí en Guðni vonast að sjálfsögðu til þess að mótinu verði ekki frestað vegna veirunnar en nú þegar hefur það komið til tals að fresta Ólympíu- leikunum í Tókýó sem fara eiga fram í Japan í júlí og ágúst. „Menn eru auðvitað byrjaðir að ræða sumarið á ýmsum vettvangi, ekki bara stjórnvöld og heilbrigðis- stofnanir heldur líka fólk innan íþróttahreyfingarinnar. Það er verið að spila kappleiki fyrir luktum dyr- um á Ítalíu sem dæmi þannig að staðan er alvarleg. Það er erfitt að svara einhverjum spurningum um framhaldið á þessum tiltekna tíma- punkti því þetta er eitthvað sem þarf bara að koma betur í ljós þegar nær dregur sumri. Það mun þá eins koma í ljós til hvaða ráðstafana þarf að grípa ef allt fer á versta veg en auð- vitað vonar maður að veiran verði búin að hægja eitthvað á sér á þess- um tíma. Við munum halda áfram að fylgj- ast grannt með gangi mála eins og önnur knattspyrnusambönd eru að gera. Ég trúi því og vona að sjálf- sögðu að Evrópumótinu verði ekki frestað en þegar allt kemur til alls þá eru íþróttir til þess fallnar að skemmta okkur og öðrum. Ef veiran ógnar öryggi fólks og heilsu þá er það auðvitað mikilvægasti útgangs- punkturinn í þessu og eitthvað sem þarf að taka lokaákvörðun út frá,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Aðstæður breytast í hverri viku  Guðni Bergsson segir að KSÍ fylgist grannt með veirunni og muni fylgja öllum tilmælum Guðni Bergsson ÍTALÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu Íslendingar leika um þessar mundir með ítölskum knattspyrnu- liðum og níu þeirra búa í norðurhér- uðum Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur geisað harðast að und- anförnu. Flest þeirra hafa leikið með hin- um ýmsu íslensku landsliðum og hætta er á að þau geti ekki leikið fyrir Íslands hönd á næstunni vegna öryggisráðstafana sem gerð- ar hafa verið og eiga mögulega eftir að vera gerðar vegna veirunnar. Eins og fram kom í fréttum í gær getur Berglind Björg Þorvalds- dóttir ekki farið til móts við íslenska landsliðið sem tekur þátt í Pinetar- mótinu á Spáni 4. til 10. mars. Hún leikur með AC Milan, sem er frá borginni Mílanó í miðju Lombardy- héraði (Langbarðalandi) og tveimur síðustu leikjum liðs hennar hefur verið frestað vegna veirunnar. Berglind hefði þurft að vera hálf- an mánuð í sóttkví áður en hún hefði komið til móts við landsliðið. Andrea Mist Pálsdóttir, sem leik- ur með Orobica frá Bergamo á Norður-Ítalíu, var ekki í þessum landsliðshópi en hefði verið á sama stað og Berglind. Leikjum hjá henni hefur ekki verið frestað enn sem komið er og nú er komið hlé á ítölsku kvennadeildinni til 21. mars. Þá leikur markvörðurinn Selma Líf Hlífarsdóttir með Napoli í B- deildinni en hún er utan hættu- svæðisins sunnar í landinu. Birkir Bjarnason og Emil Hall- freðsson hafa verið fastamenn í A- landsliðinu sem leikur gegn Rúm- eníu á Laugardalsvellinum 26. mars í umspilinu fyrir EM. Þeirra lið, Brescia og Padova, eru bæði á Norður-Ítalíu og tveimur leikjum hjá Emil hefur verið frestað. Ef sömu sóttvarnareglur gilda áfram þyrftu Emil og Birkir að vera komnir til Íslands í síðasta lagi 12. mars til að eiga möguleika á að taka þátt í leiknum. Sveinn Aron Guðjohnsen leikur með Spezia sem er í Lígúríu-héraði þar sem veirunnar hefur orðið vart. Hann leikur með 21-árs landsliði Ís- lands sem á að spila gegn Írlandi og Armeníu 26. og 31. mars. Þátttaka Sveins í þeim leikjum gæti verið í hættu. Fjórir piltar á aldrinum 16 til 18 ára leika með liðum í norðurhluta Ítalíu. Andri Fannar Baldursson er farinn að spila með aðalliði Bologna, Ari Sigurpálsson er þar í unglinga- liði og með unglingaliði SPAL leika Mikael Egill Ellertsson og Anton Logi Lúðvíksson. Þeir Mikael og Andri eru fæddir 2002 og eru báðir í U19 ára landsliði Íslands sem á einmitt að leika í milli- riðli Evrópukeppninnar í Veneto- héraði á Norður-Ítalíu gegn Noregi, Ítalíu og Slóveníu dagana 25. til 31. mars. Ari og Anton Logi eru árinu yngri, fæddir 2003, og hafa spilað með U17 ára landsliðinu en gætu mögulega verið í hópnum. UEFA mun gefa út nánari upplýsingar varðandi milliriðilinn og mögulegt mótshald á Ítalíu um eða eftir helgina. Að sjálfsögðu munu fleiri landslið en þau íslensku verða fyrir barðinu á kórónuveirunni, enda ekki fyrirséð hvernig staðan verður á útbreiðslu hennar seinnipart marsmánaðar. Hvað Ítalíu varðar þá leika fjöl- margir landsliðsmenn ýmissa þjóða í deildunum þar í landi og þar á meðal þrír Rúmenar sem hafa leikið með sínu landsliði á undanförnum mán- uðum. Þeir spila með Perugia, Parma og Sassuolo, og gætu því misst af leiknum á Laugardalsvelli. Tíu íslensk spila á Ítalíu  Níu þeirra í norðurhéruðunum þar sem kórónuveiran geisar  Getur haft áhrif á þátttöku margra í landsleikjum  Berglind Björg fer ekki til Spánar Morgunblaðið/Eggert Brescia Birkir Bjarnason leikur og býr í Lombardo-héraði. Mílanó Padova Brescia Bologna La Spezia Ferrara Bergamo Napoli Íslendingar með félagsliðum á Ítalíu Andri Fannar Baldursson og Ari Sigurpálsson Bologna (Emilia-Romagna) Mikael Egill Ellertsson og Anton Logi Lúðvíksson SPAL (Emilia-Romagna) Berglind Björg Þorvaldsdóttir AC Milan (Lombardy) Leikmenn Félagslið (hérað) Emil Hallfreðsson Padova (Veneto) Birkir Bjarnason Brescia (Lombardy) Sveinn Aron Guðjohnsen Spezia (Liguria) Andrea Mist Pálsdóttir Orobica (Lombardy) Selma Líf Hlífarsdóttir Napoli (Campania)SKÝRINGAR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Padova Emil Hallfreðsson leikur og býr í Veneto-héraði. Morgunblaðið/Eggert Mílanó Berglind Björg Þorvalds- dóttir fer ekki til Spánar. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020  Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta hringinn á NSW Open golfmótinu í Ástralíu í fyrrinótt á pari, 72 höggum, og var þar með í 22.-39. sæti að hringnum loknum. Guðrún Brá Björg- vinsdóttir lék hins vegar á 77 höggum, fimm yfir pari, og var í 96.-112. sæti af 156 keppendum. Þær léku annan hringinn í nótt og á mbl.is/sport/golf má sjá hvernig þeim gekk og hvort þeim tókst að komast í gegnum niður- skurðinn á mótinu en þetta er annað mót tímabilsins á Evrópumótaröðinni.  Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, sagði á fréttamannafundi í gær að smá bakslag hefði komið upp hjá Jó- hanni og það myndi tefja hann um ein- hverja daga. Jóhann var í hópi gegn Bournemouth um síðustu helgi, í fyrsta sinn síðan hann meiddist í bikarleik 4. janúar.  Selfyssingurinn Teitur Örn Einars- son var í miklu stuði í 30:16-sigri Kristianstad á Guif á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Teitur skoraði níu mörk og var markahæstur allra. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark. Kristianstad hefur verið á mikilli sigl- ingu undanfarið og er liðið í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig eftir 27 leiki. Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot fyrir meistara Sävehof í 25:28- heimatapi fyrir Ystads IF.  Handknattleiksfólkið Sunna Jóns- dóttir og Fannar Þór Friðgeirsson framlengdi í gær samninga sína við ÍBV um tvö ár. Komu þau bæði til fé- lagsins fyrir tveimur árum og eru lykil- menn í Vestmannaeyjum. Eitt ogannað Grill 66 deild karla FH U – Þróttur..................................... 24:31 Staðan: Þór Ak. 14 12 2 0 432:359 26 Haukar U 14 9 1 4 417:370 19 Valur U 14 8 2 4 408:398 18 Grótta 14 8 1 5 408:387 17 Þróttur 15 7 2 6 444:416 16 FH U 15 7 1 7 448:435 15 Víkingur 14 6 1 7 381:387 13 KA U 14 4 1 9 403:432 9 Fjölnir U 14 2 1 11 346:412 5 Stjarnan U 14 1 2 11 353:444 4 Þýskaland Lemgo – Wetzlar ................................. 32:27  Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo.  Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar. Melsungen – Bergischer..................... 28:25  Guðmundur Þ. Guðmundsson tekur við þjálfun Melsungen í dag.  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 1. Balingen – Magdeburg ....................... 32:34  Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir Balingen.  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Magde- burg er frá keppni vegna meiðsla. Füchse Berlín – Nordhorn ................. 30:32  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Frakkland Nantes – París SG................................ 29:29  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir PSG. Svíþjóð Kristianstad – Guif.............................. 30:16  Teitur Örn Einarsson skoraði 9 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 1. Sävehof – Ystad IF .............................. 25:28  Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot í marki Sävehof. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.