Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 B irt m eð fyrirvara u m m yn d - o g textab ren g l Þetta flytur sig ekki sjálft! Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti Kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is (Atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina) Innifalið í langtímaleigu: Verð frá: 63.900 kr. á mán án vsk. Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Aðeins 10 prósent 15 ára ungmenna ná átta klukkustunda viðmiðunar- svefni á virkum dögum og óregla í svefnlengd hópsins tengist hærri fituprósentu og hærra hlutfalli á kviðfitu. Þá eru þau ungmenni sem verja minni tíma en jafnaldrar við tölvu- og símaskjái og hreyfa sig oft- ar ólíklegri til að greina frá einkenn- um um andlega vanlíðan. Þetta er meðal þess sem viðamikil langtímarannsókn á heilsuhegðun ungra Íslendinga leiðir í ljós. Að- standendur rannsóknarinnar úr hópi vísindamanna og doktorsnema í íþrótta- og heilsufræði við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands kynntu helstu niðurstöður hennar á fundi í Bratta í Stakkahlíð í gær. Rannsóknin er framhald rann- sóknarinnar „Lífsstíll 7 og 9 ára ís- lenskra barna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu“, sem fram fór á árunum 2006 og 2008 meðal stórs hóps barna fæddra 1999. Sömu börnum var boðið að taka þátt í framhaldsrannsókninni við 15 og 17 ára aldur og hafa alls um 500 nem- endur tekið þátt í rannsóknunum tveimur, sem samanlagt spanna nærri áratug í lífi nemendahópsins. Markmiðið með rannsóknunum er að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á holdafari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegri líðan og almennum lifnaðarháttum ungs fólks frá æsku fram á unglingsár og sambandi þess- ara þátta við ýmsa heilsufarsþætti og námsárangur. Rannsóknin hefur not- ið forystu Erlings Jóhannssonar, pró- fessors í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, en að henni kemur stór hópur vís- indamanna og doktorsnema við Há- skóla Íslands í samstarfi við Reykja- víkurborg, Hjartavernd, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Lýð- heilsustöð Bandaríkjanna. Aðeins 6 tíma nætursvefn Þrír doktorsnemar eru langt komnir með rannsókn sína innan verkefnisins. Einn þeirra, Vaka Rögnvaldsdóttir, hefur verið að rannsaka tengsl svefns og hreyf- ingar við holdafar meðal 15 og 17 ára þátttakenda í rannsókninni. Sífellt fleiri vísindamenn beina sjónum sín- um að mikilvægi svefns og tengslum hans við heilsu og líðan fólks en Vaka segir það nýnæmi að nýta hreyfimæla í rannsóknum til þess að meta svefn. „Helstu niðurstöður mínar eru að 15 ára ungmenni sofa aðeins um 6,2 klst. á skólanóttum og aðeins lengur um helgar, eða 7,3 klst. Stuttan svefn má rekja til þess hversu seint þau fara að sofa virka daga (00:22) og um helgar (01:58). Þá gefur skólabyrjun snemma morguns heldur ekkert svigrúm til þess að sofa lengur á skóladögum,“ er haft eftir Vöku í kynningu á málinu á vefsíðu Há- skóla Íslands. Þurfa 8 tíma svefn Miðað er við að 15 og 17 ára ung- menni þurfi að minnsta kosti átta klukkutíma svefn á nóttu en fæst þeirra uppfylla það viðmið yfir vik- una, „Aðeins um 23% stúlkna og 20% drengja uppfylla viðmiðin við 15 ára aldur og enn færri þegar lit- ið er til virkra daga, eða 10,7%,“ segir Vaka. „Í niðurstöðum kemur einnig fram að óregla á svefnlengd virka daga tengist hærri fitupró- sentu og hærra hlutfalli á kviðfitu meðal 15 ára ungmennanna.“ Niðurstöður Vöku sýna að þeir sem stunda íþróttir og/eða heilsu- rækt sofa ekki endilega lengur en þeir sem stunda þær ekki. „Ung- menni í íþróttum þurfa svefn sem hluta af endurheimt og þeir sem stunda íþróttir virðast ekki sofa lengur en þeir sem ekki stunda íþróttir. Mikilvægt er fyrir íþrótta- hreyfinguna að vera meðvituð um æfingatíma ungmenna og að íþróttaiðkun seint að kvöldi geti spillt fyrir svefnlengd,“ segir Vaka m.a. um niðurstöðurnar. Um 43% þátttakenda stunda íþróttir og heilsurækt a.m.k. sex klukkustundir í viku og fleiri drengir en stúlkur æfa svo mikið. „Áhugavert er þó að stúlkur hreyfa sig meira en drengir um helgar,“ er enn fremur haft eftir Vöku. Ungt fólk fær ekki nægan svefn  Ný rannsókn sýnir að aðeins tíu prósent 15 ára ungmenna ná átta klukkustunda viðmiðunarsvefni  Tengsl eru á milli tíma sem varið er við tölvu- og símaskjái og einkenna um andlega vanlíðan Morgunblaðið/Eggert Heilsa og svefn Niðurstaða viðamikillar rannsóknar á heilsuhegðun íslenskra ungmenna var kynnt í gær. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur vísað frá kröfu land- eiganda Húsafells 1 um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Borgar- byggðar um að fela byggingarfull- trúa að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir legsteinaskála að Bæjargildi í landi Húsafells. Hins vegar felldi nefndin úr gildi ákvörðun byggingafulltrúans að veita bygg- ingarleyfi fyrir þessu sama húsi. Rök nefndarinnar fyrir því að vísa frá kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar frá 9. maí á síðasta áru eru þau að það hafi ekki verið lokaákvörðun því það sé hlutverk byggingafulltrúa að taka endanlega ákvörðun um samþykkt byggingar- áforma og útgáfu byggingarleyfis. Ástæðan fyrir því að ákvörðun byggingafulltrúa frá 28. maí í fyrra um útgáfu byggingarleyfisins var felld úr gildi er hins vegar sú að bygging legsteinaskálans samræmist ekki aðalskipulagi, þar sem umrætt land er skilgreint sem landbúnaðar- svæði. Málið á sér langan aðdraganda og hefur nokkrum sinnum komið fyrir úrskurðarnefndina. Það hófst með vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyr- ir Steinhörpuna í landi Húsafells 2 og var það samþykkt í sveitarstjórn á árinu 2015. Byggingarfulltrúi sam- þykkti umsókn um að flytja gamalt pakkhús úr Borgarnesi og setja upp á lóðinni Bæjargili og í byrjun árs 2016 samþykkti byggingafulltrúi leyfi til byggingar húss fyrir legsteina- safn. Skaut eigandi Húsafells 1 ákvörðun um legsteinasafnið til úr- skurðarnefndarinnar sem og sam- þykkt sveitarstjórnar um deiliskipu- lagið. Úrskurðarnefndin vísaði frá kröfu um ógildingu deiliskipulagsins vegna þess að kæran hefði verið of seint fram komin og hafnaði einnig kröfu um ógildingu byggingarleyfis- ins. Umboðsmaður skarst í leikinn Nefndin synjaði síðar kröfu kær- anda um endurupptöku málsins. Kvartaði hann þá til umboðsmanns Alþingis, sem taldi að nefndinni hefði borið að taka rökstudda afstöðu til þess hvort deiliskipulagið hefði verið gilt. Þá samþykkti úrskurðarnefndin að taka málið aftur fyrir og eftir um- fjöllun ákvað hún að vísa frá kröfu um ógildingu varðandi leyfi til að flytja pakkhúsið á lóðina, þar sem krafan væri of seint fram komin. Einnig var vísað frá kröfu um ógild- ingu ákvörðunar sveitarstjórnar um deiliskipulagið, þar sem skipulagið hefði enn ekki tekið gildi með lög- formlega réttri birtingu í Stjórnar- tíðindum. Aftur á móti var felld úr gildi ákvörðun byggingafulltrúans um að veita leyfi fyrir legsteinasafn- inu á þeim forsendum að leyfið ætti sér ekki stoð í gildu deiliskipulagi. Enn einn snúningur málsins hófst í byrjun síðasta árs þegar sótt var að nýju um leyfi til að reisa skála til að varðveita legsteina og minnimerki úr steini. Fram fór grenndarkynning sem sneri aðallega að eiganda Húsa- fells 1, kærandanum í öllum þessum málum. Viðkomandi nefnd sveitar- félagsins og sveitarstjórn samþykktu að fela byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknina og það gerði hann 28. maí 2019. Sú ákvörðun hefur nú verið felld úr gildi, eins og áður segir. Ein af kröfum kærandans í málinu var að þeir nefndarmenn í úrskurðar- nefndinni sem fjallað hefðu um málið á fyrri stigum væru vanhæfir og aðrir yrðu fengnir til að úrskurða. Fullyrti að úrskurðarnefndin hefði margsýnt að hún drægi taum leyfishafa með því að komast ítrekað að augljóslega rangri lagalegri niðurstöðu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki því maður teldist ekki van- hæfur fyrir það eitt að hafa fjallað um sömu deilumál aðila í fyrri úrskurði. Legsteinaskáli stöðvaður öðru sinni  Langvarandi deilur tveggja landeigenda í Húsafelli um byggingar  Úrskurðarnefnd margoft fjallað um málið  Nú var byggingarleyfi skála fyrir legsteina ógilt  Fellur ekki að landbúnaðarnotum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Steinharpan Uppbygging í þágu Páls Guðmundssonar, listamanns í Húsa- felli, hefur tafist mjög vegna ágreinings við nágranna og málareksturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.