Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Ævintýri Carlos Collodium spýtustrákinnGosa hefur notið fá-dæma vinsælda frá því það birtist fyrst á prenti á árunum 1881-83. Mun það hafa verið þýtt á um 300 tungumál, gerðar hafa verið fjölmargar kvikmyndir sem byggja á sögunni, þar sem teiknimynd Disneys frá 1940 er tvímælalaust þeirra fræg- ust, auk þess sem ævintýrið hefur reglulega ratað á svið. Sem dæmi má nefna að Leikhópurinn Lotta setti upp eigin leikgerð á Gosa sumarið 2018 og veturinn 2007 sýndi Borg- arleikhúsið nýjan söngleik um spýt- ustrákinn. Efniviður ævintýrsins er marg- brotinn og fantasían skemmtileg, auk þess sem áhugavert er að skoða þyngri undirtón verksins sem snýr að fátækt, arðráni og kúgun. Í grunninn er Gosi þó fyrst og fremst þroskasaga þar sem spýtustráknum lærist að til- veran snýst ekki einvörðungu um eig- in hag, hagnað og skemmtun, heldur um samveruna með þeim sem okkur þykir vænt um. Mennskan felst nefni- lega í mannúðinni, hugrekkinu, heið- arleikanum og ósérdrægninni. Í samvinnu við Karl Ágúst Úlfsson og leikhópinn leitar Ágústa Skúla- dóttir leikstjóri beint í frumgerð Collodis í leikgerðarvinnu sinni. Stikl- að er á stóru í ævintýrinu, enda rúm- ast sýningin á aðeins 90 mínútum með hléi, en vel er valið. Dregið er úr óhugnaði sögunnar með aðstoð húm- ors, eins og þegar kötturinn missir aðra loppu sína í viðureign við Gosa og Halldór Gylfason leikur blóðgus- urnar leikhúsgestum til skemmtunar. Áhorfendur njóta þess að sjá hvernig Jafet smíðar spýtustrákinn Gosa úr talandi trédrumbi sem hleyp- ur stjórnlaust af stað um leið og Jafet hefur kennt honum að ganga. Við sjáum hvernig Gosi hrífst af brúðu- leikhúsinu og skiptir á leikhúsmiða fyrir stafrófskverið sem Jafet keypti dýrum dómi fyrir vetrarjakka sinn svo Gosi gæti gengið menntaveginn. Samskipti Gosa við refinn og köttinn sem hafa af honum gullpeninga með klækjum eru sorglega fyndin og kenningin sem bláa dísin veitir hon- um fyrir að ljúga frábærlega útfærð. Þroskinn sem Gosi öðlast í hlekkjum á bóndabænum opnar augu hans fyrir mikilvægi þess að snúa til betri vegar með heiðarleika og samviskusemi að leiðarljósi, en í framhaldinu velur Gosi að sækja skóla þar sem hann reynist góður nemandi. Mikilvægasta þroskaskrefið birtist hins vegar þeg- ar Gosi ákveður að leggja allt í söl- urnar til að bjarga Jafeti sem fastur er í maga stóra hundfisksins. Aðeins fimm þátttakendur segja söguna og bregða sér öll í fjölmörg hlutverk, nema Haraldur Ari Stef- ánsson sem leikur titilhlutverkið. Undir styrkri og hugmyndaríkri stjórn Ágústu blómstrar frásagnar- leikhúsið í Gosa. Leikararnir stökkva léttilega inn og út úr hlutverkum sín- um og ávarpa áhorfendur, sem dreg- ur okkur enn betur inn í frásögnina. Þrátt fyrir að mikið gangi á á sviðinu og hættur steðji að einkennist and- rúmsloft sýningarinnar ávallt af létt- leika og hlýju, sem skilar sér í góðri hlustun áhorfenda, sem voru á frum- sýningunni allt frá fjögurra ára aldri. Tónlist Eiríks Stephensen og Eyvindar Karlssonar við afbragðs söngtexta Karls Ágústs leikur stórt hlutverk. Leikhópurinn brestur reglulega í söng og miðlar bæði til- finningum persóna og framvindu á skemmtilega lifandi hátt. Gaman var líka að fylgjast með því hvernig Eiríkur og Eyvindur framkölluðu hin ýmsu leikhljóð á hljóðfæragallerí sitt. Umgjörðin öll er mikið sjónarspil. Frábæru myndefni Elmars Þórarins- sonar er varpað á tjald úr hvítum strimlum, sem gerir það að verkum að leikendur geta auðveldlega stokkið inn og út úr senum og ýmist setið í fangelsi eða synt í sjónum. Búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur eru mikið fyrir augað hvort heldur er töfrandi kjóll bláu dísarinnar sem lýsir í myrkri, frábær útfærslan á brúðunum Hallikinn og Pulsupinn sem bornir eru á herðum smávax- inna manna í brúðuleikhúsinu eða hugvitsamleg lausnin á gervi spýtu- stráksins. Grímur Elínar S. Gísla- dóttur gerðu mikið fyrir persónu- galleríið og leikgervi Þórunnar Maríu og Guðbjargar Ívarsdóttur voru til fyrirmyndar. Lýsing Þórðar Orra Péturssonar studdi vel við stemninguna hverju sinni, sem og hljóðmynd Þorbjörns Steingríms- sonar. Sem fyrr segir skiptu leikararnir fimm með sér fjölda hlutverka. Ei- ríkur Stephensen var góður sem snikkarinn Kirsir og skemmtileg ugla. Eyvindur Karlsson var mynduglegur í hlutverki eldgleyp- isins í brúðuleikhúsinu, góður hrafn og ákveðinn hænsnabóndi. Halldór Gylfason skapaði skemmtilegan Jafet sem í upphafi sýningar var uppstökkur en mýktist þegar á leið í föðurhlutverkinu. Auðvelt var að finna til með Jafet þegar hann sökum fátæktar átti ekkert nema eina peru að bjóða svöngum syni sínum eða þegar hann reyndi árangurslaust að innræta spýtustráknum góða siði. Halldór var reffileg krybba og skemmtilega aumkunarverður ræn- ingjaköttur. Katla Margrét Þorgeirsdóttir hreinlega blómstrar í sýningunni. Hún nýtur sín vel sem sögumaður, geislar í hlutverki bláu dísarinnar þar sem hún syngur líka eins og eng- ill, er skemmtilega lymskufullur ref- ur og dásamlegur Pulsupinn á móti Halldóri sem Hallikinn. Samleikur Kötlu og Halldórs var fyrsta flokks. Haraldur Ari Stefánsson fær það vandasama hlutverk að túlka Gosa, sem er ekkert sérstaklega við- kunnanlegur framan af meðan hann hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig. En í meðförum Haraldar varð þroskaferli spýtustráksins bæði trú- verðugt og áhugavert svo að áhorf- endur gátu ekki annað en samglaðst Gosa þegar hann loks varð mennskur. Gosi er allt í senn falleg, fyndin og töfrandi sýning sem enginn leikhús- unnandi ætti að láta framhjá sér fara. Mennskan felst í mannúðinni Ljósmyndun/Grímur Bjarnason og Bjarni Grímsson Töfrandi „Gosi er allt í senn falleg, fyndin og töfrandi sýning sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara,“ segir í rýni um Gosa. Borgarleikhúsið Gosi bbbbm Eftir Carlo Collodi. Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Karl Ágúst Úlfsson og leik- hópurinn. Íslensk þýðing: Þorsteinn Thorarensen. Leikstjórn: Ágústa Skúla- dóttir. Söngtextar: Karl Ágúst Úlafsson. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Péturs- son. Tónlist: Eiríkur Stephensen og Eyvindur Karlsson. Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson. Leikgervi: Þórunn María Jónsdóttir og Guðbjörg Ívarsdóttir. Grímugerð: Elín S. Gísladóttir. Mynd- band: Elmar Þórarinsson. Leikarar: Eiríkur Stephensen, Eyvindur Karlsson, Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefáns- son og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Frumsýning á Litla sviði Borgarleik- hússins sunnudaginn 23. febrúar 2020. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Brynhildur Guðjónsdóttir, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, mun leikstýra Makbeð eftir William Shakespeare sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviði Borgarleik- hússins haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leik- stjóri ársins árið 2019 fyrir upp- færslu sína á Ríkharði III eftir Shakespeare. „Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram á þeirri vegferð sem ég hef verið á sem leik- stjóri, að vinna með texta og verk klassísku leikskáldanna,“ segir Brynhildur, sem síðast leikstýrði Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov sem er enn í sýningu í Borgarleik- húsinu. „Við lögðum upp með að fara óhefðbundnar leiðir með Rík- harð III og hugmyndin er að gera slíkt hið sama með Makbeð.“ Morgunblaðið/Eggert Leikstjóri Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikstýrir Makbeð Nemendur Menntaskóla í tónlist halda þjóðlagatónleika á sunnudaginn kemur kl. 17 í hátíðarsal FÍH að Rauðagerði 27. Tónlistarstjórn er í höndum Ragnheiðar Gröndal og Ásgeirs Ásgeirssonar, sem völdu lögin sem óma. „Í æfingaferlinu voru nemendur hvattir til að nálgast lögin út frá eigin tilfinningu, því þannig eru þjóðlög. Þau eru okkar allra og hver og einn getur nálgast þau í gegnum sína eigin rödd,“ segir í tilkynningu. Fjórtán söngvarar og fimm manna hljómsveit flytur lögin. Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverð 1.000 kr. Heyri ég hljóm Ragnheiður Gröndal Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is WHAT YOU CAN’T SEE CAN HURT YOU ELISABETH MOSS FEBRUARY 28 T H E INV I S I B LE MAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie. ★★★★★ Rás 2 ★★★★★ FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.