Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ✝ Elísabet KempGuðmunds- dóttir fæddist á Akureyri 10. nóv- ember 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans 21. febrúar 2020. For- eldrar Elísabetar voru Guðmundur Tómasson, húsa- smiður og síðar forstjóri Kexverk- smiðjunnar Lorelei hf. á Ak- ureyri, f. 3. júní 1908, d. 25. júlí 1966, og Ragna Lúðvíksdóttir Kemp, húsfreyja á Akureyri og síðar í Reykjavík, f. 21.9. 1914, d. 4.10. 2013. Elísabet var elst sex systkina, þau eru: Þórey Sigurlaug, f. 21.11. 1934, Hrafnborg, f. 9.9. 1938, d. 31.7. 1988, Hreindís, f. 25.6. 1940, d. 1.10. 2007, Ragna Kemp, f. 20.2. 1947, og Guðmundur Óli, f. 17.2. 1951, d. 14.11. 2014. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1952. Þann 12. júní 1954 giftist hún Haraldi Sigurðssyni, f. 21. jan. 1925, d. 28. sept. 2018, banka- fulltrúa, rithöfundi og félags- málafrömuði á Akureyri. For- læknir. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, hún á soninn Dav- id Thor og b) Haraldur, giftur Melkorku Kjartansdóttur, þau eiga Sigurð Óla og Valdísi Svövu. 3) Ragna, f. 19.3. 1958, lögfræðingur í Reykjavík, maki Leó Jónsson verkfræðingur. Börn þeirra eru: a) Elísabet Ey- dís, gift Ólafi Jónssyni, þau eiga Bjarka Leó, Laufeyju Kötlu og Heklu Karen. b) Jón Tjörvi. c) Hrafnhildur, sam- býlismaður er Gísli Steinar Val- mundsson. 4) Sigurður Stefán, f. 2.12. 1971, kennari í Garða- bæ, sambýliskona er Thamar Melanie Heijstra, dósent við Háskóla Íslands. Eftir stúdentspróf vann Elísabet við verslunarstörf á Akureyri til ársins 1954 og sinnti síðan húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Á árunum 1964-1971 vann hún í Sparisjóði Akureyrar og frá 1973 var hún ritari og síðan fulltrúi í Búnað- arbanka Íslands á Akureyri til starfsloka, árið 2000. Eftir andlát Haraldar haust- ið 2018 fluttist hún til Reykja- víkur, stofnaði nýtt heimili og naut nánari samvista við börn og barnabörn. Útför Elísabetar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 28. febrúar 2020, kl. 15. Minningarathöfn verður á Ak- ureyri 2. mars kl. 13. Jarðsetn- ing verður í Akureyrar- kirkjugarði. eldrar hans voru Hróðný S. Stef- ánsdóttir, f. 2.12. 1892, d. 1966, og Sigurður V. Har- aldsson, f. 26.10. 1893, d. 1968. Börn þeirra eru: 1) Eva Þórey, f. 30.4. 1954, kennari í Reykjavík, maki Viggó Sigurðsson íþróttakennari, þau skildu. Sambýlismaður er Gunnar Jóhannsson, grafískur hönnuður. Börn Evu og Viggós eru: a) Rakel Margrét, gift Skarphéðni Ingasyni, þau eiga Viktoríu, Aron Inga, Alex Viggó og Evu Sigrúnu, b) Jón Gunnlaugur, sambýliskona er Ólöf Ragna Einarsdóttir. Börn þeirra eru Viggó Nathanael og Aría Bríet, auk þess á Ólöf dótturina Alexöndru, c) Har- aldur Stefán, sambýliskona er Daniela Aquilliar, hún á soninn Mateo Sol, d) Tómas Aron, sambýliskona er Unnur Véný Kristinsdóttir. 2) Ásdís Hrefna, f. 26.4. 1956, kennari og fyrrverandi kennslustjóri í Háskóla Íslands, maki Sigurður V. Guðjónsson Með þakklæti og eftirsjá kveð ég tengdamóður mína, El- ísabetu Kemp Guðmundsdótt- ur, sem lést á líknardeild Land- spítalans 21. febrúar síðast- liðinn. Andlátið kom ekki á óvart en hún hafði glímt við ill- kynja krabbamein um árabil og unnið marga sigra þar til nú að ekki varð aftur snúið. Elsa var borinn og barn- fæddur Akureyringur og bjó þar þangað til fyrir rúmu ári er Haraldur eiginmaður hennar lést og fluttist hún þá í stóran faðm fjölskyldu sinnar og festi kaup á húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Elsa fékk góðan tíma hér syðra, hún naut þess að vera nálægt sínum nánustu og lagði sig fram um að kynnast á nýjan hátt ömmu- og langömmubörn- um sem hændust að henni og hún að þeim. Elsa var dugleg að drífa sig í leikhús og óp- erusýningar, sérstaklega þótti henni gaman að koma í Hörp- una. Mér er minnisstætt þegar við fórum á Vínartónleika eftir áramótin og hún hreinlega stundi af gleði og ánægju yfir hverjum valsinum á fætur öðr- um. Ógleymanleg var Elsu ferðin með dætrunum til Spán- ar síðastliðið haust þar sem hún upplifði í fyrsta skipti að fara á baðströnd, henni fannst hlýr sandurinn svo undurmjúk- ur og dásamlegur. Samband okkar Elsu var alla tíð mjög gott. Það var ekki gef- ið að þessi síðhærði og grun- samlega vinstri sinnaði lækna- nemi sem miðdóttirin kynnti til leiks félli í kramið hjá tilvon- andi tengdaforeldrum. Það reyndist þó aldrei neitt vanda- mál. Málin voru rædd, skálað í Martini Rosso og ævilöng vin- átta og gagnkvæm virðing inn- sigluð. Það er ekki amalegt að vera ávarpaður „hjartakollur“ af tengdamóður sinni þó maður sé kominn á sjötugsaldur. Elsa var skarpgreind, hún lauk stúdentsprófi ári á undan jafnöldrum sínum og stóð hug- ur til frekari menntunar. Ör- lögin gripu í taumana og það varð ekki. Sjálfsagt hefur sökn- uður leynst í brjósti hennar en það var ekki rætt og aldrei varð ég var við biturleika eða eftirsjá hjá henni. Einkennandi fyrir skapgerð Elsu var jafnlyndi og rósemd. Hún lét vandamálin ekki flækj- ast fyrir sér og hélt fullri reisn fram á síðustu stund. Ég kveð elskulega tengda- móður með söknuði. Blessuð sé minning Elísabetar Kemp Guð- mundsdóttur. Sigurður V. Guðjónsson. Elísabet tengdamóðir mín eða Elsa eins og hún var kölluð er nú látin eftir stutta dvöl á Landspítala. Ég man glögglega eftir okkar fyrstu kynnum, þegar ég kom heim með Rögnu, þá 17 ára gutti og hún horfði gaumgæfilega á mig með dökku augunum sínum sem ég gleymi ekki. Síðan eru liðin 45 ár og aldrei hefur borið skugga á okkar samskipti og vináttu. Einhverjum vikum síðar var ég meira eða minna fluttur inn á heimili þeirra Elsu og Harald- ar, þar sem mér var tekið eins og ég væri einn af fjölskyld- unni. Við Ragna höfum alla tíð haft stuðning Elsu í öllu því sem við höfum tekið okkur fyr- ir hendur. Eftir að við Ragna fluttum suður heimsóttum við tengda- foreldrana reglulega, ævinlega beið þá brauðterta á borðinu sem var mikið lostæti, það var hluti af því að bjóða okkur vel- komin. Hún hafði gaman af því að leggja fínt á borð með skreytingum og kertum. Kerti hér og þar voru ómissandi, við skildum ekkert í þessu kertave- seni á sínum tíma en höfum þó tekið upp þennan sið á okkar heimili. Elsa átti það til að segja eitt- hvað án þess að hugsa, það gat verið frekar skondið, við hin hlógum og þá hló hún bara með. Ævinlega í góðu skapi, sagði aldrei styggðaryrði við nokkurn mann. Í þau fáu skipti sem henni mislíkaði fór það ekki framhjá okkur þó ekkert væri sagt. Látbragðið gaf sitt til kynna. Við vissum að þá hefðum við gengið of langt. Elsa var gædd góðum gáf- um, var stúdent ári á undan jafnöldrum sínum og stundaði jafnframt nám í orgelleik. Hún fylgdist vel með menningarlífi Akureyrarbæjar með Haraldi en þau voru gift í 65 ár. Elsa hafði ávallt jákvæða sýn á lífið og tilveruna, benti börnunum sínum á að gott væri að eiga Pollýönnu að vini. Viðhorf hennar til lífsins sást vel þegar Elsa greindist með krabbamein árið 2004 og dvaldi hún hjá okkur Rögnu í tvo mánuði á meðan hún var í geislameðferð. Frá fyrsta degi var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur, sagði gjarnan að þetta hefði verið skemmtilegur og dásam- legur tími. Hún átti góðar stundir með systkinum sínum, börnum og barnabörnum. Eftir að Haraldur féll frá haustið 2018 flutti Elsa suður og bjó í Einholti. Þennan tíma nýtti hún vel til að kynnast fjöl- skyldu sinni upp á nýtt. Hún var alltaf til ef einhver stakk upp á að hún kæmi í mat eða gerði eitthvað annað skemmti- legt og naut þess að taka þátt í öllu. Þrátt fyrir að hún væri með langt gengið krabbamein fór hún með dætrum sínum til Spánar í október sl. Hún var bara í hjólstól og naut þess að fara um. Fór þá í fyrsta skipti á strönd og fannst yndislegt að finna sandinn á milli tánna. Elsa talaði aldrei um veik- indi sín, þó hún ætti erfitt um gang; „lærið er aðeins að stríða mér,“ sagði hún en gat þó tæp- lega stigið í fótinn. Hún var heppin að lokakaflinn hjá henni var frekar stuttur, það eru ekki nema 4 vikur síðan hún var hjá okkur í steik og rauðvíni. Ég minnist Elsu með mikilli hlýju, hún gafst aldrei upp, var stoð og stytta í sínu hjónabandi og kjölfestan hjá fjölskyldunni, hún gerði allt til að öðrum liði vel. Ég þakka Elsu samfylgd- ina. Leó Jónsson. Elsku amma. Þú varst alltaf svo ástrík, umhyggjusöm og með einstak- lega góða nærveru. Ég mun alltaf eiga og vera þakklátur fyrir yndislegar minningar úr Byggðaveginum, þar sem lítill polli var ósjaldan passaður og dekraður til hins allra ýtrasta. Þá var jafnan uppáhaldsmatur á borðum, sofið upp í með til- heyrandi svefnleysi fyrir þig og afa greyið og endalaus vænt- umþykja sýnd svo dögum og jafnvel vikum skipti. Eftir að afi dó og þú fluttir suður í faðm fjölskyldunnar voru börnin mín svo lánsöm að fá að kynnast þér betur og fyr- ir það verð ég ævinlega þakk- látur. Ég kveð þig nú í hinsta sinn, elsku amma, en minning þín verður ávallt ljóslifandi í huga mínum. Haraldur Sigurðsson. Nú er komið að kveðjustund. Elsa, elsta systir okkar, er far- in – og það er alltaf erfitt að kveðja þótt við hefðum lengi vitað að hverju stefndi. Það er ekki auðvelt að berjast við ill- vígan sjúkdóm sem heltekur líkamann og þar sem oftast engin lækning er til. Elsa kvartaði ekki. Hún tók lífinu með jafnaðargeði og velti sér ekki upp úr erfiðleikum. Elsa bjó sín æsku- og hjú- skaparár á Akureyri, okkar heimabæ. Hún var elst í systk- inahópnum. Við vorum 6: Elsa (Elísabet), Didda (Þórey), Bogga (Hrafnborg), Dísa (Hreindís), Gagga (Ragna) og Gáki (Óli). Nú erum við aðeins tvær eftir, Didda og Gagga. Hin eru farin langt um aldur fram og Elsa núna á 87. aldurs- ári. Elsa var ávallt tenging okkar við Akureyri. Þau Haraldur voru búsett þar allan sinn hjú- skap og ólu þar upp sín fjögur börn: Evu, Ásdísi, Rögnu og Sigurð. Þar gengu börnin í Menntaskólann á Akureyri eins og foreldrarnir og við Didda og Óli. Öll áttum við góðar minn- ingar þaðan. Eins og gengur þegar ungmenni fara í fram- haldsnám flyst búsetan til Reykjavíkur eða til útlanda. Samt brást aldrei tengingin við Akureyri, þar voru Elsa og Lalli og þangað fórum við „heim“. Eftir andlát Lalla í septem- ber 2018 ákváðu Elsa og börnin að hún flytti suður til Reykja- víkur til að vera nær fjölskyld- unni. Þetta var góð ákvörðun, Elsa var ánægð og fjölskyldan fagnaði því að hafa hana nálægt eins lengi og hægt væri. Hún sagðist vera umvafin ást og umhyggju sinna nánustu og það var hún sannarlega. Samband elstu systranna var alla tíð náið. Aðeins eitt ár var á milli þeirra og voru þær mjög samrýndar – sérstaklega í æsku þar sem Elsa talaði oftast fyrir þær báðar og passaði yngri systur sína. Við syrgjum en erum einnig þakklátar fyrir allt og sérstak- lega fyrir þetta síðasta ár Elsu hér í Reykjavík. Við áttum góð- ar stundir, töluðum vel saman og nutum samvistanna. Fari hún í friði. Þórey og Ragna. Elísabet Kemp Guðmundsdóttir ✝ Valgerður Þór-unn Kristjáns- dóttir fæddist 22. október 1927 á Arnarhóli í Eyr- arsveit. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 18. febr- úar 2020. Foreldr- ar hennar voru Kristján Hjaltason og Guðrún Jóns- dóttir, bæði látin. Systkini í aldursröð: óskírt sveinbarn, Gunnar, Erla, Jó- hanna og Sigrún, þau eru öll látin. Valgerður giftist Sveini Kristjánssyni 7.4. 1953. For- eldrar hans voru Kristján Jóns- son og Kristín Þorkelsdóttir, bæði látin. Börn Valgerðar og Sveins eru 1) Magnea, maki Við- ar Hólm, börn Ást- rós Björk, maki Árni Huldar. Börn þeirra Ásdís, María, faðir Hrafn Leó, Sveinbjörn Viðar og Steinþór Ari Árnasynir. 2) Kristján. 3) Hjalti Þór, maki Torild, barn Jórunn. 4) Jón Gunnar. 5) Haraldur Már. 6) Guðrún, maki Einar, börn þeirra eru Tryggvi og Kristín. Útför Valgerðar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 28. febr- úar 2020, klukkan 13. Eftir að amma mín, Valgerður Kristjánsdóttir, kvaddi þennan heim fyrir skemmstu þá hefur mér verið ofarlega í huga þakk- læti til hennar fyrir allt það sem hún gaf af sér á sínu æviskeiði. Til viðbótar við að koma sex börnum á legg þá helgaði amma líf sitt umönnun annarra barna, enda bar hún hið fallega starfs- heiti fóstra. Hún var auk þess frumkvöðull á sínu sviði enda ein af þeim fyrstu sem sóttu sér menntun við fagið og starfaði hún lengi sem forstöðukona á einum af leikskólum Reykjavíkurborg- ar. Ég var lengi vel eina barna- barn ömmu og er samvera okkar, meðal annars við vöfflu- og pönnukökubakstur, sláturgerð og hinar ýmsu ævintýraferðir, hluti af dýrmætustu æskuminn- ingum mínum. Amma lék einnig stórt hlutverk við umönnun dótt- ur minnar enda veigraði hún sér ekki við að passa langömmubarn- ið stóran hlut dagsins þegar hún var komin vel á áttræðisaldurinn til að auðvelda mér að sinna há- skólanámi mínu. Amma hafði þann einstaka eig- inleika að fara ekki í manngrein- arálit og sýndi öllum sama kær- leika og umhyggju. Til marks um það þá var nánast ómögulegt að fá hana til þess að halda með einu liði umfram annað í kappleikjum og ef hún þurfti að velja þá hall- aðist hún í góðmennsku sinni auðvitað að því að halda með þeim sem voru að tapa. Þetta er eiginleiki sem er því miður ekki á allra færi enda hef ég oft haldið því fram að það góða í mér komi frá ömmu Valgerði. Við þessi tímamót, þegar við kveðjum hið jarðneska líf elsku ömmu, er ég full af stolti að hafa fengið að ganga í gegnum lífið með konu sem skapaði mér sjálfri, börnunum mínum og öðr- um börnum sem hún sinnti um- hverfi sem einkenndist af hlýju, kærleika og öryggi. Efast ég ekki um að hún hafi með kærleika sínum haft góð áhrif á marga einstaklinga í gegnum tíðina. Elsku amma, sá kærleikur, umhyggja og og ást sem þú gafst af þér skilur þú eftir handa okkur sem eftir stöndum og fyrir það þakka ég þér. Þín Ástrós. Valgerður Þórunn Kristjándóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Eskifirði, lést fimmtudaginn 20. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 2. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sóltúni fyrir einstaka umönnun. Þorvarður Kári Ólafsson Anna Kristín Sigurðardóttir Sólrún Ólafsdóttir Kristján Örn Karlsson Bryndís Ólafsdóttir Björn Harðarson Svanhildur Ólafsdóttir Magnús Arnar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓREY ÖNUNDARDÓTTIR frá Neskaupstað, Klapparstíg 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 26. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Baldur Bjarnason Ásdís Rósa Baldursdóttir Kristján Gíslason Guðrún Baldursdóttir Gísli Sverrir Árnason Björg Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR ALFREÐ KRISTJÁNSSON, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 21. febrúar eftir skammvinn veikindi. Útför verður frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 4. mars klukkan 13. Kolbrún Haraldsdóttir Kristján Björn Haraldsson Guðfinna Unnur Gunnarsdóttir Ásmundur Guðni Haraldsson Erna Hafnes Magnúsdóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.