Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum flugger.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt skil á ársreikningum sjálfs- eignastofnana og sjóða hafi batnað hafa stjórnvöldum aðeins borist reikningar fyrir árið 2018 frá 500 af liðlega 700 virkum stofnunum sem falla undir þessa skilgreiningu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur jafnframt fram að 57 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningum. Sá sem ber ábyrgð á sjóði eða stofnun með staðfesta skipulagsskrá skal skila ársreikningi fyrir árið á undan fyrir 30. júní ásamt skýrslu um hvernig fé sjóðsins hefur verið varið. Ríkisendurskoðun og Sýslu- maðurinn á Norðurlandi vestra hafa eftirlit með sjóðunum og senda út ítrekanir. Í lögunum eru ákvæði um að ef ekki er staðið í skilum með reikninga og skýrslu eða reiknings- skilin reynast ófullkomin getur sýslumaður falið lögreglu að rann- saka fjárreiður sjóðsins. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent Alþingi og dómsmálaráðuneyti á nauðsyn þess að lögfesta betri úr- ræði til að taka á síðbúnum skilum og vanrækslu. Vantar betri úrræði Bjarni Hrafnkelsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi vestra, segir að endurskoða mætti lögin frá 1988 og taka þá ýmislegt til skoð- unar. Meðal annars hvort rétt sé að leggja á sektir ef ársreikningum er ekki skilað. Það sé gert þegar einka- hlutafélög skili ekki reikningum. Álagning sekta geti leitt til fjárnáms. Telur Bjarni að lögreglurannsókn eins og heimild er fyrir í lögum sé þeim annmörkum háð að ekki þurfi að vera grunur um refsiverða hátt- semi þótt ábyrgðarmaður sjóðs hafi af einhverjum ástæðum ekki innt af hendi lagaskyldur sínar um skil á ársreikningum og skýrslum. Sá elsti frá sautjándu öld Sjóðir og stofnanir eru afar mis- jafnar að stærð og aldri. Þar eru hjúkrunarheimili og hússjóður ör- yrkja með miklar eignir og tekjur og síðan litlir styrktarsjóðir með litlar tekjur og eignir. Eignir 55 sjóða sem skiluðu ársreikningi fyrir 2018 eru undir hálfri milljón. Elstu sjóðirnir eru frá sautjándu og átjándu öld, allt dánargjafir. Elsti sjóðurinn, Reynislegat, er frá árinu 1662. Hann stofnaði Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup tveimur dögum áður en hann sótti Kópavogs- fundinn. Lagði hann jörðina Reyni á Akranesi til sjóðsins ásamt sex kú- gildum og átti afgjaldið að ganga til framfærslu ærlegrar og guðhræddr- ar ekkju með þrjú skilgetin börn eða þaðan af meiri ómegð. Sjóðir og sjálfseignarstofnanir Eignamestu sjóðir og stofnanir árið 2018 (heildareignir, milljónir kr.) Elstu sjóðir og stofnanir á sjóðaskrá (stofnár) Heimild: Ríkisendurskoðun 1849 Hjalte- stedslegat 1854 Gjöf Þorleifs Kolbeinssonar og Sigríðar Jónsdóttur 1662 Reynis- legat 1874 Stsj. Christians konungs IX 1882 Gjöf Jóns Sigurðssonar 1889 Gullbrúðkaupslegat Bjarna Þorsteins- sonar og Þórunnar Hannesdóttur 1693 Vallholts- legat 1767 Kambs- hólslegat 1832 Stsj. Þjóð- jarðalandseta 1831 Legat Jóns Sigurðs- sonar, Böggvist. 1839 Utanverðu- neslegat 1840 Fiskimannasjóður Kjalarnesþings 1848 Bræðrasjóður Reykjavíkurskóla Brynja, hússjóður ÖBÍ Eir hjúkrunarheimili Grund Háskólasjóður H.F. Eimskipafélags Íslands Skjól Hjúkrunarheimili Msj. Ólafs Finnss. og Guðrúnar Tómasd. Aurora velgerðarsjóður Skógarbær, sjst. í þágu aldraðra og sjúkra í Rvík Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð Msj. Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups Sjst. Aurora Observatory Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Ísl. Sjóður samtaka sparifjáreigenda Menningar- og framfarasj. Ludvig Storr 24.245 11.661 7.128 3.272 2.167 1.065 1.021 955 824 767 741 605 574 528 Hafa skilað ársreikn- ingum 2018, 500 Ekki skilað 2017 og fyrr, 159 Aldrei skilað árs- reikningum, 57 Nýjar skipulags skrár, 12 Sjóðir lagðir niður, 26 Virkar sjálfseignarstofnanir og sjóðir árið 2018 Alls 716 Virkar sjálfseignar- stofnanir og sjóðir 57 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lagðist í fyrradag að bryggju við Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn, framan við hús sem brátt verður höfuðstöðvar Hafrannsóknastofn- unar. Skipið var þar í sólarhring en hélt í gær í árlegt vorrall stofn- unarinnar. Tengist við hitaveitu Hafnarfjarðarhöfn hefur gert viðlegukant framan við húsið Fornubúðir 5. Þangað er búið að leggja rafmagn, vatn og heitt vatn enda eru skip Hafró kynt með heitu vatni þegar þau liggja við bryggju. Sigurður Guðjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, seg- ir að skipið hafi lagst þarna að núna til að hægt væri að reyna búnaðinn. Árni og Bjarni Sæ- mundsson munu fá varanlega að- stöðu þar þegar stofnunin fær hluta af skemmu sem þarna er til afnota. Það gerist á næstu vikum. Við Háabakka á að vera pláss fyrir tvö skip, jafnvel eftir að Bjarna hefur verið skipt út fyrir nýtt skip. Eftir er að leggja timburgólf á bryggjuna. Afhending hússins við Fornubúð- ir hefur dregist en Sigurður telur að það verði afhent í maí. helgi@mbl.is Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir Hafnafjarðarhöfn Árni Friðriksson mátar sig við nýju aðstöðuna við Háa- bakka. Höfuðstöðvar Hafró flytjast í fimm hæða húsið í vor. Við nýjar höfuðstöðvar  Árni Friðriksson lagðist í fyrsta skipti að bryggju við Háabakka Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Skóla- og frístundasvið Reykja- víkurborgar mælir ekki með því að Vesturland, sá hluti Fossvogsskóla sem verið hefur til viðgerðar undanfarnar vik- ur, verði tekinn í notkun að svo komnu máli. Þetta segir sviðs- stjórinn, Helgi Grímsson, í svar- bréfi til fulltrúa foreldra og starfsfólks skól- ans á miðvikudaginn. Morgunblaðið fékk afrit af bréfinu. Foreldrar og starfsfólk höfðu látið í ljósi áhyggjur af því af þetta kennsluhúsnæði yrði opnað að nýju án fullnaðarviðgerðar eins og fram kom hér í blaðinu í gær. „Framkvæmdum við Fossvogs- skóla er ekki að fullu lokið. Lokafrá- gangur er eftir í nokkrum rýmum,“ segir í bréfi Helga. Til dæmis hafi það verið öllum vonbrigði að þak- gluggi í Vesturlandi tók upp á því að leka undir lok seinasta árs í kjölfar mikilla rigninga og illviðris. Nú hafi verið komið í veg fyrir lekann, raka- skemmt efni verið fjarlægt og lokafrágangur á stórum þakglugga sé á áætlun í vor. Helgi segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi farið í eftirlitsferð um skólann í vikunni sem leið og hafi komið með nokkrar athuga- semdir um frágang sem ráðist verði í að ljúka sem og öðrum atriðum sem borist hafi frá skólanum. Þá segir í bréfinu að ljóst sé að skóla- og frístundasvið muni ekki koma með tilmæli þess efnis að hefja eigi starf á ný í Vesturlandi að svo komnu máli. „Fyrst er að bregð- ast við öllum ábendingum og síðan að gera úttekt á húsnæðinu. Þá verða tekin sýni á ný í byggingunni t.d. í Vesturlandi og heimilisfræði- stofu til þess að taka af allan vafa. Skóla- og frístundasvið og umhverf- is- og skipulagssvið hafa einsett sér að tryggja gæði skólahúsnæðisins og lagfæra allt sem gagnreyndar sýnatöku- og ræktunaraðferðir leiða í ljós að þurfi að lagfæra,“ segir Helgi Grímsson, sem kveðst munu senda fulltrúum foreldra og starfs- fólks frekari upplýsingar um gang framkvæmda innan tíðar. Morgunblaðið/Hari Fossvogur Viðgerðir standa enn yfir í skólahúsnæðinu. Vesturálman ekki strax tekin í notkun  Viðgerðum ekki lokið í Fossvogsskóla Helgi Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.