Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Undir-skrifta-söfnun fyrir íbúakosn- ingu um deili- skipulag við Stekkjarbakka við Elliðaárdal í Reykjavík lýkur í dag. Ekki er útlit fyrir að tilskilinn fjöldi náist til að deiliskipu- lagið verði að taka upp, en 18.000 íbúar þurfa að leggja nafn sitt við málefnið til að það nái fram að ganga. Þessi undirskriftasöfnun vekur ýmsar spurningar, til að mynda þá hver raunveru- leg afstaða meirihlutans í Reykjavík er til þess að hlusta á íbúana eða að leyfa þeim að kjósa um mikilvæg málefni. Meirihlutaflokkarnir segjast fylgjandi auknu lýð- ræði og gagnsæi og tala um beint lýðræði á tyllidögum, en fylgir hugur máli? Málefni Elliðaárdalsins, sem er til- valið til íbúakosningar sé fólk á annað borð fylgjandi slíkri leið, enda sameiginlegt hags- munamál allra borgarbúa, ætti að eiga greiða leið í beina kosningu meðal borgarbúa. „Elliðaárdalurinn er stoltið okkar. Við þurfum að standa vörð um hann. Það er lág- mark að leyfa íbúum að kjósa um hann,“ sagði Eyþór Arn- alds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn í um- ræðum um þetta mál, en fékk engar undirtektir meiri- hlutans. Hvers vegna vill meirihlut- inn ekki láta kjósa um þetta mál? Getur verið að borgar- fulltrúar meirihlutaflokkanna hafi ekki trú á því að málstað- ur þeirra, sem byggist á því að rýra Elliðaárdalinn, njóti stuðnings meðal borgarbúa? Það skyldi þó ekki vera. Á hinn bóginn má segja, þó að það séu alls ekki röksemd- ir sem meirihlutaflokkarnir hafa haldið á lofti, að fólk hafi ekki áhuga á beinu lýðræði. Sú undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir sé enn ein stað- festing þess. Afar erfitt sé að fá fólk til að taka þátt í slíkum undirskriftasöfnunum eða kosningum um einstök mál, eins og dæmin sanni. Það er mikið til í slíkri rök- semdafærslu, enda virðist þurfa mál á borð við Icesave til að fólk nenni að hafa fyrir því að skrifa undir eða mæta á kjörstað og kjósa. Þetta er umhugsunarvert fyrir tals- menn beins lýðræðis og bend- ir ekki til að slík aðferð skili í raun lýðræðislegri niðurstöðu en að láta kjörna fulltrúa um að leysa úr ágrein- ingsmálum. Þetta breytir því þó ekki að ef meirihlutaflokk- arnir segjast fylgjandi beinu lýðræði og að þeir vilji aukna aðkomu almennings að málefnum borgarinnar, þá ættu þeir að hlusta þegar um það bil tíu þúsund borgarbúar hafa fyrir því að rita nöfn sín undir hvatningu um að hlífa Elliða- árdalnum. Lítil von er þó til þess. Við- brögð meirihlutans við þeirri undirskriftasöfnun sem nú er að ljúka verður eflaust miklu frekar að fagna sigri og telja sig geta vaðið áfram án þess að hlusta á óánægjuradd- irnar. Þetta getur meirihlutinn gert, enn um sinn. Hann hef- ur nauman meirihluta í borgarstjórn, þó að atkvæðin hafi ekki fallið á þann veg í borgarstjórnarkosningunum. Hann mætti hafa í huga að at- kvæðin á bak við meirihluta- flokkana eru 27.328 en á bak við flokkana sem skipa minni- hlutann eru 28.028 atkvæði, eða 700 atkvæðum meira. Sú staðreynd þýðir ekki að meirihlutinn eigi ekki rétt á að stýra borginni vegna þess að hann hafi færri Reykvík- inga á bak við sig en minni- hlutinn. Hann varð ofan á í kosningum sem fóru eftir settum reglum og ekkert er við því að segja. Eða, öllu heldur, fyrri meirihluti féll og lenti út í skurði, en með hjálp- ardekki Viðreisnar sem var til sölu fyrir lítið fé var honum komið aftur upp á veg og skröltir þar af veikum mætti. Og hann hefur rétt til að skrölta áfram, en hann mætti gera það í meiri sátt við borgarbúa, ekki síst í ljósi þess litla stuðnings sem hann nýtur. Og borgarfulltrúar meiri- hlutans ættu að íhuga að líkur eru á að smám saman safnist upp óánægja með öll þau mál þar sem meirihlutinn hunsar athugasemdir og umkvart- anir borgarbúa og þröngvar sérvisku sinni upp á þá. Sú óánægja kann að birtast með skýrum hætti í næstu kosn- ingum og þá er ekki ósenni- legt að borgarfulltrúar meiri- hlutans velti því fyrir sér hvort þeir hefðu ef til vill átt að leggja betur við hlustir þegar fjöldi Reykvíkinga hóf upp raust sína. Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG fara sínu fram í Reykjavík. Ennþá} Meirihlutinn mætti hlusta F lestir kannast við þá fleygu setn- ingu „að fjórðungi bregði til föður, fjórðungi til móður, fjórðungi til fósturs og fjórðungi til nafns“. Þarna kemur fram sú sýn að nöfn skipti miklu máli. Það sé heillavænlegt að skíra barnið í höfuðið á einhverri ákveðinni fyrir- mynd. Þetta geta verið afar eða ömmur, frænd- ur eða frænkur eða einhverjir allt aðrir sem búa yfir einhverjum þeim kostum sem prýða viðkomandi einstakling í huga þeirra sem velja nafn fyrir barnið. Ég nefni þetta til að undirstrika að engum sé betur treystandi til að velja barni nafn en ein- mitt þeim sem bera ábyrgð á uppvexti og öllu atlæti þess. Rétturinn til nafns er mjög ríkur og einnig rétturinn til að velja og ákveða nafn viðkomandi einstaklings. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp sem ég hyggst leggja fram um ný mannanafnalög. Með frum- varpinu er stefnt að því að draga úr afskiptum opinberra aðila af nafngiftum með hliðsjón af friðhelgi einkalífs. Frelsi við nafngjöf verður aukið og takmarkanir afnumdar varðandi skráningu nafna, bæði eiginnafna og kenninafna. Núgildandi lög um mannanöfn hafa verið í gildi í tæpan aldarfjórðung. Lögin hafa sætt töluverðri gagnrýni og hafa þótt helst til ströng. Snýr gagnrýnin ekki síst að erfiðleikum við að fá nöfn skráð hér á landi ef þau eru ekki fyllilega í samræmi við íslenska málhefð og rithátt. Mörg ákvæði í lögunum þykja ekki hafa fylgt þeim miklu breyt- ingum sem orðið hafa á síðustu árum á sam- setningu þjóðfélagsins. Í frumvarpinu er lagt til að ekki verði tak- mörk á fjölda eiginnafna og kenninafna. Þeim sem eru 15 ára og eldri er tryggður sjálfs- ákvörðunarréttur þegar kemur að nafnbreyt- ingum, auk þess sem leitast er við að tryggja betur rétt yngri barna til að taka þátt í slíkri ákvörðun. Felldar verða niður reglur um að eiginnöfn skuli geta tekið íslenska eignarfalls- endingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig er fellt brott ákvæði um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og að það skuli ritað í samræmi við almennar rit- reglur. Takmarkanir á notkun erlendra nafna falla niður og ættarnöfn verða leyfð að nýju. Loks er lagt til í frumvarpinu að manna- nafnanefnd verði lögð niður. Ef við treystum fólki til að ala upp börn sín verðum við líka að treysta því til að gefa þeim nafn. Fjöl- mörg dæmi eru um nöfn sem ekki hafa fengist samþykkt og dæmi um nöfn sem þegar eru leyfð, eins og vísað er í hér í fyrirsögn. Enn verður þó ákvæði í lögunum um að nafn barns megi ekki vera því til ama. Íslensk mannanafnahefð varð ekki til og verður ekki viðhaldið með lagasetningu. Réttur einstaklings til nafns er ríkari en réttur ríkisvaldsins til að takmarka hann. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Ljótur en ekki Skallagrímur Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Dekkstu spár norskra yfir-valda gera ráð fyrir því aðallt að einn af hverjumfjórum Norðmönnum geti smitast af kórónuveirunni, en fyrsta tilfellið í Noregi greindist á miðviku- daginn þegar kona í Tromsø reyndist smituð. Þá hafa ítalskir miðlar greint frá norskum námsmanni meðal smit- aðra á Ítalíu þar sem smittilfellin hrannast nú upp. Íbúar níu norskra fylkja, um 50 manns, sitja nú í einangrun vegna gruns um smit og vinnur heilbrigðis- starfsfólk á hverjum stað að því að taka sýni til greiningar. Hvatti til aðgerða Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, vakti at- hygli á því í gær að nýsmit greindust nú fleiri utan landamæra Kína en inn- an þeirra og nú væri það heilbrigðis- yfirvalda að grípa til þeirra aðgerða sem þyrfti til að bjarga mannslífum. Í Danmörku hefur sjónvarps- stöðin TV2 beðið 16 starfsmenn sína að halda sig heima í tvær vikur eftir að starfsmaður stöðvarinnar greind- ist með veiruna í fyrradag og varð fyrsta tilfellið þar í landi. Mette Frederiksen forsætisráðherra hefur kallað almannavarnanefnd danska ríkisins saman til að samhæfa störf viðbragðsaðila í landinu og bregðast við vágestinum. Reyna að framleiða bóluefni Svíar gera ráð fyrir að á fimmta tug þarlendra gætu verið smitaðir eft- ir að annað kórónutilfelli landsins kom upp í fyrradag. Maður á fertugs- aldri veiktist þremur dögum eftir heimkomu frá Norður-Ítalíu og liggur nú á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg. Kristina Nyström, dósent í örverufræði við Háskólann í Stokk- hólmi, hefur rannsakað sýni úr fyrri sjúklingnum, sem greindist með veir- una í Svíþjóð, og hyggst freista þess með sjö manna teymi að framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni. Í Finnlandi hafa einnig tvö smit- tilfelli komið upp, það síðara í fyrra- dag, og er þar um að ræða konu sem var á ferð í Mílanó á Ítalíu skömmu áður en hún veiktist. Asko Järvinen, yfirlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Helsinki, sagði við finnska ríkis- útvarpið YLE í fyrradag að sjúkra- húsið væri mjög vel í stakk búið fyrir átök við kórónuveiruna og teldi hann ólíklegt að veiran næði að dreifa sér að ráði í Finnlandi. Hava eina avbjóðing Í Færeyjum hefur Føroyska sjúkrahúsverkið allt sem til þarf, ógni kórónusmit samfélaginu þar. Fær- eyska ríkisútvarpið KVF greindi frá því í síðustu viku að nægar birgðir andlitsgríma væru til, léki grunur á smiti, eða „nógvar maskur at brúka, um illgruni er um, at coronavirusið er komið til Føroya,“ eins og útvarpið greindi frá því. Heilbrigðisráðherrann Kaj Leo Holm Johannesen sagði í óundir- búnum fyrirspurnatíma í Lögþinginu á miðvikudagsmorgun að heilbrigðis- yfirvöld væru vel undirbúin en fylgj- ast þyrfti vel með þeim sem kæmu til eyjanna, svo sem með skemmtiferða- skipum. Hann sagði samfélagið standa frammi fyrir áskorun sem taka þyrfti af alvöru, „[...] vit hava eina avbjóðing, sum vit skulu taka í álvara,“ sagði ráðherrann. Smituðum fjölgar á Norðurlöndum Kórónuveira í Evrópu Frakkland Bretland Grikkland Belgía Danmörk Þýskaland Finnland Svíþjóð Eistland Rússland Spánn Króatía Rúmenía Noregur N. Makedónía Sviss tilfelli 27. febrúar kl. 15 Ítalía Heimildir: stjórnvöld viðkomandi ríkja dauðsföll 2 14 andlát Austurríki 17 18 26 528 15 Norska landlæknisembættið biður almenning í landinu að hringja ekki í neyðarnúmerið 113 til að leita sér upplýsinga um kórónuveiruna, en símalín- ur 113-vaktarinnar hafa verið rauðglóandi undanfarið. Númerið 113 er eitt þriggja neyðarnúmera í Noregi og er ætlað þeim sem þurfa sjúkra- flutning og öðru bráðveiku fólki. Johan Torgersen, deildar- stjóri hjá landlæknisembætt- inu, biður almenning að finna hjá sér þá ábyrgðartilfinningu að hringja ekki í 113 með al- mennar fyrirspurnir um kórónuveiru heldur hafa sam- band við heimilislækni sinn eða læknavakt. Ekki hringja hingað 113 Í NOREGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.