Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 15
Nýsköpunar- ráðherra og efnahags- og við- skiptanefnd ákváðu í desem- ber að ráðast gegn ólöglegri smálána- starfsemi með breytingum á lögum um neyt- endalán. Á bak við breytingarnar er góður vilji enda hefur ólögmæt smálána- starfsemi verið að skaða neyt- endur á Íslandi og í nágranna- löndum okkar. Lögin verða hins vegar að vera vel ígrunduð þannig að þau nái markmiði sínu og skaði ekki aðra lög- mæta starfsemi, en það er ekki raunin í þessu tilviki. Vopnin sem efnahags- og við- skiptanefnd leggur til í barátt- unni við smálánafyrirtækin eru einna helst lækkun á hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) úr 50% niður í 35% og skráningarskylda lánafyrir- tækja. Hvorugt þessara úrræða mun stöðva ólögmæta smálána- starfsemi. Hámark ÁHK hefur ekki stöðvað þessa starfsemi hingað til og mun ekki gera það til framtíðar, þetta úrræði er fullreynt. Skráningarskylda í núverandi mynd mun heldur ekki duga til, þrátt fyrir að Neytendastofu verði heimilað að leggja dagsektir á lána- fyrirtæki sem ekki skrá sig. Enda hafa slíkar dagsektir ekki bitið á ólögmæta lánastarfsemi hingað til. Lögin munu bitna á neytendum og þeim sem stunda lögmæta lánastarf- semi, einna helst ný- sköpunar- og fjár- tæknifyrirtækjum. Breytingin mun beinlínis gera það að verkum að neyt- endum stendur ekki lengur til boða að taka sanngjörn lán til skamms tíma. Neytendur verða þvingaðir til að taka lán til lengri tíma og borga á því tímabili meira í vexti og kostn- að. Þetta mun líka hamla ný- sköpunarfyrirtækjum í sam- keppni við stóru bankana. Af hverju voru þá þessi úr- ræði valin? Staðreyndin er sú að við ákvörðun þeirra var ekki haft samráð við starfandi aðila á markaði og engin rannsókn fór fram á raunverulegum kostnaði við lánveitingar. Engir útreikningar liggja að baki þessari ákvörðun og ekki var farið eftir þeim tilmælum sem hefur verið bent á að geti takmarkað ólögmæta lánastarf- semi. Með samráði við þá aðila sem stunda lögmæta lánastarf- semi hefði verið hægt að láta meta með raunhæfum hætti og reikna út raunverulegan kostn- að við hverja lánveitingu, en ekki giska á einhverja pró- sentu með engum undirliggj- andi gögnum til að styðja þá ákvörðun. Þá hefði verið hægt að fara eftir tillögum um hvern- ig hægt væri að hafa áhrif á ólögmæta lánastarfsemi, t.d. með því að láta ákveðin réttindi fylgja skráningu lánafyrirtækis. Þannig hefði verið hægt að banna óskráðum lánafyrir- tækjum að skrá einstaklinga á vanskilaskrá, skoða takmörkun eða bann við milliinnheimtu krafna óskráðra lánafyrirtækja og að takmarka aðgengi óskráðra lánafyrirtækja að inn- viðum fjármálafyrirtækja þann- ig að þeim yrði gert ókleift að stofna kröfur í heimabanka neytenda. Allt eru þetta atriði sem hafa raunveruleg áhrif á möguleika lánveitanda til þess að stunda ólögmæta lánastarfsemi. Ekkert af þessu var skoðað en í staðinn voru sett lög sem beinlínis hamla nýsköpun og samkeppni á lánamarkaði neyt- enda. Eftir Ásgeir Helga Jóhannsson Ásgeir Helgi Jóhannsson Málamyndabreytingar sem skaða nýsköpun en stoppa ekki ólögmæta lánastarfsemi Höfundur er lögmaður hjá Atlas lögmönnum og hefur starfað fyrir Samtök fjártæknifyrirtækja. » Breytingin mun beinlínis gera það að verkum að neyt- endum stendur ekki lengur til boða að taka sanngjörn lán til skamms tíma. 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 Hagsveiflur eru ekki uppfinning nú- tímans. Þannig segir frá því í 1. Mósebók að faraó réð drauma um hagsveiflur. Frá- sögnin er þannig: „Að tveim árum liðn- um dreymdi faraó að hann stæði við Níl og að upp úr ánni kæmu sjö fallegar og vel aldar kýr sem fóru að bíta sef- gresið. Á eftir þeim komu sjö aðrar kýr upp úr ánni, ljótar og horaðar. Þær staðnæmdust hjá hinum kún- um á árbakkanum. Síðan átu ljótu og horuðu kýrnar upp sjö fallegu og vel öldu kýrnar. Þá vaknaði faraó. Hann sofnaði aftur og dreymdi ann- an draum þar sem sjö öx uxu á einni stöng, þrýstin og væn. Á eftir þeim spruttu sjö öx, grönn og skrælnuð af austanvindi. Grönnu öx- in svelgdu í sig þrýstnu og fullu öxin sjö. Þá vaknaði faraó og varð ljóst að þetta hafði verið draumur.“ Nú er svo komið að hagkerfið Ísland stendur á nokkrum tíma- mótum. Nokkur góðæri hafa geng- ið yfir, sennilega lengra tímabil en sjö ár í draumi faraós. Það er nokkur munur á nú og þá hvernig tekist er á við hagsveiflur. Tveir armar ríkisvaldsins taka á hagsveiflum. Stundum er það svo að hagsveiflur magnast vegna að- gerða ríkisvaldsins. Fjárveitinga- valdið með fjármálaráðherra sem málsvara og seðlabanki með sinn bankastjóra geta verið mjög gagn- leg til að leysa úr hagsveiflu, sér- staklega ef báðir toga í sömu átt. John Maynard Keynes fjallaði um hlutverk ríkisvaldsins í hag- sveiflum. Meðal tækja í vopnabúri ríkisins til að takast á við hag- stjórn er að auka ríkisútgjöld á sam- dráttartímum þótt það leiði til hallarekstrar ríkissjóðs. Stundum kann að haga svo til að aðeins sé gengið á fyrningar fyrri góð- ærisára þar sem hag- stjórn hefur verið með ábyrgum hætti. Misheppnuðustu hagstjórnaraðgerðir á síðustu öld voru sennilega grjót- vinna og einangrunarstefna. Lög um bann á innflutningi á óþarfa og áfengisbann eru til vitnis um það. Ráðamenn dóu úr afleiðingum of- drykkju á bannárunum. Einangrunarstefna hélt Íslend- ingum lengur í kreppu en öðrum þjóðum. Frjáls viðskipti hafa verið grundvöllur efnahagslegra fram- fara síðustu 30 ár. Markmið seðlabanka Nokkuð víst má telja að það verður vond hagstjórn ef seðla- banki fer í það að tryggja fulla at- vinnu eða auka nýtingu annarra framleiðsluþátta. Seðlabankar eiga nóg með stöðugt verðlag og að tryggja fjármálastöðugleika. Markmið um stöðugt gengi auk stöðugs verðlags með vaxtamun við útlönd gefur tækifæri til áhættulausra vaxtamunaviðskipta. Markmið ríkissjóðs Ríkissjóður hefur það markmið að tryggja velferð þegnanna. Leið- ir að því markmiði eru deiluefni stjórnmála. Fyrir utan rekstur ríkisvaldsins, Alþingis og dóm- stóla, leggjast kröfur á ríkisvaldið um að veita þjónustu, eins og heilbrigðisþjónustu, byggja innviði og að tryggja þegnum lágmarkslíf- eyri. Hlutverk ríkisvaldsins er og verður að tryggja velferð þeirra sem minnst mega sín. Löggjafar- valdið leggur einnig skyldur á landsmenn að tryggja velferð sína eftir að starfsævi lýkur með aðild að lífeyrissjóðum. Nokkrir þessara liða geta aldrei verið sveiflukenndir, svo sem eins og heilbrigðisþjónusta og rekstur dómstóla. Á móti getur uppbygg- ing vega og annarra samgöngu- mannvirkja verið sveiflukennd. Þá liði má nota til sveiflujöfnunar og takast þannig á við drauma faraós. Fjármagn í hagsveiflu Margt er skrýtið við kýrnar. Þannig er að menjar Íbúðalána- sjóðs búa við gnótt fjár sem eng- inn vill taka að láni en Íbúðalána- sjóður getur ekki greitt af sínum lánum fyrr en á gjalddaga. Þessi gnótt er í innlánum í fjár- málastofnunum á lágum vöxtum en lán sem Íbúðalánasjóður hefur tekið eru á háum vöxtum. Þessi vaxtamunur fellur á íslenska ríkið í fyllingu tímans. Eins og nú stendur á er það at- hugunar virði að ríkissjóður taki þessa gnótt fjár yfir og noti til arðbærra innviðaframkvæmda. Innviðaframkvæmdir standa ekki og falla með sölu banka. Ríkissjóður er nú þegar með þessa skuldbindingu yfirvofandi. Gjaldfærsla vaxta af þessari gnótt verður með tvennum hætti; markaðsvextir verði færðir eins og um venjulega lántöku sé að ræða, en það sem umfram er færist til gjalda sem stjórnunarmistök í Íbúðalánasjóði. Þá er ekki verið að fela neitt. Það er útbreiddur misskilningur að rekstur ríkissjóðs sé alfarið eins og rekstur fyrirtækis. Þá ber einnig að taka tillit til þess að inn- viðaframkvæmdir eru um margt eins og uppbygging fastafjármuna fyrirtækis, sem eru eignfærðir og gjaldfærðir sem afskriftir yfir ævi- skeið fjármunanna á mörgum árum. Til þess að jafna sveiflur hefur ríkissjóður getu til að taka lán. Það er munur á lántökum til að standa undir rekstrarhalla og lán- tökum til framkvæmda sem skila ávinningi í framtíðinni. Kostnaður og ábati og önnur markmið Hagsveiflujöfnun er ekki at- vinnubótavinna í grjótinu, eins og Ólafur Kárason, Ljósvíkingur og skáld, starfaði við. Opinberar framkvæmdir hafa verið metnar með tilliti til kostnaðar og ábata. Því miður er það svo, að sá ábati er sjaldan verðlagður fyrir neyt- endur. Það var þó gert við gerð Hvalfjarðarganga. Það er einnig gert í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Þjónusta sem þar er innt af hendi er verðlögð á kostnaðar- verði auk arðsemi fyrir eiganda flugstöðvarinnar. Arðsemi af kostnaði við stækkun til að mæta spám um aukinn farþegafjölda er vel reiknanleg. Það er erfiðara að meta ábata af því að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 en þann ábata sem er af styttingu þjóðvegar 1 um Hval- fjörð með göngunum. Það liggja verðmæti í láns- trausti. Þau verðmæti má nýta að gagni í samdrætti. Vandamálið er það að óreiðumenn í stjórnmálum telja að það beri að nota láns- traustið í góðmennskuköstum. Góðverk eru sjaldan til ábata. Mistök í hagstjórn Það er auðvelt að vera vitur eft- ir á þegar allar upplýsingar liggja fyrir. Sennilega voru það mistök að fresta framkvæmdum við nýjan Landspítala árið 2008. Sennilega á það sama við um Hús íslensk- unnar. Á þeim tíma trúðu allir því að allt væri að fara veg allrar ver- aldar því enginn vissi hvernig átti að leysa upp þrotabú hinna föllnu banka. Af þrotabúunum stafaði yfirvof- andi greiðslujafnaðarvandi. Á móti voru greiðslur úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Þær voru beint í hafið. Framkvæmdir við Landspítala eru í fyrstu aðallega innlendur kostnaður. Dýr tækjabúnaður fell- ur til á síðari hluta framkvæmda- tímans og kemur fram í greiðslu- jöfnuði. Sennilega á svipað við um Hús íslenskunnar. Tillögur að framkvæmdum og mat á þeim eiga að vera til í vörslu stjórnarráðsins og tiltækar á hverjum tíma. Kemur Keynes að gagni? Það er hagstjórn þegar aldrei kemur neitt á óvart. Það kann að vera að Keynes komi að gagni þegar horft er til opinberra fram- kvæmda til að takast á við hugsan- legan samdrátt. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Misheppnuðustu hagstjórnaraðgerðir á síðustu öld voru senni- lega grjótvinna og ein- angrunarstefna. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Er gagn að Keynes í samtímanum? Hin stafræna um- breyting, sem mætti allt eins kalla hina staf- rænu byltingu, er án vafa eitt mikilvægasta verkefni sem íslenskt samfélag stendur nú frammi fyrir. Hér er um að ræða umbreyt- ingu sem hafa mun áhrif á allt samfélagið, heimili jafnt sem fyrir- tæki. Áhrifin sem af þessu verða inn- an atvinnulífsins skapa gríðarleg tækifæri, en leiða jafnframt til harðr- ar samkeppni sem fyrirtækin, bæði stór og smá, verða einfaldlega að taka þátt í. Hin mikla umbreyting sem hér um ræðir hefur í för með sér hraðari og meiri breytingar í rekstri fyrirtækja en áður hafa þekkst. Þar er engin atvinnugrein undanskilin. Samkeppni milli fyrirtækja verður fyrst og fremst alþjóðleg, þar sem landamæri í hefðbundnum skilningi þess orðs hverfa. Sterkar vísbendingar eru um að ís- lensk fyrirtæki séu þegar farin að dragast aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur oftast saman við, þegar kemur að innleiðingu á stafrænni tækni. Frændþjóðir okkar á Norður- löndum hafa þegar tekið afgerandi skref í þessum efnum. Þar hafa stjórnvöld jafnt sem atvinnulíf gert sér grein fyrir að slíkar aðgerðir séu beinlínis nauðsynlegar til að tryggja stöðu einstakra ríkja í þeirri sam- keppni sem verður sífellt alþjóðlegri. Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað sér stefnu í stafrænum málum fyrir íslenskt atvinnulíf eða íslenskt samfélag í heild sinni. Að mati Sam- taka verslunar og þjónustu er aðkall- andi að þar verði breyting á. Þörf er á skjótum, öfl- ugum og markvissum að- gerðum til að efla stafræna færni í íslensku atvinnulífi, eigi Ísland að komast hjá því að dragast aftur úr helstu samanburðar- löndum. Þar eru breyt- ingar á menntakerfinu for- gangsmál. Framtíðar- hagsmunir þeirra sem munu byggja þetta land eru í húfi. Samtök verslunar og þjónustu hafa nú lagt fyrir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tillögur sínar um aðgerðir sem stutt geta íslenskt atvinnulíf til að geta sem best nýtt stafræna þróun sér til framdráttar og til aukinnar samkeppnishæfni. Tillög- urnar taka mjög mið af því sem gert hefur verið í þessum málum í ná- grannalöndum okkar, ekki síst Dan- mörku. Þar í landi hefur verið sett á laggirnar samstarfsvettvangur at- vinnulífs, háskólasamfélags og stjórn- valda um hvernig styrkja megi at- vinnulíf og þar með vinnumarkað, vegna þeirra miklu breytinga sem stafræn þróun leiðir af sér. Nú verðum við Íslendingar einfald- lega að bretta upp ermar. Samtök verslunar og þjónustu eru eindregið þeirrar skoðunar að öflugt samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og mennta- stofnana sé lykillinn að farsælli leið okkar til móts við hina stafrænu framtíð. Hin stafræna umbreyting Eftir Jón Ólaf Halldórsson Jón Ólafur Halldórsson »Nú verðum við Íslend- ingar einfaldlega að bretta upp ermar. Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.