Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Ný sending Brass gólflampi kr. 38.900 metal black blómapottur kr. 10.600 hilla kr. 41.900 „ERTU MEÐ PÓST FYRIR 22A?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum undir rós. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Æ, Æ, Æ … ÉG MISSTI LÁRPERUMAUKIÐ EINS GOTT AÐ TEPPIÐ ER GRÆNT VIÐ ERUM PIPAR SVEINAR ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ ÞAÐ ER VATN ÞARNA Á EYJUNNI! ÉG DREKK EKKI ENDURNÝTT VATN! GISTILÚS hennar voru Hlíf Böðvarsdóttir frá Laugarvatni, f. 11.4. 1909, d. 12.11. 2015, og Guðmundur Gíslason frá Ölfusvatni, kennari á Laugarvatni og skólastjóri Héraðsskólans að Reykjaskóla í Hrútafirði, f. 22.5. 1900, d. 14.8. 1955. Dóttir Ingu Láru og Ingva er Nanna Hlíf tónmennta- fræðingur, f. 18.1. 1970. Maki: Páll Valsson, rithöfundur og bókaútgef- andi. Dætur Nönnu Hlífar og Kristjáns Björns Þórðarsonar eru Móeiður og Hrafnhildur. Systkini Ingva eru 1) Kristín, f. 1.2. 1929, d. 23.12. 2000. Maki: Björn Kolbeinsson rafvirkjameistari, f. 6.1. 1921, d. 12.3. 1970. Eignuðust þau fimm börn. Fósturforeldrar Krist- ínar voru Rannveig Jónsdóttir húsfrú og Eiríkur Ormsson forstjóri. Átti hún fjögur uppeldissystkini; 2) Karl Þorsteinn skipstjóri, f. 24.10. 1931. Maki: Þorbjörg Þorgríms- dóttir, f. 3.9. 1929, búsett í Keflavík. Eignuðust þau fjögur börn. Fóstur- foreldrar hans voru Snorri Þor- steinsson skrifstofustjóri í Keflavík, föðurbróðir Karls, og Steinunn Þor- steinsdóttir húsfreyja. Foreldrar Ingva voru Karitas Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1897 á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, d. 25.1. 1932, og Þorsteinn Nikulás Þorsteinsson, f. 27.3. 1902 á Meiða- stöðum í Garði. Hann var skipstjóri Skúla fógeta og fórst við strand togarans út af Grindavík 10.4. 1933. Fósturforeldrar Ingva frá þriggja ára aldri voru Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, föðursystir hans, f. 18.2. 1891, d. 8.8. 1966, og Hermann G. Her- mannsson trésmíðameistari í Reykjavík, f. 1.6. 1888, d. 7.4. 1987. Ingvi átti fjögur uppeldissystkini, en þau voru Hermann, Guðmundína, Kristbjörg og Björg. Ingvi Þór Þorsteinsson Margrét Eiríksdóttir húsfreyja í Arnarbæli Þorsteinn Vigfússon bóndi í Arnarbæli í Grímsnesi Ingunn Þorsteinsdóttir húsfreyja á Lambastöðum Guðmundur Arnórsson verkamaður á Lambastöðum á Seltjarnarnesi Karitas Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Karitas Þórarinsdóttir húsfreyja í Mýrarhúsum Arnór Oddsson útvegsbóndi í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja á Brekku Þorlákur Jónsson bóndi á Brekku á Kjalarnesi Kristín Þorláksdóttir húsfreyja á Meiðastöðum Þorsteinn Gíslason útvegsbóndi á Meiðastöðum í Garði Halldóra Hannesdóttir húsfreyja á Augastöðum Gísli Jakobsson bóndi Augastöðum í Hálsasveit, afkomandi Snorra á Húsafelli Úr frændgarði Ingva Þórs Þorsteinssonar Þorsteinn Nikulás Þorsteinsson skipstjóri í Reykjavík Ég hitti karlinn Laugaveginum íþungum þönkum, hann hallaði höfðinu eilítið aftur á bak til vinstri og hálfsönglaði með limrulagi: Hvort sért eða ekki þú ert hér. Og oft er það bjartast sem svert er. Sú praktík er rík í pólitík þar sem allt er ógert sem gert er. Ólafur Stefánsson skrifar í Leir- inn: „Yfirmenn Almannavarna hafa varað við „kossaflensi og faðm- lögum“ en mæla með handþvotti“: Nú skal leggja’ af leiða siði, líða engan snertipunkt. Láta kvenna kjamma í friði, kyssa hvorki grátt né ungt. Kína-veiran vofir yfir, vill á þjóðum fremja grand. Aðeins, þveginn, af þú lifir, og aftur sérð þitt föðurland. Sigmundur Benediktsson orti á miðvikudagsmorgun: Árdagssólin yfir bólin eykur varma. Bleikdalsfjöll ei byrgja sviðið, brosir öllum geisla miðið. Og bætti síðan við: „Sæl aftur! Mér finnst orðið of langt síðan sólin hefur skinið svona björt og hlý, svo sóldýrkun mín fær ei orða bundist“: Ylrík seður glóey geðið gjöfum meður hal og snót. Yfir freðið foldar beðið fögur léði geislahót. Á Boðnarmiði segir Magnús Halldórsson sögu frá Kína: Ein kona sem eignaðist pöndu, oft henni vatnaði’ úr spöndu. Skjólu þá braut, skaðræðis naut. Það átti’ ekki við hana Vöndu. Jón Atli Játvarðarson segir að þessi limra gæti heitið „Sprengi- dagur og kjarasamningar“: Éta má býsn ein af baunum og bægja frá hungri og raunum ef skálin er tóm og skellur í góm er Skúli á lélegum launum. Eðlilega spurði Indriði á Skjald- fönn: „Hvaða andsk. Skúli?“ Og Jón Atli svaraði um hæl „hinn dæmigerði láglaunamaður“, – en aðeins notaður ef það vantar sk höfuðstaf. – „Hann ætti þá að heita Skúlatetur Höfuðstafason“ sagði Indriði. Bjarni Sigtryggsson lítur þannig á málið: Þótt válegt sé víða í löndum, veirur og annað böl, er sóttkví á sólarströndum sæmilegasta dvöl. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Að vera eða ekki vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.