Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ✝ Helga Jóna Ás-bjarnardóttir (Lilla Hegga) fædd- ist í Reykjavík 26. júlí 1943. Hún lést 18. febrúar 2020 á gjörgæsludeild Landspítalans. Foreldrar: Ás- björn Ó. Jónsson málarameistari, f. 20.júlí 1901 í Innri- Njarðvík, d. 24. apríl 1967 og Jórunn Jónsdóttir matráðskona, f. 2. mars 1920 í Bygggörðum, Seltjarnarnesi, d. 12. maí 2006. Helga Jóna átti fimm samfeðra systkini: Alma, f. 10. mars 1926, d. 18. júlí 2016, Bragi, f. 2. maí 1929, Þorbjörg Helga Ask, f. 25. maí 1932, d. 15. janúar 2002, Gyða, f. 8. des- ember 1935 og Pétur, f. 12. júní 1940, d. 17. júní 1941. Helga Jóna giftist fyrri eigin- manni sínum, Agli Gunnlaugs- syni dýralækni, f. 29. september 1936, d. 31. ágúst 2008, 15. febrúar 1964. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Auðunn Jó- hannesson og Anna Teitsdóttir. Börn Helgu og Egils eru: 1) Þórbergur lyfjafræðingur, f. 29. mars 1963, maki: Guðbjörg Halldórsdóttir, f. 26. mars 1969. Börn þeirra: Hugrún, f. 9. maí 1990, maki: Birgir Þór Harð- arson, f. 2. júlí 1989, Ólafur Jó- hann, f. 11. febrúar 1992, maki: Sylvía Björgvinsdóttir, f. 10. janúar 1993, Ásdís Helga, f. 16. desember 1994, maki: Eiríkur Ingi Magnússon, f. 8. ágúst 1991. 2) Jórunn Anna flugfrakt- miðlari, f. 10. febrúar 1965, fyrri eiginmaður Robert Rydl- and, f. 1. ágúst 1959, börn þeirra: Silje Marie Rydland, f. 19. nóvember 1990, maki: Mats Andreas Karlsen, 19. júlí 1992, barn þeirra: Óðinn Karlsen, f. 29. apríl 2019; og Egill Rydl- and, f. 27. júní 1995. Sambýlis- maður Jórunnar: Thomas Eveg- Synir: Eysteinn Sindri, f. 11. ágúst 1985, maki: Kara Tryggvadóttir og synir þeirra Björn Bogi og Maron; Frans, f. 14. ágúst 1990 og dóttir hans Amelía Mist. 3) Björn Rósberg stýrimaður, f. 14. júlí 1967. Börn hans: Sunneva Mist, f. 23. september 1993; Brando Blance, f. 28. janúar 2001; Alexía Karen, f. 3. janúar 2004; Arín Hekla, f. 16. febrúar 2009; Elmar Axel, f. 10. júní 2010. Helga Jóna stundaði nám í Ís- aksskóla 1949-1950 og Mela- skóla 1950-1956. Helga Jóna varð gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar 1960. Hjúkrunarforskólanám í Hann- over 1960-1962. Útskrifuð úr Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Sérnám í almennri geðheilsu- fræði 1988. Námskeið: Hjúkrun krabbameinssjúklinga 1991, hugmyndafræðilegur grunnur að skipulagsbreytingum á Kópavogshæli 1994, aðhlynning mikið veikra í heimahúsum 1995, lyfhrifafræði, nám í geð- hjúkrun 1999. Og ýmis önnur námskeið. Vann sem sjúkraliði á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði; Víf- ilsstöðum; Hrafnistu, Hafnar- firði; endurhæfingar- og hæf- ingardeild Landspítala, Kópa- vogi; geðdeild, Vífilsstöðum; Geðdeild 13, Kleppi, hún vann þar til 2008 en lét svo af störf- um vegna veikinda og aldurs. Var í ritnefnd og skemmti- nefnd Sjúkraliðafélags Íslands 1982-1986. Yfirtrúnaðarmaður sjúkraliða á Vífilsstöðum og Hrafnistu 1981-1990. Sat í stjórn starfsmannaráðs Land- spítala og í orlofsbústaðanefnd Ríkisspítala. Og ýmis önnur trúnaðarmannastörf og stjórn- unarstörf í gegnum starfs- ævina. Helga Jóna, Lilla Hegga, var fræg sögupersóna í bókinni Sálmurinn um blómið eftir Þór- berg Þórðarson, sem kom út í tveimur bindum, árin 1954- 1955. Útför Helgu Jónu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 28. febrúar 2020, og hefst athöfnin kl. 11. ård, f. 22. ágúst 1968. 3) Gunn- laugur landbún- aðartæknifræð- ingur, f. 19. maí 1971. Seinni eiginmað- ur Helgu var Grét- ar Leví Jónsson smiður, f. 1. júlí 1936, d. 24. maí 2013. Foreldrar hans voru Jón Leví Sigfússon, f. 6. maí 1885, d. 8. febrúar 1957 og Bogey Ragn- heiður Guðmundsdóttir, f. 12. desember 1905, d. haustið 1943. Börn Helgu og Grétars eru: 1) Ragnheiður Jóna Leví, ferða- málafræðingur og húsasmiður, f. 31. janúar 1975, maki: Gísli Rafn Jónsson bifreiðarstjóri, f. 20. apríl 1964. Börn þeirra eru: Grétar Rafn Leví, f. 18. júní 2014 og Bogey Björk Leví, f. 28. nóvember 2016. Fyrir átti Gísli þrjú börn. 2) Ásbjörn Leví, 9. mars 1976, trésmiður og tækni- maður. Börn Grétars af fyrra hjóna- bandi og stjúpbörn Helgu Jónu eru: 1) Jón Leví vélstjóri, f. 19. mars 1959. Börn hans með fyrri maka: Jón Grétar Leví, f. 27. febrúar 1981, maki: Ösp Ás- geirsdóttir og þeirra börn: Hreiðar Ægir Leví, Óðinn Logi Leví og Iðunn Vala; Aníta Linda Leví, f. 4. október 1985, maki: Stefan Schulz, börn þeirra: Emilý Rós Schulz og Andrea. Núverandi eiginkona Jóns: Harpa Rannveig Helga- dóttir, f. 15. mars 1975. Eiga þau soninn Andra Leví, f. 23. janúar 2010. Stjúpdóttir Jóns: Sylvía Dröfn, 28. júlí 1975, börn hennar: Sunna Mjöll, hennar börn: Lydia Mary og Benjamin Hayde; Fannar Andri og Katrín Ósk. 2) Bogi Elvar Grétarsson, starfsmaður íþróttahúss, f. 17. júlí 1960, maki: Bryndís Braga- dóttir, f. 11. desember 1959. Mamma mín Helga Jóna ólst upp við Hringbrautina í vestur- bænum í Reykjavík. Hún fór ung til hjúkrunarnáms í Þýskalandi, þar kynntist hún pabba. Þegar mamma varð ólétt að Begga bróður 1962 endaði hún námið í bili og fór heim til Ís- lands. Að loknu námi kom pabbi heim til Íslands og flutti litla fjöl- skyldan norður í Húnavatnssýslu þar sem pabbi hóf störf. Ég kom í heiminn milli hríðar- bylja í febrúar 1965, pabbi var þá veðurfastur að taka á móti kálfi úti í sveit. Mamma var heima með okkur systkinin, sá um apó- tekið sem þau voru með og önnur störf heima. Hún fór oft í vitjanir með pabba og kynntist þá fljótt fólkinu í sveitinni, það tók henni vel enda átti hún þar margt frændfólk. Það þótti mörgum fínt þegar dýralæknisfrúin kom í heimsókn, í eitt skiptið heyrði hún barn kalla frá efri hæðinni: „Mamma, á ég að fara í jóla- skóna?“ Mamma og pabbi notuðu þýskuna þegar talað var um hluti sem við börnin áttum ekki að skilja, mikið þótti mér þetta ókunna mál leiðinlegt. Ég bjó hjá pabba eftir að mamma og pabbi skildu, ég veit að það var mömmu stór sorg en mér leið best á Hvammstanga. Á sumrin og flesta hátíðisdaga var brunað með Norðurleið í bæinn að heimsækja mömmu, minn kæra stjúpföður Grétar og litlu systkini mín þrjú. Um tvítugt flutti ég til Noregs en fjarlægðin hefur, sem áður, frekar styrkt samband okkar mömmu en hitt. Við fórum í mörg ferðalög saman um Ísland og mamma og Grétar voru dugleg að koma í heimsókn. Mamma var flughrædd en lét það ekki stoppa sig, flughræðslu- pillan góða bjargaði málunum. Í eitt skiptið var pillan kannski tekin pínu seint, þau voru varla lent þegar mamma dreif sig í að elda kjötsúpu fyrir tengdasoninn kæra. Það kraumaði vel í súpunni meðan mamma tók sér „lítinn“ blund. Þegar ég vakti hana klukkutíma seinna mundi hún ekkert eftir að hafa byrjað á súp- unni, þessu höfum við hlegið mik- ið að. Bókina sem Sobbeggi afi skrif- aði um mömmu, „Sálminn um blómið“, hef ég enn ekki lesið. En ég veit ég á eftir að taka hana fram og lesa bæði fyrir mig og ekki minnst litla langömmubarn- ið sem gladdi mömmu endalaust. Mamma var kát og skemmti- leg en sagði hispurslaust sínar skoðanir, fólk sem þekkti hana vissi að hún meinti vel. Ég á mömmu minni svo ótal margt að þakka. Hún var minn viskubrunnur um matargerð, ætt og ættingja, mál, land og þjóð. Hún mamma mundi allt, las öll dagblöð og elskaði að lesa bækur. Hún elskaði og dáði börnin mín sem og öll hin barnabörnin sín. Við töluðum yfirleitt saman á „Skype“ þegar ég var að búa til mat heima um helgar, þá var skipt sér af, sungið, talað um fólk sem ég hef ekki hugmynd um hver voru: „Æi, þú veist, hún Sigga frænka Dodda sem bjó á hæðinni fyrir neðan.“ Sagðar gamlar sögur, leiðrétt rangt mál og endalaust hlegið. Ég á eftir að sakna hennar endalaust. Í dag kveðjum við lífið hennar hér á jörð en hún heldur áfram með mér í mínum huga og hjarta. Takk, elsku mamma mín. Þín dóttir, Jórunn Anna (Lóló). Elsku hjartans mamma mín. Mig tekur svo sárt að þú sért far- in en það er huggun í harmi að þú skulir nú vera komin til pabba, Sobbegga afa, Mömmu Göggu, Biddu systur og Auju ásamt mörgu öðru góðu fólki í sumar- landinu og þið hafið það svo ljóm- andi gott og skemmtilegt. Þú varst ekki bara mamma mín heldur vorum við bestu vinir og ég er svo þakklátur fyrir það. Við vorum svo samrýnd og höfð- um góðan húmor fyrir lífinu og ekki síst hvort fyrir öðru. Ég mun varðveita minninguna um þig og hún mun leiða mig áfram í lífinu. Þú hafðir margoft bjargað lífi mínu í mínum veikindum og erfiðleikum. Ég er sorgmæddur að hafa svo oft brugðist þér og lagt þetta á þig en um leið þakk- látur fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og gafst mér. Ég finn fyrir styrk frá þér á þessum erfiðum dögum og hann leiðir mig áfram í gegnum þetta sorgarferli. Einn daginn munum við hittast og fagna saman í eilífð- inni. Mamma, þú varst best. Ásbjörn Leví Grétarsson. Til elsku ömmu minnar, Helgu. Geislandi, litríka amma mín. Hvað kom fyrir? Við töluðum saman fyrir aðeins nokkrum dög- um og þú varst svo lifandi og hláturmild. Hversdagsleikinn er orðinn daprari án samtalanna við þig og ég stend mig að því að bíða eftir að þú hringir á skype. Þótt við byggjum sín í hvoru landinu, þá vorum við mjög nán- ar, töluðumst við nokkrum sinn- um í viku. Þú söngst fyrir barnið mitt, hann Óðin, áður en hann sofnaði, við töluðum um sjúkrahússtörf, tilfinningar, sjúkdóma og grein- ingar, vináttu og hvað við ætluð- um að hafa í kvöldmatinn. Það var mikið öryggi í að vita af þér og geta talað um allt og ekkert. Við tengdumst sérstaklega vel eftir að ég eignaðist Óðin. Þú hafðir svör við öllu því sem ég var að velta fyrir mér og þér var virkilega annt um að okkur liði vel. Minningarnar sem ég á um þig eru margar og sérstakar. Þú varst engin venjuleg amma, þú varst einstök. Við hlökkuðum alltaf til að heimsækja þig á Íslandi. Okkar beið hlýtt og gott faðmlag og koss á kinnina. Þú ilmaðir af sterku ilmvatni og klæddir þig alltaf fal- lega. Þú keyptir allt sem okkur þótti gott og sem við kannski ekki fengum leyfi til að borða heima, Kókópuffs og rúllutertur og gerðir líka bestu pönnukökur í heimi. Það var alltaf gott að vera hjá þér, þú passaðir okkur vel. Þegar við vorum yngri voru sumrin í sumarbústaðnum það sem við hlökkuðum mest til. Þetta var fríparadís með lofti fullu af dóti, dúkkuhúsi og tram- pólíni. Við áttum hvert okkar „smáhús“ í garðinum, heitan pott á veröndinni og fullt af mörgum smáatriðum og hlutum út um allt sem gerðu bústaðinn að ævintýri. Þú varst mjög hreinskilin og sagðir skýrt hvað þú áttir við. Þú talaðir nokkur tungumál, skildir mig og mitt læknisfræðilega fag- mál og varst sílesandi allskonar bækur. Á kvöldin horfðir þú á þýska sjónvarpsþætti, fylgdist vel með fréttum og sérstaklega veðrinu bæði á Íslandi og í Nor- egi. Það var mikið líf í kringum þig. Þú hafðir bjartan smitandi hlátur sem náði til allra og í glað- legum söng varst þú oft mið- punkturinn. Þú hafðir gaman af því að njóta lífsins en varst alltaf til staðar til að hjálpa öðrum. Minningarnar um þig munu lifa í hjarta mínu og á kvöldin mun ég syngja fyrir barnabarnið þitt, lagið sem þú söngst fyrir okkur systkinin: „Afi minn og amma mín út á Bakka búa.“ Ég sakna þín. Silje Marie Roberts- dóttir Rydland. Helga Jóna og Ingibjörg móðir mín Gunnarsdóttir voru þre- menningar frá Ásbirni Ólafssyni og Ingveldi Jafetsdóttur í Njarð- vík. Þau reistu kirkjuna þar fyrir eigin reikning, réðu gerð hennar. Jafet gullsmiður, faðir Ingveldar, var sonur Einars borgara og bróðir Ingibjargar, konu Jóns forseta, en Einar bróðir síra Sig- urðar á Hrafnseyri, föður forset- ans. Börn Ásbjarnar og Ingveld- ar voru Ólafur, átti Vigdísi Ketilsdóttur frá Kotvogi; Helgi bóndi í Njarðvík, átti Jórunni Jónsdóttur frá Hópi í Grindavík; Þorbjörg Guðný, húsfreyja í Reykjavík, átti Jón Jónsson, kaupmann frá Arakoti á Skeiðum og Ólafía, húsfreyja í Grindavík, átti Einar G. Einarsson, kaup- mann í Garðhúsum. Þeir Ásbjörn Ólafsson Jónsson faðir Helgu Jónu og Gunnar Ólafsson móður- afi minn voru systkinasynir. Föðursystir Helgu Jónu var Margrét Jónsdóttir, Magga hans Þórbergs. Hún var geðföst kona og gagnorð, ómyrk í máli eins og skyldfólkið, gat komið inn í versl- un, fleygt varningnum fyrirlit- lega á diskinn og staðhæft við búðarfólkið, að svona skítti myndi enginn kaupa, auk þess sem þetta væri of dýrt. Börn Ólafs Ásbjarnarsonar og Vigdís- ar Ketilsdóttur voru myndarfólk, listfeng og skapstór. Elstur Gunnar mublusmiður og bifreið- arstjóri næturlækna, átti Ragn- heiði Bogadóttur frá Búðardal, mundi tímana tvenna; settist fyrst undir stýri 1916 og spurður hve lengi hann hefði verið að aka frá Reykjavík austur á Eyrar- bakka svaraði hann „það fór eftir því hvað sprakk oft“. Næstelst var Ingveldur hannyrða- og matargerðarkona, átti Stefán Ólafsson prests Finnssonar í Kálfholti; fór 18 ára á lýðháskól- ann í Askov; ráðin stúlka til Mar- grétar á Hæli 1916; löngu síðar ein vörslukvennanna í Þjóðminja- safninu sem horfðu á gestina yfir gleraugun og það kom barn og potaði í Ingu og spurði „ertu kerl- ing eða stytta?“ Þá var Halldóra, höfðingskona og hjálparhella, átti Alexander Jóhannesson skip- stjóra frá Skáney í Reykholtsdal. Hún kom í taubúð og bað um silki. Stúlkan sótti dröngul upp í hillu og Halldóra sagði að hún ætti við silkið úti í glugga og stúlkan sagði það væri svo dýrt og Halldóra sagði „ég ætla að biðja yður að selja mér allan strangann.“ Næst Unnur kirkju- listakona, átti Óla Ísaksson frá Eyrarbakka, vann m.a. hökul Bíldudalskirkju og félagsfána Dagsbrúnar. Þau Óli héldu hesta í kjallara húss síns við Dyngjuveg og stutt í næstu dyr að biðja Geir borgarstjóra leyfis. Næstyngstur var Ásbjörn stórkaupmaður sem flutti inn prinspólókexið, rausn- armaður, átti Gunnlaugu Jó- hannsdóttur frá Skúfi í Norður- árdal. Ásbjörn var ungur við veiðar hjá indíána við Winnipeg- vatn og var vakinn með sparki og kvaðst þá hafa sagt Thank you very much, Mr. indian, Sir, „því ég vissi að ég hafði svo gott af þessu“. Yngst var Vilborg, átti fyrr Hólmjárn J. Hólmjárn skólastjóra á Hólum og ráðunaut og síðar Erling Smith fulltrúa; hún vann lengi við Miðstöð bæj- arsímans, létt á fæti, mikil hús- freyja og átti fallegt heimili í Túngötu 8. Innilegar kveðjur til ástvinanna allra. Guð blessi minningu Lillu Heggu og frænd- garðsins. Sr. Gunnar Björnsson pastor emeritus. Sálmurinn um blómið var ein fyrsta bókin sem ég las. Þar kynntist ég Helgu Jónu frænku minni. Þorbergur Þórðarson rek- ur í bókinni samskipti sín við Lillu Heggu, sem var bróðurdótt- ir frú Margrétar og nágranni þeirra í blokkinni á Hringbraut- inni. Sálmurinn er einlæg bók sem fjallar um fyrstu ár lítillar manneskju og glímu hennar við freistingar og vélabrögð heims- ins. Okkur systkinunum þótti þetta merkilegt vegna þess að aðalpersónan var náfrænka okk- ar. Jórunn móðir hennar og Guð- mundur faðir okkar voru systk- ini. Sálmurinn er bók sem er engri lík. Þorbergur hefði vart getað fengið skemmtilegri stúlku að skrifa um. Hann lýsir ná- kvæmlega athyglisgáfu, greind og kímnigáfu hinnar smávöxnu vinkonu sinnar. Þorbergur sam- samaði sig viðfanginu og þau skoða heiminn með sameiginleg- um barnsaugum. Við Helga Jóna kynntumst ekki fyrr en á fullorðinsárum. Ég áttaði mig fljótlega á því að litla stúlkan sem Þorbergur hafði lýst svo vel hafði haldið öllum sínum persónutöfrum. Húmorinn var alltaf til staðar, hugrekkið og æv- intýraþráin. Hún var óhrædd að kanna nýja stigu og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Við hittumst reglulega í ár- anna rás og fylgdumst með hvort öðru í skini og skúrum. Lífið færði Helgu frænku minni mörg erfið verkefni. En hún bjó að fyrstu gerð. Alltaf var stutt í húmorinn og hún gat hlegið að vandamálunum. Hún var fljót- huga, hvatvís og óþolinmóð en hafði ávallt til að bera æðruleysi nöfnu sinnar og ömmu okkar Helgu Jónsdóttur á Holtinu. Helga Jóna var greind og vel les- in og maður skildi vel hversu heillaður Þorbergur hafði verið af þessari ungu stúlku. Nú hittast þau á nýjan leik Lilla Hegga og Sobbeggi afi á sælustraffinu. Og Manga gefur kaffið. Ég vil votta öllum ástvinum mína dýpstu samúð. Óttar Guðmundsson. Á lífsleiðinni mætum við mörgu fólki sem hefur áhrif á líð- an manns og tilfinningar. En örfáir fá þann sess að verða eilífir. Í mínum huga er Helga Jóna Ás- bjarnardóttir ein af þeim, þessi hressa, einlæga og ákveðna kona, sem alltaf kom á móti mér með opinn faðminn, hlæjandi og skín- andi af væntumþykju og ástúð. Það var á milli okkar einhver ósýnilegur þráður spunninn sam- an af virðingu fyrir hinu liðna. Helga Jóna dvaldi mörg sumur á Hala í Suðursveit sem barn og unglingsstúlka. Samskipti okkar hófust fyrir alvöru þegar ákveðið var að reisa minningarsetur um Þórberg Þórðarson og verk hans. Síminn hringdi og ég heyri enn hvella rödd Helgu Jónu þar sem hún spyr skýrt og skorinort: „Hvað á að fara að gera á Hala? Ég verð að segja þér draum sem mig dreymdi. Ég var á Hring- brautinni hjá Þórbergi og Mar- gréti, þau voru að fara að halda veislu. Margrét var aldrei þessu vant svo róleg, sagðist ekki þurfa að gera neitt og Þórbergur svo glaður og reifur. Helga mín, þú verður að vera með í veislunni, sagði Þórbergur. Þess vegna hringi ég nú í þig. – Þau vilja að ég verði með.“ Þetta samtal var dæmigert fyrir Helgu Jónu, og hún hvatti okkur sannarlega með ráðum og dáð. Þegar hún sagði sögur af þeim varð rödd hennar einlæg og svolítið titrandi, hún varð undirleit og svipurinn kank- vís, – en andlitið ljómaði og oftar en ekki kom léttur hlátur í lokin. Hún var litla stelpan í lífi þeirra, en um leið var hún sögupersóna í frægri bók, sem var ekki alltaf auðvelt hlutskipti fyrir barnið, unglingsstúlkuna né fullorðna konuna að takast á við. Suður- sveitin á líka sínar sögur er tengdust lífinu hennar Lillu Heggu. Sobbeggi afi sagði nefni- lega alltaf að heimurinn hefði tvær hliðar, og það var með þær eins og hliðarnar á tunglinu, önn- ur þeirra sést ekki. Halasögur þeirra spaughjúanna Þórbergs og Lillu Heggu eru því ómetanlegar lífsreynslusögur, þær hafa mikla dýpt eins og fallegt málverk. Þar er sagt frá sálarlífi hundaþúfn- anna, draugnum í hlöðunni, skuplugrautnum á Kálfafelli, út- burðinum í Ullarhraunsgjögrinu, kríulandinu og Kvennaskála- steininum, dásemdum Öræfajök- uls, en einnig frá öllu hinu smáa í daglega lífinu sem varð að stór- viðburðum í hugarheimi fólksins. En nú er „lífið alltaf að verða öðruvísi og öðruvísi á Íslandi“. Þegar Helga Jóna kom síðast í heimsókn í Þórbergssetur fann ég að hún var sátt við að vera per- sónan í því einstaka listaverki sem Sálmurinn um blómið er, hlutverk sem reyndar hlýtur að hafa mótað allt hennar líf, – hverja stund. Hún var þakklát fyrir að hafa notið lífsspeki Þór- bergs og Margrétar og að taka þátt í allri gleðinni og skemmti- legu stundunum á Hala. Þau orð ylja nú þegar lífið varð allt í einu svo hverfult að hún er ekki lengur á meðal okkar. Ekki datt mér þá í hug að við værum að faðmast í síðasta sinn, því það var svo margt ósagt. En eins og hendi sé veifað er sálin hennar Helgu Jónu, eins og sál snjóstúlkunnar í ævintýrinu fagra, „nú svifin á vængjum vestanvindsins til þeirra sem hún elskar, þar sem alltaf er sólskin og eilíft sumar“. Blessuð sé minning Helgu Jónu Ásbjarnardóttur. Meira: mbl.is/andlat Þorbjörg Arnórsdóttir, for- stöðumaður Þórbergsseturs. Helga Jóna Ásbjarnardóttir  Fleiri minningargreinar um Helgu Jónu Ásbjarnar- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.