Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ✝ Ástþór Run-ólfsson fæddist 16. október 1936 í Vestmannaeyjum. Hann lést 2. febr- úar 2020. Foreldr- ar hans voru Run- ólfur Runólfsson, f. 1899, d. 1983, og Unnur Þorsteins- dóttir, f. 1904, d. 1947. Ástþór var næstyngstur sjö systkina, hin eru Jón, Sigrún, Þorsteinn, Ragnar, Hörður og Runólfur. Fósturforeldrar Ást- þórs voru afi hans og amma, Þorsteinn Jónsson og Elínborg Gísladóttir. Ástþór kvæntist 26. des 1958 Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 24. desember 1935, d. 28. apríl 2007. Foreldrar hennar voru Guðmundur Steindórsson og Markúsína Jónsdóttir. Ástþór og Guðrún eignuðust fimm börn: 1) Hildur, f. 1959, gift Jóhanni Ólafi Jónssyni, börn þeirra: a) Guðný Debora, f. 1990, gift Alexander Lee, og b) Markús Már, f. 1992. Dætur Hildar eru: c) Erla Sylvía, f. 1978, maki Karl Viggó Vigfús- son, börn hennar: Guðjón Ingi, Rakel Líf og Hildur Líf, og d) Elva Guðrún, f. 1981, gift Magnúsi H. Magnússyni, börn þeirra: Guðrún Ásta og Krist- f. 2005, og c) Stefán Örn, f. 2010. Dóttir Ástþórs er Silja, f. 1971, sonur hennar: Stefán Ar- pad, f. 2016. Samferðakona Ástþórs síð- ustu árin er Ingunn Jóna Ósk- arsdóttir, dóttir hennar er Ása Einarsdóttir, gift Birgi Ernst Gíslasyni. Ástþór ólst upp í Laufási, hann gekk í Barnaskóla Vest- mannaeyja. Ástþór lauk sveinsprófi í húsasmíðum 1958 og meistararéttindum í þeirri iðn í Vestmannaeyjum árið 1961. Hann lauk námi við Meistaraskólann í Reykjavík 1965. Ástþór og Guðrún hófu bú- skap í Laufási, byggðu hús að Austurvegi 6 í Vestmanna- eyjum en fluttu til Reykjavíkur 1964. Bjuggu fyrst í Gnoðar- vogi en síðar í Þúfuseli. Ástþór vann í Fiskiðjunni, Steingrímsvirkjun sem smiður, fyrst í Eyjum og svo sjálfstætt starfandi þar til hann hóf störf hjá Meistarafélagi húsasmiða 1996 og starfaði þar til ársins 2009. Ástþór var virkur í fé- lagsstörfum, m.a. í Meistarafé- lagi húsasmiða og Akóges. Hann hafði mörg og fjölbreytt áhugamál, m.a. stangveiði, bridge, sund, chi gong og golf. Síðustu árin dvaldi hann lang- dvölum á Kanarí. Útför Ástþórs fer fram frá Seljakirkju í dag, 28. febrúar 2020, klukkan 13. ján Hilmir, sonur Magnúsar er Magnús Hrannar. 2) Guðmundur Már, f. 1961, maki Dagný Alda Steinsdóttir, börn hans: a) Ástþór Reynir, f. 1978, kvæntur Ásrúnu Ósk Bragadóttur, börn þeirra: Guð- mundur Bragi, Katrín Ósk og Sylvía Ósk. b) Ásdís Rut, f. 1989, gift Hilmari Þór Guðmundssyni, börn þeirra: Heiðdís María, Bergdís Elsa og Ástþór Óli, og c) Gísli Már, f. 1994. Synir Dagnýjar Öldu: Aron Steinn, f. 1988, og Magnús Egill, f. 1994. 3) Hlín, f. 1962, gift Hrafnkeli Mar- inóssyni, börn þeirra: a) Kol- brún, f. 1983, b) Kjartan, f. 1987, kvæntur Hebu Rut Krist- jónsdóttur, börn þeirra: Birg- itta Björt, Kristjón Hrafn og Hrafnkell Marinó, c) Konráð, f. 1992, maki Kristjana Diljá Þór- arinsdóttir og d) Kolbeinn, f. 1994. 4) Hulda, f. 1964, gift Að- alsteini Guðmannssyni, synir þeirra: a) Hákon, f. 1991, b) Ævar, f. 1995, og c) Haukur, f. 2001. 5) Runólfur Þór, f. 1978, kvæntur Heiðrúnu Ólöfu Jóns- dóttur, synir þeirra: a) Ástþór Ingi, f. 2002, b) Kristján Daði, Í dag kveðjum við stóran mann. Allt við Ástþór var stórt. Hann var hávaxinn, mikill per- sónuleiki, með risafaðm og enn stærra hjarta. Þegar við hittum hann í fyrsta sinn tók hann okkur bæði strax í sitt fang og sleppti aldrei. Það var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Við áttum margar góðar stundir saman, bæði á heimili okkar í Bretlandi og í heimsókn- um okkar til Íslands. Hann var kærkominn gestur og höfðingi heim að sækja. Við ferðuðumst líka töluvert saman en Ástþór var frábær ferða- félagi. Vænst þótti okkur þó hve vel fór á með honum og mömmu. Þau áttu frábært samband og nutu lífsins til fulls saman. Hennar missir er mikill. Við kveðjum Ástþór með sorg í hjarta. Það var okkur sönn ánægja að kynnast honum og fá að eyða dýrmætum stundum með honum. Minningarnar eru margar og þær munu alltaf ylja. Við sendum mömmu, fjöl- skyldu Ástþórs, öðrum ættingj- um og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæri heiðursstjúpi. Ása og Birgir. Það var til siðs í gríni og al- vöru að merkja sér verkfæri fjöl- skyldumeðlimanna ef þau lágu á glámbekk. Ég man hins vegar ekki til þess að nokkur hafi sótt sérstaklega í að merkja sér ham- arinn hans Ástþórs, svo þungur var hann. Þessi sami hamar lék hins vegar létt í ótrúlega stórum og hrjúfum hrammi mannsins sem ásamt Guðrúnu tengda- mömmu tók mér opnum og hlýj- um örmum inn í fjölskyldu sína haustið 1989. Þetta var fyrsta og eina heimsóknin í höfuðból fjöl- skyldunnar í Þúfuseli 2, eftir það átti maður heima þar eins og aðrir afkomendur Ástþórs og Guðrúnar. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns sem okkur öllum var svo kær og svo sárt er að horfa á eft- ir svona fyrirvaralaust. Ég kynntist Ástþóri fyrst sem afburðasmið, snjöllum hönnuði og öguðum verkstjóra við sum- arbústaðasmíði í Reitnum í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki hans ÁRHÚS hafði aðstöðu. Þetta voru góðir tímar, mikið að gera og þó manni hafi stundum virst vera kaldara inni í Bragg- anum en utan dyra þá var stemningin alltaf góð og fram- leiðslan gekk vel. Þarna var upp- eldisstaður hinna smiðanna í fjölskyldunni og þarna fékk mað- ur pólitískt uppeldi íhaldsmanns- ins og þróaði með sér óþol fyrir vinstrinu. Eftir Ástþór liggja mörg verk, t.d. fjalla- og ferðahús, veiði- og sumarhús en það hús sem okkur öllum er líklega kærast fyrir ut- an Þúfuselið er Laufás í Kiðja- bergi þar sem eitt af mörgum hugarfóstrum hans reis á falleg- um hól við bakka Hvítár. Ástþór var sífellt að leita að næsta verk- efni og fyrir nokkrum árum fann hann draumaverkefnið á æsku- stöðvunum í Vestmannaeyjum þegar hann hafði milligöngu um að hús listamannsins og frænda hans, Ragnars Engilbertssonar, Haukagil var keypt og síðan endurbyggt. Það var því stór- kostleg stund þegar Ástþór og Ingunn veittu móttöku viður- kenningu Vestmannaeyjabæjar fyrir framúrskarandi endur- byggingu hússins sl. sumar. Það er ekki ofsögum sagt að fjölskylda Ástþórs hafi verið honum allt og að í henni liggur stór hluti arfleifðar hans, ríki- dæmi og lærdómur. Þau vita sem hafa prófað að það krefst vinnu og fórnfýsi að halda fjöl- skyldu saman þannig að sómi sé að. Hér var Ástþór á heimavelli enda einstaklega skilningsríkur og göfug hjálparhella. Í Þúfuseli Ástþórs og Guðrúnar áttum við öll skjól og þar var samkomu- staður okkar allra hvort sem til- efnin voru smá eða stór. Öll munum við sakna hans við enda langborðsins í árlegri áramóta- veislunni, virðulegrar hátíðar- ræðunnar og einlægrar gleðinn- ar sem skein úr andliti hans. Afkomendunum fjölgaði ár hvert og borðið lengdist. Ég er sannfærður um að rækjukok- teillinn, villigæsin og kaffibúð- ingurinn verður áfram á borðum afkomendanna um ókomna tíð. Minningin um Ástþór og Guðrúnu er minning um skilyrð- islausa ást og þannig mun ég reyna að varðveita hana. Elsku Ingunn, þú gafst Ást- þóri mörg af hans bestu árum og fyrir það erum við óendalega þakklát. Þú ert og verður ávallt hluti af fjölskyldu Ástþórs Run- ólfssonar. Þinn tengdasonur, Jóhann Ólafur Jónsson. Nokkur orð til að minnast elsku tengdapabba. Ég hitti Ástþór fyrst fyrir hartnær 40 árum þegar ég var að slá mér upp með dóttur hans og Guð- rúnar, henni Hlín, þau voru þá nýflutt í Þúfuselið. Fljótlega fór ég að starfa við smíðar með Ást- þóri og þar er nú margs að minnast, eyddi ógleymanlegu sumri með þeim í Þórsmörk við smíðar og svo tók við sumar- húsasmíðin á Einarsreit í Hafn- arfirði, hentaði vel fyrir mig Hafnfirðinginn. Mörg ævintýrin tengjast sumarhúsaflutningum og var þetta ómetanleg reynsla fyrir mig, lærði ég margt af honum sem hefur nýst mér alla tíð síðan. Kannski kenndi ég honum eitthvað líka. Tengda- pabbi var svo heldur betur lið- tækur þegar við Hlín byggðum okkar hús og alltaf var hann til í að hjálpa til í Lækjarberginu, einnig hjá okkur fyrir norðan í Aðalstrætinu, honum leið vel þar. Hann var duglegur að fylgjast með okkur öllum og ekki síst barnabörnunum og eiga börnin okkar ótal minningar úr bú- staðaferðunum með afa sínum og ömmu. Bústaðurinn Laufás var hans líf og yndi. Hann kom oft við hjá mér í skólanum ef hann var eitthvað að brasa, þurfti að saga eða hefla aðeins. Var minna nú síðari ár eftir að hann var far- inn að vera meira í hitanum á Kanarí. Við rökræddum margt og vorum ekki alltaf sammála og sakna ég bæði stuttra símtala og langra rökræðna, símtölin byrj- uðu gjarnan á „hvar er hérna …“ eða „ertu með …“ þess saknar maður þegar ekki er. Þegar við kvöddumst um dag- inn óraði okkur ekki að við myndum ekki sjást aftur. Því kveð ég þig, minn kæri, með þessum fátæklegu orðum. Þinn tengdasonur, Keli. Hrafnkell Marinósson. Elsku Ástþór, þakka þér fyrir alla þá væntumþykju og hlýju sem þú sýndir mér frá því að ég kynntist þér fimmtán ára gömul. Það var svo sérstakt að þegar ég kynnist ykkur Guðrúnu sem unglingur þá var mér strax tekið eins og einni í fjölskyldunni og má að mörgu leyti segja að þið hafið tekið við uppeldi mínu þá. Barnabörnin nutu þess síðar að vera í félagsskap þínum og það að fara í sumarbústað með afa og ömmu var toppurinn. Þá var smalað í bílinn þar til ekki kom- ust fleiri. Og síðar þegar þau voru orðin stærri fóru stórir strákahópar með afa og nutu samverunnar með honum. Seinni árin komst þú oft til mín í Hlaðbæinn, þegar þú hjálpaðir mér að dytta að einu og öðru og þá gleymdist tíminn í kaffi og spjalli um heima og geima. Það var gott að koma í húsið á Kanarí og á ég góða minningu um þegar við Ingólfur heimsótt- Ástþór Runólfsson ✝ Halldór SnorriGunnarson fæddist í Reykja- vík 21. nóvember 1953. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 17. febr- úar 2020. For- eldrar hans voru Gunnar Halldór Gunnarsson, f. 1929, d. 1997 og Svanhildur Lovísa Gunnarsdóttir, f. 1931, d. 2013. Bróðir Halldórs er Gunnar Stefán Gunnarsson hús- gagnasmiður, f. 1952, kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Eiginkona Halldórs var Her- dís Jónsdóttir kennari, f. 1954, d. 2011. Börn þeirra eru fjög- ur: 1) Berglind Björk kennari, f. 1977, eiginmaður hennar er Hannes Þór Baldursson húsa- smíðameistari. Þau eiga þrjú börn: Baldur Rökkva, f. 2005, Halldór Hvannar, f. 2007 og Herdísi Lóu, f. 2010. 2) Svan- hildur Sif ritstjóri, f. 1985, sambýlismaður hennar er Michael William Chapman rit- höfundur. 3) Lovísa Lára, kvikmyndagerðarkona og næstu tvo áratugina. Húsið stendur ei lengur og verið er að reisa stórhýsi á húsgrunn- inum. Halldór fluttist á Löngu- brekku 13 nokkrum árum eftir að Herdís lést. Halldór vann mesta starfs- ævina sem kerfisfræðingur/ diskastjóri hjá Skýrr (Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavík- urborgar) með viðkomu hjá SÍS (Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga) og í eigin at- vinnurekstri í tölvuversluninni Andi sf. Árið 2008 hóf hann störf sem verkefnastjóri á kjarasviði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, síðar Sam- eyki og vann þar allt þar til hann lét af störfum vegna veikinda á síðasta ári. Halldór var mikill tónlistar- áhugamaður, forritari í ár- daga tölvuleikja, hæfileika- ríkur frístundamálari og virkur í ýmsu félags- og íþróttastarfi. Hann var stuðn- ingsmaður knattspyrnufélag- anna Southampton og Víkings. Hann kom bæði að getraunum fyrir Víking og badminton- deild þeirra. Einnig spilaði hann sjálfur badminton í TBR. Á seinna æviskeiði skipaði golfið stóran sess. Hann var einnig dyggur blóðgjafi hjá Blóðbankanum í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 28. febrúar 2020, klukkan 11. verslunarstjóri, f. 1987, eiginmaður hennar er Ársæll Rafn Erlingsson, nemi og frí- stundaleiðbein- andi. 4) Gunnar Már, verkamaður og kvikmynda- gerðarmaður, f. 1988. Halldór ólst upp í Reykjahlíð 14 og Skeiðarvogi 3 að undanskildu árinu 1969-‘70 þegar fjöl- skyldan var búsett í Vancouver í Kanada. Hann gekk í Voga- skóla, Sir Winston Churchill Secondary High School og Menntaskólann við Hamrahlíð. Halldór og Herdís gengu í hjónaband þann 8. janúar 1977. Þau bjuggu fyrst um sinn í kjallaraíbúð á æsku- heimili Halldórs í Skeiðarvogi en bjuggu sér svo heimili á Flyðrugranda 4 og síðar þegar fjölgaði í barnahópnum á Kaplaskjólsvegi 89. Í kringum 1990 fluttu þau á æskuheimili Herdísar í húsið sem faðir hennar byggði á Nýbýlavegi/ Auðbrekku 29 og bjuggu þar Ég veit ekki hvernig pabbi fór að því að afla sér þekkingarinnar en á níunda áratugnum kölluðu menn hann alla vega tölvufræð- ing þegar starfsheitið var varla til. Í frístundum samdi hann og forritaði leiki á heimilistölvuna Commodore 64 og síðar frum- gerðir af PC-tölvum sem við gát- um gleymt okkur yfir tímunum saman. Ég var sérstaklega hrifin af ævintýraleik sem hann samdi með engum myndum, aðeins texta með valmöguleikum sem leiddu í nýjar ævintýralegar að- stæður þar sem sögupersónurn- ar voru tónlistarmenn í uppá- haldi hjá mér: George Michael, Michael Jackson o.s.frv. Hann gat sjálfur dundað sér endalaust í æsispennandi leik sem saman- stóð einungis af stigatöflunni í Eurovision þar sem spilarinn valdi sér lag til að halda með og stigin röðuðust handahófskennt. Ég man ekki til þess að hann hafi nokkurn tímann skammað mig, ekki einu sinni þegar ég klessti heimilisbílinn á leið heim úr ísbúð eða hélt tryllt unglinga- partí sem var varla lokið þegar fjölskyldan sneri aftur úr sum- arbústað. Hann var með ein- dæmum skilningsríkur en fyrst og fremst átti hann auðvelt með að sjá húmorinn í öllum aðstæð- um. Meira að segja á líknar- deildinni hélt hann áfram að grínast eins lengi og hann mögu- lega gat. Ég er óendanlega þakklát fyrir að við börnin hans gátum verið með honum á leið- inni úr þessu jarðríki rétt eins og hann var með okkur á leiðinni í það. Halldór var algjör rokk- stjarna þótt hann spilaði ekki á hljóðfæri sjálfur og meiri tónlist- aráhugamanni hef ég ekki kynnst. Hann var hafsjór fróð- leiks, sérstaklega um tónlist sjö- unda áratugarins. Bílferðir voru aldrei leiðinlegar og snerust ávallt upp í sögustundir eða tón- listargetraunir. Ég sé hann skýrt fyrir mér flatmaga á teppalögðu stofugólfinu í sínum eigin heimi með heyrnartólin eða þá dansandi og syngjandi við uppvaskið. Ég gæti ekki hafa hlotið betra tónlistaruppeldi og erum við systkinin öll með afar fjölbreyttan og víðfeðman tón- listarsmekk sem er án efa hon- um að þakka. Hann eldaði bestu aspassúpu í heimi, kallaði hakk og spaghettí mambó og á sínum tíma var kok- teill víst nefndur eftir honum á Klúbbnum (Don Dóri). Hann hafði yndi af því að svindla í ól- sen ólsen, gera hrekki og segja vandræðalega pabbabrandara. Hann naut þess að taka þátt í áhugamálum sínum með góðum félögum og slaka svo á með osta- popp og breskan spurningaþátt í sjónvarpinu. Hann elskaði auð- sýnilega börnin sín og barna- börnin og þau þetta knúsulega sjarmatröll. Tilvera hans og hjarta var afar samofið móður minni og því aldrei samt eftir skyndilegt fráfall hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann áfram í lífi okkar síðustu ár og að barna- börnin fái að varðveita þær minningar en er að leikslokum sátt við það að hann hafi fundið leið aftur í faðm eiginkonunnar. Verið þið sæl, elsku bestu mamma og pabbi. Á vængjum söngsins hef ég svifið í sorg og gleði, sungið dátt með glöðu geði. Án þess væri lífið svo laust við lit og róm. Innihaldstóm væri þá ævitilveran öll. Á vængjum söngsins hef ég svifið um lífsins tónahöll. (Þýð. Ólína K. Þorvarðardóttir) Berglind Björk Halldórsdóttir. Ég hélt að ég hefði meiri tíma. Ég get ekki hætt að hugsa um allt sem við ætluðum að gera, allt sem ég vildi segja. Hjartað mitt er brotið. Ég á svo margar góðar minn- ingar enda var svo gaman að vera í kringum þig. Þú varst allt- af með húmorinn í lagi, þótt brandararnir væru misgóðir og jafnvel fram á seinustu stund varstu að segja brandara. Ég veit það var til þess að láta okk- ur líða betur. Þú vildir alltaf passa upp á okkur og vera sterkur fyrir okk- ur sérstaklega eftir að mamma dó og þrátt fyrir það að fjöl- skyldan yrði aldrei söm eftir það þá hélstu okkur uppi og við náð- um að styrkja böndin og bæta við mörgum frábærum minning- um. Erfiðast finnst mér að geta ekki deilt með þér góðri tónlist sem ég heyri í útvarpinu. Mun sakna þess að sitja með þér yfir tölvunni og hlusta á tónlist sem þú spilaðir alltaf fyrir mig. Ég á ótal sögur um þig sem þú sagðir mér, frá því þú varst unglingur að smygla áfengi inn á áfengislausar skemmtanir um verslunarmannahelgina, rúnta um götur (stundum gangstéttir) á Austin Mini-bílnum hans Rún- ars að hlusta á Uriah Heep. Ég skrifaði þetta allt niður hjá mér þar sem mér fannst þú vera efni í bíómynd. Þú varst svo ótrúlegur kar- akter og ég er svo heppin að þú varst pabbi minn. Ég veit að þú ert með mömmu og það er viss huggun. Ég hlakka til að sjá þig aftur og hlusta með þér á tónlist hin- um megin. É.e.þ., Lovísa Lára Halldórsdóttir. Afi Dóri var fyndinn karl með stórt hjarta og stóra bumbu sem gott var að lúra á þegar við vor- um lítil. Hann var góður vinur okkar og það var gaman að spjalla við hann um lífið og til- veruna, heyra skemmtilegar sögur og fá alls konar góðgæti. Það var leiðinlegt að sjá hann verða svo veikan að hann gat ekki lengur gert það sem honum fannst skemmtilegt að gera. Hann var samt alltaf nógu hress fyrir ísbíltúra. Við vonum að honum líði mun betur núna og sé með elskunni sinni, ömmu Dísu. Baldur Rökkvi, Halldór Hvannar og Herdís Lóa. Í dag kveðjum við mág okkar, hann Dóra. Hann kom með lát- um inn í líf okkar þegar hann og Halldór Snorri Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.