Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 mánudaginn 2. mars, kl. 18 Fold uppboðshús kynnir Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is LISTMUNAUPPBOÐ Jóhannes S. Kjarval Georg Guðni Svavar Guðnason Listmunauppboð nr. 118 föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag kl. 10–17 Forsýning á verkunum í Gallerí Fold Tryggvi Ólafsson Derringur Loga Einarssonar,formanns Samfylkingar, kall- ar á þessa hugleiðingu Gústafs A. Skúlasonar:    Núna stoppum viðfílahjörðina,“ var það síðasta sem maurinn sagði við vin sinn áður en fíla- hjörðin tróð úr þeim lífið.    Logi Einarsson erí sömu stöðu með inngöngumiða í heimsveldi ESB sem tekur smáþjóðir í nefið.    Eftir hrun Samfylkingarinnarþarf hæfileika a la Bagdad Bob til að setja sig á háan hest og skipa öðrum flokkum fyrir.    Ég vinn ekki með Sjálfstæðis-flokknum og Miðflokknum,“ segir Logi sem haldinn er kópíer- ingsveiru á háu stigi með afritað misheppnað landakort sænskra sósíaldemókrata sem komnir eru niður í sögulegt myrkur 22% fylgis.    Formaðurinn gleymir því líka, aðíslenska þjóðin hefur gott út- sýni til SamfylkingarDags í Reykja- vík með ljóskastara Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins.    Væntanlega veitir þjóðin báðumþessum framámönnum logandi fína útkomu í næstu kosningum. Íslendingar elska lýðræðið en ESB ekki.“    En það kúnstuga við andstöðuLoga formanns við haustkosn- ingar og bráðsmitandi kópíerings- veiru hans er að Svíar halda allar sínar kosningar í september og taka ekki annað í mál. Logi Einarsson Logar ekki á öllum? STAKSTEINAR Gústaf A. Skúlason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými á svæðinu er brýn. Við nýtum þetta ár til undirbúnings og að fullhanna nýtt hjúkrunarheimili. Síðan er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist af full- um krafti á næsta ári,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra og Kjartan Már undirrit- uðu í gær samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023. Ný- byggingin verður við hlið núverandi hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Njarðvík og byggingar samtengdar. Er það í samræmi við áherslur Reykjanesbæjar. Með tilkomu heim- ilisins fjölgar hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um 30, en helmingur- inn af rýmunum 60 kemur í stað þeirra sem nú eru í hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi sem er við Faxabraut í Keflavík í Reykjanesbæ. Hlévangi verður lokað enda aðstæður þar ekki lengur í samræmi við nútímakröfur. Að flatarmáli verður hjúkrunar- heimilið nýja um 3.900 fermetrar og áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,5 ma. kr. Reykjanesbær annast fjármögnun en heilbrigðisráðuneytið greiðir 85% en sveitarfélagið afgang- inn. sbs@mbl.is Reisa á nýtt hjúkrunarheimili  Samið í Reykjanesbæ  60 rými í nýju húsi  Kostar 2,5 milljarða kr. Reykjanesbær Kjartan Már Kjart- ansson og Svandís Svavarsdóttir. Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimild verði veitt til verkhönnunar og gerðar út- boðsgagna fyrir sameiginlegan göngu- og hjólastíg samsíða Flóka- götu við Klambratún milli Rauðar- árstígs og Lönguhlíðar. Kaflinn er um 400 m langur. Stefnt er að fram- kvæmdum á þessu ári. Engin gangstétt er við Flókagötu á þessum kafla og hefur lengi verið óskað eftir henni af íbúum. For- hönnun gerir er ráð fyrir um þriggja metra breiðum stíg með bættri lýs- ingu á gönguþverunum. Verkið kosið 2018 Hluti stígsins var kosinn inn í verkefninu „Hverfið mitt“ haustið 2018. Í stað þess að gera malarstíg hluta leiðarinnar eins og tillagan þar gerði ráð fyrir er nú gert ráð fyrir að gera stíg alla leið með föstu yfir- borði. Hluti kostnaðar við fram- kvæmdina verður greiddur af verk- efninu „Hverfið mitt“. Göngu- og hjólastíg- ur við Flókagötu  400 metra langur  Hafist handa í ár Göngu- og hjólastígur við Flókagötu Fyrirhugað er að stígurinn nái frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð Stígurinn verður samsíða Flókagötu við Klambratún, um 400 m langur Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Flókagata Klambratún Kjarvalsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.