Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Engin veikindi voru meðal farþega skemmtiferðaskipsins Magellan sem kom til Reykjavíkur í gærmorgun, fyrst lystiskipa á árinu. Talsverður viðbúnaður var þegar skipið kom, með tilliti til kórónuveirunnar, en gengið var eftir vitneskju um heilsu- far farþega og áhafnar. Skipstjórinn skilaði upplýsingum þar að lútandi til tollgæslunnar, sem taldi enga ástæðu til aðgerða eða inngrips. Allt gekk því samkvæmt áætlun við af- greiðslu skipsins. Um borð í Magell- an eru 1.452 farþegar og 660 í áhöfn, samtals 2.112 manns. Skipið kom frá Englandi og ætla farþegar að nýta ferðina til að skoða norðurljósin. Næsta skemmtiferðaskip er vænt- anlegt til Reykjavíkur 29. mars. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magellan Alls 1.452 farþegar eru með skipinu sem kom inn til Reykjavíkur í fyrstu geislum morgunsólar í gær. Fyrsta skemmti- ferðaskipið er komið  Farþegar og áhöfn skipsins reyndust við hestaheilsu Landganga Farþegar ganga frá borði eftir afgreiðslu tollgæslunnar. Dönum var í gær ráðlagt af danska utanríkisráðuneytinu að fara sér- staklega varlega ef leið þeirra ligg- ur til Íslands. Er það vegna út- breiðslu kórónuveirunnar hérlendis og segir í smáskilaboðum frá danska utanríkisráðuneytinu að um sé að ræða aðgerðir til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Mikið hefur verið fjallað um fjölda smita á Íslandi í dönskum fjölmiðlum en á vef danska utanrík- isráðuneytisins segir að ef fólk ferðist til Íslands ætti það að gæta sérstaklega að því að það smitist ekki af kórónuveiru. Fólk ætti því að fylgja ráðleggingum landlæknis og yfirvalda á Íslandi til hlítar. „Yfirvöld á Íslandi geta gripið til ráðstafana til að hefta útbreiðslu veirunnar og því gæti verið kannað hvort þú sýnir sjúkdómseinkenni. Ef þú ert með slík einkenni geta yf- irvöld beitt fyrirbyggjandi aðgerð- um eins og einangrun.“ Dönum er ráðlagt að sýna varkárni á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Dannebrog Danska drottning- arskipið í Reykjavíkurhöfn. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það varð ákveðin breyting á við- ræðunum um helgina. Það hefur verið miklu meiri alvara í þeim og þær verið lausnamiðaðri en áður. Það er raunverulegur gangur í við- ræðunum núna,“ sagði Viðar Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Efl- ingar, þegar hann var spurður um viðræðurnar við Reykjavíkurborg um kvöldmatarleytið í gær. Samninganefndirnar mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara kl. 13 í gær. Sáttafundi sem hófst kl. 13 á sunnudag lauk rétt fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt þannig að það var setið lengi við samningaborðið. Verkfall utan Reykjavíkur Ótímabundið verkfall fé- lagsmanna Eflingar hjá sveitar- félögum utan Reykjavíkurborgar hófst á hádegi í gær. Þeir starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Rúmlega 270 félagar í Eflingu vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnar- nesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi og heyra undir fyrrnefndan kjarasamning. Flestir þeirra vinna við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Sel- tjarnarnesbæ, samkvæmt heima- síðu Eflingar. Verkfallsaðgerðirnar voru samþykktar af 87% fé- lagsmanna. Ótímabundið verkfall um 1.850 félagsmanna Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hófst á mið- nætti 17. febrúar. Áður hafði Efl- ingarfólk hjá borginni farið í fimm mislöng skæruverkföll í febrúar. Efling veitti undanþágur fyrir marga félagsmenn sína sem starfa m.a. á hjúkrunarheimilum og við umönnun. Undanþágurnar voru rýmkaðar verulega þegar nýi kór- ónuveirufaraldurinn kom upp. Um eitt þúsund félagsmenn Eflingar hafa því verið í verkfalli. Stór hluti þeirra starfar á leikskólum borg- arinnar. Gangur í viðræðum  Efling og Reykjavíkurborg sátu lengi við samningaborðið  Ótímabundið verkfall utan Reykjavíkur hófst í gær Morgunblaðið/Eggert Karphúsið Samninganefndir Eflingar og borgarinnar funduðu fram á nótt. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ingibjörg H. Sverrisdóttir ferðaráð- gjafi, sem er í framboði til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), er ósátt við orð Hauks Arnþórssonar, mótframbjóð- anda síns, í Morgunblaðinu í gær. Ingibjörg skrifaði á Facebook að hún sjái sig knúna til að bregðast við ummælum Hauks sem henni finnst vera lítillækkandi í sinn garð. Hún kveðst aldrei hafa lagt það í vana sinn að upphefja sjálfa sig með því að tala niður til annarra. Hún hefði haldið að hinn ágæti mótframbjóð- andi sinn legðist ekki á þetta plan. „Vel menntaður maðurinn. Maður er nú síviliseraðri en svo.“ Ingibjörg skrifar að það sé „al- rangt og ekki svaravert“ að hún haldi á einhvers konar valdasprota innan Sjálfstæðisflokksins. „Í þessu samhengi ber að benda á þá stað- reynd að ég stend ein að mínu fram- boði á meðan Haukur kemur með fimm manns úr Sósíalistaflokki Ís- lands sér til fulltingis í framboði til stjórnar. Og það úr einum stjórn- málaflokki. Það eru fyrirlitileg vinnubrögð hjá Hauki að tala með þessum hætti um mótframbjóðendur sína og ekkert annað að gera en að dusta þetta tal Hauks af sér eins og ryk,“ skrifaði Ingibjörg. Hún segir markmið sitt með framboðinu vera einfalt. Það er að berjast fyrir rétt- indum eldri borg- ara af alefli eins og hún hafi gert hingað til og muni gera hér eftir. Rétt eins og hún gerði á yngri ár- um þegar hún tók þátt í verkalýðs- baráttu og sat í samninganefndum VR um kaup og kjör. Þar þótti hún svo hörð að hún fékk viðurnefnið „litla ljónið“. Ingibjörg lauk færsl- unni á orðunum: „Látum vekin tala, það mun ég gera!“ Aðalfundi FEB frestað Stjórn FEB ákvað á fundi sínum í gær að fresta aðalfundi félagsins, sem halda átti fimmtudaginn 12. mars, um óákveðinn tíma. Það var gert vegna þess að almannavarnir hafa uppfært hættustig í neyðarstig vegna COVID-19-veirunnar. „At- hygli hefur verið vakin á því að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé sérstakur hópur sem þarf að huga vel að í þessu sam- bandi. Því var ekki talið forsvar- anlegt að halda aðalfund félagins undir þessum kringumstæðum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu FEB. „Ég stend ein að mínu framboði“ Ingibjörg H. Sverrisdóttir  Er ósátt við orð Hauks Arnþórssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.