Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslendingar virðast búa viðmeira öryggi á netinu enflestar aðrar þjóðir í Evrópu.Til þess bendir rannsókn sem fyrirtækið Specops Software hefur gert á því hvaða lönd í álfunni verða oftast fyrir netárásum. Var sjónum beint að þeim árásum á tölvur í við- komandi löndum sem tengjast skýja- þjónustu (Microsoft Azure), greftri rafeyris, spilliforritum (e. malware) og gagnagíslatöku (e. ransomware). Tilkynningum til lögreglu hér á landi um hvers kyns netsvindl hefur fjölgað mjög verulega á undan- förnum árum. Þá hefur árásum á ís- lenskar tölvur að utan fjölgað mjög. En ef marka má rannsókn Specops Software er ástandið í þessum efn- um hér mjög gott miðað við það sem mörg önnur lönd í Evrópu búa við. Samkvæmt skrá yfir þau lönd sem búa við ótryggasta netöryggi í álf- unni er Ísland í 28. sæti af 32. Efst á blaði eru Holland og Búlgaría, Hvíta-Rússland og Úkraína. Fyrirtækið gerði einnig lista yfir þau 32 Evrópulönd sem búa við mest netöryggi og lenti Ísland þá í 5. sæti. Fyrir ofan okkur eru Írland, Nor- egur, Danmörk og Sviss, en fyrir neðan okkur Svíþjóð, Belgía, Lúxemborg, Tékkland og Finnland. Staða Hollands vekur sérstaka at- hygli. Þar verða tölvueigendur fyrir flestum netárásum. Það sem mestu veldur um það er mikill fjöldi árása á skýjaþjónustu (Microsoft Azure) sem þar er boðið upp á. Sérfræðingar Specops Software benda á þrjú atriði sem tölvunot- endur ættu að tileinka sér vilji þeir komast hjá því að verða fórnarlömb netglæpa. (1) Ekki nota sama lykil- orðið á aðganga á öllum vefsvæðum sem þið notið. Það gerir bófunum auðveldara fyrir takist þeim að brjótast inn á eitt svæði. (2) Notið margra þátta auðkenningu við inn- skráningu. Þetta er t.d. hægt að gera með því að fá kóða sendan í símann sinn og slá hann inn auk lykilorðsins. Töf notandans er innan við mínúta en gagnaöryggið margfalt. (3) Aldrei smella á slóðir sem þið eruð ekki örugg með. Gervislóðir sendar í tölvupóstum eru mikið notaðar af netbófum til að komast inn í tölvur.Við rannsóknina var notast við upplýsingar frá Microsoft Azure og Microsoft Security Intelligence Report frá janúar 2018 og fram í október 2019. Hátt hlutfall lent í vandræðum Þess má geta til samanburðar að í febrúar var greint frá því í Morgun- blaðinu að hlutfall þeirra sem lent hefðu í vandamálum með öryggi á netinu væri talsvert hærra hér á landi en meðaltal Evrópuríkja segir til um. Var vísað í nýbirtar tölur Eurostat, Hagstofu Evrópusam- bandsins, þar sem fram kemur að 46% Íslendinga á aldrinum 16-74 telja sig hafa lent í öryggisvanda- málum á netinu. Tölurnar ná til árs- ins 2019 og eiga við netnotkun fólks í einkalífi þess síðustu tólf mánuði þar á undan.Að meðaltali hafa 32% Evr- ópubúa lent í vandamálum með net- öryggi. Hlutfallið er hæst í Noregi, 66%, en Sviss, Bretland, Danmörk og Frakkland koma þar á eftir. Lægst er hlutfallið hins vegar í Litháen, aðeins 7%. Flestir þeirra sem lent hafa í vandamálum tengdum öryggi á net- inu vísa til svokallaðra vefveiða (e. phishing) og annarra tilrauna til fjársvika eða söfnunar upplýsinga. Þetta á til dæmis við um það þegar fólk fær tölvupóst um að það eigi að fara í heimabankann sinn og leið- rétta eitthvað. Viðkomandi fær þá tengil sem hann á að smella á til að færa sig beint yfir í heimabankann, en það er í raun fölsk síða. Ekki fylgir sögunni hvort þeir sem telja sig hafa lent í vandamálum með net- öryggi séu í raun fórnarlömb slíkra árása eða einungis tilrauna til þeirra. Ísland í fimmta sæti netöryggis í Evrópu Netöryggi í Evrópu Netárásir* á tölvur í Evrópulöndum sem tengjast skýjaþjónustu Nr. Land Fjöldi árása 1 Holland 17,6% 2 Búlgaría 17,6% 3 Hvíta-Rússland 10,8% 4 Úkraína 10,4% 5 Bosnía og Hersegóvína 7,1% 6 Litháen 6,4% 7 Rúmenía 6,2% 8 Frakkland 5,4% 9 Ungverjaland 4,8% 10 Króatía 4,6% Nr. Land Fjöldi árása 11 Lettland 4,5% 12 Spánn 4,5% 13 Grikkland 4,3% 14 Ítalía 4,2% 15 Pólland 4,0% 16 Portúgal 3,8% 17 Bretland 3,8% 18 Þýskaland 3,6% 19 Eistland 3,5% 20 Austurríki 3,5% 21 Slóvakía 3,3% Nr. Land Fjöldi árása 22 Slóvenía 3,2% 23 Finnland 3,0% 24 Tékkland 2,7% 25 Lúxemborg 2,0% 26 Belgía 2,0% 27 Svíþjóð 1,9% 28 Ísland 1,8% 29 Sviss 1,7% 30 Danmörk 1,6% 31 Noregur 1,4% 32 Írland 1,1% Heimild: Specops Software 1-3,3% 3,4-4,5% 4,6-9,9% 10% + *Gröftur rafeyris, spilliforrit (malware) og gagnagíslataka (ransomware) 28 23 27 1732 8 12 181 15 3 4 7 2 30 14 13 24 21 9 1022 5 26 25 2029 19 11 6 16 31 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónuveirangerir siggildandi. Heimurinn fór ekki vel af stað í vörnum sínum og það er reyndar skilj- anlegt. Það tók yf- irvöld í Kína tíma að gera sér fulla grein fyrir því að vand- anum yrði ekki leynt. Og um- heimurinn þurfti tíma til að ná vopnum sínum. Það er ódýrt, í krafti eft- iráspeki, að hafa uppi stór orð. En nú vitum við að fyrstu við- brögðin voru of veik. Farþegar frá sýktum svæðum fengu skyndimælingu á hita, sem var betra en ekkert, en ekki mikið betra. Seinna varð ljóst að fólk gengur einkennalaust með veir- una dögum saman. Flugvélar frá tilteknum stöðum, sem búið var að merkja sem hættusvæði, fengu þessa lágmarksathugun. Og eftir að byrjað var víða að setja fólk í einangrun sluppu farþegar frá sýktum svæðum frá því, með því að fara um nokkurn veg að flugvelli sem lá ekki undir grun. Nú, þegar margir hafa sann- færst um að of margar þjóðir hafi misst tökin á veirunni eiga aðrir hitamælar leik. Stærstu kauphallir eru í „frjálsu falli“. Öflugustu olíuframleiðendur heims eru komnir í við- skiptastríð. Jafnvel fyrirtæki með traustan rekstur, sem þurfa þó að byggja á sverum varasjóðum, eins og tryggingafélög, eru skyndilega með sín mál í uppnámi, þótt ekkert sé að í rekstrinum. Ekki þarf að fjöl- yrða um flugvéla- og ferðaiðnað. Þeirra vor og þeirra sumar eru farin og hin veika von er öll hengd á haustið. Á Íslandi, þar sem kaupmáttur er með því hæsta sem þekkist, telja sér- stakir fulltrúar veruleikafirr- ingar tilvalið að blása til verk- falla. Það varpast eins og ósjálfrátt óblíðar myndir á hina ósýnilegu veggi. Þannig hefur mikið verið rætt um þrjár milljónir flótta- manna sem Erdogan geymi inn- an girðinga fyrir Evrópusam- bandið. Hvað gerist ef pestin berst þangað? Milljónir á þröngu svæði, án helstu nauð- synja hins daglega lífs? Þar þýðir lítið að segja fólki að þvo sér um hendurnar. Þar eru eng- ir Gvendarbrunnar eða spritt. Þar er enginn annar kostur á að einangra óboðinn vírus en sá að loka milljónirnar inni með hon- um. Og þar getur enginn bjargað sér með því að láta skíðaferð á móti sér. Kannski er hættan af kórónuveiru ofmetin, en hver hefur efni á að vanmeta hana?} Mikil alvara, föst tök Íslendingar eigavinum að mæta í Færeyjum og mætti nefna marg- an mann í því sam- hengi. Þeir hafa oft sýnt sinn góða hug í garð Íslendinga, og nú síðast þegar landið gekk í gegnum afleiðingar banka- kreppu. Einn af þessum þrótt- miklu vinum hefur nú lagt stjórnmálaskó sína á hilluna. Hann hefur raunar borið marga ólíka skó á fótum síðustu ára- tugi. Þetta er Poul Michelsen. Hann var í Fólkaflokknum í fjörutíu ár. Sat á Lögþinginu í nokkurn tíma fyrir flokkinn. En Poul var jafnframt borgarstjóri í Þórshöfn frá árinu 1981 til 1992. Árið 2010 skildi leiðir hans og Fólkaflokksins og Poul Michelsen stofnaði nýjan flokk, Framsókn. Fyrir þann flokk sat Poul í Landstjórninni og gegndi m.a. embætti utanríkisráð- herra. Poul Michelsen hefur lengi verið með öflugustu athafna- mönnum í Færeyjum. Hann hóf nýlendurvöruverslun í herbergi heimilis síns árið 1974 og hefur því starfað að viðskiptum í tæpa hálfa öld. Fyrirtæki hans hafa haft frá tugum og í vel á annað hundrað manns í vinnu gegnum tíð- ina. Sólrún, eig- inkona Pouls, hefur iðulega lagt hönd á plóg rekstursins, en hún er sjálf þekktur rithöf- undur. Poul Michelsen hefur vegna reksturs síns átt mikil skipti við einstaklinga og fyrirtæki hér á landi og góð kynni við marga ís- lenska stjórnmálamenn. Hann hefur alla tíð verið áhugasamur um færeyska íþróttastarfsemi og hefur sjálf- ur náð einkar góðum árangri þar. Hann varð færeyskur meistari með liði sínu HBThorshavn og skoraði mörk- in tvö í úrslitaleiknum (2-1). Hann var einnig nokkrum sinn- um bikarmeistari með sama fé- lagi. Hann er enn liðtækur bad- mintonspilari, en hann varð landsmeistari í badminton 1966-1975 og jafnframt oft meistari í tvíliðaleik á sama tímabili. Hann var einnig Fær- eyjameistari í borðtennis nokkrum sinnum. Vigdís Finnbogadóttir for- seti veitti Poul Michelsen ridd- arakross Fálkaorðunnar árið 1991. Góð og öflug samskipti við Færeyjar er báðum þjóðum til góðs ef vel er á haldið} Íslandsvinur setur skó á hillu Á árunum 2013 til 2019 fjölgaði Suð- urnesjamönnum úr 21.560 íbúum í 27.730 eða um 6.524 íbúa. Þetta er 30% fjölgun en á sama tíma var meðalfjölgun á landinu öllu 12%. Áætlanir stjórnvalda miða jafnan við að íbúum fjölgi að meðaltali um 1% á ári. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum á milli áranna 2017 og 2018 var 7,4%. Á Suðurnesjum búa hlutfallslega fleiri á aldr- inum 21-45 ára en annars staðar á landinu og börn undir fimm ára aldri eru þar líka hlutfalls- lega fleiri. Hlutfall erlendra íbúa er um 23% en er 12,5% á höfuðborgarsvæðinu og 13,7% á landsbyggðunum. Lýðheilsuvísar Landlæknis sýna að hvergi á landinu er eins mikil þörf fyrir bætta heilbrigð- isþjónustu og á Suðurnesjum. Þetta eru tölulegar upplýsingar frá því í október í fyrra. Þær lágu allar fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var sam- þykkt. Þetta eru staðreyndir. Nú halda lesendur kannski að tekið hafi verið tillit til þessara þátta við ákvörðun fjárveitinga með fjárlögum. Að stjórnvöld hafi ekki aðeins horft á meðaltöl fyrir landið allt heldur metið aðstæður fyrir hvert landsvæði fyrir sig og mætt þörfum íbúa. En nei, svo er ekki. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) fær lægsta fram- lag á íbúa til heilsugæslu í fjárlögum 2020. Og líka í eldri fjárlögum, en þar skera í augun árin 2017-2019 þegar mesta fjölgunin varð. Álag hefur einnig aukist vegna fjölda far- þega sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þarfnast þjónustu HSS. Mikil fjölgun íbúa og ferðamanna um Leifs- stöð hefur ekki heldur orðið til þess að framlög til löggæslu aukist að sama skapi heldur þvert á móti hlutfallslega minna en á öðrum svæðum með minni umsvif. Framlög til almennrar lög- gæslu halda ekki í við íbúaþróun sem kemur niður á þjónustu við íbúa. Umferð um Reykjanesbrautina hefur nærri tvöfaldast á síðustu sex árum. Samt er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum svo heitið geti fyrr en á árunum 2025-2029. Og viðhaldi er ábótavant. Á dögunum skoraði stjórn Almannavarna á sveitarfélög og þingmenn svæðisins að krefjast þess strax að rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega og að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöð. Svo al- varleg er staðan orðin. Í Reykjanesbæ búa um 19.000 manns. At- vinnuleysi þar er nú rétt um 10% og fer vaxandi. Atvinnu- leysi á landinu öllu er 3,6%. Þörfin fyrir fjölbreytt náms- framboð og gott aðgengi að símenntun er knýjandi. Oft finnst Suðurnesjamönnum að stjórnvöld komi fram við þá eins og betlara sem biðja um ölmusu þegar þeir kalla eftir sjálfsagðri velferðarþjónustu. Í lok mars mun fjármálaráðherra mæla fyrir nýrri fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar. Geta ekki allir sem lesa þennan pistil, líka framsóknarmenn, vinstrigrænir og sjálf- stæðismenn, verið sammála um að mæta þurfi stöðu Suð- urnesja með afgerandi hætti í þeirri áætlun? oddnyh@althingi.is Oddný G. Harðardóttir Pistill Ölmusa eða sjálfsögð þjónusta Höfundur erþingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.