Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020
✝ Elsa Aðal-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. júlí 1943. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði 23.
febrúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Eyrún Guð-
mundsdóttir, f. 1.
september 1921, d.
8. feb. 2014, og
fósturfaðir Þórður Gestsson, f.
15. mars 1920, d. 1. des. 2002.
Hálfsystkini Elsu eru Guð-
mundur, f. 1947, Gestur, f. 1949,
Valgeir, f. 1950, Hrafnkell Bald-
ur, f. 1952, Elín, f. 1953, Gunnar
Már, f. 1957.
Elsa giftist 2. júlí 1966 Ingv-
ari Árnasyni, f. 27. nóv. 1947, d.
4. mars 2007, foreldrar hans
voru Árni Ingvarsson, f. 23. nóv.
1926, d. 24. des. 2012, og Gerða
Garðarsdóttir, f. 17. ágúst 1927,
d. 3. feb. 2017.
Synir Elsu og Ingvars eru
Árni, f. 26. maí 1966, kvæntur
Helenu Jensdóttur, f. 14. apríl
1963, börn þeirra eru: Arnar, f.
1987, Elsa Rún, f.
1991, sonur Árna
úr fyrra sambandi
er Ingvar, f. 1985.
Þórður, f. 11.
maí 1973, kvæntur
Önnu Maríu Bryde,
f. 7. janúar 1967,
sonur þeirra er Ás-
geir Bragi, f. 2005.
Barnabarnabörn
Elsu og Ingvars eru
Ísak Ingvarsson og
Alfreð Benedikt Ingvarsson.
Elsa ólst upp á Kálfhóli 2 á
Skeiðum. Fluttist ung til Hafn-
arfjarðar og bjó þar alla sína tíð.
Til margra ára vann hún við
fiskvinnslustörf. Síðar byggði
hún upp ásamt eiginmanni sín-
um veitingastaðin Kænuna við
höfnina í Hafnarfirði sem þau
áttu árum saman. Samhliða því
ráku þau smábátaútgerð. Síðar
rak hún Einarsbúð í Hafnarfirði
til nokkurra ára. Elsa tók virkan
þátt í starfi Vorboðans, félags
sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði.
Útför Elsu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 10. mars
2020, kl. 13.
Elsku Elsa frænka
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þá hefurðu kvatt okkur eftir
hetjulega baráttu við erfið veikindi
þín sem þú tókst á við með svo
miklu æðruleysi og alltaf stutt í
brosið hjá þér. Margar minningar
fara í gegnum hugann á kveðju-
stund, allt frá því í gamla daga
þegar þú bauðst upp á litla kók í
gleri og prins í Kænunni eða kaffi-
sopann í Lækjarberginu þar sem
farið var yfir þjóðfélagsmálin og
þú þreyttist ekki á að reyna að
sannfæra mig um ágæti Sjálfstæð-
isflokksins en þar vorum við ekki
alveg sammála.
Takk fyrir að grípa mig á mín-
um verstu stundum en ekki síður
að gleðjast með mér á góðu stund-
unum. Við munum minnast þín
með hlýju í hjartanu alla tíð, þín
Þorbjörg (Obba), Erna Hödd
og Þórður Atli.
Elsa vinkona okkar er látin. All-
ir sem voru svo lánsamir að þekkja
Elsu vita hversu einstaklega dríf-
andi og skemmtileg kona hún var.
Við kynntumst Elsu í enskunámi. Í
hópi okkar myndaðist einstakt
samband og þó svo að engar okkar
hafi þekkst við upphaf tímabilsins
vorum við orðnar perluvinir innan
skamms. Elsa var skörp og áhuga-
söm um lífið og tilveruna og hafði
margt til málanna að leggja. Og þó
svo að hún hefði ekki sama líkam-
lega þrek og við hinar lét hún ekki
sitt eftir liggja og lagði sitt lóð á
vogarskálina á ýmsa vegu. Málin
æxluðust þannig að okkur stóð til
boða að taka þátt í Evrópusam-
starfi sem snerist um að mynda
tengslanet kvenna víðs vegar að úr
Evrópu. Við undirbjuggum mót-
töku fjörutíu fulltrúa frá sex lönd-
um sem síðar leiddi til þess að við
lögðum land undir fót og tókum
þátt í kvennaráðstefnu í Istanbúl.
Þó svo að Elsa treysti sér ekki til
þess að ferðast með okkur tók hún
að fullu þátt í öllum undirbúningi,
opnaði hús sitt fyrir erlendu kon-
unum og bakaði sitt víðfræga rúg-
brauð ofan í mannskapinn. Hún
ferðaðist með okkur í anda til
Tyrklands og við heimkomu bauð
hún okkur „Guddunum“ í partí.
Ólm vildi hún fá að heyra ferðasög-
una frá okkur og það var að venju
kátt á hjalla í koti Elsu. Hún dillaði
af hlátri og úr augum hennar geisl-
aði glens og gleði er hún sá fyrir
sér uppákomur okkar vinkvenn-
anna. Elsa kunni svo sannarlega
að samgleðjast, láta gott af sér
leiða og leyfa fólki að njóta sín. Í
hvert sinn er einhver okkar kíkti
við hjá henni tók hún brosmild á
móti okkur full af áhuga á lífinu og
tilverunni en einna helst vildi hún
þó fá fréttir af hverri og einni af
okkur.
Við kveðjum vinkonu okkar og
sendum hugheilar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu hennar.
Áslaug Sigurðardóttir,
Birgitta Baldursdóttir,
Fanney Helgadóttir,
Guðlaug Helgadóttir, Helga
Guðjónsdóttir, Kolbrún Þóra
Björnsdóttir, Kristjana Ara-
dóttir, Málfríður Håkonson,
Valgerður Bjarnadóttir og
Erla Aradóttir.
Sorgin hún svíður og tærir
söknuður er í hjarta.
En ljósið í myrkrinu færir
ástkæra minningu bjarta.
(SÓI.)
Nú er hún Elsa vinkona mín
fallin frá. Mig langar að minnast
hennar í öfráum orðum. Þegar
mér var boðið að ganga í sjálf-
stæðiskvennafélagið Vorboða í
Hafnarfirði, þekkti ég enga konu í
stjórn félagsins nema Elínu Ósk
óperusöngkonu, sem bauð mér.
Síðan kynntist ég baráttukonum í
Vorboða og Elsa var ein þeirra.
Við urðum fljótt góðar vinkonur.
Ég á ekki nógu mörg orð til að
lýsa henni. Hún var ákveðin, rögg-
söm, heilsteypt, kjarkmikil,
kappsfull baráttukona, full af kær-
leika, visku og áræðni. Það var
henni mikið kappsmál, þegar Vor-
boði var með hinn árlega jólafund
að tjald því besta sem til var.
Happdrættið var hennar fag. Því
stjórnaði hún af eldmóði og
atorku, hringdi í mörg fyrirtæki
og safnaði happdrættisvinningum,
sem var pakkað inn faglega
skreyttum heima hjá henni í
Lækjarbergi í Hafnarfirði. Þá var
glatt á hjalla enda var Elsa mjög
glaðlynd. Á jólafundum Vorboða
var alltaf fullt út úr dyrum enda
vinningarnir 1. flokks. Þannig var
Elsa. Hollvinasamtök Sólvangs
var stofnað við eldhúsborð hennar
að Lækjarbergi. Þegar heilsu
Elsu fór hrakandi treysti hún mér,
gamalli hárgreiðslukonu, til að
klippa sig og blása á sér hárið. Þá
urðum við enn nánari og margar
voru gjafakörfurnar, sem ég þáði
frá henni rétt fyrir jólin, fullar af
góðgæti. Elsa hafði stálminni. Ég
sagði henni eitt sinn að hún væri
betri en google og tjáði hún mér
þá að henni hefði verið sagt að hún
hefði límheila og hló. Ég sakna
hetjunnar minnar hennar Elsu
sárt en er full af þakklæti fyrir að
hafa átt hana að vinkonu. Guð gefi
sonum hennar og fjölskyldum
þeirra styrk í sorginni, sem og öllu
venslafólki og vinum. Blessuð sé
minning Elsu Aðalsteinsdóttur.
Sigrún Ósk Ingadóttir
Vorboðakona.
Kær vinkona er nú farin í Sum-
arlandið eftir löng og erfið veik-
indi.
Elsu kynntist ég árið 2004 þeg-
ar ég tók við formensku í stjórn
Vorboða félags Sjálfstæðiskvenna
í Hafnarfirði, tókum við að okkur
ásamt fleiri góðum konum sem
komu í nýja stjórn að reyna að efla
starfið sem var að lognast útaf.
Fyrir lá mikil vinna en með góðu
samstarfi og myndarlegum jóla-
fundum með veglegum happ-
drættisvinningum sem Elsa átti
mestan heiður í að afla tókst að
efla stafið sem er vel. Á þessum
árum stóð Vorboði ævinlega fyrir
kosningakaffinu með glæsi-
brag,því fylgir mikil vinna sem
Vorboðakonur töldu ekki eftir sér.
Við Elsa urðum góðar vinkonur
frá fyrsta degi. Þegar heilsu Elsu
fór að hraka og hún átti ekki heim-
angengt vegna heilsubrestsins
fórum við með fundina heim til
hennar í Lækjarbergið kölluðum
við það Sjálfstæðishúsið í Set-
bergi. Hittumst hálfsmánaðarlega
heima hjá henni um langan tíma
og var ævinlega glatt á hjalla.
Þangað leituðu líka fyrir kosning-
ar sjálfstæðisfólk í framboði til að
afla atkvæða. Mér finnst ég rík að
hafa átt Elsu að vinkonu,hún var
dugleg og fylgin sér í öllu sem hún
tók að sér. Blessuð sé minning
hennar.
Votta ég fjölskyldu hennar mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Elísabet Valgeirsdóttir
(Beta).
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast hennar Elsu, sem
fallin er nú frá. Ég er búin að vera
vinkona hans Dodda frá því við
vorum í 6 ára bekk, og reddaði
hann vinkonu sinni vinnu í Kæn-
unni hjá foreldrum sínum Elsu og
Ingvari. Vann ég þar á sumrin og
stundum um helgar og voru það
frábærir tímar. Elsa kenndi mér
ansi margt sem ég bý enn að í dag,
gera snittur og besta djúpsteikta
fiskinn og alltaf þegar ég sýð egg
þá hugsa ég til hennar, því hún
sagði alltaf að hella eggjunum í
vaskinn og setja pottinn í vaskinn,
láta renna kalt vatn og slá eggj-
unum svo í kantinn á pottinum og
þá mundi skurnin brotna, svona
geri ég þetta alltaf í dag og fólk
spyr mig oft af hverju gerir þú
þetta svona? Af því að hún Elsa
kenndi mér að gera þetta svona
þegar ég var að vinna hjá henni í
Kænunni.
Elsa var yndisleg kona og átt-
um við alltaf gott samband, ég var
svo glöð á kíkja á þig í janúar og
við ræddum málin, alltaf svo gam-
an að spjalla við þig.
Elsa var ansi dugleg kona og
dáðist ég alltaf að henni.
Elsku Elsa, ég vil bara þakka
þér fyrir allt sem þú hefur kennt
mér og allar samverustundirnar
okkar.
Elsku Doddi, Árni og fjölskyld-
ur, innilegar samúðarkveðjur og
megi guð vera með ykkur.
Kveðja,
Rósa Sigurjónsdóttir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að tengjast Elsu fjölskyldu-
böndum í gegnum systur mína en
það urðu nú aldeilis aðeins meiri
tengsl á milli okkar en það! Við
nefnilega höfðum alveg nákvæm-
lega eins skoðanir á pólitík og
starfi flokksins okkar, og ekkert
gladdi Elsu meira en að koma mér
á kaf í starf fyrir flokkinn og fram-
boð. Við eyddum ófáum dögum við
eldhúsborðið í Lækjarberginu og í
símtöl að diskútera hin ýmsu mál
og menn, framboðsplott og hvern-
ig hægt væri að vinna best að mál-
um. Elsa var hafsjór af fróðleik,
þekkti alla, óþreytandi að safna í
framboðssjóði fyrir flokkinn okkar
og jafningi allra. Elsa var ein sú
allra hreinskilnasta og heiðarleg-
asta manneskja sem ég hef kynnst
um ævina en jafnframt sú sem ég
treysti allra mest af þeirri einföldu
ástæðu að hún hefði aldrei sykur-
húðað hlutina og alltaf sagt mér
sannleikann sama hversu erfiður
hann var. Við áttum einstakt sam-
band í þeim skilningi að aldrei gat
fólk eða pólitík komið upp á milli
okkar og við alltaf rætt alla hluti
eins hreinskilið og okkur var lagið.
Elsa var listakokkur og átti sín-
ar leyniuppskriftir sem hún hafði
þróað og voru ómissandi á veislu-
borð fjölskyldunnar, það voru nú
ekki margir sem fengu þær upp-
skriftir en ég var nú svo heppin að
fá nokkrar þeirra enda hafði þessi
elska endalausa trú á mér í elda-
mennsku. Ég held að fyrir utan
kosningar hafi uppáhaldstími Elsu
verið gamlárskvöld og sprengju-
lætin sem því fylgdu, það var ynd-
islegt að fá Elsu til okkar undan-
farin ár á gamlárskvöld og
auðvitað tók hún ekki í mál að
mæta nema vera búin að laga sinn
margrómaða frómas með hind-
berjasósu og heimalagaðan ís
handa okkur í eftirrétt, hún gat
horft yfir nánast allt höfuðborgar-
svæðið út um gluggana hér og not-
ið flugeldanna inni í hlýjunni. Það
var mín mesta gæfa að fá að vera
samferðakona Elsu og endalaust
dýrmætt að fá að læra af henni.
Elsku fjölskylda, ykkur votta ég
mína dýpstu samúð.
Unnur Lára Bryde.
Við fráfall heiðurskonunnar
Elsu Aðalsteinsdóttur er okkur
Sjálfstæðisfólki í Hafnarfirði efst í
huga þakklæti og eftirsjá. Þakk-
læti fyrir óeigingjarnt og fórnfúst
starf í þágu flokksins og þakklæti
fyrir vináttuna, traustið og trúna
sem hún hafði ætíð á stefnu hans
og hugsjónum. Eftirsjá að eldmóð-
inum sem hún bjó yfir og skoðun-
um hennar og áliti sem hún jafnan
var óspör á að láta í ljósi. Elsa
hafði yfirleitt mjög ákveðnar skoð-
anir á pólitíkinni, mönnum og mál-
efnum. Það var gæfa Sjálfstæðis-
flokksins að fá svo öfluga
baráttukonu til liðs við sig fyrir um
30 árum og fá að njóta krafta
hennar, ekki síst í Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Vorboða þar sem
hún var í stjórn í mörg ár. Þar
lagði hún drjúga hönd á plóg og
naut hún sín allra mest og best
þegar prófkjör eða kosningar voru
í nánd og í mörg horn að líta. Hún
var mikil Vorboðakona og brann
fyrir félagið. Í viðtali við Hamar,
blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnar-
firði, árið 2014 rifjaði hún upp
fyrstu skref sín hjá Vorboða: „Og
þótt við hefðum á einhverjum
tímapunkti sagt að Vorboði væri
ekki bara svuntufélag, þá þýðir
það ekki það að við settum ekki
upp svuntur, heldur vildum við
svuntur á karlmennina líka enda
stór liður í kosningabaráttu að
bjóða upp á kaffi.“
Það var alltaf gaman og gefandi
að kryfja málin með Elsu sem ætíð
hafði sterkar skoðanir á hlutunum
og var svo trú lífsgildum og stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Því var enda
engin tilviljun að um árabil hélt
hópur Vorboðakvenna úti „Elsu-
kaffi“ þar sem komið var saman á
heimili hennar og hápólitísk mál
rædd í þaula og nýjar hugmyndir
urðu til.
Elsu verður sárt saknað af okk-
ur Sjálfstæðismönnum sem kynnt-
umst henni. Missir fjölskyldunnar
er mestur og sendum við þeim öll-
um okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Falleg minning um góða og
skemmtilega konu mun lifa.
F.h. Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði,
Rósa Guðbjartsdóttir.
Kær vinkona er fallin frá. Elsu
kynntist ég árið 2007 í gamla Sjálf-
stæðishúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði þar sem hún fundaði
ásamt vinkonum sínum í Vorboða,
félagi sjálfstæðiskvenna og ég var
að undirbúa símaver fyrir kosning-
ar. Þær höfðu sterkt aðdráttarafl
og svo fór að stuttu síðar skráði ég
mig í félagið og kynntist betur
þessum frábæru konum og með
tímanum enn þá fleiri Vorboða-
konum. Í hönd fór ákaflega
skemmtilegur og lærdómsríkur
tími, kosningabarátta framundan
og ekki hægt annað en að hrífast
með þeim baráttuanda sem ein-
kenndi starfið.
Við fórum í gegnum nokkrar
kosningar saman og það leyndi sér
ekki að þá lék Elsa á alsoddi, hún
elskaði að starfa fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, tala fyrir málefnunum
og afla flokknum fylgis. Hún var
vel inni í málefnum bæjarfélagsins
sem og landsmálunum og vegna
víðtækrar þátttöku hennar í at-
vinnulífinu, þá hafði hún skilning
og skoðanir á því sem og fólki í
margvíslegum aðstæðum.
Þegar minnst er á kvenfélög al-
mennt er kökubakstur og handa-
vinna það fyrsta sem fólki dettur í
hug, þ.e. fólki sem fyrir utan þau
félög stendur. Vorboði, félag sjálf-
stæðiskvenna í Hafnarfirði, er 83
ára gamalt félag og unnu fé-
lagskonur ötullega að því að styðja
við flokksstarfið með ýmsum hætti
en starfið hefur breyst í tímans rás
eins og vera ber. Félagskonur láta
að sér kveða á pólitískum vett-
vangi og meðal þeirra eru einnig
konur sem vilja kjarngóða póli-
tíska fundi þótt þær starfi ekki í
framvarðarsveitinni. Sú var ein-
mitt ástæða þess að nokkrar Vor-
boðakonur ákváðu að hittast, í
þeim tilgangi að ræða pólitíkina en
einnig til að styrkja gott vinasam-
band og Elsa opnaði sitt glæsilega
heimili þar sem við komum saman
yfir kaffibollum og góðgæti. Þessir
fundir fengu einfaldlega nafnið
Elsukaffi og voru ákaflega líflegir
og skemmtilegir og alltaf tilhlökk-
unarefni.
Elsa var ákaflega sterkur per-
sónuleiki, með sterkar skoðanir
sem hún gat ávallt rökstutt, trygg-
lynd og góð vinkona sem elskaði
fjölskyldu sína, sem hún var mjög
stolt af. Hún elskaði ljóðlist og átti
í handraðanum frumsamin ljóð og
ferskeytlur sem urðu til við hug-
leiðingar hennar um tíðarandann
og málefni sem efst voru á baugi.
Einkennandi var leiftrandi lífs-
gleði hennar og húmor sem smit-
aði út frá sér. Hún vann þrekvirki
þegar kom að öflun vinninga fyrir
jólafund Vorboða sem var fjár-
hagsleg undirstaða félagsins. En
þegar kom að kosningum og próf-
kjörum var Elsa í essinu sínu,
vinningaöflun var létt æfing miðað
við þann eldmóð sem við tók, með
símann í hendi og lista fyrir fram-
an sig. Að hafa stuðning Elsu vissi
á gott því hún lét ekkert tækifæri
ónotað til að koma sínu fólki og sín-
um flokki að og að því vann hún af
mikilli sannfæringu og festu.
Elsa verður áfram í huga mín-
um og minningarnar lifa, ég er
þakklát fyrir yndislega vináttu
Elsu og tryggð og bið henni bless-
unar í eilífðinni. Guð styrki fjöl-
skyldu og ástvini sem syrgja og
sakna.
Halldóra Björk Jónsdóttir.
„Nú kemur þú í kaffi! Það er eitt
og annað sem við þurfum að fara
yfir.“ Mér varð strax ljóst að hin-
um megin á línunni var Elsa. Hin
eina sanna. Og þegar hún hringdi
var best að mæta í kaffi. Ekki
vegna þess að það var einhver
skylda, öðru nær. Miklu heldur
voru þessar stundir fyrirheit um
kraumandi kaffispjall þar sem
pólitíkin og helstu samfélagsmál
voru krufin. Þar voru hugsjónir
yddaðar og lítil tæpitunga töluð.
Allt eins og það átti að vera.
Elsu Aðalsteinsdóttur kynntist
ég þegar ég hóf að vinna með Sjálf-
stæðisflokknum í Hafnarfirði árið
1991. Það vissu allir af Elsu sem
störfuðu í flokknum. Hún var
vinnuþjarkur mikill, fylgdist vel
með flokksstarfinu og lá ekki á
skoðunum sínum, blessunarlega.
Þegar ég bauð mig fram í prófkjör-
inu árið 1998 fyrir flokkinn í hinu
gamla Reykjaneskjördæmi var
Elsa dyggur bakhjarl. Það var eins
og hún þekkti alla í bænum og vel
það. Fyrir mig, nýliðann, var það
ómetanlegt í þeirri hörðu prófkjör-
sbaráttu sem átti sér stað. Hún
bæði hvatti mig áfram og gaf mér
góð ráð sem ég enn þann dag í dag
nýt góðs af.
Jólafundur Vorboða, kvenfélags
Sjálfstæðisflokksins í bænum var
alltaf hátíðlegur og skemmtilegur.
Happdrættið til styrktar ýmsum
góðgerðarmálum var glæsilegt en
Elsa bar iðulega hitann og þung-
ann af því að safna vinningum. Það
sögðu fáir nei við Elsu okkar enda
sannfæringarkrafturinn mikill,
ekki síst þegar styrkja átti mik-
ilvæg málefni.
Þegar ég heimsótti Elsu nú um
jólin á Sólvang var þessi kraftur
enn til staðar. Hún hafði komist á
snoðir um að það þurfti samloku-
járn og fleira í eldhúsin á Sólvangi
fyrir fólkið. Og auðvitað gekk Elsa
einfaldlega í það verk. Þrátt fyrir
að vera rúmliggjandi. Elsa var
ekki að tvínóna við hlutina, hún fór
í málin og hringdi í þau fyrirtæki
sem hún vissi að tækju bón hennar
vel. Fyrr en varði var allt komið á
sinn stað.
Þessi eldmóður Elsu skein
skært þegar barist var fyrir
stækkun Sólvangs. Hollvinasam-
tökin voru beinlínis stofnuð á sín-
um tíma heima við eldhúsborðið
hjá Elsu í Lækjarberginu þegar
nokkrar konur komu saman til að
stilla saman strengi. Það voru
ákveðin forréttindi að fylgjast með
henni vera í hringiðunni við að ýta
málinu áfram. Þótt kerfið væri bú-
ið að ákveða aðrar leiðir var ekkert
slegið af. Það hvarflaði ekki að
Elsu eða öðrum dyggum hollvin-
um Sólvangs. Í dag eigum við
Hafnfirðingar stærri og glæsilegri
Sólvang, ekki síst vegna baráttu
Elsu og annarra sterkra og hug-
sjónarríkra hafnfirskra kvenna.
Þrátt fyrir að leiðir okkar Elsu í
íslenskri flokkapólitík hafi skilið þá
hélt hún mér áfram við efnið.
Hreinskiptin og einlæg eins og
sönnum vinkonum sæmir. Kaffi-
bollarnir, símtölin og samtölin
héldu áfram. Nærandi, gefandi,
leiftrandi. Fyrir þennan tíma og
stundir með Elsu verð ég ávallt
þakklát.
Fjölskyldu hennar sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi hið eilífa ljós lýsa Elsu
Aðalsteinsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Elsa
Aðalsteinsdóttir
Ástkær eiginmaður og faðir okkar,
ÁGÚST S. ÁGÚSTSSON,
Mosarima 2, Reykjavík,
lést mánudaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 12. mars klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Sigríður Einarsdóttir
Sigurður Rafn Ágússson Einar Örn Ágústsson
Friðgeir Rúnar Ágústsson