Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kristófer Oliversson, eigandi Cent- er-hótela og formaður FHG - Fyr- irtækja í hótel- og gistiþjónustu, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að í ljósi alvarlegrar sviðsmyndar sem blasi við í íslenskri ferðaþjónustu, vegna Kórónuveirunnar, sé rétti tíminn nú til að afnema gistinátt- askattinn, sem lagður var á hót- elin í landinu 1. janúar 2012 og síðan þrefaldaður á árinu 2017. Innan bíla- leigugeirans er einnig rætt um aðkomu yfir- valda, en viðmæl- endur Morgunblaðsins vilja að inn- leiddur verði á ný afsláttur af vörugjöldum bílaleigubíla, sem af- numinn var um áramótin 2017 – 2018. Spurður nánar um viðbrögð yfir- valda til að sporna við ástandinu sem skapast hefur segir Kristófer að ásamt lækkun gistináttaskattsins sé nauðsynlegt að fara í markaðssókn til að kynna landið fyrir ferðamönn- um, sem öruggan áfangastað. „Gisti- náttaskatturinn er búinn að gera okkur mikinn óleik. Þetta er auka tryggingagjald sem lagt var á hót- elin eingöngu í þessu undarlega ástandi sem skapaðist eftir hrun þegar hótelunum gekk sæmilega í 2 – 3 ár. Nú viljum við að menn nýti tækifærið við gerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til þess að afnema gistináttskattinn,“ segir Kristófer. Airbnb veldur tjóni Þriðja atriðið sem Kristófer nefnir er AirBNB heimagistingin, sem valdi bæði tjóni fyrir hótelin í land- inu, og á markaðnum almennt. „Eins og bent var á í útvarpsþættinum Sprengisandi s.l. sunnudag þá hefur AirBNB útleiga haft þau áhrif að húsaleiga hækkar upp úr öllu valdi og fólk á lægstu laununum, sem er á leigumarkaði, býr við það að leigan hækkar og hækkar og étur upp allar launahækkanir. Við hótelmenn höf- um hamrað á því í mörg ár að þessi atvinnurekstur í íbúðahverfum er af- ar ósanngjarn og skekkir rekstrar- umhverfi hótelanna. Það eru fleiri herbergi í boði á Air BNB en á hót- elmarkaði og AirBNB-rekstur er undanþegin gistináttaskatti, virðis- aukaskatti, öllum leyfum og með 90% afslátt af fasteignaskatti miðað við hótelin.“ Af samtölum Morgunblaðsins við aðila á markaðnum má greina að uppsagnir séu yfirvofandi í hótel – og veitingageiranum. Kristófer er ómyrkur í máli er hann er spurður út í það atriði. Hann segir að aðilar í greininni hafi miklar áhyggjur. Sal- an sé að detta niður á mesta sölutíma ársins á sama tíma og lífskjarasamn- ingarnir komi til framkvæmda af fullum krafti um næstu mánaðamót. Þá hækki taxtar bæði VR og Efling- ar um ca. 8%. Kristófer segir að reikningsdæmið sé ekki flókið þegar kostnaður hækki, en tekjur dragist saman á sama tíma. „Það þarf enga snillinga til að reikna þetta dæmi til enda. Okkar stærstu kostnaðarliðir eru laun.“ Kristófer kallar eftir því að stjórn- völd taki afgerandi forustu í málefn- um greinarinnar, eins og ítrekað hef- ur verið kallað eftir m.a. í Morgunblaðinu undanfarna daga. „Það er mikið ákall frá okkur í hót- elgeiranum að stjórnvöld fari að sýna forystu, taki stjórnina með af- gerandi hætti og komi á heilbrigðu rekstrarumhverfi í hótelgeiranum.“ Sala bílaleigubíla gengur hægt Þeir aðilar á bílaleigumarkaði sem Morgunblaðið ræddi við bentu meðal annars á að bíleigur gætu gripið til þess ráðs að selja frá sér bíla en hót- elin gætu ekki selt frá sér herbergin. Salan gengi þó erfiðar núna vegna verkfallsaðgerða undanfarið, en öll óvissan sem fylgdi slíkum aðgerðum og umræðu yrði til þess að fólk héldi að sér höndum við stórar kaup- ákvarðanir. Einn af viðmælendum blaðsins sagði að sala bílaleigubíla væri núna fjórum sinnum minni en í janúar. Mikið hefur verið um afbókanir frá ferðamönnum sem koma frá Asíu, og til dæmis hefur dregið úr komu taív- anskra ferðamanna, sem litið er á sem verðmætustu viðskiptavini bíla- leiganna. Þeir dvelji lengur en aðrir, leigi dýrari bíla og kaupi meira af tryggingum en aðrir. Almennt er talið að þær bílaleigur sem eigi mikil viðskipti við asíska ferðamenn verði harðar úti en aðrar, nú þegar kórónuveiran geisar. Viðmælandi blaðsins benti á að ferðamenn sem kæmu hingað með hópum og ættu pöntuð rútuferðalög leigðu sér í staðinn bílaleigubíla til að forðast margmenni í rútunum til að komast hjá smiti. Varðandi mögulegar uppsagnir í bílaleigugeiranum sögðu menn að það gæti verið snúið að segja upp fólki á þessum tímapunkti. Fólk væri með þriggja mánaða uppsagnarfrest og ekki mætti missa starfsfólk yfir háönnina í sumar þó að ástandið væri slæmt í augnablikinu. Kórónuveiran hefur einnig áhrif á bílakaup bílaleiganna, en þær halda að sér höndum í pöntunum á nýjum bílum. Leiða má líkur að því að hundruð bíla sem annars væru pant- aðir hjá íslenskum bílaumboðum séu nú ekki pantaðar vegna veirunnar. Eins og viðmælandi Morgunblaðs- ins benti á var afsláttur af vörugjöld- um til bílaleiga, sem afnuminn var áramótin 2017-2018, ein helsta ástæða þess hve bílaleigum fjölgaði hratt hér á landi eftir hrun. Stór hluti hagnaðar bílaleiganna hefði komið til vegna þessarar með- gjafar frá yfirvöldum, en hægt var að selja bíl með hagnaði eftir að hafa átt hann í 15 mánuði. Afslátturinn hefði numið 250 þúsund krónum auk virð- isaukaskatts. Eins og kom fram á ferðaráð- stefnu í haust er talið að ef hægt væri að lengja dvöl allra ferðamanna á landinu um einn dag þýddi það 110 milljarða tekjuauka, miðað við tvær milljónir ferðamanna. Það gæti rétt- lætt afslátt vörugjalda á ný, til að liðka fyrir lengri veru ferðamanna hér á landi. Kalla eftir aðgerðum Morgunblaðið/Eggert Túrismi Ferðamönnum frá Asíu hefur fækkað vegna kórónuveirunnar.  Hótelin vilja gistináttaskattinn burt  Bílaleigurnar vilja aftur afslátt af vörugjöldum  Stefnir í uppsagnir starfsfólks á hótelum um næstu mánaðamót Gjöld » Gistináttaskattur er sér- stakur skattur sem lagður er á sölu gistingar. Skatturinn var tekinn upp 1. janúar 2012 og eru lagðar 300 krónur á hverja selda gistináttaeiningu. » Bílaleigubíla var hægt að kaupa með afslætti til 2018. Kristófer Oliversson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is 10. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.02 126.62 126.32 Sterlingspund 163.76 164.56 164.16 Kanadadalur 93.93 94.49 94.21 Dönsk króna 19.063 19.175 19.119 Norsk króna 13.603 13.683 13.643 Sænsk króna 13.418 13.496 13.457 Svissn. franki 134.32 135.08 134.7 Japanskt jen 1.1971 1.2041 1.2006 SDR 175.23 176.27 175.75 Evra 142.4 143.2 142.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.6329 Hrávöruverð Gull 1687.0 ($/únsa) Ál 1686.5 ($/tonn) LME Hráolía 50.25 ($/fatið) Brent Ákveðið hefur verið að fækka í framkvæmda- stjórn Marels úr tólf niður í níu, en samhliða breyt- ingunum taka tvær nýjar konur sæti í fram- kvæmdastjórn- inni. Árni Oddur Þórðarson, for- stjóri Marels, segir að markmið breytinganna sé að styðja við vaxt- armarkmið félagsins með einfaldara og skilvirkara skipulagi. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðn- aðar Marels. Anna Kristín Pálsdóttir hefur ver- ið skipuð framkvæmdastjóri ný- sköpunar og þróunar. Breytir skipulagi Árni Oddur Þórðarson  Marel fækkar framkvæmdastjórum Gengi hlutabréfa í sádi-arabíska ríkisolíufélaginu Aramco hafa lækkað um 15,6% miðað við gengi þeirra þeg- ar félagið var fyrst skráð á markað í desember. Þá var heildarverðmæti bréfanna um 1.700 milljarðar banda- ríkjadala, að því er fram kemur í um- fjöllun Reuters um málið. Jafngildir það því að verðmæti fyrirtækisins hafi staðið í 216,6 þúsund milljörðum íslenskra króna. Nemur því virð- islækkun þess á markaði frá skrán- ingardegi um 34 þúsund milljörðum íslenskra króna. Verð hráolíu á heimsmarkaði hefur lækkað mikið að undanförnu auk þess sem olíuverð í Bandaríkjunum hefur fallið um 34% síðustu sólar- hringa. Eru viðbrögð á olíu- mörkuðum rakin til tveggja megin- þátta. Í fyrsta lagi minni eftirspurnar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og í öðru lagi hefur Aramco boðað verð- stríð á mörkuðum og boðað aukna framleiðslu í sínum ranni. Stuðla að verðhruni Ákvörðun Aramco um fram- leiðsluaukningu kemur eftir að Rúss- ar höfnuðu því að taka þátt í aðgerð- um OPEC til þess að skapa stöðugra olíuverð á mörkuðum með því að draga úr framleiðslu. Reuters hefur eftir Akber Khan, yfirmanni eignastýringar hjá Al Ra- yan Investment, að viðbrögð Sáda séu endurtekning á sambærilegum viðbrögðum árið 2014. Telur hann að- gerðir Aramco nú stuðla að verðhruni í þeim tilgangi að skapa erfiðari stöðu fyrir framleiðendur sem búa við hærri framleiðslukostnað en Aramco. gso@mbl.is 33 þúsund milljarðar þurrkast út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.