Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Leikhópurinn Reykjavík Ensemble frumsýnir sýninguna Ísland pólerað eða Polishing Iceland í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.30. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Pálína Jónsdóttir, sem einnig samdi leikgerðina, en verkið byggist á sjálfs- ævisögulegu smá- sagnasafni pólska rithöfundarins Ewu Marcinek sem nefnist A Key is a Knife. Ís- lensk-kanadíska sviðslistakonan Angela Rawlings er dramatúrgur og sýningarstjóri sýningarinnar. Tónlist og hljóðhönn- un er í höndum Önnu Halldórsdóttur og um lýsingu sér Juliette Louste. Aðspurð segist Pálína hafa stofnað leikhópinn í haust í framhaldi af sam- talinu sínu við Ewu. „Ég deildi með henni draumi mínum um að stofna á Íslandi alþjóðlegan leikhóp þar sem íslenskir og erlendir listamenn gætu unnið saman,“ segir Pálína og bendir á að fá tækifæri séu fyrir Íslendinga í leikhúsunum þegar þeir snúa aftur heim að námi loknu erlendis. Sjálf bjó Pálína í New York um nokkurra ára skeið þar sem hún nam leikstjórn og starfaði í framhaldinu við leikstjórn. Fjöldi orðaleikja í textanum „Ég tók eftir því þegar ég kom til baka frá New York eftir margra ára veru að landslagið hér var orðið allt öðruvísi. Mér birtist nýtt Ísland fullt af erlendu fólki,“ segir Pálína og bendir á að sjöundi hver einstakling- ur hérlendis er af erlendu bergi brot- inn. „Ég hef verið töluvert hugsi yfir því hvers vegna aukin fjölmenning hérlendis endurspeglist ekki betur á leiksviðinu. Í samtalinu við Ewu sagði ég henni að mig langaði til að bæta úr þessu og hún greip boltann á lofti, enda hafði hún trú á þessari hug- mynd. Í ljós hefur komið, eins og mig grunaði, að mjög margt listafólk á sér engan starfsvettvang innan leiklistar- senunnar.“ Að sögn Pálínu hélt hún opnar prufur til að finna réttu leikarana fyr- ir uppfærsluna. „Ég var að vonast til þess að geta ráðið leikara frá þremur ólíkum löndum, sem tókst. Svo er líka alltaf gaman að uppgötva nýtt hæfi- leikafólk. Aðalhlutverkið er í höndum Magdalenu Tworek frá Póllandi sem lék í Opening Ceremony, leikhúskítlu Reykjavík Ensemble sem sýnd var einu sinni í Tjarnarbíói fyrir síðustu jól. Hún hefur verið búsett hér á landi síðustu átta ár. Önnur hlutverk eru leikin af Íslendingnum Pétri Óskari Sigurðssyni, sem er þekktur fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni Ófærð og kvikmyndunum Grimmd og Andið eðlilega, og danska gjörningalista- manninum Michael Richardt sem fæddist í Danmörku, en á rætur að rekja til Nígeríu,“ segir Pálína og bendir á að sýningin verði fyrst og fremst leikin á ensku og pólsku. „Ég geri líkamsleikhús sem er mjög sjón- rænt og segir söguna út frá líkams- málinu, ekki síður en tungumálinu – sem er auðvitað tónlist í sjálfu sér. Mér finnst líkamsleikhúsið bjóða upp á meira skapandi frásagnaraðferð,“ segir Pálína og bendir á að þó að áhorfendur skilji ekki öll orðin fái þeir nægilega sterk hugboð um merkinguna út frá samhenginu. „Sýningin er hugsuð fyrir alla, ekki síst fyrir áhorfendur sem eru af er- lendu bergi brotnir. „Við erum að búa til leikhús fyrir þá sem eru með rætur í öðrum tungumálum en bara ís- lensku. Það er ein frumforsenda þess að Reykjavík Ensemble var búið til sem leikfélag. Þetta er aðgengileg sýning og svokallað „tótal teater“ ef ég má svo að orði komast. Þetta er sambræðingur texta, hreyfinga og tónlistar.“ Spurð hvernig beri að skilja titil sýningarinnar segir Pálína um orða- leik að ræða sem vísi í samblöndun tveggja menningaheima. „Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi,“ segir Pálína og bendir á að margir Pólverjar byrji á gólfinu og bókstaflega póleri gólf áður en þeir geti farið að feta sig upp stigann í samfélaginu. „Texti Ewu er uppfullur af orðaleikjum, en helst í hendur við að aðalpersóna verksins er að taka nýja tungu,“ segir Pálína og bendir á að um sé að ræða mjög persónulega sögu. „En ég vil gera leikhús út frá per- sónulegum forsendum. Efnið er nær- tækt en hefur víða skírskotun í að- stæður mjög margra. Sagan fjallar um pólskan innflytjanda sem verður fyrir áfalli í heimalandi sínu og ákveður í framhaldinu að fara til Íslands – fyrirheitna landsins – og freista gæfunnar. Verkið fjallar um viðleitni hennar til að samlagast nýju samfélagi og verða hluti af því. Þræð- ir verksins eru margir. Fjallað er um fólksflutninga, kynbundið ofbeldi, fordóma og menningaráfallið sem felst í því að flytjast úr einum menn- ingarheimi yfir í annan, innflytjendur og máltöku þeirra,“ segir Pálína og nefnir sem dæmi að orðið „poki“ hafi gjörólíka merkingu á Íslandi og Pól- landi. „Á pólsku merkir orðið „poki“ sýndu mér og ,,viltu poka“ þýðir viltu sýna mér hver þú ert,“ segir Pálína og tekur fram að Ewa leiki sér þannig með líkindin og ólíkindin milli íslensku og pólsku. Spurð hvernig gangi að fjármagna starfsemi sjálfstæðs leikhóps á borð við Reykjavík Ensemble segir Pálína það hafa veitt hópnum meðbyr þegar Reykjavíkurborg ákvað í byrjun árs að styrkja leikhópinn. „Og heiðra okkur með nafnbótinni Listhópur Reykjavíkur 2020. Það gerði okkur kleift að halda okkar áætlun eins og við höfðum sett hana upp og kynnt,“ segir Pálína og tekur fram að ýmis spennandi verkefni séu fram undan hjá hópnum. Verk í vinnslu á Listahátíð „Í vor verðum við með leiklestur á tiltölulega nýju amerísku leikriti sem nefnist Plano og er eftir Will Arbery. Síðan erum við með verk í vinnslu sem verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík,“ segir Pálína og tekur fram að það verði sýnt í klúbbi hátíð- arinnar sem haldinn er í Iðnó. „Þetta verk er til heiðurs og minningar um Tadeusz Kantor, sem var einn helsti leiklistarfrömuður og meistari Pól- verja á 20. öldinni. Verkið nefnist Ég kem alltaf aftur sem er svar við sein- ustu sýningu hans sem sýnd var á Listahátíð í Reykjavík árið 1990 og hét Ég kem aldrei aftur,“ segir Pálína sem leikstýrir verkinu og vinnur það að mestu með pólskum listamönnum. Í bígerð er svo leikgerðarsmíð úr smásagnasafni Mazen Maarouf, Brandarar handa byssumönnum. „Ég hef verið að vinna með alþjóð- legum listamönnum í mörg ár og langaði að halda því áfram þó að ég væri flutt aftur heim til Íslands. Ég vel að starfa hér á landi því mér finnst verk að vinna hér. Mér finnst spenn- andi að vinna í því fjölmenningar- og fjölþjóðsamfélagi sem hér er að þróast. Reykjavík Ensemble slær nýjan tón og það á vel við mig því ég er nýjungagjörn,“ segir Pálína og tek- ur fram að eitt af markmiðum leik- hópsins sé að leyfa röddum nýrra Íslendinga sem eru af erlendu bergi að heyrast hérlendis. „Þess vegna var mjög nærtækt að velja verk eftir sam- starfskonu mína sem var síður en svo að ota þessum texta að mér, enda af- skaplega hógvær eins og flestir Pól- verjar,“ segir Pálína að lokum. Næstu sýningar á Ísland pólerað verða 15. og 25. mars. Miðar fást á tix.is. Ljósmynd/Patrik Ontkovic Tríó Michael Richardt, Magdalena Tworek frá Póllandi og Pétur Óskar Sigurðsson í hlutverkum sínum. Sjónrænt líkamsleikhús  Reykjavík Ensemble frumsýnir Ísland pólerað í Tjarnarbíói annað kvöld  Pálínu Jónsdóttur leik- stjóra langaði að halda áfram að vinna með alþjóðlegum listamönnum eftir nám og störf erlendis Pálína Jónsdóttir „Píanóleikarinn minn, McCoy Tyner, heldur utan um hljómana og það gerir mér kleift að gleyma þeim. Það er því hann sem færir mér vængina svo ég get lyft mér af og til upp af jörðinni,“ sagði hinn áhrifa- mikli saxófónleikari og hljómsveit- arstjóri John Coltrane í viðtali árið 1961, um hinn rúmlega tvítuga og snjalla píanóleikara sinn, McCoy Ty- ner. Píanistinn varð sannkallaður hornsteinn í hinum rómaða kvartetti Coltrane sem blómstraði á sjöunda áratugnum, með trommuleik- aranum Elvin Jones og bassaleik- aranum Jimmy Garrison. Seinna átti Tyner blómlegan feril, sem spuna- meistari og hljómsveitarstjóri. Hann lést fyrir helgi, 81 árs að aldri. Gagnrýnendur minnast McCoy Tyner sem eins allra áhrifamesta pí- anóleikara djasssögu síðustu sextíu ára. Leikur hans var hófstilltur en þó tilbrigðaríkur og taktfastur, eins og glögglega má heyra í hljóðrit- unum Coltrane-kvartettsins. Eins og bent er á í The New York Times lifn- ar píanóleikur Tyners jafnt í huga djassgeggjara og blástur Coltranes sjálfs þegar hugsað er til meist- araverka eins og „My Favorite Things“ og „A Love Supreme“. Tyner ólst upp í Fíladelfíu og vakti leikur hans snemma athygli; hann var orðinn atvinnumaður í hljómsveitum 16 ára gamall. Rúm- lega tvítugur hóf hann að leika með Coltrane og lék á plötunum sem Atl- antic Records gaf út, My Favorite Things, Coltrane Jazz, Coltrane’s Sound og Coltrane Plays the Blues. Þekktasta tímabil kvartetts Coltr- ane er hins vegar 1962-67 en þá komu út á vegum Impulse- útgáfunnar plöturnar A Love Supreme, Crescent, Coltrane Live at Birdland, Ballads og Impressions, og fer Tyner á kostum á öllum. Maðurinn sem hjálpaði Coltrane við að fljúga  Djasspíanistinn McCoy Tyner allur AFP Djassmeistari McCoy Tyner leikur á tónleikum í Skopje árið 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.