Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Úthlutanir fjármuna til uppbygg- ingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferða- mannastöðum voru kynntar í gær. Samtals er nú úthlutað rúmum 1,5 milljörðum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu grein fyrir úthlutuninni á blaðamannafundi í Norræna húsinu. Frá síðustu úhlutun hafa fjár- munirnir nýst til ýmissa verka. Þar má nefna áframhaldandi uppbygg- ingu gönguleiða, útsýnispalla og bílastæða innan Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls, viðgerðir á hleðslum við Snorralaug í Reykholti og smíði á stigum og pöllum við Stuðlagil, sem og við Hornbjargsvita til að bæta öryggi ferðamanna og vernda nátt- úru auk fjölda annarra verkefna. Gert er ráð fyrir um þriggja milljarða framlagi til þriggja ára, sem rennur til verkefnaáætlunar Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2020- 2022. Sem fyrr er áhersla lögð á að um sé að ræða heildstæða nálgun í gegnum svæðisheildir en einnig á annars konar verkefni s.s. til að auka fagþekkingu, bæta hönnun og samræmingu, að því er segir í til- kynningu um úthlutunina. Alls hafa verið skilgreindir 119 ferðamannastaðir, ferðamannaleið- ir og ferðamannasvæði, þar sem aðgerðir hafa þegar hafist fyrir til- stuðlan landsáætlunar eða eru fyr- irhugaðar til og með ársins 2022. Framkvæmdasjóður ferða- mannastaða veitir þannig styrki til 33 verkefna um allt land árið 2020 sem nema rúmum 500 milljónum króna. Hæstu styrkirnir fara til byggingar útsýnispalls á Bolafjalli, áframhald uppbyggingar við Stuðlagil beggja vegna árinnar og bætt fráveitumál í Hrafntinnu- skeri. Önnur verkefni sem fá hærra en 15 milljón króna styrki eru bætt salernisaðstaða við Aldeyjarfoss og bygging skýla til náttúruskoðunar við fuglastíg á Norðausturlandi. Þá hefur undanfarin ár verið lögð aukin áhersla á að efla heils- árs- og árstíðabundna landvörslu enda gegna landverðir mikilvægu hlutverki fyrir verndun náttúru, svo og fræðslu og upplifun ferða- manna á friðlýstum svæðum. Ljósmynd/Golli Innviðir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu úthlutunina á fundi. 1,5 milljarðar í uppbygg- ingu í ferðaþjónustunni  Ráðherrar kynntu úthlutun fjármuna þessa árs í gær Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS Hæð (cm) Breidd (cm) Dýpt (cm) Ytra mál 25 35 25 Innra mál 24,2 34 20 BRETTATILBOÐ Í MARS! AÐEINS 6.990 KR. Öruggur og nettur verðmætaskápur fyrir heimili. Þriggja til átta stafa aðgangskóði ásamt lyklum ef rafhlöður skildu klárast. Innbyggð 130 dB bjalla fer í gang ef rangur aðgangskóði er notaður oftar en þrisvar. Evrópusambandið birti á heimasíðu sinni í lok júlí í fyrra fréttatilkynn- ingu þar sem fram kemur að fram- kvæmdastjórn ESB hafi greint al- varlega veikleika við vigtun á upp- sjávarfiski á Írlandi. Í kjölfar þess og þar til að úrbætur hafa náð fram að ganga mun Fiskistofa ekki veita löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með lönd- un. Vakin er athygli á þessu á heima- síðu Fiskistofu í gær, en íslensk uppsjávarskip hafa undanfarið verið við veiðar á kolmunna vestur af Ír- landi. Gátu tryggt eftirlit Í síðustu viku var greint frá því að Huginn VE hygðist landa um 1900 tonnum af kolmunna í Kylli- begs á Írlandi. Í svari Fiskistofu við fyrirspurn um löndun Hugins segir að Huginn hafi fengið leyfi til lönd- unar á Írlandi á föstudaginn. Hægt hafi verið að tryggja að eftirlit væri viðhaft við löndunina í því einstaka tilviki. Fiskistofa veiti ekki löndun- arleyfi á Írlandi nema sérstakt eft- irlit sé viðhaft með löndun og vigtun og Fiskistofa geti ekki tryggt að svo sé alltaf. Í fréttinni á heimasíðu Fiskistofu segir að meginregla við fiskveiðar sé sú að afla skuli landað og hann veginn í íslenskri höfn. Heimilt sé þó með leyfi Fiskistofu að landa afla í höfnum erlendis sé tryggt að eft- irlit með vigtun aflans sé fullnægj- andi að mati Fiskistofu. „Að gefnu tilefni vill Fiskistofa taka fram að ekki er sjálfgefið að Fiskistofa meti það svo að eftirlit með vigtun afla sé tryggt á hverjum stað frá ári til árs. Þess vegna er mikilvægt að fiskiskip sem hafa hug á að landa erlendis kanni fyrirfram hvort Fiskistofa telji eftirlit með vigtun fullnægjandi og geti veitt leyfi fyrir löndun í viðkomandi landi, segir á heimasíðunni. aij@mbl.is Löndun ekki leyfð á Írlandi  Sérstaklega fylgst með löndun Hugins Killybegs Fiskimjölsverksmiðja og góð höfn er í írska bænum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samstaða, ábyrgð, skynsemi og óttaleysi eru meginatriði við ríkjandi aðstæðum og þannig sigrumst við á þessum vágesti,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri þjóðkirkj- unnar. – Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykja- víkurprófastdæmi vestra, óskað eftir því við presta, djákna og sóknar- nefndarfólk að starf úti í söfnuðum sem ætlað er eldri borgunum verði fellt niður um ófyrirséðan tíma og er slíkt varúðarráðstöfun vegna kórónuveirunnar. Vitað er að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er í meiri hættu en aðrir vegna veir- unnar og því eru fyrrgreindar ráð- stafanir teknar. Þjóðin sé samstíga Pétur segir að skilaboð lík því sem nú koma frá kirkjunni í Reykjavík verði gefin út á landsvísu. „Starf með eldra fólki verður í lágmarki en við munum koma til móts við þann hóp með öðrum hætti, eins og best hent- ar í hverjum söfnuði,“ segir Pétur. Fermingarmessur verða óbreytt- ar hvað varðar tímasetningar og fyr- irkomulag, þar til annað er ákveðið. Komi hins vegar til þess að almanna- varnir og sóttvarnalæknir telji rétt að setja samkomubann verður brugðist við og í því sambandi hefur verið rætt um netútsendingar á messunum. „Við einfaldlega fylgjum fyrirmælum frá yfirvöldum og okkar færasta fólki meðan hætta vegna kórónaveirunnar er til staðar,“ segir Pétur. „Mikilvægt er að stofnanir fylgi fyrirmælum okkar allra fær- ustu sérfræðinga, það er landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna. Það er nefnilega fyrst og fremst samstíga þjóð sem sigrast á þessum veirufjanda. Ef menn kljúfa þá sam- stöðu er hætta á upplausn og skipu- lagsleysi. Varnaðarorð vegna veirunnar eru víða höfð uppi og við útför í kirkju í Reykjavík í gær voru skilaboð prests til kirkjugesta að taka ekki í hendur aðstandenda eða faðma þá, heldur sýna þeim hluttekningu með öðru móti. Sýndi fólk því skilning og á veitingastað þangað sem fólki var boðið að lokinni athöfn voru spritt- brúsar víða á borðum. Vara við handa- bandi og kirkju- starf í lágmarki  Eldra fólk heima  Engin faðmlög Viðbrögð » Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er um næstu helgi. Í stað dagskrár er nú aðeins gefinn út bæklingur þar sem vörur verða kynntar. » Fyrirhuguðum fundi Reykja- víkurráðs ungmenna með borgarstjórn sem boðað hafði verið til í dag er frestað. » Framkvæmdastjórn Eirar, Skjóls í Reykjavík og Hamra í Mosfellsbæ hefur lokað heim- ilunum fyrir heimsóknum ætt- ingja og annarra gesta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugarneskirkja Brugðist er við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.