Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 ✝ Garðar Ingv-arsson fæddist 10. apríl 1937 í Sjónarhæð á Ísa- firði. Hann lést á Landspítalanum 25. febrúar 2020. Foreldrar hans: Ingvar Erasmus Einarsson, f. 1891, d. 1968, og Sigríð- ur Böðvarsdóttir, f. 1893, d. 1979. Systkini Garðars: Sigurlína, f. 1917, Einar, f. 1920, Hulda, f. 1921, Hrefna, f. 1921, Ingvar, f. 1924, og Gunnar, f. 1927, öll lát- in. Garðar kvæntist 24.12. 1957 Unni Kjartansdóttur, f. 24.12. 1937. d. 10.4. 2008. Börn: 1) Karen. f. í Rvk. 8.10. 1957, sam- býlism. Einar Johannsson. Börn hennar og Guðmundar Haf- steinssonar, fyrri eiginmanns: Drengur f./d. 1978, Andri Garðar, f. 1979, d. 1980, Unnur, Karen, f. 1980, gift Elíasi Rab- en, Helga María, f. 1984, sam- býlism. Pontus Sundén. 2) Sig- ríður Anna, f. í Köln 8.10. 1965, gift Stefan Gerleman. Börn: Martina, f. 1989, sambýlism. Adis Begovic, Jenny, f. 1992, sambýlism. Andreas Holst, Ax- el, f./d. 2009. 3) Ingvar, f. í Rvk. 1963 hélt fjölskyldan til Kölnar þar sem Garðar lauk hagfræði- námi. Þýskalandsdvölinni lauk 1967 í Rheinfelden þar sem Garðar starfaði að loknu námi. Garðar starfaði sem forstöðum. lánadeildar Seðlabanka Íslands 1967-88. 1971-88 starfaði hann í stóriðjunefndum á Íslandi. Var framkv.stj. Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Lands- virkjunar 1988-2003. Fram- kv.stj. hjá Landsvirkjun 2004- 05. Garðar var félagslyndur og starfaði með Unni í mörgum fé- lögum tengdum áhugamálum þeirra. Garðar var í stjórn Ferðafélags Íslands 1981-90, formaður Skátasambands Reykjavíkur 1993-97, stjórn SÁÁ 1987-89, stofnandi/for- maður Nýja tónlistarskólans 1978-20. Garðar gekk í St. nr. 1 Ingólf I.O.O.F. 1971 og St. nr.7 Þorgerði I.O.O.F. Hann var stofnfélagi Rótarýklúbbs Breið- holts 1983. Hann kynntist verstu hliðum mannsins þegar kommúnistar reistu Berlínar- múrinn, þá, ásamt öðrum stúd- entum, bjargaði hann ótal mannslífum. Frelsi mannsins skipti hann miklu máli og efldi hann til starfa fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í ýmsum stjórnum og trúnaðarstörfum frá 1976 til dauðadags. Útför Garðars verður gerð frá Hallgríms- kirkju í dag, 10. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. 15.3. 1967, kvænt- ur Berglindi Ragn- arsdóttur. Börn: Garðar Karl, f. 2004, Eva Lára, f. 2007. Sonur Ingv- ars og Bjargar Baldursdóttur er Daníel, f. 1993. 4) Ingibjörg Elísabet, f. í Rvk. 5.6. 1976. Árið 1974 fluttist systurdóttir Unn- ar, Fanney, f. 19.9. 1957, til þeirra og bjó hjá þeim í þrjú ár og þau bönd hafa ekki slitnað. Fanney er gift Birgi Einars- syni. Börn: Sara, f./d. 1981, Bjarki, f. 1982, kvæntur Valeria Desiata, Katrín, f. 1987, sam- býlismaður Patrick Heinelt og Magnea, f. 1997. Árið 1990 komu á heimilið tvær stúlkur, Ragnheiður Sif, f. 1981, og Silja Sif, f. 1982, og hafa þær og fjöl- skyldur þeirra verið hluti fjöl- skyldunnar síðan. Barnabarna- börnin eru orðin 13. 15 ára kynntist Garðar Unni lífsförunaut sínum. Hann varð stúdent frá VÍ 1957. Garðar fór til náms 1959, fyrst í Berlín síð- an Marburg. Unnur varð eftir heima, hélt heimili og sá fyrir sér og Karen. Garðar kom heim á sumrin og sótti sjóinn. Vorið Besti vinur okkar hann pabbi er allur. Það kemur enginn í þinn stað. Þú vísaðir okkur veginn og varst ávallt tilbúinn þegar á þurfti að halda. Þú varst okkur afkomend- um einstaklega góður og fórnfús í alla staði. Þú varst okkur fyrir- mynd, með eindæmum hjarta- hlýr og skammaðir okkur aldrei, utan þess þegar þér fannst við vera höstug við börnin okkar. Náttúra Íslands var þér dýr- mæt og hjartfólgin og munum við aldrei kynnast jafn einlægum umhverfissinna og þér. Fáir voru kunnugri landinu okkar og þú miðlaðir óspart af þeim fróðleik. Við vorum ekki há í loftinu þegar við fórum í fyrstu ferðirnar um Ísland. Með okkur kláraðir þú þrjá Land Rovera, þar sem þú fórst með okkur um Sprengi- sand, Kjöl, Gæsavatnaleið, Lóns- öræfi, Vestfirði þvera og endi- langa, svo ekki sé minnst á allar veiðiferðirnar á Arnarvatnsheiði og í Ásbjarnarvötn þar sem allir bílar voru fylltir af silungi. Ógleymanlegar voru ferðir í Þórsmörk þar sem fallin spýtan var leikin í fjallasölum. Við fyr- irgáfum þér seint að skilja okkur eftir (í eina skiptið) þegar þið fór- uð í mikla svaðilför páskana 1974, yfir árnar á Skeiðarársandi á Land Rovernum örfáum mánuð- um áður en hringveginum var lokið í júlí sama ár. Á veturna voru Land Rover- arnir nýttir í að fara á skíði í Blá- fjöllum. Hluti af því að vera umhverf- issinni á þessum árum var að nýta það sem náttúran gaf á sjálf- bæran hátt. Þú áttir mikinn þátt í því að fallvötn voru virkjuð, öllum heiminum til handa og með því framleitt umhverfisvænt ál, á sama tíma og öræfi landsins voru grædd upp og opnuð okkur öllum til yndisauka. Það var allt gert fyrir okkur börnin. Þegar við byrjuðum í Skátafélaginu Dalbúum varst þú að vanda kominn þar í trúnaðar- störf. Við eigum góðar minningar frá Landsmóti skáta við Úlfljóts- vatn 1977 þar sem öll fjölskyldan var saman komin, Sigga með sín- um flokki en við hin með Böggu systur árs gamalli á fjölskyldu- svæðinu. Þið höfðuð alveg einstakt lag á því að hvetja okkur til náms, hvert okkar á þann hátt sem við þurftum. Takmarkalaus fróðleikur þinn sem þú miðlaðir til okkar, barna og barnabarna var okkur stund- um um megn, þó kvörtuðum við aldrei, heldur búum að honum alla tíð. Hjálpfýsi þín og mömmu er okkur ljóslifandi minning, oft var þröng á þingi á Kirkjuteignum, þar sem þið voruð óspör á að bjóða heimilið til afnota öðrum fjölskyldum og einstaklingum í vanda. Heimili ykkar og faðmur stóð vinum okkar ætíð opinn og fær- um við ykkur miklar þakkir frá þeim öllum. Ást ykkar og umhyggja fylgdi okkur öllum, hvar sem við áttum heimili í Svíþjóð (Sigga og Karen) eða á Írlandi (Ingvar). Þegar halla fór undan fæti var mikill stuðningur fyrir fjölskyld- una þegar örverpið hún Bögga kom að umönnun ykkar mömmu undir það síðasta. Börnin og barnabörnin okkar hafa misst mikið, þau voru þér og mömmu svo dýrmæt og gáfu þér svo mikla gleði um leið og þið vor- uð þeim ómetanleg. Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur í blíðu og stríðu. Þín börn, Karen, Sigríður, Ingvar og Ingibjörg. Elsku besti afi, minn tryggasti vinur, er farinn frá okkur og eftir standa yndislegu minningarnar um afann sem var alltaf til staðar, sama hvað. Ein dýrmætasta minningin er frá því ég var barn. Eitt af þess- um skiptum þar sem allur heim- urinn var á móti mér. Þá tók hann afi utan um mig og í staðinn fyrir að skammast sagði hann að sama hvað þá yrði hann alltaf vin- ur minn og ég gæti alltaf leitað til hans. Þetta stóð hann við og minnti mig reglulega á, alveg fram á síðasta dag. Sem barn og langt fram eftir aldri var ég alltaf með annan fót- inn á heimili afa og ömmu. Fyrst í pössun þegar mamma og pabbi voru að vinna, svo þegar við fjöl- skyldan bjuggum þar í millibils- ástandi. Eftir flutninga til Sví- þjóðar þegar ég var 8 ára var þetta mitt heimili öll sumur þang- að til ég ákvað, 16 ára gömul, að skilja mömmu og pabba eftir úti og flytja til ömmu og afa á Ís- landi. Þótt þetta hafi aðeins breyst þegar pabbi ákvað að flytja líka þá átti ég mitt pláss hjá þeim allan framhaldsskólatím- ann. Afi fylgdist vel með öllu sem gerðist í mínu lífi, en þegar fyrsta langafabarnið, hann Andri Hrafn, var væntanlegur þá varð hann enn áhugasamari og hringdi reglulega til að athuga hvort ég væri nú ekki að passa upp á mig svo allt færi vel. Þegar settur dagur nálgaðist hringdi hann að lágmarki daglega til að athuga hvort eitthvað væri að gerast. Þegar ég bað hann um að spara símtölin og sagði honum að ég myndi láta hann vita um leið, þá hætti hann að hringja en fór í staðinn að birtast heima hjá mér með afsökuninni: „Þú bannaðir mér að hringja, ég verð þá bara að koma til þín í staðinn.“ Hann fylgdist að venju vel með núna þegar enn eitt langafabarnið er væntanlegt á næstu vikum. En þegar ég heimsótti hann á spít- alann, kvöldið áður en hann kvaddi, hafði hann lítinn áhuga á að ræða sína líðan, mikilvægara var að fullvissa sig um að allt væri í lagi með bumbubúann. Það syrgir mig einna mest að þetta barn fái ekki að kynnast elsku besta langafa í eigin persónu. Afi fylgdist líka vel með öllu ferlinu í byggingu hússins okkar sem við fluttum inn í fyrir stuttu. Hann var svo stoltur af því hve vel gekk og kíkti reglulega við til að taka út stöðuna. Stundum köll- uðum við hann aðalverkstjórann á húsinu. Þegar steypubíllinn var á staðnum vildi oft svo ótrúlega heppilega til að hann var í ná- grenninu, eða það sagði hann okkur þótt við vissum vel að hann ætti nú lítið annað erindi í þetta hverfi. Afi var mjög spenntur fyrir tækninni og öllum mögulegum leiðum til að fylgjast með ætt- ingjum nær og fjær. Til að missa ekki af neinu þá var hann með að- gang að Snapchat, Instagram og Facebook og reglulega fékk ég símtal þar sem spurt var út í það sem ég setti á þessa miðla. Elsku afi, við munum sakna allra heimsóknanna þinna, sem oftast voru mjög óvæntar, vænt- umþykju, ástríku knúsanna og afakossanna. Við erum svo þakk- lát fyrir að hafa átt þig að og huggum okkur við að núna ertu kominn í faðm elsku ömmu sem þú saknaðir svo mikið og að þið passið vel upp á bræður mína. Ég gleymi þér aldrei. Þín Unnur Karen. Ég mun alltaf muna fyrirmynd mína, afa Garðar. Hann hefur kennt mér hvað er það mikilvæg- asta í lífinu og hvernig manni á að vegna vel. Ég spái mikið í það hvernig afi gat staðið sig með þvílíkri prýði í starfi, félagslífi og gefið fjölskyldunni nægan tíma til þess að búa til frábærar minn- ingar. Ég vona að ég átti mig á því einn daginn hvernig hann fór að þessu öllu og að ég nái að nýta hans boðskap til hins ýtrasta. Nú neyðist ég til að leita annað með mínar spurningar en það var gott að geta spurt sama manninn að hverju sem var og fá gott svar. Þegar ég ferðast um Ísland og heiminn minnist ég þín alls stað- ar því það varst þú sem sýndir og kenndir mér svo margt. Elsku afi, nú ertu farinn til ömmu. Það er komið að okkur að varðveita land þitt, visku þína og fjölskyldu. Þinn Daníel. Takk, elsku afi, fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Að þegar maður elskar ein- hvern sýnir maður það með að- eins of blautum kossum. Að aldr- ei hætta að vera forvitin og fræðast um nýja hluti og sjá góðu hliðarnar hjá fólki. Og takk, afi, fyrir að vera alltaf til staðar og fyrir öll samtöl sem við höfum átt um allt milli himins og jarðar. Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Það verður tómlegt án þín, en ég veit að þú hefur það gott hjá elsku ömmu. Helga María Guðmundsdóttir. Góðhjartaði, gáfaði afi og langafi, þú yfirgafst okkur allt of fljótt. Þessi góðhjartaði maður sem sýndi okkur alla fallegu staðina á Íslandi og sagði okkur ótal sögur úr sínu lífi og um sögu okkar. Þú þekktir hvern einasta blett á landinu þínu dýrmæta, elsku afi. Takk fyrir alla þína góðvild og kærleik. Takk fyrir alla þá ást og tíma sem þú gafst okkur og börn- unum okkar. Takk fyrir allar fínu stundirnar í Svíþjóð. Það verður tómlegt hjá okkur núna á sumrin að fá þig ekki í heimsókn. Við eigum eftir að sakna þín og koss- anna þinna óskaplega. Ljósið í öllu er að við vitum að nú ertu aftur með bestu ömmu í heimi. Við elskum þig. Martina, Jenny fjölskyldur í Svíþjóð. Genginn er góður drengur og minn besti vinur, Garðar Ingv- arsson. Leiðir okkar lágu saman í fyrsta bekk í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu haustið 1950. Þar tókst með okkur vin- átta sem varað hefur í 70 ár og aldrei borið skugga á. Eftir einn vetur á Lindargötu ákváðum við Garðar að sækja um nám í Verzlunarskóla Íslands. Við stóðumst inntökupróf og byrjuðum þar haustið 1951 og út- skrifuðumst sem stúdentar 1957 eftir sex skemmtileg ár í þessum merka skóla. Þau vináttubönd sem tengdust þessi ár hafa hald- ist til þessa dags og enn hittumst við gömlu skólafélagarnir mán- aðarlega yfir hádegisverði. Eftir stúdentspróf tók við nám hjá okkur Garðari í Þýskalandi, hann í hagfræði en ég í verk- fræði, þó ekki í sömu háskólum, en vináttan og tengslin héldust alla tíð. Á námsárunum í Þýska- landi náðum við, þrátt fyrir lítil efni, að ferðast með Unni og Lólu vítt og breitt um Þýskaland og nágrannalönd, ferðir sem lifa ljúfsárar í minningunni. Þegar ég hafði skipt um skóla og var kominn í Tækniháskólann í Stokkhólmi, komu Unnur og Garðar ásamt dótturinni, Karen, með lest alla leið frá Köln að heimsækja okkur Lólu um jólin 1963. Urðu þar miklir fagnaðar- fundir eftir þeirra langa ferðalag og var margt brallað og skoðað í heimsókn þeirra til stórborgar- innar, sem við Lóla endurguldum þeim tveimur árum síðar ásamt frumburðinum okkar, Eiríki Álmari. Að námi loknu hófum við Garðar störf hér heima, hvor á sínu sviði, stofnuðum heimili með okkar kæru eiginkonum, Unni og Lólu. Góð og náin vinátta var alla tíð með þeim og einnig með börn- um okkar öllum sem endist enn. Margs er að minnast svo sem allra skíðaferðanna á veturna svo og útilegu-, veiði- og hálendis- ferða á sumrin, en þar var Garðar í essinu sínu, þekkti landið betur en lófana á sjálfum sér enda sér- fróðari um land og þjóð umfram marga aðra. Af ferðum utanlands bera hæst í minningunni tvær ferðir sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Sú fyrri var til Kanada og Bandaríkjanna sumarið 2002. Ég hafði þá lokið störfum hjá Al- þjóðaflugmálastofnuninni, ICAO, í Montréal og Unnur og Garðar komu til okkar Lólu og ferðuðust með okkur um Íslendingabyggðir í Manitoba og North Dakota, allt til Vancouver og Seattle. Þetta var einhver skemmtilegasta ferð sem við höfðum þá farið. Var það ekki síst því að þakka hve Garðar undirbjó sig vel fyrir sérhvern nýjan ferðadag og við hin nutum alls þess fróðleiks sem hann var búinn að viða að sér hverju sinni. Seinni ferðin var til Þýska- lands og Tékklands sumarið 2005. Farið var um slóðir þar sem leiðir okkar höfðu legið á náms- árunum. Það var ekki síður ógleymanleg ferð, enda ekki hægt að hugsa sér betri ferða- félaga en þau heiðurshjón, Unni og Garðar. Sjötíu ára samfylgd gegnum lífið verður ekki lýst í fáum orð- um. Það sem ber hæst er traust og óskilyrt vinátta Garðars Ingv- arssonar gagnvart öllum í okkar fjölskyldu. – Blessuð sé minning hans. Við, fjölskyldan, vottum ykk- ur, kæru Karen, Anna Sigga, Ingvar, Ingibjörg og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð í ykkar miklu sorg. Grétar og Ingibjörg. Það var árið 1960 sem ég kynntist Garðari. Hann stundaði nám í hagfræði í Marburg og ég í efnafræði í Frankfurt. Hann fékk mig sem leiðsögumann um borg- ina. Síðar lá leið hans til Kölnar þar sem þau hjónin Unnur og Garðar eignuðust fjölda vina. Einnig tóku þau virkan þátt í starfsemi Þýsk-íslenska félagsins sem Max Adenauer, sonur kansl- arans, átti þátt í að stofna árið 1955. Fyrir 30 árum endurnýjuð- um við kynni okkar þegar Garð- ar, sem framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, fékk mig í lið með sér til að kynna íslensk orkumál í Þýskalandi. Síðan höfum við hist nær árlega. Minnisstæð eru ferðalög okkar um hálendi Íslands, þar sem Unnur dró fram nesti og hellti upp á ilmandi kaffi, sitjandi á steini í glaðasólskini og við nut- um víðsýnisins á Sprengisandi. Heimsóknir þeirra í sumarbústað okkar útilegumannanna, eins og Garðar kallaði okkur, voru ávallt fagnaðarfundir. Í júní árið 2000 fórum við í tveggja vikna ferð um Þýskaland og heimsóttum Berlín, Potsdam, Leipzig, Dresden, Weimar og enduðum í Köln. Þau hjónin Garðar og Unnur voru einstaklega samhent, gestrisin, gjafmild og studdu við bakið á þeim sem voru minni máttar. Þegar Unnur lést um aldur fram í aprílmánuði árið 2008 syrgði Garðar hana mjög og má segja að hann hafi ekki borið barr sitt eftir það. Í dag, þann 10. mars, á af- mælisdegi besta vinar hans í Köln, Heinz Böcker, sem lést fyr- ir þremur árum, verður hann lagður til hinstu hvíldar. Við vottum börnum hans, barnabörnum, tengdabörnum, fósturdóttur og allri fjölskyld- unni innilega samúð okkar og biðjum guð að blessa minningu Garðars og Unnar. Margret og Sverrir Schopka. Við Garðar Ingvarsson kynnt- umst þegar ég kom til starfa í Seðlabankanum haustið 1977. Hann hafði þá unnið þar í allmörg ár eftir hagfræðinám sitt í Þýska- landi. Vorum við nágrannar framan af í húsakynnum bankans í gamla Edinborgarhúsinu við Hafnarstræti. Þar var oft spjall- að og spaugað með góðu sam- starfsfólki þegar færi gafst. Garðar gegndi þá starfi lánafull- trúa og sá um svokölluð afurða- lán til útflutningsatvinnuveg- anna. Yfirmaður minn þá og vinur okkar beggja var Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri. Tíminn í bankanum leið hratt og eftir rúm fimm ár lá leið mín yfir í stjórnmálin, m.a. með dygg- um stuðningi Garðars og Unnar Kjartansdóttur konu hans. Nokkrum árum síðar fór Garðar til starfa sem framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar. Hann hafði langa reynslu af stór- iðjumálum og hafði haft atbeina að ýmsum stórframkvæmdum á því sviði. Hann var því á heima- velli á þessum vettvangi. Lengi hafði staðið til að reisa stóriðjufyrirtæki á Reyðarfirði og horfði vænlega um síðustu aldamót um samstarf við norskan álframleiðanda. Sá aðili hrökk þó frá á síðustu stundu og var málið þá í uppnámi. Það er vandasamt að eigna tilteknum einstaklingum heiður af málum þar sem margir leggja hönd á plóg en ég hef það fyrir satt að persónuleg sambönd Garðars við starfsmenn banda- ríska álrisann Alcoa hafi vakið þann áhuga sem síðan leiddi til samninga um álverið á Reyðar- firði. Vann Garðar þar mikið og gott verk. Garðar var einn þeirra mörgu sem fórnuðu dýrmætum frítíma sínum til margvíslegra starfa fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn og sat m.a. um árabil í stjórn Varðar, full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Á vettvangi flokksins og með góðum vinum hittumst við reglulega um langt skeið. Garðar var ekki feiminn við að segja mér eða öðrum kjörnum fulltrúum rækilega til syndanna þegar hann taldi þörf á því. En það hafði aldrei áhrif á vinskap okkar og gott samstarf. Hann var óeigingjarn í vinnu sinni fyrir þær pólitísku hugsjónir sem hann bar fyrir brjósti og ég var honum þakklátur fyrir góð ráð og dyggan stuðning alla tíð. Reynd- ar var það svo að Garðar var ástríðufullur gagnvart þeim verkefnum sem hann tók að sér og þeim málefnum sem á honum brunnu. Nutu m.a. SOS barna- þorp og Oddfellowhreyfingin góðs af því. Við Garðar hittumst síðast í ágúst sl. og töluðum þá um að hittast fljótlega aftur og ræða málin þegar við værum báðir heima á Íslandi. Því miður verður ekki af þeim fundi. Garðar og Unnur kona hans voru samhent hjón og fráfall hennar var honum þungbært. Þegar við kynntumst fyrst áttum við báðir litlar dætur og sögðum hvor öðrum sögur af þeim og þeirra uppátækjum. Ég upplifði hann sem afar barngóðan fjöl- skyldumann. Þess hafa afkom- endur hans heima á Íslandi og í Svíþjóð ríkulega fengið að njóta síðustu árin. Við Inga Jóna send- um þeim öllum innilegar samúð- arkveðjur og þykir leitt að geta ekki fylgt okkar góða vini til graf- ar. Geir H. Haarde. Heyrðu nú Garðar minn, held- ur þú að þetta sé nú alveg rétt, ertu ekki að ganga aðeins of langt? Þessi orð voru ekki óal- geng í samtölum okkar Garðars. Garðar var ótrúlega tilfinninga- Garðar Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.