Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 50 ára Gísli ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Reykjavík. Hann er bif- vélavirkjameistari, kennari og leiðsögu- maður að mennt og er sjálfstætt starfandi leiðsögumaður. Maki: Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir, f. 1980, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Börn: Baldur Freyr, f. 1996, og stjúpbörn eru Viktor Örn Jónsson og Ísak Logi Jónsson. Foreldrar: Þorkell Jón Gíslason, f. 1934, d. 1997, lögfræðingur hjá Sýslumann- inum í Reykjavík, og Margrét Sjöfn Davíðsdóttir, f. 1934, d. 2014, hár- greiðslumeistari. Gísli Þór Þorkelsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú leggur þig alla/n fram er ekki vafi á því að störf þín verða metin á réttum stöðum. Veittu vinum athygli og ræddu hugmyndir þínar við þá. 20. apríl - 20. maí  Naut Skyndilega sérð þú ýmislegt í nýju ljósi og átt mun auðveldara með að takast á við vandamál dagsins. Reyndu að líta á björtu hliðarnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Oft eru það sakleysislegustu spurningarnar sem veiða upp úr manni lengstu svörin. Ekki vera hissa þótt vin- sældir þínar eigi eftir að stigmagnast. Láttu vaða í ástamálunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í toppformi bæði andlega og líkamlega. Þú eignast góðan vin í gegn- um vinnuna. Þú stendur á vegamótum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er eitt og annað sem veldur þér sérstakri kátínu þessa dagana. Lífið verð- ur betra um leið og það verður einfaldara. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er margt sem þú getur lært af vinum og kunningjum í dag. Reyndu að gefa þér tíma til að sinna sjálfum/sjálfri þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er rangt að reyna að þröngva fram breytingum sem þú vilt berjast fyrir. Ekki spila út öllum trompunum í einu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur alla þræði í hendi þér og munt ná miklum árangri þess vegna. Einhver kjaftasaga kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ákveðinn léttir þegar búið er að taka ákvörðun um hvert halda skal. Haltu öllum verkefnum aðskildum og raðaðu þeim upp í forgangsröð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur fyrir stutt ferðalag eigir þú tök á því að bregða þér frá. Þú bíður frétta af ættingja, það fer allt vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hafið augun hjá ykkur og grípið tækifærið þegar það gefst. Ástamálin eru í blóma, þú svífur um. Einhver í vinahópn- um segir þér gleðifréttir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Félagslífið ætti að ganga vel hjá þér í dag. Verkefnin hverfa ekki af borðinu, nema þú brettir upp ermarnar og leysir þau. hross og kýr frá árinu 1984 frá Heiniger í Sviss. „Ég tók ásamt konu minni á móti óvissuferðahópum á Hvanneyri á tímabilinu 1999-2008 þar sem við fórum í létta kynnisferð um staðinn og enduðum í svokallaðri „sveitafitness“ keppni. Ég var einnig í skemmtilegum verkefnum fyrir Náttúrustofu Vesturlands, fyrst við að veiða mink, setja í þá senditæki og fylgjast með ferðum þeirra og síðar að telja glókolla á Vestur- Búnaðarsamtök Vesturlands og síð- ar í gegnum Bændasamtök Íslands. „Bauð ég þá bændum upp á heim- sókn til að yfirfara öryggismál, að- stöðu í útihúsum og ásýnd býlisins.“ Guðmundur hætti fastri vinnu hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands árið 2018 en hélt áfram störfum vegna öryggismála. Meðfram þessum störfum hefur Guðmundur flutt inn og verið með umboð fyrir klippur fyrir sauðfé, G uðmundur Hallgrímsson er fæddur 10. mars 1950 á Helgavatni í Vatnsdal í Austur- Húnavatnsýslu og ólst þar upp. Hann gekk í barnaskóla í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi, varð gagnfræðingur frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1968 og búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1969. Guðmundur vann á Hvanneyrar- búinu tvo vetur eftir útskrift frá Hvanneyri, vann einn vetur hjá Nautastöð Búnaðarfélags Íslands á Hvanneyri og var á Helgavatni á sumrin. Hann flutti í Borgarnes 1973 og fór fyrst að vinna við afgreiðslu- störf og pípulagnir. „Síðan var ég hjá Ræktunarsambandi Mýramanna við skurðgröft á sumrin frá því að klaki fór úr jörðu og þar til klaki kom aftur í jörðu að hausti,“ segir Guðmundur. „Þá fór ég að vinna við samstillingar gangmála hjá sauðfé á Vesturlandi frá miðjum nóvember og var í sauðfjársæðingum fram að jólum. Þá var frí fram í miðjan jan- úar en þá fór ég að rýja sauðfé fyrir bændur á Vesturlandi og víðar.“ Guðmundur lærði rúningskennslu og fékk kennararéttindi í rúningi ár- ið 1977 og fór þá að halda námskeið víða um land fyrir bændur og búalið. Árið 1980 flutti Guðmundur á Hvanneyri og tók við búrekstri á Hvanneyrarbúinu. Hann færði nám- skeiðahaldið undir Bændaskólann á Hvanneyri og kenndi nemendum skólans og hélt áfram námskeiða- haldi fyrir bændur. „Ég bætti við sýningarhaldi á rúningi á ýmsum samkomum ásamt ullarselskonum á Hvanneyri sem sýndu spuna. Fórum við m.a. í grunnskóla vítt um landið og sýndum grunnskólabörnum rún- ing og spuna.“ Guðmundur starfaði sem bústjóri Hvanneyrarbúsins til ársins 2007 og fór þá að vinna hjá Búnaðarsam- tökum Vesturlands fyrst við bruna- varnarátak í sveitum og klaufskurð á kúm á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýlu og í Skagafirði. Jafn- framt því hélt hann áfram nám- skeiðahaldi í rúningi og sýningum. Þegar brunavarnarátaki á Vestur- landi var lokið fór hann að vinna við öryggismál bænda, fyrst í gegnum landi.“ Núna gerir Guðmundur út gólffræsara til þess að koma í veg fyrir hálku á fjósgólfum og öðrum steingólfum, hann er einnig með smávægileg snjóruðningstæki og hefur tekið að sér garðslátt á sumrin. Helstu áhugamál Guðmundar eru ferðalög bæði innanlands og utan, og allskyns smíðar og uppátæki. „Árið 2008 smíðaði ég traktor úr plaströr- um sem ég hef leigt út fyrir ýmsar Guðmundur Hallgrímsson, fyrrverandi bústjóri á Hvanneyri – 70 ára Stórfjölskyldan Guðmundur ásamt Oddnýju eiginkonu sinni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, tengda- móður, mágkonu og hennar manni og börnum, sólarmegin í lífinu eins og sjá má. Áhugamálin smíðar og uppátæki Hvanneyrarhátíð „Leikfangatraktorinn“ sem Guðmundur smíðaði í notkun.Hjónin Guðmundur og Oddný. 30 ára Þorbjörg er Patreksfirðingur en býr í Reykjavík. Hún er í skipstjórnarnámi við Tækniskólann og er neyðarvörður hjá Neyðarlínunni. Maki: Örn Smárason, f. 1987, fiskeldisfræðingur og verk- efnastjóri sjóbjörgunarmála hjá Lands- björg. Börn: Benedikt Björn, f. 2014, og Örn Mar, f. 2019. Foreldrar: Sigríður Erlingsdóttir, f. 1962, vinnur hjá Mjólkursamsölunni, bú- sett á Akureyri, og Páll Líndal Jensson, f. 1959, sjómaður, búsettur á Patreks- firði. Þorbjörg Petrea Pálsdóttir DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Til hamingju með daginn Reykjavík Örn Mar Arnarson fæddist 12. febrúar 2019 kl. 11.06. Hann vó 3.735 og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Þorbjörg Petrea Pálsdóttir og Örn Smárason. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.