Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 32
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Gott úrval af REIMUM í snjósleða, fjórhjól og bíla 2012 2019 Kvartett gítarleikarans Bjarna Más Ingólfssonar kemur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld og hefur leik kl. 20.30. Auk Bjarna skipa kvartettinn Tómas Jónsson á píanó, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Birgir Steinn Theo- dórsson á kontrabassa. Þeir munu leika úrval djassstandarda í bland við frumsamið efni eftir Bjarna Má. Kvartett Bjarna djassar á Kex hosteli ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik mætir Tyrkjum í tveimur leikjum síðar í mánuðinum í und- ankeppni Evrópumótsins þar sem leikið er um sæti í lokakeppninni sem fram fer í Noregi og Dan- mörku í desember á þessu ári. Landsliðsþjálfarinn Arnar Pét- ursson segir liðið ætla sér sigur í báðum leikjunum. »26 Ísland ætlar sér tvo sigra gegn Tyrklandi ÍÞRÓTTIR MENNING verið með þetta þema í huga undanfarin ár og hugsað mikið um það.“ Hann bætir við að miklu máli skipti að hlusta á fólk, styðja það og styrkja með faðm- lagi. „Standa með fólki, hvar í sveit sem það er sett í trúmálum, stjórnmálum eða öðru,“ leggur hann áherslu á. Ljóðum Sigurbjörns hefur víða verið vel tekið og hann segist fá ótal beiðnir um að tala í kirkjum og víð- ar, meðal annars séð um messur í Fríkirkjunni í afleysingum og verið síðast ræðumaður í Breiðholtskirkju í fyrradag. „Ég gæti verið úti um víðan völl ef ég tæki öllum boðum, en ég er hættur að treysta mér í það og hef því dregið úr heimsóknum. Mestu skiptir að ljóðin fái að lifa sjálfstæðu lífi og verði fólki til upp- örvunar og blessunar.“ Ljóð Sigurbjörns endurspegla á vissan hátt lífsins gang, þar sem skiptast á skin og skúrir. „Ég yrki bæði gleðiljóð og vonarrík en líka dökk, þar sem ég bendi á að í allri glímunni er það einmitt þar sem guð er. Hann er ekki bara í sólinni, þó að ég sé mikið þar, heldur líka þar sem manni líður verst.“ Sigurbjörn greindist með krabba- mein 2013 og hefur verið í meðferð síðan. Hann segir að hann sé kominn á hátæknilyf, sem enn sé ekki vitað hvernig virki, en hann tóri enn. „Ég þakka fyrir hvern dag en það er ekk- ert fararsnið á mér,“ segir hann. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljóðskáldið og rithöfundurinn Sigurbjörn Þorkelsson hefur sent frá sér ljóðabókina Faðmlög með 140 nýjum og áður óbirtum ljóðum auk 15 eldri ljóða og þriggja bæna. Þetta er þrítugasta bók höfundar á nýliðnum 25 árum. Ljóðunum er skipt í níu flokka sem mynda samstæða heild. Þemað er faðmlög, eins og nafn bókarinnar og titilljóðið gefa til kynna: Einu grundvallarlögin sem við í raun og veru þurfum á að halda í þessari veröld eru: Faðmlög „Þetta kemur vel á vondan þessa dagana þegar eiginlega er búið að setja lögbann á faðmlög og handa- bönd, en bókin kemur út á réttum tíma, því við þurfum öll á faðmlagi að halda, ekki síst núna,“ segir Sigur- björn. „Ríkisstjórnin, sóttvarna- og heilbrigðisyfirvöld og lögreglan halda vel utan um okkur með að- gerðum sínum í tengslum við kór- ónuveiruna og við þurfum að standa saman, umfaðma hvert annað.“ Fyrsti kaflinn fjallar um kærleik og faðmlög, sá næsti um ástina og lífið og sá þriðji um ferðalög og upp- lifanir. Þar á meðal er ljóðið Upp- gjör!, sem fjallar um ferð til Krítar sex árum eftir að Sigurbjörn var þar með eiginkonu sinni og fékk símtal þess efnis að hann hefði greinst með krabbamein. „Ég fór aftur á sama stað og skilaði því,“ segir hann. Stuðningur mikilvægur Í tilefni 55 ára afmælis höfundar kom út fyrir um ári bókin Lífið er ljóðasafn, þar sem birtust 312 valin ljóð úr fyrri bókum frá árinu 2000. Þar á undan sendi Sigurbjörn frá sér bókina Lifi lífið 2017 og segir hann að nokkur ljóð í nýjustu bókinni hafi þá þegar verið komin á blað. „Ég hef Allir þurfa núna á faðmlagi að halda  Sigurbjörn Þorkelsson sendir frá sér 30. bókina á 25 árum Faðmlag Hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Laufey Geirlaugsdóttir. Andrew Parsons, forseti Alþjóða- ólympíunefndar fatlaðra og nefnd- armaður í Alþjóðaólympíunefnd- inni, sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri afar hrifinn af sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna og að fámennar þjóðir geti lært mikið af Íslendingum og uppbyggingu þeirra á íþróttum fatlaðra. Spurð- ur um Ólympíuleikana og Ólympíu- mót fatlaðra í Tók- ýó í sumar og mögulega frestun vegna kórónuveir- unnar sagði Par- sons að slíkt væri ekki inni í myndinni eins og stað- an væri núna. »27 Geta lært af uppbygg- ingu Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.