Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 ríkur maður og oft réðu tilfinn- ingar hugsjónamannsins för þeg- ar pólitík var annars vegar. Hann var svo einlægur í trú sinni á stefnu Sjálfstæðisflokksins að ef honum fannst beygt af réttri leið sá hann ekkert annað en sker fram undan, það yrði að leiðrétta kúrsinn. Það sló á stundum í brýnu þegar hann sagði skoðanir sínar. Skoðanir hans voru byggð- ar á langri reynslu, sterkum hug- sjónum og hreinu hjarta og það sem hann sagði var oft málað sterkum litum. Því miður fer þeim fækkandi sem hafa þessa eiginleika Garðars. Allt er nú, finnst manni á stundum, byggt á miðjumoði og meðalmennsku og því ekki alltaf tekið vel ef menn eru með sterkar skoðanir. Menn hræðast sterkar skoðanir og smá átök. Við Garðar kynntumst 1978 þegar ég tengdist Sjálfstæðis- flokknum fyrst í störfum mínum. Í framsetningu og málflutningi erum við sem svart og hvítt, en ég var ánægður að finna mann sem hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og eftir á að hyggja urðu skoðanir hans oft til að ég fékk aðra sýn á einstaklinga og málefni. Það reyndist oftar en ekki að Garðar hefði rétt fyrir sér, það kom í ljós þegar rykið settist. Það var árið 1992 að Friðrik Sophusson óskaði eftir því við nokkra félaga úr starfi flokksins í Reykjavík að myndaður yrði hóp- ur sem hann gæti kallað til skrafs og ráðagerða ef hann þyrfti við- brögð við einhverju sem hann var að bralla í fjármálaráðherratíð sinni. Hópurinn hitti Friðrik oft og þessir fundir voru ekki með sniði jámanna. Það var oft tekist á og ráðherrann fékk stundum að heyra það. Í þessum hópi naut Garðar sín vel, það var hlustað á hann og honum svarað. Á stund- um fannst manni að hópurinn hefði áhrif. Það var þegar ráð- herrann notaði í fjölmiðlum orð- tak sem einhver úr hópnum hafði viðhaft á fundi. Þetta var á þeim tímum þegar maður upplifði að grasrótin hefði áhrif. Fljótlega var hópnum gefið nafnið „Veður- stofan“. Nú eru liðin ein 28 ár frá því að Veðurstofan hittist fyrst og enn erum við að, enn erum við vinir og enn höfum við áhuga á stjórn- málum. Við hittumst síðast fyrir um 14 dögum og þá talaði ég við Garðar. Hann sem alltaf kom til fundar ef stætt var treysti sér ekki til að koma, en í stuttu spjalli fann ég að eldurinn logaði enn, hugsjónin var enn til staðar þrátt fyrir háan aldur, eldurinn lifði og engar glæður að finna. Ég þakka Garðari fyrir sam- fylgdina í meir en 40 ár og það gera félagarnir í Veðurstofunni einnig. Við stefnum að því að hafa næsta fund í þínum anda, vel líf- legan. Sveinn H. Skúlason. Það er með miklu þakklæti sem ég kveð vin minn og sam- starfsfélaga til margra ára. Leið- ir okkar Garðars lágu fyrst sam- an þegar ég byrjaði að vinna í hagfræðideild Seðlabanka Ís- lands sem ritari sumarið 1972. Þegar Markaðsskrifstofa iðnað- arráðuneytis og Landsvirkjunar (MIL) var stofnuð Í ágúst 1988 bauð Garðar mér að koma þang- að með sér og höfðum við þá starfað saman í 32 ár þegar MIL var lögð niður í árslok 2003. Með okkur Garðari á MIL starfaði Andrés Svanbjörnsson yfirverk- fræðingur og Hanna Marinós- dóttir ritari. Starfsandinn á MIL var sér- staklega góður og alltaf nóg að gera. Verður ekki annað sagt en að við Garðar áttum traust og farsælt samstarf í þessi ár. Garð- ar var einstaklega áhugasamur og umhugað um að Markaðs- skrifstofan skilaði árangri og var vakinn og sofinn yfir framgangi mála sem bárust inn á borð skrif- stofunnar. Hann var fylginn sér og ákafur þegar mikið lá við og næmur fyrir því hvernig mál gætu þróast. Hann var sérstak- lega lausnamiðaður og fram- sýnn, traustur, opinn og við- ræðugóður. Garðar var mikill fjölskyldu- maður og barnakarl og fjölskyld- an var honum allt. Útivistarmað- ur var hann fram í fingurgóma og elskaði að ferðast um Ísland með fjölskyldunni og njóta nátt- úrunnar. Sá kom ekki að tómum kofunum sem leitaði til hans um upplýsingar um landið okkar góða, enda kenndi hann hagræna landafræði í Háskóla Íslands um tíma. Þekking hans kom sér vel þegar hann fór með erlenda gesti/fjárfesta til að kynna stað- hætti fyrir álver eða aðra stór- iðju. Hann var fróður og góður sögumaður og hafði gaman af því að segja útlendingum frá landi og þjóð. Hann var alltaf þeirrar skoðunar að stóriðja og ferða- mennska gætu átt vel saman, það var ekkert annaðhvort eða. Hann mátti svo sannarlega vera stoltur af framlagi sínu til atvinnumála þjóðarinnar og það erum við öll sem unnum fyrir hann hjá MIL. Garðar hafði skýrar skoðanir á þjóðmálum og á mönnum og málefnum. Var gaman að heyra skoðanir hans þótt maður væri ekki alltaf sammála honum. Þyrfti ég að ná athygli hans var nóg að ég segðist ekki vera alveg nógu ánægð með það sem Sjálf- stæðisflokkurinn væri að gera í það og það sinnið, þá fékk ég að minnsta kosti góðan og sannfær- andi fyrirlestur um mikilvægi flokksins. Garðar reyndist mér og fjöl- skyldu minni mjög vel í öll þessi ár og deildum við bæði gleði og sorgum. Hann treysti manni fyr- ir verkefnum, hvatti mann áfram og var hjálpsamur og greiðvikinn og vildi allt fyrir alla gera. Hann var vinur vina sinna. Hann hafði ástríðu fyrir SOS barnaþorpun- um og vildi hag þeirra sem mest- an. Ekki má gleyma Unni, elsku- legri eiginkonu Garðars, sem hann saknaði svo sárt, en við Unnur áttum vel saman enda var hún alveg yndisleg manneskja. Það var svo mikill dugnaður og kraftur í þeim hjónum og eins og segir í auglýsingunni – engin vandamál – bara lausnir. Ég votta börnum Garðars og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Stefanía Víglundsdóttir. Garðar Ingvarsson var einn upphafsmanna að starfsemi SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyrir rúmlega 30 árum. Hann sat í stjórn samtakanna frá upphafi og studdi þau með ráðum og dáð alla tíð. Fyrir ekki svo löngu ákvað Garðar að kominn væri tími til þess að stíga til hliðar og hleypa yngri kynslóðum að. Hann fór þó ekki langt, heldur tók samkvæmt boði þar um fús- lega sæti í fulltrúaráði samtak- anna og sat þar allt til dauða- dags. Garðar mætti vel á alla fundi og samkomur sem komu starf- semi SOS Barnaþorpanna við og leit reglulega inn á skrifstofu samtakanna, bæði til að greiða framlög og ekki síður til þess að spjalla við og hvetja starfsfólk. Hann var til dæmis búinn að boða komu sína á fund síðar í þessum mánuði, þrátt fyrir háan aldur og heilsubrest. Sjálfur lagði hann mikið upp úr því að framlög hans væru ekki „eyrnamerkt“ einhverju sér- stöku verkefni svo þau gætu nýst sem best til þess að mæta aðkall- andi kostnaði við starfsemi sam- takanna. Þá var hann ætíð dug- legur að tala máli samtakanna á hverjum þeim vettvangi þar sem hann gat komið þessu hjartans máli sínu að og var ónískur á að veita góð ráð varðandi rekstur- inn og starfsemina alla. Það reyndist SOS Barnaþorp- unum mikill happafengur að hafa Garðar innanborðs og fyrir hönd allra þeirra munaðarlausu og yf- irgefnu barna sem notið hafa stuðnings frá Íslandi í gegnum árin þökkum við honum kærlega fyrir stuðninginn og ánægjulega samfylgd. Fjölskyldu Garðars vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Ragnar Schram. Fyrstu kynni okkar Garðars má rekja til námsáranna í Þýska- landi á sjöunda áratugnum, þeg- ar hann stundaði nám í hagfræði í Köln og ég var við verkfræðinám í Aachen. Námsmönnum var oft boðið til fagnaðar á vegum þýsk/ íslenska vinafélagsins í Köln eða íslenska sendiráðsins í Bonn. Þegar síðasta kvöldlestin til Aac- hen var farin var gott að þiggja næturgistingu í góðu yfirlæti við hjartahlýju hjá Garðari og Unni og barnungri dóttur þeirra, Kar- en, í litlu leiguíbúðinni á Rínar- bökkum. Örlögin réðu því 1988 rúmum tveim áratugum síðar, þegar báð- ir höfðu öðlast nokkra starfs- reynslu, hvor á sínu sviði, að Garðar var ráðinn framkvæmda- stjóri nýstofnaðrar Markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, MIL og und- irritaður sem meðhlaupari. Markmið allra ríkisstjórna á Íslandi á þessum tíma var að nýta vistvænar orkulindir landsins til að efla útflutning og þjóðarhag, auka hagvöxt og skapa ný at- vinnutækifæri. Með gríðarlegri eljusemi margra manna, en ekki síst Garðars Ingvarssonar, náðist að gera þessi markmið að veru- leika, þannig að orkuiðnaður er nú ásamt fiskiðnaði og ferðaþjón- ustu með helstu undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar. Garðar gegndi veigamiklu hlutverki sem ritari viðræðu- nefnda um stóriðju nánast sam- fellt frá 1971 og var því vel kunn- ugur þessum málum. Hann lagði mikla áherslu á að afla Íslending- um sambanda og viðhalda þeim við erlenda aðila, sem kynnu að hafa áhuga á að fjárfesta hér- lendis. Ég varð þess fljótt áskynja að Garðar naut virðingar og trausts meðal áhrifamanna í áliðnaði víða um heim. Þessi und- irstaða í markaðsvinnu átti eftir að skila árangri þegar mest á reyndi, og MIL sigldi ekki alltaf með vindinn í seglin. Hingað komu aðilar sem virtust hafa áhuga en féllu svo frá af ýmsum ástæðum. Svo var með Atlantsál á Keilisnesi, sem hætt var við á síðustu stundu snemma á tíunda áratugnum. Ótal árangurslausar viðræður áttu sér stað um annars konar orkusækinn iðnað. Ítrekuð frestun Norsk Hydro á fram- kvæmdum við Reyðarfjörð varð til þess að íslensk stjórnvöld leit- uðu á önnur mið. Garðar gafst aldrei upp þótt á móti blési og sýndi í starfi sínu óbilandi þrautseigju og útsjónar- semi. Hann átti stóran þátt í að samningar tókust um stækkun álversins í Straumsvík eftir lang- an aðdraganda. Snilldargóð hug- mynd hans að byggingu álvers á Grundartanga með flutningi á búnaði úr nýlegu en aflögðu ál- veri frá Þýskalandi lagði grund- völlinn að Norðuráli. Rótgróin tengsl Garðars í álheiminum leiddu til þess að viðræður hófust við stærsta álframleiðanda heims, Alcoa, um að taka yfir verkefni Hydro Aluminium á Austurlandi. Í mars 2003, tæpu ári eftir fyrsta símtal, voru samn- ingar um byggingu Alcoa Fjarða- áls undirritaðir. Á 15 starfsárum MIL var sam- ið um sexföldun á raforkusölu til orkusækins iðnaðar. Garðar Ingvarsson átti afgerandi þátt í þeirri farsælu þróun fyrir þjóð- arhag. Ég minnist Garðars með sökn- uði og þakklæti fyrir tækifæri sem mér gafst til að taka þátt í merkum kafla í atvinnusögu þjóðarinnar og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Andrés Svanbjörnsson. Kveðja frá Verði Það má með sanni segja að frá- fall Garðars Ingvarssonar marki ákveðin tímamót í sögu Varðar og Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Þátttaka Garðars í flokks- starfinu í Reykjavík nær svo langt aftur í tímann og er svo víð- tæk að hún á sér fáar ef einhverj- ar hliðstæður. Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu ávallt búa vel að því að hafa notið Garðars, hans visku, fróðleiks og dugnaðar eins lengi og raun bar vitni. Garðar byrjaði snemma á unglingsárum sínum í flokknum, sat nær alla tíð í fulltrúaráði Varðar, var lengi vel formaður hverfafélagsins í Laug- arnesi, átti um áraraðir sæti í stjórn Varðar, sat í kjörnefndum, yfirkjörstjórnum, framtíðar- nefnd Sjálfstæðisflokksins, var fastagestur á landsfundum og var árum saman kjörinn í flokks- ráð Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Stundum var á stjórnarfund- um hjá Verði því í hálfkæringi kastað fram að Laugarnesið hefði fundið upp kosningarnar. Það sem menn meintu með því var jú að Garðar hefði fundið upp kosn- ingarnar. Á bak við þetta lá sá sannleikur að enginn lifandi mað- ur hafði jafn mikla þekkingu og reynslu af prófkjörum og kosn- ingabaráttu og Garðar. Það var alveg sama hvaða upplýsingar mann vantaði – Garðar vissi alltaf svarið. Mér er sérstaklega eftir- minnilegt þegar ég skipulagði mitt fyrsta prófkjör, þá 25 ára gamall og enn þá blautur á bak við eyrun, og mig sárvantaði upp- lýsingar um hvernig skyldi aug- lýsa slíka kosningu. Í örvænting- arkasti hringdi ég í Garðar sem bað mig um að halda ró minni, hann væri á leiðinni. Um það bil 10 mínútum síðar var hann svo mættur inn á skrifstofu með skjalatösku fulla af prófkjörsaug- lýsingum, nánar tiltekið öllum prófkjörsauglýsingum Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík frá upp- hafi. Þarna lærði ég ómetanlega lexíu, þegar maður er í vafa um eitthvað í flokksstarfinu þá hringir maður í Garðar. Það verður svo sannarlega erfitt að venjast því að geta ekki framar leitað ráðgjafar þessa einstaka manns. Garðar var hugsjónamaður, hann hafði ávallt sterkar skoðan- ir, lét í sér heyra og barðist fyrir þeim en var þó ætíð málefnaleg- ur. Hann var máttarstólpi í flokknum og í grasrótinni í Reykjavík. Það er mér sannur heiður að hafa fengið að kynnast honum og átt með honum samleið og samstarf í þágu flokksins og grasrótarinnar. Garðars verður sárt saknað en minning hans mun lifa um ókomna tíð. Skúli Hansen, fram- kvæmdastjóri Varðar. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu okkar, systur og mágkonu, KOLBRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Dollu, frá Reykholti. Haraldur Gunnarsson Steinþóra Jónsdóttir Valgeir Einarsson Mäntylä Vigdís og Kolbeinn Þórir Jónsson Hulda Olgeirsdóttir Þorvaldur Jónsson Ólöf Guðmundsdóttir Eiríkur Jónsson Björg Bjarnadóttir Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabraut 33, lést á Sólvangi mánudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 13. mars klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Fríkirkjunnar, reikn. 0544-14-800108 kt. 510303-3420. Svanhildur Pétursdóttir Gissur Guðmundsson Birgir Pétursson Hrefna Geirsdóttir Sverrir Pétursson Sandra Petursson Hrönn Pétursdóttir Jafet Ingvason Björk Pétursdóttir Sveinn Sigurbergsson ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ARADÓTTIR, Nygjerdet 1, Valderöya, Noregi, lést á Giske Omsorgsenter á Valderöya 28. febrúar. Útförin hefur farið fram. Þórir Einarsson Berglind Þóra Þórisdóttir Dan-Erik Röstad Hlynur Þórisson Sævar Þórisson Andreas og Jonathan Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINVÖR BJARNADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Berjavöllum 2, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði fimmtudaginn 12. mars klukkan 11. Sigurveig Helga Hafsteinsd. Guðmundína Ragnarsdóttir Viggó Valdemar Sigurðsson Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir Bragi Þorsteinn Bragason Ragnheiður Ragnarsdóttir Þorsteinn Kr. Ragnarsson Paula A. Sánchez barnabörn og fjölskyldur þeirra Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, MATTHILDUR Ó. BJARNADÓTTIR, Rein, Eyjafjarðarsveit, lést á Lögmannshlíð miðvikudaginn 4. mars. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. mars klukkan 13.30. Eiríkur Bóasson Herborg Eiríksdóttir Bergsveinn Snorrason Bjarni Eiríksson Dagný Rut Haraldsdóttir Bóas Eiríksson Þórey Anna Grétarsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.