Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 HÁDEGIS- TILBOÐ Mánudaga-föstudaga kl. 11.00-14.30 Borðapantanir í síma 562 3232 Verð frá 990 til 1.990 kr. Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 7.900 Str. 36-52 • Fleiri litir Buxur Ólafur Bernódusson Skagaströnd Eftir helgarvinnu í Vörusmiðju Bio- Pol á Skagaströnd útskrifaðist hóp- ur Vestfirðinga úr 80 kennslu- stunda námskeiði: „Matarkistan Vestfirðir/beint frá býli“. Á nám- skeiðinu var kennt samkvæmt nám- skrá Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins frá 2015. Að sögn verkefnisstjóra nám- skeiðsins, Sólveigar Bessu Magn- úsdóttur, var það haldið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og hófst 30. október á síðasta ári. Um fjarkennslu var að ræða en nem- endurnir, sem voru 19 talsins, komu víðs vegar að af Vestfjörðum, allt frá Brjánslæk á Barðaströnd og að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Fræðslumiðstöðin fékk styrk úr Sóknaráætlun Vest- fjarða, sem gerði kleift að halda námskeiðið. Á því hafa nemendur fengið innsýn í fjölmargt sem snertir framleiðslu og markaðs- setningu á vörum beint frá býli, meðal annars ostagerð, gerð gæða- handbókar, hreinlæti og örveru- fræði auk þess að fara í heimsókn til framleiðenda. Lokahnykkur um helgina Núna um helgina var svo loka- hnykkur námskeiðsins þegar fólkið kom saman og framleiddi ýmiss konar góðgæti úr kjöti og fiski í vottuðu vinnslurými Vörusmiðj- unnar. Þátttakendur fengu svo af- hent viðurkenningarskjöl sín í lok helgarinnar. Við það tækifæri smökkuðu við- staddir á afurðunum, sem voru allt frá léttreyktum og krydduðum sil- ungi yfir í þurrkað og marinerað kjöt af ýmsu tagi. Létu nemendur og kennarar afar vel af aðstöðunni í Vörusmiðjunni sem opnar leið fyrir fólk að framleiða vörur úr eigin hráefni til að selja svo undir merk- inu „beint frá býli“ og margfalda þannig virði þess hráefnis sem það framleiðir. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Námskeið Hluti Vestfirðinganna í fullum skrúða í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Leiðbeinendurnir, Páll Frið- riksson, lengst til vinstri, og Þórhildur M. Jónsdóttir, önnur frá hægri, kenndu hópnum á námskeiðunum í vetur. Vestfirðingar á námskeiði Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, efndi sl. sunnudag til göngu um Elliðaárdalinn í tilefni af Al- þjóðadegi kvenna. Ákveðið var að fagna deginum með breyttu sniði þar sem skráning á baráttufund var það dræm vegna kórónuveirunnar. Yfirleitt hafa á annað hundrað fé- lagskonur FKA komið saman á þessum degi og fagnað saman. Alþjóðanefnd FKE stóð fyrir göngunni og var hin ágætasta mæt- ing, enda stillt í veðri og sól á lofti. Safnaðist hópurinn saman við Sprengisand, með kaffi og kakó á brúsa, og arkaði saman um dalinn. Ljósmynd/FKA Heilsubót Kátur hópur frá FKA gekk um Elliðaárdalinn sl. sunnudag. FKA-konur gengu á alþjóðadegi kvenna Stjórn Félags Árneshreppsbúa hef- ur ákveðið að fresta 80 ára afmæl- ishátíð félagsins til hausts. Félag Árneshreppsbúa er með elstu starfandi átthagafélögum landsins. Vegleg afmælishátíð var fyr- irhuguð í Félagsheimili Seltjarn- arness nk. laugardag, en Krist- mundur Kristmundsson, formaður félagsins, segir að vegna kór- ónuveirunnar hafi fyrrnefnd ákvörðun um frestun verið tekin. Afmælishátíð Árnes- hreppsbúa frestað Keflavíkurflugvöllur er á meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir ár- legra farþega) hvað varðar þjón- ustugæði. Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem framkvæmd er á helstu flug- völlum heims á vegum Alþjóða- samtaka flugvalla (ACI). Keflavíkurflugvöllur hefur verið á meðal þátttakenda í könnunum ACI frá árinu 2004 og hefur alla tíð verið ofarlega á evrópska listanum, sem telur yfir 100 flugvelli vítt og breitt um álfuna. „Nú er ljóst að Keflavík- urflugvöllur er einn af þeim átta sem fá hæsta meðaleinkunn í könn- uninni og hlýtur því sérstaka við- urkenningu ACI fyrir þjón- ustugæði,“ segir m.a. í tilkynningu frá Isavia. Aðrir sem hljóta viðurkenningu í sama flokki eru flugvellirnir í Björgvin í Noregi, Izmir í Tyrk- landi, Sochi í Rússlandi, Luqa á Möltu, Newcastle á Englandi og Porto-flugvöllur í Portúgal. Flugvöllurinn með þeim bestu í Evrópu Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Flugvöllurinn er með þeim bestu í Evrópu samkvæmt nýrri könnun. Óeining um valdmörk og yfirstjórn- unarhlutverk ríkislögreglustjóra hefur á undanförnum árum leitt til þess að lögreglustjórar hafa í aukn- um mæli leitað beint til dómsmála- ráðuneytis vegna ýmissa mála í stað ríkislögreglustjóra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Stofnunin tók ákvörðun um að ráðast í úttektina í kjölfar þess að embætti hans óskaði eftir at- hugun Ríkisendurskoðunar á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Telur Ríkisendurskoðun að endurskoða þurfi lögreglulög og skýra hlutverk ríkislögreglustjóra en í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að vænlegast sé að á Íslandi verði í framtíðinni ein lögregla sem starfi undir sameiginlegri stjórn óháð fjölda umdæma eða fyrirkomu- lagi einstakra verkefna innan skipu- lagsins. Athugun Ríkisendurskoðunar leiddi einnig í ljós að það hefði tekið embætti ríkislögreglustjóra rúm fjögur ár að koma útboðsmálum vegna fatnaðar lögreglu í viðunandi horf en þjónustuhlutverk ríkislög- reglustjóra hefði sætt gagnrýni inn- an lögreglunnar, sérstaklega sam- eiginleg þjónusta ríkislögreglustjóra í tengslum við rekstur bílamiðstöðv- ar og kaup á búnaði og fatnaði lög- reglumanna. „Draga þarf lærdóm af rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og koma á fót ásættanlegu kerfi í tengslum við ökutæki lögreglu,“ segir í samantekt um úttekt Ríkis- endurskoðunar. Öflugt faglegt starf Þar segir einnig að í gegnum árin hafi embætti ríkislögreglustjóra ver- ið falin ýmis ábyrgðarhlutverk innan löggæslunnar, s.s. rekstur sér- sveitar, almannavarnadeildar, al- þjóðadeildar, landamæradeildar, greiningardeildar, stoðdeildar og fleiri eininga. Um sé að ræða verk- efni sem mikilvægt sé að sé sinnt á landsvísu. Almennt hafi ríkt góð sátt um þessi verkefni og þau séu m.a. til marks um þá eflingu og framþróun löggæslunnar sem átt hafi sér stað frá því að embætti ríkislögreglu- stjóra var komið á fót. Faglegt lög- gæslustarf innan embættis ríkislög- reglustjóra hafi þannig verið öflugt þrátt fyrir togstreitu um yfirstjórn lögreglu á síðustu árum. Ein lögregla undir sömu stjórn  Endurskoða þarf lögreglulög og skýra hlutverk ríkislögreglustjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.