Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilnefnd Höfundar og tilnefndir þýðendur til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur saman komnir í Okinu í Gerðubergi í gær þar sem glatt var á hjalla.
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavík-
urborgar 2020 voru kynntar í Okinu í Gerðubergi í
gær og eru alls 15 bækur tilnefndar og verðlaun veitt
í þremur flokkum, þ.e. flokki barna- og ungmenna-
bóka frumsaminna á íslensku, flokki þýddra barna-
og ungmennabóka og flokki myndlýstra bóka.
Verðlaunin verða afhent síðasta vetrardag í
Höfða.
Eftirtaldir rithöfundar, myndhöfundar og þýð-
endur eru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykja-
víkurborgar 2020 fyrir eftirtaldar bækur:
Barnabækur frumsamdar á íslensku
Gunnar Helgason - Draumaþjófurinn.
Mál og menning gaf út.
Margrét Tryggvadóttir - Kjarval: málarinn sem fór
sínar eigin leiðir. Iðunn gaf út.
Hildur Knútsdóttir - Nornin. JPV gaf út.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir - Villueyjar.
Björt gaf út.
Snæbjörn Arngrímsson - Rannsóknin á leynd-
ardómum eyðihússins. Vaka-Helgafell gaf út.
Myndlýsingar í barnabókum
Bergrún Íris Sævarsdóttir - Ró – fjölskyldubók
um frið og ró. Töfraland gaf út.
Blær Guðmundsdóttir - Sipp, Sippsippanipp og
Sippsippanippsúrumsipp: systurnar sem ætluðu
sko ekki að giftast prinsum! Bókabeitan gaf út.
Jón Páll Halldórsson - Vargöld, 2. bók.
Iðunn gaf út.
Lani Yamamoto - Egill spámaður.
Angústúra gaf út.
Rán Flygenring - Vigdís: bókin um fyrsta konu-
forsetann. Angústúra gaf út.
Þýddar barnabækur
Illugi Jökulsson - Bók um tré eftir Piotr Socha og
Wojciech Grajkowski.
Sögur útgáfa gaf út.
Jón St. Kristjánsson - Villinorn: Bækurnar Blóð
Viridíönu og Hefnd Kímeru eftir Lene Kaaberbøl.
Angústúra gaf út.
Silja Aðalsteinsdóttir - Snjósystirin eftir
Maju Lunde. Mál og menning gaf út.
Þórarinn Eldjárn - Hver vill hugga krílið? eftir
Tove Jansson. Mál og menning gaf út.
Þórdís Gísladóttir - Múmínálfarnir: Minningar
múmínpabba eftir Tove Jansson. Mál og menning
gaf út.
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér
lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu, eins
og segir í tilkynningu og er helsta markmið þeirra
að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu
fyrir unga lesendur svo og að hvetja þá til bóklest-
urs. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð Tinnu Ás-
geirsdóttur formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfs-
syni, Helgu Birgisdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni
og Valgerði Sigurðardóttur.
Fimmtán bækur tilnefnd-
ar í þremur flokkum
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur voru kynntar í gær
Sænski leikarinn
Max von Sydow
er látinn. Hann
var níræður. Von
Sydow er hvað
frægastur fyrir
samstarfið við
leikstjórann Ing-
mar Bergman
sem hófst um
miðjan sjötta
áratuginn og víðfræg er senan úr
Sjöunda innsiglinu (1957) þar sem
persónan sem hann leikur teflir við
dauðann. Alls lék von Sydow í 11
kvikmyndum Bergmans. Hann átti
jafnframt glæstan alþjóðlegan feril
og lék nánast til dánardags. Meðal
frægra hlutverk hans má nefna The
Exorcist (1973), Hannah and Her
Sisters (1986) og Pelle eroberen
(1987). Þá lék hann í nýja Stjörnu-
stríðs-þríleiknum og kom fram í
sjöttu þáttaröð Krúnuleikanna.
Leikarinn Max
von Sydow látinn
Max von Sydow
Bókaforlagið
Hachette hefur í
kjölfar háværra
mótmæla hætt
við að gefa út
sjálfsævisögu
Woodys Allen.
Fyrst mótmælti
rithöfundurinn
Ronan Farrow
útgáfunni harð-
lega og í kjölfarið gekk hluti starfs-
manna forlagsins á dyr til að sýna
óánægju með væntanlega útgáfu.
Allen hefur verið sakaður um að
misnota dóttur sína en hefur ætíð
swneitað því auk þess sem tvær
rannsóknir hafa ekki getað staðfest
þann áburð. Stephen King er meðal
listamanna sem gagnrýna ákvörðun
forlagsins sem hættulega ritskoðun.
Hætta við að gefa
út ævisögu Allens
Woody Allen
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell
ADifferent Kind of Disaster Movie.
Rás 2
FBL
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS
©2019 Disney/Pixar
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI