Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 AÐALFUNDUR AðalfundurBrims hf. verður haldinn þriðjudaginn 31.mars 2020 ímatsal félagsins aðNorðurgarði 1, 101Reykjavík og hefst hann klukkan17:00. Fundurinn fer framá íslensku. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga umheimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt55. gr. hlutafélagalaga. 3. Skýrsla stjórnar umkosti og galla tilnefningarnefnda skv. samþykkt síðasta aðalfundar. 4. Tillaga stjórnar vegna samþykktar á hluthafafundi 12. desember2019 umað fela stjórn félagsins að leggja fram til samþykktar eða synjunar tillögur semmiða að því að aukamöguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu. 5. Önnurmál. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu og sendir til félagsstjórnar á netfangið adalfundur@brim.ismeð það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 laugardaginn 21. mars 2020. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.brim.is Stjórn Brims hf. Milljónir Kínverja upplifa það nú í fyrsta skipti á ævinni að sinna starfi sínu heiman frá sér eftir að kórónuveiran stakk sér niður í Kína í lok síðasta árs. Nú þegar fréttir berast hvaðan- æva af eldrauðum tölum hluta- bréfamarkaða hafa bréf sumra þó verið á uppleið. Má þar nefna bandaríska fyrirtækið Zoom, sem framleiðir hugbúnað fyrir fjar- fundatækni, en Kínverjar hafa einnig verið iðnir við að sækja sér önnur smáforrit til fjarfundahalds, svo sem WeChat Work og Ding- Talk. Tortryggnir yfirmenn Viðbrögðin við þessu nýja lífs- mynstri margra Kínverja hafa ver- ið blendin. Heyrst hafa kvartanir yfir tortryggnum yfirmönnum sem séu vantrúaðir á að undirmönnum sé treystandi til að halda sig að verki heima við. Einbeitingar- skortur hrjáir aðra á meðan sumir telja sig hafa himin höndum tekið og segja tímann nýtast mun betur. Sambandið við makann sé jafnvel allt á uppleið. Tao Yu starfar hjá markaðsdeild bifreiðaframleiðandans Porsche í Shanghai. Hún er frá Hubei-hér- aði, en sinnir starfi sínu á heimili fjölskyldunnar í borginni Huang- gang. Opni augu stjórnenda „Ég vakna, borða morgunverð og fer svo inn í herbergið mitt að vinna,“ segir Tao við breska rík- isútvarpið BBC. Hún er ekki sér- staklega hrifin af fyrirkomulaginu. „Ég vil gjarnan sýna fram á að vinna heiman frá sé jafngild vinnu á skrifstofunni, en ég óttast að vinnufélögum mínum þyki þetta ósanngjarnt, að þeim finnist ég lifa lúxuslífi með því að vinna heima.“ Zhang Xiaomeng, aðstoðarpró- fessor í atferlisfræði á vinnustöð- um við Cheung Kong-háskólann í Peking, segir heimavinnuna þess valdandi að vinnustaðir fjárfesti í fjarfundabúnaði sem þeir muni svo nýta sér áfram. Telur hún þessi nýju vinnubrögð opna augu stjórn- enda fyrir þörfum starfsfólks. „Kórónuveirufaraldurinn gefur fyrirtækjum ný tækifæri til að skoða samband vinnuveitenda og starfsmanna ofan í kjölinn og þróa vinnustaðamenninguna yfir í að reynast hvorum tveggja til hag- sældar,“ segir aðstoðarprófessor- inn. Kínverskum vinnudegi gjörbylt  Fjarfundaforrit aldrei vinsælli í Kína  Segir kórónuveiruna gefa vinnuveitendum ný tækifæri AFP Útskriftargleði Læknar og hjúkrunarfræðingar við sjúkrahúsið í Wuhan- borg, sem reist var sérstaklega til þess að takast á við kórónuveirufarald- urinn, fögnuðu því að síðasti sjúklingurinn var útskrifaður þaðan í gær. Samfélagsmiðillinn Twitter hefur í fyrsta sinn notað merkinguna „breytt innihald“ sem kynnt var til sögunnar 5. mars og er ætlað að auðkenna efni sem deilt hefur ver- ið á miðlinum og telst „verulega breytt eða uppspuni“ að mati greinenda Twitter. Var fyrsta merkingin þessarar tegundar sett á myndskeið af framboðsræðu Joe Biden, eins forsetaefna Demó- krataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. „Ég er sammála Joe!“ Virtist þar í fljótu bragði sem Biden hefði sagt sem svo við gesti kosningafundar í Kansas City: „Við getum ekki annað en endur- kjörið Donald Trump.“ Slík yf- irlýsing féll eðlilega í kramið í Hvíta húsinu, þar sem höfuðand- stæðingur væntanlegs forsetaefnis demókrata situr, og var Dan Scav- ino, samfélagsmiðlastjóri Hvíta hússins, fljótur að deila mynd- skeiðinu á Twitter. Það gerði Don- ald Trump forseti einnig, tvívegis reyndar, og lét þar fljóta með at- hugasemdina „Ég er sammála Joe!“ Við nánari athugun Twitter- manna reyndist upphafleg útgáfa ræðunnar þó engin hvatning til að kjósa Donald Trump á ný í for- setaembættið þar sem Biden sagði í raun: „Við getum ekki annað en endurkjörið Donald Trump ef við festumst í þessum innbyrðis vær- ingum. Kosningabaráttan verður að vera á jákvæðum nótum.“ Twitter hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að taka sér 18 klukkustundir áður en efnið var merkt sem óáreiðanlegt. Það tíma- bil horfðu fimm milljónir notenda á myndskeiðið. Talsmenn Twitter lofa bættum vinnubrögðum. Twitter merkir efni sem falsað  Biden virtist Trump handgenginn AFP Frambjóðandi Joe Biden er forseta- efni demókrata í Bandaríkjunum. Sænska lögreglan hyggst setja upp 150 nýjar eftirlitsmyndavélar árið 2020 á svæðum þar sem afbrot hafa verið tíð undanfarið. Verða nýju vél- arnar viðbót við þær 300 sem lög- regla hefur þegar sett upp og segir Pia Glenvik, stjórnandi myndavéla- verkefnisins, sænska ríkisútvarpinu SVT að þörfin fyrir slíkar mynda- vélar sé ærin. Búnaður frá Interpol Sænska lögreglan hefur nú til reynslu nýjan tölvubúnað sem ætlað er að bera kennsl á fólk af þeim and- litsmyndum sem öryggismyndavél- arnar ná af því. Er þetta búnaður sem alþjóðalögreglan Interpol hefur haft til umráða og sænska lögreglan hefur haft aðgang að síðan í fyrra. „Við erum ekki farin að nota þetta enn þá og munum þurfa að ráðfæra okkur við Persónuvernd áður en við förum að greina myndefni með þess- um hætti,“ segir Glenvik við SVT. Hún segir að þegar samþykki per- sónuverndaryfirvalda liggi fyrir verði hægt að láta búnaðinn bera andlit úr myndefni eftirlitsvélanna saman við myndasafn lögreglu og út- búa lista af hugsanlegum samsvör- unum sem lifandi manneskjur fari svo yfir og meti. Kennsl á föt og fylgihluti Annar þáttur í nýja hugbúnaðin- um er að myndavélarnar geti borið kennsl á manneskju af fatnaði henn- ar eða öðrum fylgihlutum, svo sem tösku eða veski sem viðkomandi ber eða öðru sem telja má einkennandi. Verkefnið nýtur styrks úr sjóði Evrópusambandsins fyrir innra ör- yggi og þarf sænska lögreglan að uppfylla ströng skilyrði sem styrkn- um fylgja. Svíar fjölga eftir- litsmyndavélum  ESB styrkir nýjan kennslabúnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.