Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020
✝ Páll Júlíussonfæddist í
Reykjavík 20. sept-
ember 1936. Hann
lést á líknardeild-
inni í Kópavogi 27.
febrúar 2020. For-
eldrar hans voru
Júlíus Pálsson, sím-
virki í Reykjavík, f.
1903, og Agnes
Kragh húsmóðir, f.
1907 (bæði látin).
Systkini Páls eru Hanna Fríða
Kragh, f. 2.4. 1933 (látin), og
Hans Kragh Júlíusson, f. 13.1.
1938.
Eiginkona Páls var Patrica
Light Júliusson (látin). Þau
skildu. Börn þeirra eru Júlía
Marie Júliusson, f. 1.6. 1960, og
Mark Vincent Júliusson, f. 11.5.
1962, bæði búsett í Bandaríkj-
unum. Sambýliskona Páls var
Mai Wongphoothon, f. 10.8. 1970.
Þau slitu samvistir. Börn þeirra
eru Júlíus Pálsson, f. 22.8. 1991,
um rannsóknar- og heimilda-
vinnu fyrir lögmannsstofur.
Páll flutti heim til Íslands
1972, varð sölustjóri í útflutningi
hjá skinnaverksmiðjunni Iðunni
á Akureyri, sölufulltrúi SÍS í
Reykjavík frá 1973 fyrir iðnvarn-
ing SÍS-verksmiðjanna og vefn-
aðarvörudeild SÍS, var sölu-
fulltrúi hjá Íslensk-ameríska
verslunarfélaginu 1978-80 og
framkvæmdastjóri og skrif-
stofustjóri KSÍ 1980-91. Páll
starfaði æ síðan sjálfstætt við ým-
is markaðsmál og rak eigið fyrir-
tæki á því sviði til hinsta dags.
Páll starfaði í Skátafélagi
Reykjavíkur á unglingsárunum
og lék knattspyrnu með Fram,
sat í stjórn KKÍ í fjögur ár, þar af
formaður þess í tvö ár, sat í
stjórn Knattspyrnudeildar Fram,
starfaði á vegum KA á Akureyr-
arárunum, sat í nefndum á veg-
um KSÍ og starfaði sem eftirlits-
maður knattspyrnudómara í
áratugi.
Útför Páls fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 10. mars
2020, og hefst athöfnin klukkan
15.
unnusta hans er
Kristín Hrefna Hall-
dórsdóttir, og Stef-
anía Pálsdóttir, f.
26.1. 1993, unnusti
hennar er Einar
Thorlacius Magn-
ússon.
Páll lauk gagn-
fræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, stund-
aði flugvirkjanám í
Noregi í þrjú ár og framhalds-
nám við Northroop Institude of
Technology í Kaliforníu 1959-60.
Hann starfaði hjá Army and Air-
force Excange/Navy Excange
1960-61, kom heim til Íslands
1961 en flutti aftur til Bandaríkj-
anna 1962. Þar stundaði hann
viðskiptafræðinám og var jafn-
framt sölufulltrúi hjá Prudential
Overall Supply Inc., var sölu-
fulltrúi hjá Coca Cola Company í
Los Angeles og starfrækti síðan í
tvö ár þjónustufyrirtæki sem sá
Elsku besti pabbi okkar lést
aðfaranótt fimmtudagsins 27.
febrúar. Það er gríðarleg sorg og
söknuður yfir okkur systkinum
að missa hann frá okkur en við
huggum okkur við það að hann
sé nú kominn á betri stað, elsku
karlinn.
Ef það er eitthvað eitt sem
við tökum með okkur út í lífið
frá pabba, þá er það að njóta
hvers dags sem við eigum eftir
og skapa dýrmætar minningar.
Við vorum svo heppin að ná
saman seinasta ferðalaginu í
desember og janúar áður en
krabbameinið versnaði og tók
hann frá okkur að lokum. Hann
sagði okkur að hafa engar
áhyggjur af sér, hann hefði svo
sannarlega lifað góðu og löngu
lífi, sem er rétt. Samt er þetta
svo sárt og eftir situr tómarúm í
hjartanu, fyllt af seinustu ósk-
um um eitt ferðalag í viðbót,
eina bíóferð eða eitt „dinner-
deit“ í viðbót – nú eða bara eitt
knús.
Pabbi var góður maður sem
tók að sér alls kyns verkefni og
hjálpaði eins og hann gat. Hann
var einstaklega duglegur og
vann alveg fram á síðasta dag.
En þrátt fyrir að vera upptekinn
maður mætti hann á alla leiki og
öll mót hjá okkur systkinunum.
Hann skutlaði mér, dóttur sinni,
í og úr skóla allan minn grunn-
skólaferil og jafnvel fyrstu árin í
menntaskóla, þegar ég missti af
strætó, áður en ég fékk bíl og bíl-
próf. Hann keyrði mig á kóræf-
ingar og mætti á tónleika, skutl-
aði Júlíusi á æfingar og fylgdi
honum á mót, og það jafnvel til
annarra landa. Þannig mætti
endalaust telja. Pabbi gaf sér
alltaf tíma fyrir okkur og það
voru kærkomnar stundir. Það
eina sem við þurftum að passa
okkur á var að trufla pabba ekki
þegar Liverpool var að spila. Við
erum meira að segja viss um að
ástæðan fyrir því að Liverpool
hefur tapað síðustu tveimur
leikjum sínum er sú að þeirra
helsti stuðningsmaður er ekki
lengur til staðar til að hvetja liðið
til dáða! En pabbi horfði á fleira
en Liverpool-leiki og aðra knatt-
spyrnuleiki í sjónvarpinu. Hann
var mikill áhugamaður um
íþróttir og fylgdist vel með í
næstum öllum íþróttagreinum
alla tíð.
Elsku pabbi, hvíldu í friði. Við
teljum víst að nú sért þú kominn
á einhvern góðan skemmtistað
einhvers staðar í alheiminum til
að dansa! Þú varst býsna flottur
á dansgólfinu á árum áður. Við
erum líka viss um að þú sért
ánægður með að sleppa við alla
ringulreiðina í kringum Co-
vid-19-veiruna!
Við systkinin kveðjum þig
með endalausum söknuði og
miklu þakklæti fyrir allt það sem
þú gerðir fyrir okkur og með
okkur – og allt það sem þú
kenndir okkur. Þú varst frábær
pabbi.
Ástarkveðja,
Stefanía og Júlíus.
Gefa vona, þiggja, þrá,
þjóna, njóta gleðja.
Elska, hlæja, fagna, fá,
fara, missa, kveðja.
(Bragi V. Bergmann)
Það voru tvö ár á milli okkar
bræðranna, Palla og mín. Hann
var „stóri bróðir“ minn og við
brölluðum ýmislegt saman á
barna- og unglingsárunum. Svo
fullorðnuðumst við og samveru-
stundirnar urðu bæði strjálar og
stopular í æði mörg ár, af ýmsum
ástæðum: Ég var á sjónum um
skeið og Palli á eilífu flandri, inn-
an lands og utan. Fyrst fór hann
til Noregs í flugvirkjanám, svo til
Bandaríkjanna í framhaldsnám
og vinnu. Eftir það kom hann
heim til Íslands í tæpt ár og bjó
þá í Keflavík en flutti svo aftur út
til Bandaríkjanna. Þar stofnaði
hann fjölskyldu og starfaði og
bjó í BNA önnur tíu ár. Hann var
svo varla fluttur heim til Íslands
að nýju þegar hann réð sig í starf
hjá SÍS á Akureyri og var þar
meira og minna næstu fjögur til
fimm árin. Palli bróðir var orðinn
rúmlega fertugur þegar þessum
ævihluta lauk og hann settist
loks að á höfuðborgarsvæðinu.
Við bræður töpuðum okkar nánu
tengslum á öllum þessum árum
lítilla samvista en vorum góðir
vinir alla tíð.
Við Palli fórum oft saman á
fundi í Frímúrarareglunni síð-
ustu tvo áratugina sem hann lifði
og það gaf okkur báðum mikið.
Palli bróðir var góður og
hjartahlýr maður sem vildi öllum
vel. Hann tók föðurhlutverkið
mjög alvarlega og leysti það af-
skaplega vel af hendi alla tíð, af
alúð, kærleika og mikilli ánægju.
Ég kveð hann með söknuði og
þakka samfylgdina.
Elsku Stefanía og Júlíus. Við
Guðrún og fjölskyldan öll send-
um ykkur innilegar samúðarósk-
ir. Við munum gera það sem í
okkar valdi stendur til að styðja
ykkur í gegnum sorgarferlið og
hjálpa eftir fremsta megni.
Blessuð sé minning Palla bróður.
Hans Kragh Júlíusson
og fjölskylda.
Ég kynntist Páli, eða Palla
Júl. eins og hann var alltaf kall-
aður, um miðjan áttunda áratug
liðinnar aldar. Við kynntumst í
gegnum störf okkar á þeim ár-
um; hann sölufulltrúi Sambands
íslenskra samvinnufélaga, SÍS, í
Reykjavík en ég verslunarstjóri
Herraríkis, sem líka var í eigu
SÍS. Með okkur tókst góður vin-
skapur og við brölluðum margt
skemmtilegt saman á næstu ár-
um. Síðan trosnaði þráðurinn um
stund, eins og gerist, en sönn
vinabönd eru gerð úr traustu
efni og slitna aldrei. Þannig var
það með okkur tvo.
Palli kom reglulega til mín í
Herrahúsið til að ræða hin ýmsu
mál og var boðinn og búinn að
rétta fram hjálparhönd eða gefa
góð ráð ef á þurfti að halda.
Hann var Júlíusi og Stefaníu
góður faðir og sinnti þeim af
mikilli umhyggju og ást. Ég kveð
góðan vin, nú þegar leiðir skilur,
og þakka samfylgdina. Ég sendi
Júlíusi og Stefaníu, Hansa og
fjölskyldu og öðrum ættingjum
Palla samúðarkveðju.
Sverrir Bergmann.
Leiðir okkar Palla Júl. lágu
víða saman á lífsleiðinni. Hann
var einn af vinum Sverris bróður
og ég hitti hann nokkrum sinnum
á háskólaárum mínum, gjarnan
þegar hann mætti í gott teiti hjá
Sverri áður en vinahópurinn hélt
út á lífið; í Þórskaffi eða á ein-
hvern annan af þessum þjóð-
sagnakenndu gullaldarstöðum
sem lifðu góðu lífi „í den“. Þar
dönsuðu margir af mikilli list og
Palli var með þeim liprustu.
Þegar ég fór að dæma knatt-
spyrnuleiki í deildakeppninni
upp úr 1980 kynntist ég nýrri
hlið á Palla, sem þá var orðinn
skrifstofustjóri KSÍ. Þau sam-
skipti voru með miklum ágætum.
Eftir að hann lét af störfum á
skrifstofu KSÍ varð hann eftir-
litsmaður dómara og mætti sem
slíkur m.a. á marga leiki sem ég
dæmdi til að gefa dómarateym-
inu umsögn. Það starf rækti
hann af samviskusemi, var ávallt
sanngjarn og samkvæmur sjálf-
um sér.
Fljótlega eftir að ég hóf rekst-
ur eigin fyrirtækis á Akureyri,
Fremri almannatengsla, lágu
leiðir okkar saman í viðskiptum.
Þetta var árið 1994 en þá hafði
Palli haslað sér völl í sölu auglýs-
inga. Það er skemmst frá því að
segja að hann seldi auglýsingar í
fjölmörg blöð og tímarit sem
fyrirtæki mitt hafði umsjón með
og skrifaði næstu 25 árin. Hann
var traustur samstarfsmaður og
vandvirkur og orð hans stóðu
eins og stafur á bók. Það er mik-
ilsverður eiginleiki í öllum sam-
skiptum.
Palli var félagi í Frímúrara-
reglunni um áratugaskeið og það
mannræktarstarf sem þar er
unnið endurspeglaðist í lífsvið-
horfum hans. Hann hvatti mig
eindregið til að feta sömu slóð og
þeir vinirnir, Palli og Sverrir
bróðir, létu sig ekki muna um að
„skjótast“ norður á Akureyri í
vetrarfærð til að vera mér til
halds og trausts þegar ég gekk
sjálfur inn í regluna. Æ síðan
reyndist hann mér ráðhollur á
þeim vettvangi og hvatti mig til
dáða.
Í gegnum samstarf okkar og
vináttu kynntist ég „fjölskyldu-
hliðinni“ á Palla, ef svo má að
orði komast. Hann tók upp á því
tæplega sextugur að eignast tvö
börn með tveggja ára millibili.
Nokkrum árum síðar var hann
orðinn einstæður faðir með börn-
in sín og það kom að miklu leyti í
hans hlut að annast um þau á all-
an hátt. Það gerði hann með
miklum glæsibrag og tók það
hlutverk fastari tökum en nokk-
urt annað á lífsleiðinni. Svo mikið
er víst að margir foreldrar hefðu
getað lært ýmislegt af Palla á
þessu sviði.
Ég kveð Palla með virðingu og
þökk fyrir þau rúmlega 40 ár sem
leiðir okkar lágu saman. Ég sendi
Stefaníu og Júlíusi hugheilar
samúðarkveðjur sem og Hansa
og öðrum aðstandendum. Langri
og viðburðaríkri ævi Palla Júl. er
lokið. Góður drengur er genginn
til náða, vel að hvíldinni kominn.
Bragi V. Bergmann.
Elsku Palli.
Það er ótrúlegt hve fljótt enda-
lokin skella á okkur. Þú ferðast
til Bandaríkjanna í desember, ert
þar um jól og áramót með ynd-
islegu fjölskyldunni þinni, kemur
heim um miðjan janúar, ert kom-
inn á sjúkrahús í ferbrúar og svo
ertu farinn 27. febrúar. Maður
átti ekki alveg von á þessu en
svona er lífið, óútreiknanlegt.
Það er nú ekki algengt að bróð-
urdóttir tengist frænda sínum
mikið, en við áttum eitt sameig-
inlegt og það er Júlli. Þessi ynd-
islegi strákur fór að venja komur
sínar á heimilið mitt þriggja ára.
Við hjónin tókum hann að okkur
sem stuðningsforeldrar og var
hann hjá okkur eina helgi í mán-
uði í 18 ár. Alltaf dáðist ég að
töskunni sem þú sendir með
Júlla, elskaði ilminn sem tók á
móti mér þegar ég opnaði hana. Í
þessi 18 ár þá var það ekkert sem
skorti í þessa tösku til að vera
fullkomin. Þetta lýsir svo vel, hve
vel þú hugsaðir um elsku börnin
þín sem hafa misst svo mikið.
Elsku Palli, þeir sem þekktu þig
vita að þú varst ekki mikið að láta
skoðanir þínar í ljós, nema þegar
Liverpool vann, en alltaf fann ég
fyrir þakklætinu þegar þú sóttir
Júlla hjá mér og gafst mér þétt-
ingsfast faðmlag.
Elsku Stefanía og Júlli, ég
votta ykkur mína innilegustu
samúð.
Agnes Kragh Hansdóttir.
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Páll Júlíusson var mikill
áhugamaður um íþróttir allt sitt
líf. Hann lék knattspyrnu með
Fram á yngri árum og lagði
stund á körfuknattleik. Hann
hætti íþróttaiðkun fremur ungur
en sneri sér þá af miklum krafti
að félagsmálahlið íþróttanna.
Hann sat í stjórn Körfuknatt-
leikssambands Íslands og var
m.a. formaður KKÍ í tvö ár, sat í
stjórn knattspyrnudeildar Fram
í nokkur ár sem og í nefndum á
vegum Knattspyrnusambands
Íslands. Hann vann einnig ýmis
störf fyrir knattspyrnudeild KA
þau ár sem hann bjó norðan
heiða. Páll var ráðinn skrifstofu-
stjóri KSÍ árið 1980 og sá starfs-
titill breyttist í framkvæmda-
stjóra áður en hann hætti
störfum hjá KSÍ árið 1991. Eftir
það var hann virkur í starfi eft-
irlitsmanns knattspyrnudómara í
rúman aldarfjórðung. Páll lagði
því margt til málanna þegar fé-
lagsstörf í íþróttahreyfingunni
eru annars vegar.
Að leiðarlokum vil ég, fyrir
hönd Knattspyrnusambands Ís-
lands, þakka Páli hans mikla
starf í þágu knattspyrnuhreyf-
ingarinnar. Börnum hans, barna-
börnum, bróður og öðrum að-
standendum sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur.
Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri KSÍ.
Páll Júlíusson
✝ Ásta Alberts-dóttir fæddist
á Akranesi 5. nóv-
ember 1934. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 1. mars 2020.
Foreldrar hennar
voru Albert Gunn-
laugsson, f. 17. júní
1894, d. 9. apríl
1935, og Petrína
Jónsdóttir, f. 23.
apríl 1894, d. 29. janúar 1977.
Ásta ólst upp á Akranesi,
yngst af 10 systkinum.
Systkini Ástu eru: Sigurður
Ingibergur Albertsson, f. 20.
júní 1915, Drengur Albertsson,
f. 20. júní 1915, lést í fæðingu,
Jón Eggert Albertsson, f. 11.
desember 1921, Ingveldur Al-
bertsdóttir Bachmann, f. 10.
maí 1923, Gunnlaugur Alberts-
son, f. 9. maí 1924, Hinrik Al-
bertsson, f. 20. nóvember 1925,
Guðrún Karítas Albertsdóttir f.
1. janúar 1927, Aldís Petra Al-
bertsdóttir, f. 23. nóvember
1928, og Pétur Hugi Alberts-
son, f. 20. nóvember 1931. Guð-
rún Karítas og Pétur Hugi eru
ein eftirlifandi úr systkinahópn-
um.
Hinn 5. nóvember 1955 gift-
ist Ásta eiginmanni sínum Ein-
ari Maríusi Sörensen frá Eski-
firði, f. 11. mars 1927, d. á
Akranesi 21. júní 2000. For-
eldrar hans voru Sören Sören-
sen, f. 15. janúar 1886, d. 17.
maí 1962, og Nikólína Sveins-
dóttir, f. 7. september 1888, d.
26. ágúst 1967. Lengst af starf-
aði Einar sem bifreiðastjóri hjá
Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi.
Ásta og Einar Maríus eign-
uðust fjögur börn. Þau eru: 1)
Kristín Einarsdótt-
ir, f. 8. febrúar
1956. Hún var í
sambúð með Þor-
steini Gunnari
Guðmundssyni, f.
17. október 1948,
d. 17. september
2005. Börn þeirra:
a) Einar Valur, f.
23. nóvember 1976.
b) Guðrún Ásta, f.
30. mars 1978,
maki Sigurður Már Andrésson.
c) Ingibjörn Pálmar, f. 3. júlí
1987, maki Þorgerður Gyða Ás-
mundsdóttir. d) Berglind Rós, f.
16. september 1988. e) Skúli
Arnar, f. 2. maí 1994.
Barnabörn þeirra eru fjögur
talsins.
2) Kristinn Nikulás Einars-
son, f. 9. október 1957. Hann er
giftur Guðbjörgu Guðbjarts-
dóttur, f. 2. febrúar 1968. Börn
þeirra: a) Snorri Örn, f. 9. ágúst
1981. b) Tanja Maren, f. 2. apríl
1996, maki Viktor Rittmüller. c)
Dagur Freyr, f. 5. maí 1993.
3) Ásta María Einarsdóttir, f.
5. nóvember 1959. Hún er gift
Sigurði Birni Þórðarsyni, f. 21.
október 1957. Börn þeirra: a)
Þórður Jóhann, f. 27. mars
1980, maki Cherry Berador
Candrejo. b) Petrína Kristín, f.
22. júlí 1983, maki Hugi Ár-
björnsson. c) Sigurrós Harpa, f.
23. nóvember 1990, maki Ingi-
björn Þórarinn Jónsson. Barna-
börn þeirra eru sjö talsins.
4) Albert Pétur Einarsson, f.
22. júní 1974. Maki Alina Leik-
voll.
Ásta bjó á dvalarheimilinu
Höfða síðustu 11 ár ævi sinnar.
Útför Ástu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 10. mars 2020,
og hefst hún klukkan 13.
Elsku hjartans amma. Það er
þyngra en tárum taki að þurfa
að kveðja þig. Kveðja mann-
eskju sem á svo stóran hlut í
hjarta okkar. Það sem hjálpar
okkur í sorginni er að vita að nú
ert þú komin á betri stað. Ert
komin í sumarlandið í berjamó,
fjarri þrautum lífsins. Við nut-
um þeirra forréttinda að búa í
göngufæri við þig. Það var svo
notalegt að stoppa hjá þér á
leiðinni heim úr skólanum. Fá
að borða, spila og spjalla við
þig. Það var alltaf til nægur
matur og þú vildir ekki að neinn
færi svangur heim. Okkur er
svo minnisstætt hvað þú gast
þulið upp allt matarkyns sem til
var í skápunum á mettíma þeg-
ar maður labbaði inn. Góð-
mennska þín náði ekki einungis
yfir menn heldur líka málleys-
ingja. Þú varst dugleg að gefa
köttum rúllupylsu út um eld-
húsgluggann. Þeir voru tíðir
gestir og ekki lengi að læra inn
á góðmennsku þína. Hlátur og
glens er annað sem minnir okk-
ur á þig. Við vitum ekki hversu
oft við grétum úr hlátri saman.
Eina svoleiðis minningu eigum
við þegar við fórum í berjamó.
Þér þóttu berin hinum megin
við lækinn miklu álitlegri. Þú
tókst þig til og hoppaðir yfir
lækjarsprænuna, með þeim af-
leiðingum að þú dast á jörðina
og braust gleraugun þín. Það
sem við hlógum að þessu uppá-
tæki. Þú gerðir nefnilega það
sem þér datt í hug þegar þér
datt það í hug. Þú kenndir okk-
ur svo ótal margt gott og verð-
um við þér ævinlega þakklát
fyrir það. Þú varst svo gjafmild
og máttir ekkert aumt sjá. Þú
styrktir alla þá sem bönkuðu
hjá þér og voru að selja eða
biðja um styrk. Eljusemin í þér
var líka ótrúleg og sama hvað
dundi á þú kvartaðir aldrei. Þú
settir alltaf alla aðra í fyrsta
sæti. Þú varst langömmubörn-
unum þínum líka mikill demant-
ur og höfðu þau unun af því að
koma til þín, spjalla, lita og fá
far með hjólastólnum. Elsku
hjartans amma, við erum svo
heppin að eiga ótal minningar
um þig. Þær ylja okkur í sorg-
inni. Takk innilega fyrir allt. Þú
varst okkur svo góð. Kysstu afa
frá okkur.
Nú komin er kveðjustund okkar
og kossinn ég síðasta fæ.
En minningin merlar og lokkar
sú minning fer aldrei á glæ.
Innst í hjarta sem gull ég þig geymi
þú ert glóbjarta drottningin mín.
Þó árin til eilífðar streymi
fer aldrei burt myndin þín.
(Kristján Ingólfsson)
Þórður Jóhann, Petrína
Kristín, Sigurrós Harpa
og fjölskyldur.
Ásta Albertsdóttir
Ástkæra móðir okkar, amma og langamma,
ÞORBJÖRG ELSA MAGNÚSDÓTTIR,
Einarsnesi 40, Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Grund sunnudaginn
1. mars.
Útför fer fram í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 12. mars klukkan 15.
Valgeir Már Ásmundsson
Magnea Þórunn Ásmundsdóttir
Friðrik Smári Ásmundsson
og fjölskyldur