Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Það sýnist augljóst að yfirvöld vilja helst mæla fyrir um bann við samkomum og fjölmannamótum. Þau telji hins vegar að Íslendingar virði ekki slíkt nema í kannski viku, hámark tvær. Þess vegna verði að eiga bannið inni þangað til síðar, þegar enn meira liggi á því. En af þessu skyldi enginn draga þá ályktun að ekki sé full ástæða til að fella nú þegar niður allt sam- komuhald þangað til pestin er um garð gengin. Eitt af því sem framkvæmdamenn hafa til afsökunar því að halda ótrauðir áfram að stefna sem flestum saman á smitdreifingarstöðvar, hvar sem hægt er að innheimta aðgangseyri, er að við verð- um að „halda áfram að lifa lífinu“. Einhver mætti benda þessum mönnum á að samkomubann og tafarlaus stöðvun ferða- laga er einmitt mikilvægur liður í því að við höldum áfram að lifa lífinu. Inter Vivos. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Móðir mín í sóttkví Morgunblaðið/Eggert TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Alhliða bókhaldsþjónusta Eignaskiptayfirlýsingar Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S: 896 4040 Fjárhagsbókhald Afstemmingar Viðskiptamannabókhald Launavinnslur Virðisaukaskattur Reikningagerð Skattframtöl Ársreikningar Fjármálastjórn Áætlanagerð Eignaskiptayfirlýsingar Skráningartöflur Forvarnir gegn ávana- og vímuefnum eru lifandi málaflokk- ur. Þegar vel gengur með forvarnir á einum stað byrjar kannski að leka á öðrum stað. Markmið forvarna og inntak er að bæta lífs- gæði fólks og losa sam- félagið undan kostnaði sem fylgir neyslu áfengis og annarra vímuefna. For- varnir eru eins og stífla sem var reist til að forða héruðum frá tjóni vegna flóða. Vegna þróunar sam- félaga heimsins eru viðfangsefnin ekki alltaf þau sömu. Ný þekking og rannsóknir hafa áhrif á hvað við leggjum áherslur á hverju sinni. Breytingar á samfélaginu kalla á fleiri nálganir í forvörnum. Við höf- um gríðarlega góða reynslu af því að draga úr neyslu ungmenna undan- farna áratugi. Ein af þeim grund- vallarstoðum sem tryggja að okkar góði árangur haldist er að verja einkasölu ríkisins til að tryggja sam- félagslega ábyrgð og forræði al- mannavaldsins. Það heldur aftur af markaðssetningunni. Áfengisiðn- aðurinn hefur gríðarlegan hvata vegna fjárhagslegs ávinnings á kostnað lýðheilsu og samfélagslegra hagsmuna. Okkur hefur tekist að fá almenn- ing í lið með okkur undanfarin ár að verjast frumvörpum einstakra al- þingismanna um að heimila sölu áfengis í almennum verslunum (brennivín í búðir) og höfum við uppskorið gríðarlegt þakklæti þjóðarinnar fyrir. Núna hafa al- þingismenn lagt fram nokkur frumvörp á Al- þingi og í samráðsgátt sem miða að því að af- nema einkasölu áfeng- is. Sami hluturinn í öðr- um umbúðum sem gengur út á að afnema lög sem hafa verið og eru grundvöllur góðra forvarna. Það er ótrúlegt að þingmenn sem koma að þessum tillögum virðist ekki hafa vitund um að þeir séu að grafa und- an lýðheilsumarkmiðum og að nú- verandi fyrirkomulag sé hagstæðara fyrir samfélagið í heild sinni. Bent skal á að allar breytingar til aukins frelsis á lögunum hafa áhrif til verri vegar fyrir börn og ungmenni. Þau eiga samt rétt á að vera laus undan þrýstingi áfengisiðnaðarins sam- kvæmt grein 76 í stjórnarskránni, grein 13 í grunnskólalögum og grein 33 í barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Allir þingflokkar eiga mál- svara barna sem sannarlega hefur kynnt þetta sínum samstarfs- mönnum, hins vegar er ekki ljóst með einstaka þingmenn hvort þeir vinna að öðrum hagsmunum en al- mannahagsmunum. Að sjálfsögðu má bæta forvarnir. 2009 gleymdist að taka fyrir frjálsan innflutning einstaklinga á áfengi í gegnum vefinn. Það borgar sig að loka fyrir þessa gloppu frekar en að gefa vefverslun frjálsa. Allt of lítið fjármagn til þeirra sem vinna í for- vörnum verður til þess að ekki er hægt að bregðast strax við nýrri vá. Ópíóðafaraldurinn er merki þess. Við sem vinnum á vettvangi finn- um að áhugi á lýðheilsuforvörnum hefur aukist gríðarlega. Almenn- ingur áttar sig á því að auknu álagi á heilbrigðisþjónustu verður mætt eingöngu með meira fjármagni til að takast á við sjúkdóma og veikindi. Forvarnir þurfa að vera forgangs- mál stjórnvalda og félagasamtaka sem vinna að almannaheill. For- varnir sannarlega fjölgar þeim sem geta notið lífsins við góða heilsu og hámarkað lífsgæði þeirra. Starf okkar er óhagnaðardrifið og við keppum við þá sem hagnast af framleiðslu, sölu, markaðssetningu áfengis og annarra vímuefna. Það er okkar verkefni að auka veg heil- brigðari lífshátta í samstarfi við stjórnvöld. Við þurfum að koma í veg fyrir afskipti hagnaðardrifinna aðila af stefnumörkun forvarna- starfs. Þingmenn ættu að sýna okk- ur meiri stuðning því við finnum aukinn stuðning almennings. Setjum forvarnir í þann forgang sem þær eiga alltaf að vera í Eftir Aðalstein Gunnarsson » Við sem vinnum á vettvangi finnum að áhugi á lýðheilsu- forvörnum hefur aukist gríðarlega. Aðalsteinn Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Menntamálaráð- herra Lilja Alfreðs- dóttir lýsti nýlega áhuga sínum á að rík- isvaldið fjárfesti á næstunni duglega í uppbyggingu innviða eins og vega og hafna. Svo vill til að á sviði menningarmála eigum við fjárfesting- artækifæri sem kostar lítið samanborið við vega- eða hafn- argerð en hefði mikil félagsleg og menningarleg áhrif auk þess að skila fjárfestingunni allri til baka og gott betur. Tækifærið liggur í fjárfestingu í sjóði fyrir leikið sjónvarpsefni sem er í dag fjársveltur og stendur þannig í vegi mikilla tækifæra sem hafa opnast á þessu sviði. Slík fjárfesting býr til fjölmörg skap- andi störf sem ungt fólk sækist eftir enda eru um 80% af kostnaði við fram- leiðsluna launagreiðslur. Hér erum við að tala um störf fyrir handritshöfunda, leikara, tónlistarfólk, hönnuði og list- ræna stjórnendur, tökumenn, hljóð- menn, klippara og fagfólk á fjölmörg- um sviðum stafrænnar vinnslu. Það eru margar Hildar sem bíða eftir tæki- færinu. Menningarlegur ávinningur af slíku átaki er augljós þegar horft er til starf- anna og ekki má gleyma því að sög- urnar sem við segjum eru íslenskar sögur sprottnar úr umhverfi okkar og menningu. Slíkt efni á íslensku er mik- ilvægt til að efla og við- halda tungumálinu enda er leikið íslenskt efni með mikið áhorf í öllum aldursflokkum. Fyrir ut- an nýjar sögur eigum við hafsjó efnis í bók- menntum okkar sem á eftir að færa heiminum á því alþjóðlega tungumáli sem kvikmyndin er í dag. Á fjárhagshliðinni liggja fyrir, bæði hér og erlendis, fjölmargar skýrslur sem sýna svart á hvítu að ríkið fær fjár- festingu sína alla til baka og meira til. Kostnaðurinn er því enginn þegar upp er staðið. Þvert á móti skilar fjárfest- ingin góðum arði. Verulegur hluti framleiðslunnar er kostaður af er- lendu fé og efnið er sýnt um allan heim. Að öllu samanlögðu er vandfundin fjárfesting sem hefði jafn víðtæk fé- lagsleg og menningarleg áhrif og kostar ekkert – nema vilja til verksins. Fjárfestum í íslensku hugviti Eftir Björn B. Björnsson Björn B. Björnsson » Að öllu samanlögðu er vandfundin fjár- festing sem hefði jafn víðtæk félagsleg og menningarleg áhrif og kostar ekkert – nema vilja til verksins. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. Nú hefur kór- ónuflensan borist til landsins sem betur fer. Ég fæ ekki skilið þá taugaveiklun sem tröllríður öllu og frétta- miðlar iða í skinninu. Flensan ku vera í rén- un í Kína eftir ca. tvo mánuði. Kínverjar eru sjálfsagt einar 1.400 milljónir og þar hefur ekki orðið mikil fækkun, reyndar nánast engin. Þar sem vitað er að flensan er komin hingað vona ég að hún gangi sér til húðar fljótt. Best er að ljúka þessu af sem fyrst. Það styttist í landsleik í fótbolta á Laugardags- velli. Verður hann háður fyrir „lukt- um dyrum,“ sem sagt engir áhorf- endur. Ef til vill ætla menn að seinka 1. maí hátíðahöldum en 17. júní sleppur hugsanlega. Í júní ætti mér að vera óhætt að skreppa á völl- inn og verða vitni að enn einu tapi liðs míns í fótbolta. Ungdómurinn getur svo farið á úti- skemmtanir yfir versl- unarmannahelgina og foreldrar þeirra skroppið til Miðjarð- arhafsins í sangría og sól. Ég hef séð myndir í sjónvarpi frá Kína þar sem ber að líta breiðstræti með mörgum akreinum en engri umferð bíla né gangandi. Allir virðast heima undir sæng. Ekki sé ég slíkt gerast á Íslandi nema ef vera skyldi Lauga- vegurinn en það er víst af öðrum or- sökum. Ég held að það hafi verið hinn ágætlega spaugsami Kalígúla keisari Rómar sem fór niður á strönd með svipu í hönd og hýddi sjóinn fyrir að granda skipum hans. Mér sýnist um- stangið hér vera á svipuðum nótum. Þeir sem hafa látist vegna þess- arar flensu ku helst vera aldraðir og heilsulitlir að auki. Það er nýlunda að stjórnvöld hafi miklar áhyggjur af þessum hópi og hefur hann helst ver- ið til óþurftar. Hann tekur pláss á spítölum og brúkar stundum munn um vanþakkæti heimsins. Sjálfur er ég í áhættuhópnum enda löngu löggilt gamlmenni. „Eitt sinn skal hver deyja“ segir einhvers staðar og öll erum við feig á end- anum. Flensufár Eftir Lúðvík Vilhjálmsson »Ég fæ ekki skilið þá taugaveiklun sem tröllríður öllu og frétta- miðlar iða í skinninu. Lúðvík Vilhjálmsson Höfundur er eftirlaunaþegi. lvif@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.