Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
Umhverfisvæna ruslapokann má
nálgast í öllum helstu verslunum
Hugsum áður en við hendum!
Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju
sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess
að valda skaða í náttúrunni.
Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum
og passar vel í ruslatunnur á heimilum eða
sem burðarpoki í verslunum.
Í kjarasamningum BSRB félag-
anna og viðsemjenda þeirra er
sérstakt samkomulag sem miðar
að því að koma í veg fyrir að
vinna opinberra starfsmanna
teygi sig inn í frítíma þeirra.
„Við erum að skerpa á skil-
unum á milli vinnu og einkalífs,“
segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for-
maður BSRB, sem segir þetta
vera hluta af því meginmarkmiði
BSRB að tryggja aukin lífsgæði
starfsmanna utan hefðbundins
vinnutíma. „Tölvupósturinn og
síminn eru að trufla marga en það
hefur að mörgu leyti verið órætt
inni á vinnustöðum og gerist
ósjálfrátt að fólk er að vinna og
taka símtöl því það eru mismun-
andi mörk sem fólk setur sér.
Uppleggið er að fjalla skuli um
það í viðverustefnu hvernig
standa eigi að öllum viðvikum
sem eru utan hefðbundins vinnu-
tíma. Meginreglan er sú að það
eigi ekki að trufla fólk.“
Skerpa skil einkalífs og vinnu
SAMKOMULAG BSRB OG VIÐSEMJENDA HJÁ HINU OPINBERA
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tímamótabreytingar á vinnutíma op-
inberra starfsmanna með styttingu
vinnuvikunnar, krónutöluhækkanir í
anda lífskjarasamninganna og ákveð-
in skref sem stigin eru í átt að jöfnun
launa á milli markaða eru meðal meg-
inatriða sex nýrra kjarasamninga
sem BSRB og 16 aðildarfélög þess
undirrituðu með samninganefndum
ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í fyrri-
nótt hjá ríkissáttasemjara.
Samningarnir sem bornir verða
undir félagsmenn á næstu dögum
fela í sér að starfsmenn í dagvinnu
geta stytt vinnuvikuna niður í 36
stundir. Vinnuvika vaktavinnufólks
styttist í 36 stundir og er mögulegt að
stytta hana um allt að 8 stundir á viku
eða niður í 32 stundir.
Aðildarfélögin 16 sem samning-
arnir taka til, þ.e.a.s. Sjúkraliðafélag
Íslands, Sameyki og 14 bæjarstarfs-
mannafélög, höfðu boðað til verk-
fallsaðgerða sem áttu að hefjast í
gær, og voru í nokkrum tilvikum þeg-
ar komnar í gang frá miðnætti, en
hefur nú verið aflýst eftir gerð samn-
inganna, en þeir ná til á sextánda
þúsund félagsmanna hjá ríki og sveit-
arfélögum.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað-
ur BSRB, segir það mikil gleðitíðindi
að samningar hafi náðst og tekist að
afstýra verkföllum að nær öllu leyti.
„Við höfum náð okkar markmiðum.
Megináherslan var á styttingu vinnu-
vikunnar og það eru mikil tímamót
þegar tekst að stytta vinnuviku op-
inberra starfsmanna sem ekki hefur
verið gert í nær 50 ár. Þarna getur
dagvinnufólk stytt sína vinnuviku um
allt að hálfan dag og vaktavinnufólk
um allt að heilan dag.“ Gildistaka
vinnutímabreytinganna hjá vakta-
vinnufólki verður 1. maí á næsta ári.
Í anda lífskjarasamnings
Sonja segir launabreytingarnar í
anda lífskjarasamningsins og sam-
komulag hafi náðst um jöfnun launa á
milli markaða. Það felur í sér að þeg-
ar búið verður að greina þá hópa sem
eiga inni launajöfnun fá þeir fjórar
greiðslur á samningstímanum og er
stefnt að fyrstu greiðslu í janúar á
næsta ári.
Árni Stefán Jónsson, formaður
Sameykis, stærsta BSRB-félagsins,
segir í samtali við Morgunblaðið að
um markverða tímamótasamninga sé
að ræða hvað varðar styttingu vinnu-
vikunnar. Samningarnir kveði einnig
á um að allir félagsmenn fái 30 orlofs-
daga á ári. Það komi unga fólkinu
best sem geti nú, verði samningarnir
samþykktir, bætt við sig allt að sex
orlofsdögum á ári.
Launaliðurinn kveður á um krónu-
töluhækkanir eins og lífskjarasamn-
ingarnir en útfærsla launabreyting-
anna er eitthvað mismunandi í
samningum félaganna.
Í samkomulaginu er kveðið á um í
bókun hvernig innleiða skuli launa-
skriðstryggingu sem var eitt af bar-
áttumálunum en gert er ráð fyrir að
fleiri heildarsamtök á vinnumarkaði
komi að því borði.
Afturvirkar hækkanir frá 1.
apríl 2019 greiddar 1. maí nk.
Samningarnir eru afturvirkir frá
1. apríl á síðasta ári og gilda út 31.
mars 2023. Árni Stefán segir að þær
hækkanir verði greiddar út 1. maí
þar sem launagreiðendur hafi sagst
þurfa tíma til að ganga frá þeim
greiðslum.
Í umfjöllun stéttarfélaganna um
sveitarfélagasamningana kemur
fram að samið hafi verið um stofnun
Félagsmannasjóðs og 80 þúsund
króna árlega greiðslu til starfs-
manna. Að sögn Sonju er um að
ræða félagslegan sjóð sem tryggi
fólki 80 þús. kr. greiðslu árlega, í
fyrsta skipti 1. febrúar á næsta ári
en umsýsla hans verður hjá sveit-
arfélögunum.
Fjögur aðildarfélög BSRB eiga
enn eftir að skrifa undir kjarasamn-
inga en það eru Landssamband lög-
reglumanna, Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna (LSS), Félag starfsmanna
Stjórnarráðsins og Tollvarðafélag
Íslands. Í frétt á vefsíðu BSRB í gær
segir að búast megi við að aukinn
kraftur verði settur í viðræður þess-
ara félaga nú þegar niðurstaða er
komin í sameiginleg mál sem voru á
borði BSRB. Á LSS boðaðan sátta-
fund með ríkinu á fimmtudaginn.
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfé-
laga, fagnar samningunum og segir
samkomulag um breytingar á vinnu-
tímakerfum fela í sér miklar fram-
farir á vinnumarkaði en mikið verk
sé fyrir höndum að innleiða þær
breytingar. Sveitarfélögin eiga nú
eftir að ljúka samningum við LSS,
kennarafélögin, aðildarfélög BHM
og Starfsmannafélag Garðabæjar
auk Eflingar, sem er eina ASÍ-félag-
ið sem sveitarfélögin eiga ósamið
við.
„Höfum náð okkar markmiðum“
Kjarasamningar 16 BSRB-félaga og ríkis og sveitarfélaga náðust í fyrrinótt Verkföllum aflýst
Vinnutímastytting markar tímamót 80 þús. kr. árlegar greiðslur Jöfnun launa milli markaða
Ljósmynd/Sameyki
Skrifað undir Samninganefndir Sameykis og Reykjavíkurborgar undirrita kjarasamning laust fyrir klukkan þrjú í
fyrrinótt. Þar með var verkfalli aflýst og tekur samningurinn til rúmlega 4.000 starfsmanna borgarinnar.
Alls eiga þrettán aðildarfélög BHM
enn ósamið við samninganefnd rík-
isins og sami fjöldi BHM-félaga á
einnig enn ósamið við Reykjavíkur-
borg og/eða samninganefnd Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Átta
aðildarfélög BHM hafa hins vegar
lokið gerð kjarasamninga við ríkið
samkvæmt upplýsingum sem feng-
ust hjá BHM.
Maríanna H. Helgadóttir, formað-
ur Félags íslenskra náttúrufræð-
inga, sem er eitt þeirra ellefu BHM-
félaga sem hafa verið í samfloti í við-
ræðunum, sagðist í gær ekki hafa
séð nýgerða samninga BSRB-félag-
anna og gæti því ekki svarað því
hvort þeir gætu greitt fyrir í kjara-
viðræðum háskólamanna.
„Við eigum fund með ríkinu í þess-
ari viku, þ.e. þessi 11 félög BHM sem
eiga ósamið enn þá við ríkið. Þá kem-
ur í ljós hvort nánast sama tilboðið sé
enn og aftur lagt á borðið fyrir okk-
ur, en nánast sama tilboðið hefur
reglulega verið lagt fram á samn-
ingaborðið fyrir okkur sl. 11 mán-
uði,“ segir hún í svari til blaðsins.
„Við höfum hafnað krónutöluhækk-
unum lífskjarasamningins svokall-
aða og viljum stytta vinnuvikuna án
þess að þurfa að selja frá okkur mik-
ilvæg og verðmæt réttindi sem fé-
lagsmenn okkar eiga rétt á í dag.“
Fjölmörg félög eiga enn ósamið á
vinnumarkaði. Öll kennarafélögin
eru með lausa samninga. Efling átti
enn ósamið við Reykjavíkurborg og
fleiri sveitarfélög í gær, hjúkrunar-
fræðingar hafa enn ekki náð samn-
ingum, ósamið er við stéttarfélög í
flugstarfsemi og við sjómenn og VM.
Stéttarfélög starfsmanna álversins í
Straumsvík byrja í dag atkvæða-
greiðslu um boðun verkfallsaðgerða í
álverinu.
Nánast sama til-
boð í 11 mánuði
Enn er ósamið við fjölda stéttarfélaga
Morgunblaðið/Eggert
Baráttufundur Mörg BHM-félög og
hjúkrunarfræðingar eiga ósamið.