Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með stelpunum í U19 ára landsliðinu í fótbolta vinna hvern leikinn á fætur öðrum á La Manga á Spáni síðustu vikuna. Ísland hefur unnið sterka andstæðinga og það frekar sannfærandi. Ísland vann 4:1- sigur á Sviss, 7:1-sigur á Ítalíu og 2:0-sigur á Þýskalandi. Stelpurnar ættu því að mæta fullar sjálfstrausts í milliriðla Evrópumótsins í Hollandi í apríl þar sem liðið mætir Skotlandi, Hollandi og Rúmeníu í keppni um sæti í lokakeppni EM. Það hjálpar íslenska liðinu að margir leikmenn liðsins eru í stórum hlutverkum hjá fé- lagsliðum sínum. Sveindís Jane Jónsdóttir, Barbára Sól Gísla- dóttir, Karen María Sigurgeirs- dóttir, Karólína Lea Vilhjálms- dóttir, Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir, Linda Líf Boama og Ída Marín Hermannsdóttir skoruðu mörk Íslands í leikj- unum. Þær eiga það allar sam- eiginlegt að hafa spilað alla 18 deildarleiki síns liðs síðasta sumar. Engin af þeim missti úr leik, sem sýnir hversu stórt hlutverk þeirra er, þrátt fyrir ungan aldur. Það kemur sér vel fyrir landsliðið. Ungar stelpur eru að spila alvöru keppnis- fótbolta gegn fullorðnum kon- um og verða betri fyrir vikið. Þá spilaði hin 16 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrsta A-landsleik sinn gegn Norður- Írlandi í síðustu viku og hélt hreinu. Eftir það hélt hún til La Manga og lék gegn Ítalíu og Þýskalandi. Hún er efnilegasti íslenski markvörðurinn í lengri tíma og gæti hún fyrr en varir gert aðalmarkvarðarstöðu A- landsliðsins að sinni og haldið henni næstu áratugina. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik mætir Sviss í tveimur leikjum í júní, þar sem sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Egyptalandi verður undir. Fyrri leikurinn fer fram ytra 5.-7. júní og síðari leik- urinn í Laugardalshöll fjórum dögum síðar. Verður erfiður andstæðingur Íslenska liðið slapp nokkuð vel, því þjóðir á borð við Serbíu, Norður- Makedóníu og Rússland voru mögu- legir andstæðingar. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir verkefnið við Sviss hins vegar krefj- andi. „Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum eins og Andy Schmid sem spilar stórt hlutverk hjá Rhein- Neckar Löwen. Þetta verður erfiður andstæðingur,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Sviss var á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í byrjun árs og hafn- aði í þriðja sæti í F-riðli. Vann liðið Pólland en tapaði fyrir Svíþjóð og Slóveníu og fór ekki í milliriðil. Sviss hafnaði í 16. sæti mótsins á meðan Ís- land hafnaði í 11. sæti. Evrópumótið í janúar var fyrsta stórmótið sem Sviss tók þátt í síðan liðið lék á heimavelli árið 2006. Landslið þjóð- arinnar lék síðast í lokakeppni heims- meistaramóts árið 1995, einmitt á Ís- landi og vann þá íslenska liðið í Laugardalshöll, 24:21. Þá mættust Ísland og Sviss sömuleiðis á Evr- ópumótinu 2002 í Svíþjóð. Ísland fór þá með öruggan 33:22-sigur af hólmi og endaði að lokum í fjórða sæti mótsins. Guðmundur var þá lands- liðsþjálfari. „Ég man vel eftir leikn- um við þá á Evrópumótinu í Svíþjóð 2002 þar sem ég stýrði landsliðinu. Við spiluðum oft við Sviss þegar ég var leikmaður og svo hafa leiðir skil- ið. Við höfum ekki lent á móti þeim eða spilað æfingaleiki við þá. Það er langt síðan þau hafa mæst,“ rifjaði Guðmundur upp við Morgunblaðið. Hefði getað verið verra Þjálfarinn segir handboltann í Sviss vera í mikilli sókn, eins og frammistaða liðsins á Evrópumótinu sýnir. „Sviss hefur verið að spila marga leiki mjög vel. Þeir hafa verið að bæta sig og komust inn á Evr- ópumótið í janúar. Þeir spiluðu mikið 7 á 6 á mótinu og eru með góða línu- menn og í rauninni góða menn í öllum stöðum. Þeir stóðu sig vel á Evr- ópumótinu. Drátturinn hefði getað verið verri og þetta hefði getað verið betra.“ Hann segir það kost að síðari leik- urinn fari fram á Íslandi. „Það er yf- irleitt betra og hefur verið það í gegnum tíðina, en þá verðum við líka að nýta okkur það. Það er ekkert gef- ins í þessu,“ sagði Guðmundur, sem þjálfar nú Melsungen í Þýskalandi meðfram þjálfun íslenska landsliðs- ins. Erlingur Richardsson og læri- sveinar hans í Hollandi mæta fyrr- verandi lærisveinum Patreks Jó- hannessonar í Austurríki og fer fyrri leikurinn fram í Austurríki. Alfreð Gíslason stýrir nú Þýskalandi sem dróst á móti Úkraínu og fer fyrri leikurinn fram í Úkraínu. Möguleikar Íslands góðir  Ísland mætir Sviss í umspili um sæti á HM  Þjálfarinn á von á erfiðu verkefni Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Júní Ísland leikur við Sviss í júní í umspili um sæti á HM í Egyptalandi. Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrsta mark CSKA Moskva á árinu í rússnesku úrvalsdeildinni, en keppni þar hófst á ný í gær eftir vetrarfrí. Arnór, Hörður Björgvin Magnússon og fé- lagar töpuðu þá 3:2 fyrir Rostov í skrautlegum leik þar sem Arnór kom CSKA yfir. Liðið missti tvo menn af velli með rautt spjald en með níu leikmenn minnkaði CSKA muninn í 3:2 og klúðraði síðan víta- spyrnu þegar gullið tækifæri var til að jafna á 86. mínútu. CSKA er í 5. sæti eftir 21 umferð af 30 í deildinni. Arnór skoraði í skrautlegum leik Morgunblaðið/Hari Skoraði Arnór Sigurðsson gerði sitt þriðja mark í deildinni í vetur. Unglingalandslið kvenna í knatt- spyrnu, 19 ára og yngri, vann 2:0- sigur á Þýskalandi í þriðja og síð- asta vináttuleiknum sínum á La Manga á Spáni í gær Áður vann lið- ið sannfærandi 4:1-sigur gegn Sviss og 7:1-sigur gegn Ítalíu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði á 32. mín- útu eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og Barbára Sól Gísla- dóttir bætti við marki með skalla eftir hornspyrnu á 76. mínútu. Stúlkurnar eru á leið í milliriðil Evrópumótsins sem verður leikinn í Hollandi í apríl. Stúlkurnar lögðu líka Þjóðverja Morgunblaðið/Eggert Mark Ída Marín Hermannsdóttir skoraði gegn Þjóðverjum. Harry Kane, framherji Tott- enham og fyr- irliði enska knattspyrnu- landsliðsins, er kominn aftur á æfingasvæðið og nálgast nú end- urkomu sína eft- ir að hafa meiðst á læri um síðustu áramót. Kane gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna í janúar en hann hefur ekki spilað með Lundúnalið- inu síðan á nýársdag. Hann var hins vegar á æfingasvæði Tottenham í gærmorgun og er byrjaður að æfa með einkaþjálfara. Hann var ekki með aðalliðinu sem undirbýr sig nú óðfluga fyrir síðari leik Tottenham gegn Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Þýskalandi í kvöld, enda eru væntanlega enn einhverjar vikur í að hann verði leikfær. Tottenham varð hins vegar fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að Ste- ven Bergwijn leiki aftur með liðinu á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 1:1-jafntefli liðsins gegn Burnley í ensku úrvaldsdeild- inni á laugardag. Holleningurinn hefur spilað vel síðan hann kom til Tottenham frá PSV í janúar. Kane byrj- aður að æfa á nýjan leik Harry Kane vinnum á allan hátt út frá því að þetta hefjist á réttum tíma,“ sagði Parsons. Seiko Hashimoto, ráðherra ól- ympíumála í Japan, sagði á dög- unum að seinkun á Ólympíu- leikunum kæmi til greina, enda væri heimilt að halda þá síðar á árinu. „Þetta er aðeins einn aðili sem hefur tjáð sig um málið á þennan hátt. Við erum í stöðugu sambandi við japönsk yfirvöld og frestun eða aflýsing eru ekki upp á borðinu. Við hjá IPC einbeitum okkur að því að hjálpa okkar keppnisfólki til að kom- ast á mót til að ná lágmörkum, þar sem mikilvægum mótum, t.d. í frjálsum, sundi og skylmingum, hef- ur verið frestað síðustu daga. Þar þurfum við að vera eins sveigjanleg og mögulegt er til að þetta bitni sem minnst á íþróttafólkinu sjálfu,“ sagði Parsons. Samvinna Norðurlanda- þjóðanna sú sterkasta Hann heimsækir Noreg og Sví- þjóð í sömu ferð og nefndi m.a. að samvinna norrænu þjóðanna varð- TÓKÝÓ 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Andew Parsons frá Brasilíu, forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og nefndarmaður í Alþjóðaól- ympíunefndinni (IOC) segir að það sé ekki inni í myndinni að seinka eða aflýsa Ólympíuleikunum og Ólymp- íumóti fatlaðra (Paralympics) sem fram fara í Tókýó frá júlí og fram í september. Parsons er staddur á Íslandi og sagði á fréttamannafundi í Laug- ardal í gær að alþjóðahreyfingin fylgdist að sjálfsögðu grannt með þróun mála vegna kórónuveirunnar, frá degi til dags og jafnvel frá klukkutíma til klukkutíma. „Við erum í stöðugu sambandi við hinar ýmsu ólympíunefndir, sér- staklega á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti af völdum veirunnar. Starfshópar hjá bæði IPC og IOC fylgjast grannt með gangi mála en eins og staðan núna eru engar áætl- anir um frestun eða aflýsingu. Við andi íþróttir fatlaðra væri til fyr- irmyndar og eitt af markmiðum hans í heimsókninni væri að læra af þessum þjóðum og koma þekking- unni þaðan til skila til annarra heimshluta. „Þessi samvinna á Norðurlöndum er sú sterkasta sem ég hef séð nokk- urs staðar milli nágrannaþjóða og það er löng hefð fyrir henni. Mig langar til að kynnast henni betur, skilja eðli hennar og hjálpa öðrum þjóðum til að vinna eftir þessu nor- ræna módeli,“ sagði Parsons við Morgunblaðið. Fámennar þjóðir geta lært mikið af Íslandi „Tilgangur heimsóknarinnar er líka að sjá það sem Íþróttasamband fatlaðra er að gera á Íslandi og átta mig á hvað liggur að baki þess glæsi- lega árangurs sem Ísland hefur náð á þessu sviði. Þetta er fámenn þjóð sem margar aðrar þjóðir heims í svipaðri stærð geta nýtt sér sem fyr- irmynd og mig langar til að reyna að finna út hvernig hægt er að koma því til leiðar. Ég hef á þeim 23 árum sem ég hef starfað í hreyfingunni séð fjölda ís- lenskra íþróttamanna úr röðum fatl- aðra, aðallega sundfólk og frjáls- íþróttafólk, sem hefur staðið sig mjög vel í gegnum tíðina og ég vil kynnast betur íslenska módelinu og skipulaginu. Aðrar þjóðir geta lært heilmikið af Íslendingum og þeirra uppbyggingu,“ sagði Andrew Par- sons við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson Forsetinn Andrew Parsons var í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal í gær og kynnti sér starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Ekki í myndinni að fresta eða aflýsa leikunum í sumar  Forseti IPC staddur á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.