Morgunblaðið - 10.03.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.03.2020, Qupperneq 25
samkomur en mér hefur ekki tekist að koma honum í Heimsmetabók Guinness sem stærsta leikfanga- traktor heims. Að auki hef ég smíðað ýmsa minni hluti, svo sem hjóla- statíf, dósagám, tunnulaga garðhýsi og fleira.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Oddný Sólveig Jónsdóttir, f. 10.12. 1952, rit- ari. Þau eru búsett á Hvanneyri. Foreldrar Oddnýjar voru hjónin Jón Kristinn Guðmundsson, f. 2.3. 1923, d.19.5. 2004, pípulagningameistari í Borgarnesi, og Oddný Kristín Þor- kelsdóttir, f. 18.8. 1920, d. 12.3. 2017, píanóleikari. Börn Guðmundar og Oddnýjar eru 1) Oddný Kristín Guðmunds- dóttir, f. 11.10. 1973, viðskiptafræð- ingur. Maki hennar er Borgar Páll Bragason fagstjóri, búsett á Hvann- eyri. Börn þeirra eru Guðmundur Bragi Borgarsson, f. 2007 og Sólveig Kristín Borgarsdóttir, f. 2007; 2) Jón Kristinn Guðmundsson, f. 18.7. 1979, vélvirki. Maki hans er Valdís Ás- geirsdóttir verkstjóri, búsett á Grundarfirði. Börn þeirra eru Bjargey Jónsdóttir, f. 2004 og Fanney María Jónsdóttir, f. 2009. Systkini Guðmundar eru Kristín Hallgrímsdóttir-Grassl, f. 18.1. 1942, búsett í Þýskaland, Jónas Bergmann Hallgrímsson, f. 13.5. 1945, d. 3.5. 1992, bóndi á Helgavatni; Eðvarð Sigmar Hallgrímsson, f. 22.1. 1948, húsasmíðameistari, búsettur í Garðabæ. Foreldrar Guðmundar voru hjón- in Hallgrímur Eðvarsson, f. 14.3. 1913, d.18.11. 2000, bóndi á Helga- vatni, og Þorbjörg Eðvarðsdóttir, f. 31.5. 1917, d.11.10. 2005, húsfreyja á Helgavatni. Guðmundur Hallgrímsson Elínborg Guðmundsdóttir húsfreyja á Syðri-Völlum Guðmundur Guðmundsson bóndi á Syðri-Völlum á Vatnsnesi Guðrún Kristín Bergmann Guðmundsdóttir húsfreyja á Marðarnúpi og Stóru-Giljá á Ásum Jónas Bergmann Björnsson b. á Marðarnúpi og trésmíðameistari á Stóru-Giljá Þorbjörg Jónasdóttir húsfreyja á Helgavatni Þorbjörg Helgadóttir húsfreyja og ljósmóðir á Marðarnúpi Björn Leví Guðmundsson bóndi á Marðarnúpi í Vatnsdal Elínborg Kristín Tómasdóttir húsfreyja á Skarði Böðvar Guðmundsson bóndi á Skarði í Haukadal Signý Böðvarsdóttir húsfreyja á Helgavatni Eðvarð Hallgrímsson bóndi á Helgavatni Sigurlaug Guðlaugsdóttir húsfreyja á Snæringsstöðum og í Hvammi Hallgrímur Hallgrímsson bóndi á Snæringsstöðum í Svínadal og í Hvammi í Vatnsdal Úr frændgarði Guðmundar Hallgrímssonar Hallgrímur Eðvarðsson bóndi á Helgavatni í Vatnsdal DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma „JÓNFRÍÐUR, HVAÐ ER BEST AÐ NOTA Á KLOFNA ENDA?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... þegar við söknum þín öll. VÁ… ÉG HEYRI SJÁVARNIÐ NETTENGINGIN Á STRÖNDINNI ER FRÁBÆR SVO LENGI SEM ÉG ÞARF EKKI AÐ REYTA ARFANN!JÚ!!SJÁÐU FALLEGA GRÆNMETISGARÐINN OKKAR! FYLLIR HANN ÞIG EKKI GLEÐI? BIRGIR VAR HRIFINN AF LAUSAGÖNGUHÆNUM – BARA EKKI ÞEIM SEM VORU SNARAR Í SNÚNINGUM. ÞETTA ER EKKI BÚIÐ Sigurlín Hermannsdóttir yrkirog kallar „Vetrarhremmingar“ – segir að athygli sín hafi verið vak- in á því hvernig íslenskun ’covid’ gæti verið: Þótt kafald og kuldi’ á mig skelli og kófið mig bíti í eyra held ég samt enn meira hrelli helvítis kófid-veira. Ingólfur Ómar skrifaði í Leirinn á sunnudag: „Vaknaði snemma í morgun, dreif mig út í göngu og virti fyrir mér fegurð himins í þessu heiðskíra veðri þó að kalt sé en sú gula bætir úr því fljótt enda er daginn farið að lengja og þá lifn- ar yfir sálartetrinu: Himinskálann björt og blíð birtu málað getur. Geislum strjálar glóey fríð glæðir sálartetur. Jón Gissurarson skrifaði í Leir- inn á laugardag: Fönnum skrýdd er fjallabrún fellur skuggabandið. Gefur okkur geislarún glit á föðurlandið. „Frostið er nú um fimm gráður hér á Víðimýrarseli, var um átta- leytið í morgun níu gráður. Á því getum við séð hvað sólin er farin að hafa mikil áhrif. Daginn er nú mikið farið að lengja og birtan því óðum að víkja myrkrinu til hliðar og þrátt fyrir nokkurn vindstrekk- ing með skafrenningi af suðri er Skagafjörður fagur yfir að líta í birtunni frá geislum sólarinnar!“ Á sunnudaginn bætti Jón við: „Þegar ég leit út um gluggann um hálfáttaleytið í morgun kom þetta upp í hugann: Lít ég yfir landið frítt lýðum frá því segi. Fjallkonunni förlast lítt farið að birta af degi. Hér er hæglætisveður með sjö gráða frosti. Vel sést til allra átta. Sólin roðar skýjaslæðu himin- hvolfsins.“ Ekki er gott hljóðið í Magnúsi Halldórssyni: Þjóðarinnar þyngist ok, við þurfum ekki fleira. Söngvakeppni, sífellt rok og síðan þessi veira. Ekki er útlitið gott. Sigurður Óttar Jónsson yrkir: Kraumar víða kjarastríð kuldatíð og hríðir. Víst um síðir valdsins níð verkalýðinn hlýðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vetrarhremmingar og fegurð himinsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.