Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  59. tölublað  108. árgangur  EIGUM GÓÐA MÖGULEIKA Á SÆTI Á HM NETÖRYGGI MÆLIST MIKIÐ HÉRLENDIS FJÖLMENNING Á́ SVIÐI OG ÍS- LAND PÓLERAÐ ÍSLAND Í 5. SÆTI 14 LEIKSÝNING PÁLÍNU 28MÆTUM SVISS 27 Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Hlutabréfamarkaðir um allan heim féllu skarpt í gær vegna falls á verði hráolíu á heimsmarkaði. Lækkunin er rakin til ótta fjárfesta um afleið- ingar kórónuveirufaraldursins, sem og ákvörðunar Rússa fyrir helgi um að taka ekki þátt ásamt OPEC-ríkj- unum í að draga úr olíuframleiðslu til að mæta minnkaðri eftirspurn vegna faraldursins. Ákváðu Sádi-Arabar að svara með því að auka framleiðslu hjá sér, og féll hráolíuverð mjög skarpt í gærmorgun. Er verðið nú um helmingur þess sem það var í janúarmánuði. Hér á landi lækkuðu hlutabréf allra félaga í Kauphöllinni í viðskipt- um gærdagsins, og lækkaði úrvals- vísitalan um 3,51%. Markaðurinn féll skarpt við opnun kauphallarinnar og stefndi um miðjan dag í að um 50 milljarðar króna myndu þurrkast út. Markaðurinn náði sér hins vegar á strik undir lok dags, en engu að síður glötuðust um 35,5 milljarðar króna í markaðsverðmæti fyrirtækjanna. Lækkun dagsins varð því minni en á föstudaginn, en þá nam hún 4,45%, en sú lækkun var hin mesta á einum degi frá 1. febrúar 2017. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni var samanlögð lækkun föstudags og mánudags því 7,81%, sem er mesta tveggja daga lækkun frá 9. mars 2009. Lækkuðu á bilinu 7-8% Erlendis varð þróunin enn skarp- ari, og féllu flestar úrvalsvísitölur um meira en 7% í viðskiptum gær- dagsins. Nikkei-vísitalan í Japan féll niður fyrir 20.000 og nam lækkunin um 5%. Hefur vísitalan ekki verið lægri í 14 mánuði. Sömu þróun mátti sjá í Evrópu þar sem franska CAC 40 vísitalan féll um rúm 8% og þýska DAX-vísitalan um 7,9%. Í Lundúnum féll FTSE 100 vísital- an um 7,69% í viðskiptum gærdags- ins, og markaði fallið upphaf svo- nefnds dumbungsmarkaðar í Bretlandi, þar sem vísitalan lækkaði um meira en 20% frá þeim hæðum sem hún náði í janúar. Þá var fallið á mörkuðum í Wall Street svo skarpt við opnun, að lokað var fyrir öll við- skipti í um stundarfjórðung aðeins fimm mínútum eftir að þeir opnuðu. Hafði S&P 500 vísitalan þá fallið um 7%, sem var mesta lækkun hennar frá falli Lehman Brothers í septem- ber 2008. Endaði vísitalan 7,6% lægri. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöld að al- menningssamkomur yrðu bannaðar og eins ferðir á milli staða, sem ekki væru vegna vinnu eða í neyð. Þetta eru sömu ráðstafanir og voru gerðar á rauða svæðinu svonefnda í norður- hluta landsins þar sem kórónuveiru- smit hefur breiðst hratt út. Frétta- stofa Reuters hafði eftir Conte að þessi ákvörðun væri nauðsynleg til að vernda viðkvæmustu borgara landsins. Það rétta fyrir Ítali núna sé að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Ferða- og samkomubannið nær til meira en 60 milljóna manna. Útför- um, brúðkaupum og íþróttaviðburð- um er aflýst, svo nokkuð sé nefnt. Svartur mánudagur  Mesta lækkun á mörkuðum frá falli Lehman Brothers 2008 MKórónuveiran »2, 4, 8, 10, 11 og 12 „Eins og allir sjá, þá eru hraðar sviptingar í stöðunni, bæði á heimsvísu og í Evrópu,“ sagði Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is í gær- kvöldi, þegar leitað var viðbragða hennar við ferða- og samkomubanninu á Ítalíu. Sagði Svandís aðspurð að verið væri að grípa til mjög harðra aðgerða hér á landi miðað við það sem gengi og gerðist í nágrannalöndum okkar, þar sem ver- ið væri að prófa þá sem komi heim frá áhættusvæðum og tryggja sóttkví þeirra sem hafa umgengist það fólk. „Ég vonast til þess að það verði til að hjálpa okkur að ná árangri á Íslandi.“ ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR 65 staðfest tilfelli kórónuveirusmits á Íslandi 500+ einstaklingar í sóttkví 60 milljónir Ítala í samkomu- og ferðabanni Höfum gripið til mjög harðra aðgerða Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar sátu lengi við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara í gær. Var sagður góður gangur í viðræðunum, en sáttafundur þeirra hófst kl. 13 í gær og stóð enn yfir þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Ekki var vitað hvenær fundi myndi ljúka í nótt, en samningafundur þeirra í fyrrinótt stóð yfir í um fjórtán klukkutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Morgunblaðið að ákveðin breyting hefði orð- ið á viðræðunum um helgina þannig að þær hefðu orðið lausnamiðaðri og að raunverulegur gangur væri í þeim. Náðu að afstýra verkfallsaðgerðum BSRB Sextán aðildarfélög BSRB sömdu við ríkið og sveit- arfélög í fyrrinótt, en verkföll nokkurra þeirra hófust á miðnætti mánudags. Var verkföllunum aflýst hverju af öðru alla nóttina þegar samningar náðust. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að með samningunum sé m.a. skerpt á skilum milli vinnu og einkalífs og að það séu mikil gleðitíðindi að samningar hafi náðst. »2 og 6 Viðræðurnar fram á nótt  Viðræður lausnamiðaðri eftir helgi  BSRB samdi Morgunblaðið/Eggert Börn Verkfall Eflingar hefur staðið yfir í þrjár vikur.  Ísrael ætlar að krefjast þess að allir sem koma til landsins frá og með morgundeginum fari í tveggja vikna heimasóttkví. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann Benjamin Net- anyahu í gær. Ráðstöfunin snertir alla sem koma erlendis frá. „Eftir dag af erfiðum ákvörð- unum höfum við tekið ákvörðun — allir þeir sem koma til Ísraels að ut- an munu fara í einangrun í fjórtán daga,“ sagði Netanyahu á Twitter. „Þetta er erfið ákvörðun en hún er nauðsynleg til að viðhalda heilsu al- mennings,“ bætti hann við. Þessar ráðstafanir munu gilda að minnsta kosti næstu tvær vikur. Útlendingum sem ekki geta sýnt fram á að þeir geti farið í 14 daga heimasóttkví verður snúið frá land- inu. Nærri 40 tilfelli kórónusmits höfðu greinst í Ísrael í gær. Ísrael setur alla ferðalanga í sóttkví Úrvalsvísitalan 9. mars 2020 London, FTSE 100 9. mars 2020 New York, S&P 500 9. mars 2020 Brent hráolíuverð 9. mars 2020 $/tunnu 1.850 1.800 1.750 1.700 1.827.46 1.763.30 6.600 6.400 6.200 6.000 5.800 Opnunargengi Lokagengi Opnunargengi Lokagengi Opnunargengi Lokagengi 6.462,55 5.994,04 3.000 2.900 2.800 2,700 2.972,37 2.774,99 50 45 40 35 30 Opnunargengi Lokagengi 45,27 34,36 24,55% 7,6% 7,69% 3,5%  Ítölsk stjórnvöld setja ferða- og samkomubann á alla Ítalíu  35,5 milljarðar þurrkuðust út í Kauphöllinni í viðskiptum dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.