Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 England Leicester – Aston Villa ............................ 4:0 Staðan: Liverpool 29 27 1 1 66:21 82 Manch.City 28 18 3 7 68:31 57 Leicester 29 16 5 8 58:28 53 Chelsea 29 14 6 9 51:39 48 Manch.Utd 29 12 9 8 44:30 45 Wolves 29 10 13 6 41:34 43 Sheffield Utd 28 11 10 7 30:25 43 Tottenham 29 11 8 10 47:40 41 Arsenal 28 9 13 6 40:36 40 Burnley 29 11 6 12 34:40 39 Crystal Palace 29 10 9 10 26:32 39 Everton 29 10 7 12 37:46 37 Newcastle 29 9 8 12 25:41 35 Southampton 29 10 4 15 35:52 34 Brighton 29 6 11 12 32:40 29 West Ham 29 7 6 16 35:50 27 Watford 29 6 9 14 27:44 27 Bournemouth 29 7 6 16 29:47 27 Aston Villa 28 7 4 17 34:56 25 Norwich 29 5 6 18 25:52 21 Rússland Rostov – CSKA Moskva .......................... 3:2  Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn með CSKA og Arnór skoraði fyrra markið. Spartak Moskva – Krasnodar ................ 0:1  Jón Guðni Fjóluson kom inn á hjá Kras- nodar á 90. mínútu. Ítalía Sassuolo – Brescia ................................... 3:0  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Brescia. Danmörk Silkeborg – AGF ...................................... 2:1  Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 57. mínútu hjá AGF. Svíþjóð Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: AIK – Kalmar........................................... 3:1  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi AIK. Hvíta-Rússland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Dinamo Minsk – BATE Borisov............. 1:2  Willum Þór Willumsson lék fyrstu 73 mínúturnar með BATE. Vináttuleikur U19 kvenna Þýskaland – Ísland .................................. 0:2 Ída Marín Hermannsdóttir 32., Barbára Sól Gísladóttir 76. SheBelieves-bikar kvenna Japan – England ...................................... 0:1 Ellen White 83. Bandaríkin – Spánn................................. 1:0 Julie Ertz 87.  Bandaríkin 6 stig, Spánn 3, England 3, Japan 0. Lokaumferð annað kvöld.  Danmörk Nordsjælland – Bjerringbro/Silk ..... 30:34  Þráinn Orri Jónsson skoraði 3 mörk fyr- ir Bjerringbro/Silkeborg. Aarhus – Ribe-Esbjerg ....................... 20:16  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu ekki. Svíþjóð Malmö – Alingsås ................................ 19:29  Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr- ir Alingsås.   Svíþjóð Luleå – Borås ....................................... 84:78  Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 1 frákast hjá Bo- rås á 32 mínútum. NBA-deildin Brooklyn – Chicago.......................... 110:107 Minnesota – New Orleans ............... 107:120 LA Clippers – LA Lakers................ 103:112 Boston – Oklahoma City .................. 104:105 Phoenix – Milwaukee ....................... 140:131 Washington – Miami .......................... 89:100 Dallas – Indiana................................ 109:112 Houston – Orlando ........................... 106:126 Cleveland – San Antonio ......... (frl.) 132:129 New York – Detroit.............................. 96:84 Sacramento – Toronto ..................... 113:118   KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Selfoss.............. 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: KR-völlur: KR – Leiknir R....................... 19 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – SR................................ 19.30 Í KVÖLD! HANDBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik mætir Tyrkjum í tveimur leikjum síðar í mánuðinum í und- ankeppni Evrópumótsins þar sem leikið er um sæti í lokakeppninni sem fer fram í Danmörku og Noregi í desember á þessu ári. Ísland fékk skell í Osijek gegn Króatíu í fyrsta leik, tapaði 29:8, en stóð svo lengi vel í heims- og Evr- ópumeisturum Frakka í síðari leikn- um á Ásvöllum. Leikurinn tapaðist þó engu að síður, 23:17, en aðeins efstu tvö sæti riðilsins gefa sæti á EM. Ísland mætir Tyrkjum heima og að heiman með nokkurra daga millibili og ættu þar að vera auknir möguleikar á úrslitum. Tyrkland var styrkleikaflokki ofar en Ísland þeg- ar dregið var í riðlana en Ísland vann hinsvegar stórsigur, 36:23, þegar liðin mættust í undankeppni HM á síðasta ári. Leikirnir í haust svart og hvítt Morgunblaðið heyrði í Arnari Pét- urssyni landsliðsþjálfara sem til- kynnti í gær leikmannahópinn sem mætir Tyrkjum. Hann er vongóður um góða frammistöðu sem og úrslit í leikjunum tveimur eftir að hafa séð bestu og verstu hliðar liðsins í fyrra. „Leikirnir í haust voru svart og hvítt. Við sáum miklar framfarir í seinni leiknum og spiluðum ágæt- lega við Færeyinga í þessum æf- ingaleikjum. Við erum alltaf að bæta við okkar leik, bæði í vörn og sókn,“ sagði Arnar. „Tyrkirnir eru í styrkleikaflokk fyrir ofan okkur, við erum að spila við lið sem er hærra skrifað en við. Þannig að við þurfum að eiga góða leiki til að vinna þá, sem við ætlum okkur klárlega að gera.“ Arna með á nýjan leik Nokkrar breytingar eru á hópn- um frá því í haust, Andrea Jacobsen, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, sleit krossband nýlega og Ester Óskarsdóttir í ÍBV er í barneign- arleyfi. Hin margreynda Arna Sif Pálsdóttir úr Íslandsmeistaraliði Vals kemur inn í hópinn ásamt Sunnu Jónsdóttur úr ÍBV en Hafdís Renötudóttir verður ásamt Elínu Jónu Þorsteinsdóttir í marki. „Arna er margreynd, hefur verið að glíma við meiðsli en hún er að komast í betra og betra stand. Ég hef fylgst vel með henni og það var eðlilegt að hún kæmi inn. Sunna hef- ur verið að spila frábærlega, sér- staklega eftir áramót, og hefur ekki verið í ósvipuðu hlutverki en hún mun vera í hjá okkur með landslið- inu.“ „Ester er í barneignarfríi og Andrea sem var að leysa hana af framar í vörninni sleit krossband. Við þurfum að fara í taktískar breyt- ingar og færa til leikmenn.“ Markmiðið er framfarir Möguleikar Íslands á að komast áfram eru litlir eftir tapið slæma gegn Króötum í fyrsta leik en Arnar segir það aldrei hafa verið sitt mark- mið að koma liðinu strax á stórmót. „Markmiðið var að taka fram- förum, verða betri. Eftir tapið gegn Króatíu í fyrsta leik og verandi í riðli með heims- og Ólympíumeisturum Frökkum, var nokkuð ljóst að það yrði erfitt að fara upp úr þessum riðli. En það var aldrei markmiðið hjá mér, heldur að bæta okkar leik og setja upp strúktúr og skipulag sem hægt væri að byggja ofan á.“ Þá segir hann leikina gegn Tyrkj- um gott tækifæri til að sjá hvar landsliðið stendur í dag. „Hvar við getum staðsett okkur upp á framtíð- ina og hvernig við horfum á komandi verkefni veltur auðvitað dálítið á þessum leikjum.“ Tækifæri til að sjá hvar liðið stendur í dag  Arnar valdi 18 manna landsliðshóp fyrir EM-leikina gegn Tyrkjum Morgunblaðið/Eggert Reynd Arna Sif Pálsdóttir er í landsliðinu á ný en hún er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 150 landsleiki að baki. Leicester vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síð- an 22. janúar er liðið keyrði yfir granna sína í Aston Villa á heima- velli, 4:0, í gærkvöld. Jamie Vardy og Harvey Barnes skoruðu tvö mörk hvor fyrir Leicester. Sigurinn var mikilvægur í baráttunni um Evrópusæti og er Leicester nú með 53 stig í þriðja sæti, fimm stigum á undan Chelsea í fjórða sæti og átta stigum á undan Manchester United í fimmta sæti. Aston Villa er í næst- neðsta sæti með 25 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Styrktu stöðuna í Evrópubaráttunni AFP Evrópa Leicester ætlar sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Keilarinn Arnar Davíð Jónsson tryggði sér um helgina keppnisrétt í World Series of Bowling- mótaröðinni í Bandaríkjunum með því að lenda í 2. sæti í undankeppni. Mótin fara fram í Las Vegas og þar munu 120 bestu keilarar heims keppa um fjóra titla á bandaríska atvinnumannatúrnum. Arnar er annar Íslendingurinn sem hefur fengið þátttökurétt á WSOB-mótinu og sá þriðji sem keppir á PBA- túrnum en Stefán Claessen keppti á PBA-móti 2009 og Hafþór Harð- arson á WSOB fyrir nokkrum árum. Arnar keppir við þá allra bestu Ljósmynd/KLÍ Fella Arnar Davíð Jónsson mun spila við bestu keiluspilara heims. MARKVERÐIR: Hafdís Renötudóttir, Fram .................................................................. 28/1 Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel................................................ 25/0 AÐRIR LEIKMENN: Arna Sif Pálsdóttir, Val.................................................................. 150/282 Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram ................................................... 106/309 Karen Knútsdóttir, Fram............................................................... 102/369 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Esbjerg.................................................... 94/191 Birna Berg Haraldsdóttir, Neckarsulmer ..................................... 58/118 Sunna Jónsdóttir, ÍBV ........................................................................ 56/42 Thea Imani Sturludóttir, Oppsal....................................................... 40/54 Helena Rut Örvarsdóttir, SönderjyskE............................................ 37/77 Eva Björk Davíðsdóttir, Skuru.......................................................... 36/28 Steinunn Björnsdóttir, Fram ............................................................. 35/27 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Bourg-de Péage ...................... 34/66 Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram ......................................................... 26/27 Perla Ruth Albertsdóttir, Fram ........................................................ 24/30 Díana Dögg Magnúsdóttir, Val ......................................................... 22/19 Lovísa Thompson, Val ........................................................................ 19/28 Sigríður Hauksdóttir, HK .................................................................. 16/34 Hópurinn fyrir Tyrkjaleikina Helgi Sveinsson, einn fremsti spjótkastari heims í röðum fatlaðra, keppir að óbreyttu á kastmóti í Danmörku um næstu helgi og fær þar tækifæri til að tryggja sér þátt- tökurétt á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, sem fram fer í Tókýó dagana 25. ágúst til 6. september. Stóru frjálsíþróttamóti fatlaðra sem fram átti að fara í Dubai um næstu helgi var frestað á dögunum og þar með er fjöldi íþróttamanna í vandræðum með að komast á mót til að ná tilsettum lágmörkum fyrir leikana í Tókýó en frestur til að ná þeim rennur út 1. apríl. Um 700 kepp- endur voru skráðir til leiks í Dubai, fjórir þeirra frá Ís- landi. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra, staðfesti að verið væri að ganga frá lausum endum til að Helgi gæti farið til Danmerkur og unnið væri að því að finna mót fyrir aðra íslenska íþrótta- menn sem berjast við að ná lágmörkunum. vs@mbl.is Helgi fer á mót í Danmörku Helgi Sveinsson Ólympíunefnd Ítalíu ákvað í gær að engir íþrótta- viðburðir fari fram í landinu þar til 3. apríl næstkomandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfir 300 manns hafa látist af völdum veirunnar á Ítalíu. Nokkrum spurn- ingum er enn ósvarað og er óvíst hvort tímabilin í ítalska fótboltanum verði kláruð og hvar heimaleikir ítalskra félaga í Evrópukeppnum fara fram. Knattspyrnumennirnir Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason leika með félögum á Norður-Ítalíu, þar sem ástandið hefur verið hve verst. Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Morgunblaðið óviss um hvort Emil og Birkir gætu leikið við Rúmeníu í umspili um sæti á EM 26. mars næstkomandi. Þá er undanriðill íslenska U19 ára landsliðsins fyrir EM, sem átti að fara fram á Ítalíu, í uppnámi og hafði Knattspyrnusamband Evrópu ekki svarað fyrirspurnum KSÍ í gær. Emil lék með Brescia í 0:3-tapi fyrir Sassuolo í ítösku A-deildinni í gær, í síðasta leik deildarinnar í nokkurn tíma. Mörgum spurningum ósvarað Birkir Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.