Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 149.000,- Leður púði verð 13.900,- Páll Vihjálmssonskrifar skarpan pistil:    Logi formaðurSamfylkingar segir sáttastjórn Katrínar Jak- obsdóttur pólitíska stöðnun.    Hvernig getur sáttverið stöðnun?    Jú, þegar friður er ísamfélaginu þá þýðir það stöðn- un í huga þeirra sem þrífast á ófriði.    Við kynntumst samfélagsófriðivinstrimanna allt of vel á tíma Jóhönnustjórnarinnar 2009-2014.    Höfuðborginni var att gegnlandsbyggð og einni starfs- stétt gegn annarri.    Undir slagorðinu „Ónýta Ísland“var okkur kennt að Íslend- ingar væru heimsins mestu fáráð- lingar til hugar og handa.    Jóhönnustjórninni tókst ekki aðganga af Íslandi dauðu. Meiri seigla reyndist í þjóðinni en vinstri- menn ætluðu.    Loga dreymir um að kveikja nýttófriðarbál Samfylkingar og vinstrimanna.    Þjóðinni er betur borgið með sátten óeirðum vinstriflokka.“    Þörf upprifjun á niðurlæging-artímabili Jóhönnustjórn- arinnar. Logi Einarsson Skrítið pólitískt innræti STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Nei, við merkjum ekki fækkun,“ segir Pálína Magnúsdóttir borgar- bókavörður þegar hún er spurð hvort starfsfólk Borgarbókasafnsins hafi orðið vart við minni aðsókn að safninu vegna kórónuveirunnar. „Við tökum reyndar tölur um hver mánaðamót og það var fjölgun á gestum í febrúar í öllum söfnum,“ segir hún. Safnið var lokað síðastlið- inn föstudag vegna starfsdags. Það er á sex stöðum í borginni og rekur að auki bókabíl. Gestir voru tæp- lega 47 þúsund í janúar samkvæmt mælaborði borgarinnar. Pálína segir að gerðar hafi verið sérstakar ráðstafanir vegna veir- unnar og vel sé fylgst með þróun mála. „Fyrir viku ákváðum við að auka þrif á snertiflötum í stofnun- um. Auk þess settum við inn á vakt- ir starfsfólks að yfirfara alla snerti- fleti að lágmarki tvisvar á dag. Þetta þýðir að við þrífum snerti- skjái, hurðarhúna, handrið, takka á póstum, lyklaborð við almennings- vélar og fleira í þeim dúr.“ Pálína segir að bækur sem koma inn séu þrifnar áð- ur en þær fara í hillu aftur. „Það er reyndar verklag sem við höfum lengi viðhaft, bækur eru yfirleitt yf- irfarnar þegar þær koma inn, skoð- að hvort þær fari í afskriftir eða þurfi þrif, en nú gerum við það með mjög markvissum hætti. Við höfum einnig látið setja upp sprittdunka í söfnum og erum með sprittbrúsa fyrir almenning við afgreiðsluborð og sjálfsafgreiðslu,“ segir hún og bætir við að verið sé að fara yfir viðburðahald safnsins með tilliti til smithættu. Gera ráðstafanir vegna veirunnar Pálína Magnúsdóttir  Bókaverðir hafa ekki orðið varir við fækkun gesta á bókasöfnum borgarinnar Umboðsmaður barna segir að áður en lögum verður breytt og hjónum veitt leyfi til lögskilnaðar án undan- farandi skilnaðar að borði og sæng þurfi að móta nýja heildarstefnu í þessum málaflokki. Taka þurfi til skoðunar auknar fjárveitingar til sýslumannsembætta, fjölgun úrræða og bætt aðgengi að fyrirliggjandi úr- ræðum, með hliðsjón af reynslu ná- grannalandanna á þessu sviði. Þetta kemur fram í umsögn sem umboðsmaðurinn, Salvör Nordal, hefur sent Alþingi vegna stjórnar- frumvarps um breytingu á hjúskap- arlögum. Með frumvarpinu er lagt til að hjón geti fengið lögskilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng séu þau sammála um það og hafi náð samkomulagi um skipan for- sjár sameiginlegra barna ef við á. Segir í greinargerð frumvarpsins að það sé ekki hlutverk hins opinbera að takmarka heimild hjóna til lög- skilnaðar ef engir sérstakir hags- munir eru fyrir hendi sem krefjast þess. Umboðsmaður barna segir að í frumvarpinu sé eingöngu litið til þess tíma sem það tekur fyrir hjón að fá lögskilnað, en ef um sé að ræða hjón sem eiga saman börn marki lög- skilnaður eingöngu upphaf sam- vinnu foreldra um uppeldi barna á tveimur heimilum. Það sé brýnt að hjónum sem standa frammi fyrir skilnaði sé veitt- ur stuðningur og ráðgjöf, við að fyrirbyggja eða leysa úr mögulegum ágreiningi og komast þannig í sam- einingu að þeirri niðurstöðu sem er best til þess fallin að tryggja hags- muni og velferð sameiginlegra barna. gudmundur@mbl.is Móta þarf nýja heildarstefnu  Umboðsmaður barna gagnrýnir lög- skilnaðarfrumvarpið Morgunblaðið/Hari Umboðsmaður Tryggja þarf hags- muni barna við skilnað foreldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.