Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Eggert Augnlæknir Einar Stefánsson segir fitusýrurnar ætlaðar til sóttvarna. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Rafstýrðar hurðarpumpur í miklu úrvali! Snertilausir hurðaopnarar Verkalýðsfélagið Efling hefur íþeim kórónuveirufaraldri sem geisað hefur vikum saman hér á landi haldið úti verkföllum í viðbót við nær óviðráðanlega ógn. Þetta hefur verið óskiljanlegt flestu fólki og algerlega úr takti við ástandið í samfélaginu.    Svo kom að því að verkföllinvoru hætt að skipta máli enda lítið starf í skólum og æ færri sem hafa áhuga á að senda börn sín þangað og þá slær Efling verkföllum sínum á frest. Til- gangurinn virðist eingöngu að spara verkfallssjóðinn og halda í það litla álit sem forysta félagsins nýt- ur enn.    Enginn skyldi halda að frestunverkfallanna sé af góðum hug, að samningsviljinn hafi gert vart við sig eða að kröfurnar hafi nálgast raunveruleikann, enda fylgja hótanir um að setja af stað jafnvel enn meiri verkfalls- aðgerðir „innan nokkurra vikna“.    Að auki fylgdi tilkynningu umfrestun árás á þau sveitar- félög sem ekki vilja beygja sig undir fráleitar kröfur um að semja langt umfram það sem aðrir hafa gert. Það er að segja aðrir en Dagur.    Í tilkynningunni segir að þessi sveitarfélög hafi verið ósvífin og að þau hafi „kosið að nýta sér far- aldurinn á einstaklega ómerki- legan hátt til að hamla eðlilegum framgangi viðræðna“. Þá er því hnýtt við að skömm Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sé mikil. Þetta eru ótrúleg öfugmæli, jafn- vel komin frá sendlum sósíalista- leiðtogans. Sólveig Anna Jónsdóttir Öfugmæli Eflingar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Einar Stefánsson, prófessor í læknisfræði, kveðst hafa fengið tals- verð jákvæð viðbrögð við viðtali í Morgunblaðinu á mánudag um nýja vöru með veiruhamlandi efni sem unnin er úr lýsi. Hann telur mikilvægt að ítreka að notkun nýrrar vöru sem inniheldur fríar fitusýrur sé ekki læknismeðferð við þeim sjúkdómi sem kórónuveiran veldur, heldur sé hugsunin að hún sé fyrirbyggjandi. Fram kom í viðtalinu að um væri að ræða kenningu um að fríar fitusýrur sem væri að finna í lýsi gætu eyðilagt kórónuveirur í munni og koki, með sama hætti og þær eyðilegðu herpesveirur og RS- veirur. „Fríar fitusýrur eyðileggja veirur á svipaðan hátt og sápa eða spritt. Sápan gerir það á yfirborði húðar, en fitu- sýrurnar á yfirborði slím- húðar. Þær eru ætlaðar til sóttvarna en eru ekki lyf og ekki ætlaðar til meðferðar á neinum sjúkdómi,“ segir Einar. gso@mbl.is  Fitusýrur ekki meðferð heldur fyrirbyggjandi Lýsisafurðin vekur mikla athygli Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mjög mikilvægt að yfirvöld hafi yfirsýn og stjórn á birgðunum. Við erum ekki að fara að sjá neinn lyfjaskort en það skiptir máli að dreifingin sé rétt,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Stjórnvöld kynntu í byrjun vik- unnar nýja reglugerð um lyfjaávís- anir og afhendingu lyfja, en með henni er ætlunin að sporna við lyfja- hamstri. Brögð hafa verið að því undanfarið að einstaklingar hafi hamstrað lausasölulyf og að fólk með fjölnota lyfseðla hafi leyst út margar afgreiðslur samtímis. Slíkt getur skapað lyfjaskort. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hefur verið að leysa út sex mán- aða skammt af lyfjum en nú verður bara hægt að leysa út þriggja mán- aða skammt. Fólk er kvíðið og áhyggjufullt en það er mikilvægt að það haldi ró sinni. Þetta eru mjög væg ákvæði miðað við þær aðgerðir sem farið hefur verið í í löndunum í kringum okkur. Á Norðurlöndunum hafa úttektir verið takmarkaðar við mánaðarskammt,“ segir Rúna. Reglugerðin felur jafnframt í sér að Lyfjastofnun geti takmarkað af- greiðslu lyfja þegar sérstakar ástæður sem varða almannaheill og lýðheilsu mæla með því. „Þetta er bara til að undirbyggja þær aðgerðir sem við höfum verið að grípa til.“ Í tilkynningu stjórnvalda segir að lyfjabirgðir hafi verið auknar í land- inu í kjölfar kórónuveirufaraldurs- ins. „Það er mat heilbrigðisyfirvalda að birgðir séu nægar ef þeim er rétt skipt,“ segir í tilkynningu. Hafa hamstrað lyfseðilsskyld lyf  Ný reglugerð á að sporna við lyfja- hamstri  Nóg er til Morgunblaðið/Friðrik Apótek Fólk hefur hamstrað lyf undanfarið. Óþarfi, segja yfirvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.