Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Tilboð/útboð - Til sölu - Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með dráttarbátinn Jötunn til sölu: Helstu kennistærðir:  Lengd 19,3 metrar  95,72 BT  Togkraftur 26,7 tonn  Tvær 1.000 h.a. Caterpillar aðalvélar  Hliðarskrúfa 107 h.ö. Nánari upplýsingar má sjá á eftirfarandi slóð á heimasíðu Faxaflóahafna: Faxafloahafnir.is > Hafnarþjónusta > Dráttarbátar > Jötunn Báturinn er til afhendingar í höfnum Faxaflóahafna gegn staðgreiðslu. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Bindandi verðtilboð berist til Faxaflóahafna sf. eigi síðar en kl. 12:00, þann 22. apríl 2020. Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Við bíðum af okkur samkomubannið og vírusinn og hittumst hress aftur þegar grænka tekur og blómstur verður í túni. Guð blessi ykkur öll, kærleikskveðja Hólmfríður djákni. Garðabæ Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti, íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið. Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið. Korpúlfar Allt félagssstarf á vegum Korpúlfa fellur niður vegna Kórónaveirufaraldurs nema gönguhópar Korpúlfa, gengið er frá kl. 10. mánudaga, frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Á miðvikudögum og föstudögum kl. 10. frá Borgum og inni í Egilshöll. Hvetjum alla til að halda áfram heilsueflingu og passa upp á hvert an- nað með því að hringja hvert í annað og fylgjast vel með á samfélagsmiðlum takk Korpúlfar Allt félagsstarf Korpúlfa fellur niður þess vikuna vegna Kórónaveirufaraldurs, nema gönguhópur Korpúlfa sem er kl. 10. mánudaga gengið frá Grafarvogskirkju og Borgum, einnig kl. 10. miðvikudaga og föstudaga gengið frá Borgum, en virða þarf fjarlægð milli göngumanna. Egilshöll hefur verið lokað. Höldum áfram að passa vel upp á hvert annað og takk fyrir kærleikann. Sími í Borgum er 517-7056/ 517055. Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Seltjarnarnes Allt félags og tómstundastarf hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi liggur niðri vegna COID19. Við hjá félagsstarfinu gerum allt sem í okkar valdi stendur til að upplýsa og vera til staðar. Hægt er að vera í sambandi á fb síðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi með ábendingar eða leyta upplýsinga. Einnig má hringja í Kristínu í síma 8939800 eða senda póst á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðin tíma vegna Covid-19 smits innanlands Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Bílar TILBOÐ 1.090 þús. staðgreitt FORD Galaxy 7 manna - Diesel 2.0 Diesel árg 2011 • Sjálfskiptur • Ekinn 172 þús. • Skoðaður 2021 • Nýsmurður • Nýlega skipt um olíu á skiptingu • Glæný Vredestein nagladekk Verð 1.790 þús. Uppl. í síma 615 8080 BMW 318 e46 2004. TILBOÐ VEGNA FLUTNINGA BMW i318 e46 2004 158.xxx. Þarf að losna við hann sem fyrst, fer á 230.000 eða tilboð. Búið að taka vélina í gegn. Nýsmurður. Upplýsingar í síma 8629726 - Ómar Smá- og raðauglýsingar Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is Elsku hjartans bróðir minn, nú ert þú farinn yfir móð- una miklu og ert nú hjá ástvinum okkar sem fóru á undan en ég trúi því að við munum hittast öll þarna hinum megin þegar þar að kem- ur. Þegar ég sit hér rifjast upp ótal minningar um þig eins og þegar ég átti fara í sundtíma í fyrsta sinn og læra synda og ég átti að fara ein en ég neitaði að fara og stóð við hliðið heima há- skælandi. Þá komst þú heim á hjólinu þínu og mamma fékk þig til að tala mig til sem gekk ekki svo illa því þú ætlaðir að reiða mig á hjólinu þínu og það var ævintýri sem ekki var hægt að neita og daginn eftir gafst þú mér forláta sundtösku sem ég átti í mörg ár. Þegar þú fórst til útlanda til náms saknaði móðir okkar þín mikið en þú varst dug- legur að skrifa heim. Við syst- urnar tókum eftir því að mamma Aðalsteinn Viðar Júlíusson ✝ Aðalsteinn Við-ar Júlíusson fæddist 4. mars 1944. Hann lést 3. mars 2020. Útförin fór fram 17. mars 2020. vissi alltaf hvenær bréf frá þér bárust því hún sagði alltaf þegar hún kom nið- ur að morgni þann dag sem bréf frá þér kom: Það kem- ur bréf frá stóra mínum í dag. Við systurnar fylgd- umst vel með þessu og þetta stóðst allt- af hjá henni móður okkar. Eftir nám settust þið Þuríður að á heimaslóðum hennar þar sem þið reistuð glæsilegt hús fyrir ykkur. Mikið var dásam- legt að geta leitað til þín þegar með þurfti, þú gafst alltaf góð ráð sama um hvað málið snerist og varst tilbúinn að hjálpa. En lífið var ekki bara sólskin og gleði. Stóra sorgin þín held ég hafi verið þegar þú misstir drenginn þinn í fæðingu en þið hjónin brugðust við með því að fá Önnu yndislega litla stúlku fædda árið 1977 í Suður-Kóreu og genguð henni í foreldrastað. Svo fæddist ykkur yndisleg stúlka, Auðrún, árið 1982. Eftir að þið Þuríður slituð samvistum og þú fluttir í burtu þá saknaði ég þín sárt. Þú fluttir suður til seinni konu þinnar, Margrétar Bjarkar Andrésdóttur, og tók hún okkar alltaf vel og vorum við alltaf vel- komin. Þið bræður mínir voruð svo heppnir að fá í vöggugjöf að geta teiknað og málað og synir mínir líka. Oft var ég búin að hvetja þig til að mála myndir og loks fann Margrét leið til að fá þig til að taka upp pensil og ekki leið á löngu þar til listaverkin fóru að sjást. Ekki fékkstu að sleppa við veikindi og síðustu árin þín þurftir þú að berjast við þau og gekkst í gegnum þau af æðru- leysi og varst í sambandi við litlu systur þína sem einnig var að berjast. Hresstir hana við og hvattir. Svo fór að veikindin höfðu yfirhöndina hjá þér. Við og öll fjölskyldan munum sakna þín og ég veit að Binni minn á eftir að sakna þín mikið og send- ir þér kveðju og þakklæti fyrir að vera vinur og ráðgjafi og hann segir að þið munið örugg- lega klára verkið þegar þið hitt- ist. Það er svo margt sem ég vildi setja niður á blað um þig, elsku bróðir minn, og minningar um okkur öll systkinin en það verður að bíða og við munum hittast og minnast alls þess góða sem við áttum saman öll. Elsku Alli minn, takk fyrir að vera bróðir minn, minningin um þig verður alltaf í hjarta mínu og takk fyrir allt og allt. Þín elskandi litla systir, Jóhanna (Hanna). ✝ Skúli Magn-ússon fæddist í Hrísey 14. febrúar 1961. Hann lést á heimili sínu Bugðu- tanga 28 í Mos- fellsbæ 3. mars 2020. Foreldrar hans voru Guðrún Björg Sigurðar- dóttir frá Hrísey, f. 23. september 1923, d. 21. október 2001 og Magnús Sigurjón Þor- steinsson frá Ólafsfirði, f. 29. júlí 1923, d. 24. nóvember 1987. Skúli var yngstur 6 systkina, 4 alsystkin og 2 hálfsystkin sam- mæðra. Þau eru Sigrún Bjarg- lind Valdimarsdóttir, f. 1941, maki Ingólfur Ingólfsson, þau eiga 5 börn, þau búa í Reykja- nesbæ, Mikael Sigurðsson, f. 1943, maki Ebba Sigurhjart- ardóttir, þau eiga 3 börn, þau búa í Hrísey. Valgerður Magn- úsdóttir, f. 1950, maki Elías K. Þorsteinsson, þau eiga eina henni vel, þar til móðir hans lést árið 2001. Hann keypti sér lítið raðhús í Mosfellsbæ árið 2002 og bjó þar til dánardægurs. Eftir hefðbundna skólagöngu í Melaskóla og Hagaskóla fór hann í vélskólann og útskrif- aðist þaðan sem vélfræðingur 1984 og með full réttindi sem vélstjóri 1987. Hann fór til sjós eftir útskrift sem vélstjóri og vann hjá ýmsum félögum. Hann réð sig til Samskipa sem vél- stjóri á millilandaskipum 1990- 1992, hjá Olíufélaginu hf. 1992- 1994 og hjá Olíudreifingu 1994- 1999. Hann fór í nám hjá Tölvu- og viðskiptaskólanum í febrúar 1999 og lauk þar námi í október sama ár. Skúli hóf störf hjá Reykjavíkurborg sem kerf- isfræðingur í nóvember 1999 og starfaði þar til dánardægurs. Skúli var ógiftur og barnlaus. Skúli hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarnar vikur og var í veikindaleyfi þegar hann lést. Í ljósi hinna óvenjulegu að- stæðna í samfélaginu hefur út- för hans farið fram í kyrrþey. dóttur, þau búa í Mosfellsbæ. Auður Lekay, maki Marko Lekay, þau eiga 2 syni, þau búa í Bandaríkjunum. Erna Magnús- dóttir, maki Rad- islav Vidakovic, þau eiga eina dótt- ur, þau búa í Sví- þjóð. Árið 1964 fluttu foreldrar Skúla og systur frá Hrísey til Reykjavíkur þar sem faðir Skúla var lítið heima vegna vinnu sinnar en hann vann alla tíð fyrir sunnan á veturna og á Raufarhöfn á sumrin meðan síldin var, einnig voru systur Skúla að komast á þann aldur að þurfa að fara í gagnfræða- skóla en í Hrísey var bara barnaskóli. Þau keyptu sér íbúð á Ægisíðu 50, eftir að faðir Skúla dó, en hann varð bráð- kvaddur aðeins 64 ára. Bjó Skúli með móður sinni og sinnti Stórt skarð er höggvið í systkinahópinn okkar þar sem yngsta systkinið hann Skúli er fallinn frá nýorðinn 59 ára. Ekki grunaði mig að hann væri að borða hjá mér síðustu kvöld- máltíðina nokkrum dögum fyrir andlátið. Skúli hafði verið í veik- indaleyfi vegna sjúkdómsins kulnun í starfi, sem ég get ekki með nokkru móti skilið hvaða sjúkdómur er, það eru svo margir sem virðast vera með- höndlaðir með þann sjúkdóm ef sjúkdómseinkennin lýsa sér sem þreyta og mikill slappleiki. Ég er ekki enn búin að kyngja þessu andláti en vonandi lækn- ast ég af þessum mikla söknuði þegar fram líða stundir. Skúli var vinmargur, hann var dug- legri að heimsækja aðra en að bjóða heim til sín, hann kom oft í mat til mín og var gaman að hafa hann. Í fyrrasumar kom Auður systir okkar og Magnús sonur hennar í heimsókn frá Ameríku en Skúli og Magnús voru mjög nánir vinir og frænd- ur enda fæddir 14. og 15. febr- úar með 11 ára millibili og aldir upp saman á heimili foreldra minna þar til Magnús flutti 9 ára gamall til Bandaríkjanna með móður sinni. Við heimsótt- um æskuslóðir okkar í Hrísey þar sem Mikael bróðir okkar og mágkona búa. Þetta var ógleymanleg ferð og voru teknar margar myndir af okkur systkinunum og frænd- fólkinu sem ylja okkur nú í minningunni. Foreldrar okkar fluttu frá Hrísey þegar Skúli var 3ja ára, bæði vegna þess að það var enginn gagnfræðaskóli í Hrísey og að elsta systirin var komin í gagnfræðaskóla og þær yngri að nálgast þann aldur, einnig vegna starfa föður okkar en hann var aldrei heima vegna vinnu sinnar, hann kom heim um jól og páska og á vorin flutt- um við með honum austur á Raufarhöfn þar sem faðir okkar starfaði sem verkstjóri og mats- maður á síldarsöltunarstöð Gunnars Halldórssonar og á veturna gegndi hann sömu störfum við saltfiskverkunarstöð Gunnars í Grindavík. Skúli ólst upp við mikið dekur allra þar sem hann var yngstur systk- inanna. Hann var bráðlaglegt barn og þótti mér ekki leiðinlegt að passa hann og láta dást af því hvað hann væri fallegur. Hann varð fyrir því að slasast þegar hann var 9-10 ára, hann var að leika sér ásamt öðrum strákum með vír sem slóst upp í annað auga hans og gerði hann blindan á því auga. Þrátt fyrir margar aðgerðir til að reyna að bæta sjónmissinn tókst það ekki. Eft- ir að faðir okkar lést, en hann varð bráðkvaddur í vinnunni að- eins 64 ára, bjó Skúli með móð- ur okkar og sinnti henni vel, það var mikið öryggi fyrir okkur systkinin að vita af honum hjá henni, sérstaklega eftir að hún veiktist af krabbameini 1999 og lést 2001. Hann var ótrúlega natinn við að aðstoða hana sem var ekki alltaf auðvelt. Skúli var vélfræðingur að mennt og feng- um við vel að njóta meðan hann var í millilandasiglingum. Eftir að hann lærði tölvunarfræði nut- um við góðs af því, hann var að- alreddarinn ef eitthvað bilaði eða vírus var kominn í tölvurn- ar, þá kom hann og bjargaði málunum. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í hann og boðið honum í mat, en svona er lífið, enginn veit sinn næturstað. Ég votta öllum systkinum mín- um og aðstandendum þeirra mína dýpstu samúð, einnig vin- um Skúla sem hafa reynst hon- um vel. Far þú í friði, elsku bróðir. Valgerður systir. Skúli Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.