Morgunblaðið - 30.03.2020, Page 18

Morgunblaðið - 30.03.2020, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Lögfræðingarnir Helgi Jóhannesson og Hilmar Gunnlaugsson hafa skipst á skoðunum í blaðagreinum í Morg- unblaðinu dagana 4.-14. mars. Þar hafa þeir stundað ýmiss konar lögfræðihjal og orð- hengilshátt. Ég ætla ekki að fara að elta ólar við þá um þær vanga- veltur, en vil frekar ræða almennt um kerfi losunarheimilda og uppruna- ábyrgða eins og þau birtast í íslenska raforkukerfinu. Ég mun þó vísa til lögmannanna eftir því sem þörf þyk- ir. Hugtök Ég hef ávallt notað eftirfarandi skilgreiningu á hugtökum í raforku- málum og mun einnig gera það hér á eftir: Endurnýjanleg orka kemur frá náttúrulegum orkulindum og er not- uð í sama mæli og þær koma fram í náttúrunni. Stöðuorka vatnsfalla er talin endurnýjanleg og jarð- varmaorka hefur einnig verið flokkuð sem endurnýjanleg, því varmainni- hald jarðgeyma er takmarkalaust eða nánast óendanlegt. Sjálfbær þróun umhverfis vegna orkuframleiðslu uppfyllir þarfir nú- tímans án þess að skerða getu kom- andi kynslóða til að mæta þörfum sín- um síðar meir. Þessi hugsun hefur verið höfð að leiðarljósi við stefnu- mörkun 21. aldar. Græn raforka er framleidd úr endurnýjanlegri orku. Umhverfisáhrif virkj- unar á endurnýjanlegri orku er sjálfbær. Endurnýjanleg raf- orka og sjálfbær orka eru orðskrípi sem ber að forðast. Ég leyfi mér að vísa í meðfylgjandi skýring- armynd, en þá fram- setningu fannst mér vanta í fyrrnefndar blaðagreinar þeirra tví- menninga. Á myndinni stendur ESB fyrir Evrópusambandið (EU – European Union), EES fyrir Evrópska efna- hagssvæðið (EEA – European Econonic Area) og svo hið heima- tilbúna heiti EOVK á Evrópska orku- vottunarkerfinu (EECS – European Energy Certification System). Raforkukerfi Íslands er sýnt á táknrænan hátt í miðjunni, kerfi los- unarheimilda fyrir ofan og kerfi upp- runaábyrgða fyrir neðan. Losunar- heimildir og upprunaábyrgðir eru sitt hvort kerfið sem þjóna hvort sínu markmiði og án beinna tenginga þeirra í milli. Losunarheimildir Við úthlutun á, verslun með og uppgjöri á losunarheimildum er not- uð einingin tonn-CO2. Ísland er með skylduaðild að Par- ísarsáttmálanum 2016 en þar eru til- greind markmið stórs hluta heims- byggðar í losun gróðurhúsaloftteg- unda á hverju ári, sem fer stöðugt minnkandi fram til 2050. Losunar- heimildir fyrir Ísland eru nánar út- færðar í íslenskum lögum nr 70/2012 um loftslagsmál. Markmið þeirra laga er að raun- veruleg losun fyrir Ísland á hverju ári verði jöfn losunarheimild. Ef hún er minni verður til afgangur sem hægt er að flytja milli ára samkvæmt ákveðnum reglum. Ef hins vegar los- un er umfram heimildir verður virkj- un eða stóriðja að kaupa viðbótar- kvóta t.d. á markaði (ekki sýndur á myndinni) til að losna við viðurlög sem varða sektum. Fyrir íslenska raforkukerfið skipt- ir máli að í lögum er tilgreint að þau taki til brennslu eldsneytis í stöðvum með varmaafli sem er yfir 20 MW. Aðeins eldsneytisstöðin á Bolung- arvík lendir í þessum flokki en hún getur framleitt 11 MW raforku sem þýðir að varmaafl þeirrar stöðvar gæti verið um 33 MW. Þetta lýsir sér með þunnum línum úr frá kassanum á myndinni sem merktur er „Raforka úr eldsneyti“. Upprunaábyrgðir Í úthlutun á verslun með og upp- gjöri á upprunaábyrgðum er notuð einingin MWh-raforku. Upprunaábyrgðir eru valfrjálsar og er tilgangur þeirra að ábyrgjast að viðskiptavinur sé að kaupa græna raforku sem hann telur sig þurfa til að geta sýnt fram á vegna einhverra viðskiptahagsmuna. Kerfi upprunaábyrgða byggist á því að nota upplýsingakerfi Evrópu- sambandsins, en það leyfir að hægt sé að selja upprunaábyrgð frá raf- orkuframleiðanda á Íslandi þó svo að viðskiptavinur sé staðsettur í Evrópu og raftenging ekki fyrir hendi milli þeirra. Upprunaábyrgðir eru tilkynntar inn í eftirlitskerfið í samræmi við sölu raforku til stóriðju á Íslandi, sem hef- ur afþakkað að kaupa uppruna- ábyrgðir. Við það stofnast inneign sem hægt er að selja til erlendra við- skiptavina. EOVK-kerfið telur síðan niður inneignina í samræmi við raf- orkunotkun viðkomandi viðskipta- vinar erlendis. Um það hefur verið rætt að al- mennur markaður á Íslandi fái upp- runavottun án sérstakrar greiðslu sem er þá innifalið í orkuverðinu. Hugmyndin með þessu fyrirkomu- lagi var upphaflega að verslað væri með upprunaábyrgðir á frjálsum markaði en sáralítil virkni hefur verið þar hingað til og mest er um bein við- skipti milli seljanda og kaupanda með millikomu í EOVK kerfinu. Markaðn- um er því sleppt á myndinni. Losunarheimildir og upprunaábyrgðir í íslenska raforkukerfinu Eftir Skúla Jóhannsson » Losunarheimildir og upprunaábyrgðir eru sitt hvort kerfið sem þjóna hvort sínu mark- miði og án beinna teng- inga sín í milli. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Lýðræði hér á landi er skilgreint sem fram- kvæmdavald, dómsvald og löggjafarvald, Al- þingi skiptist í efri og neðri deild, var kennt í skólum, síðan er liðin hálf öld; lítið hefur breyst nema Alþingi er nú ein samkunda. Nú er talað um fjöl- miðla sem „fjórða vald- ið“ framsett í máli og myndum; en ekki skilgreint samkvæmt stjórnarskrá. Með „orðið að vopni“ geta fjölmiðlar mistúlkað frétt með ýmsum hætti ; fréttin fær jafnvel aðra merkingu en í upphafi var ætlað. Þegar Donald Trump varð kosinn forseti hafði hann ekki aðeins mik- ilvæga fjölmiðla í USA á móti sér, einn- ig heimspressuna að hluta í hinum vestræna heimi; lýðræðisleg kosning forsetans var ekki samþykkt í orði eða á borði. Hvort sem menn eru með eða móti Donald Trump skiptir máli hvernig fréttir og samtöl við forsetann eru fram sett; ekki sett fram einhliða skoðun jafnvel án nægilegar raka. Er ekki eitthvað rangt í „fréttaflutn- ingi“, þegar forseti USA þarf að tísta á Twitter til að skoðun hans sé eftir orðanna hljóðan? Gott dæmi var nýlega á RÚV þar sem erlend fjölskylda átti að fara úr landi og mál hennar notað til að túlka flóttamannavandann í heiminum. Vissulega biðu þau of lengi, að mál þeirra yrði tekið fyrir. Var rétt að setja málið þannig fram, að það höfð- aði fremur til tilfinninga fólks; frekar en að setja málið fram enn betur á röklegan hátt? Dómsmálaráðherra gaf þá fjölskyldunni leyfi til að dveljast áfram, stytti dvalartíma flótta- fólks úr 18 mánuði í 16 mánuði; eins og það skipti einhverju máli en virtist þó leysa málið? Flóttamannavandinn í heiminum er stærra en svo að það sé leyst með framangreindum hætti; okkur eru tak- mörk sett hvað við getum tekið á móti stórum hópi flóttamanna og við verð- um að setja reglur sem er raunhæft að fara eftir, eins mannúðlegar og kostur er. Nauðsynlegt er að lög um fjölmiðla verði skýr, séu í anda lýðræðis og stjórnarskrár; að fréttir halli ekki réttu máli þegar þær birtast opinberlega. Er „fjórða valdið“ ógn við lýðræðis- lega og gagnrýna umræðu? Sigríði Laufeyju Einarsdóttur Sigríður Laufey Einarsdóttir »Nú er talað um fjöl- miðla sem „fjórða valdið“ framsett í máli og myndum. Höfundur er með BA í guðfræði og djákni. Þegar búið er að setja morgunútvarp rásar 1 og 2 í einn pott kemur upp skrýtin suða. Þar er í bland hægeldun gömlu gufunnar og hraðsuða þeirra yngri, sem koma frá sér ótrúlegum fjölda orða á sekúndu, liggur mér við að segja. Lagavalið breytist líka og takturinn er ekki sá sami allan þáttinn. Í þessari blöndu koma líka fyrir orð og orðatiltæki, sem ekki allir melta strax, og munurinn á fordómalaus og fordæmalaus getur orðið óljós á köflum. Þannig mætti segja, í bjartsýniskasti, að veiran hefði sameinað þjóðina, sam- hliða því að sundra henni í sóttkvíarfólk, home-office-vinnandi og hina. Þegar þessu fargani léttir munum við væntanlega skiptast aftur í rásar 1- og rásar 2-neytendur, því það er notalegast að vera í sínum hópi, þar sem menn skilja hver annan og ganga í sama takti. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Tvær þjóðir á tali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.