Morgunblaðið - 20.04.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 92. tölublað 108. árgangur
VARNARMÚRAR
GETI VERIÐ SKAMM-
GÓÐUR VERMIR
TÆKI TIL AÐ
BJARGA SMÁ-
ÞJÓÐUNUM
HLAKKAR TIL
AÐ HEFJA STÖRF
AÐ NÝJU
ÞÓRBERGUR OG ESPERANTÓ 28 LENGSTA HLÉIÐ FRÁ VINNU 6FÓLK LEITAR AÐ ÖRYGGI 12
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Áhugi er fyrir því hjá Reykjanes-
höfnum að ráðast í uppbyggingu í
Helguvíkurhöfn á þann veg að Atl-
antshafsbandalagið geti haft þar að-
stöðu sem tengjast myndi aðstöðu
þess á Keflavíkurflugvelli. Mögulegt
er að taka þar við stórum skipum.
Halldór Karl Hermannsson, hafn-
arstjóri Reykjaneshafna, segir að
þetta verkefni sé „ekki bara á teikni-
borðinu heldur vel yfir því“. Undir-
búningsvinnan sem farið hefur fram
er þó aðeins af hálfu hafnaryfirvalda
á svæðinu og er að viti Halldórs ekki
komin í formlegan farveg hjá NATO.
Að sögn Halldórs hafa þeir sem til
landsins hafa ferðast á vegum
bandalagsins þó kannað aðstæður
við höfnina. „Og í framhaldinu höfum
við viljað teikna upp hvernig við gæt-
um þjónustað þessa aðila betur, enda
eru fyrir einstakar aðstæður í
Helguvíkurhöfn á landsvísu. Þar eru
forsendur fyrir legu stórra skipa og
langra, ásamt því sem samspilið við
flugvöllinn er kjörið. Þarna er því
virkilega tækifæri til uppbygging-
ar,“ segir Halldór.
Engin formleg fyrirspurn hefur
borist frá Atlantshafsbandalaginu
um þessa uppbyggingu en aðspurður
á fundi sjálfstæðismanna á Suður-
nesjum í gær kvaðst Ásmundur
Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi, vita til
þess að samstarfsþjóðir Íslands í
varnarbandalaginu hefðu verið að
„kalla eftir“ því að ráðist yrði í þetta
verkefni.
Að sama skapi kveðst Friðjón Ein-
arsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar-
innar í Reykjanesbæ og formaður
bæjarráðs, hafa heyrt af auknum
áhuga bandalagsins á svæðinu, sem
fleiri heimsóknir þangað vitni um.
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks og formaður utanríkis-
málanefndar, hefur sömuleiðis heyrt
af áhuga á framkvæmdum í Helgu-
vík en segir málið ekki hafa komið á
borð utanríkismálanefndar.
Mikilvæg efnahagsleg áhrif
Stjórn hafnarinnar, Ásmundur
Friðriksson og Friðjón Einarsson
eru á einu máli um að kæmi til fram-
kvæmda á þessari uppbyggingu
hefði það mikilvæg efnahagsleg áhrif
á svæðinu, þar sem óttast er að at-
vinnuleysi rjúki nú upp úr öllu valdi
vegna áhrifa kórónuveirufaraldurs-
ins. Að sögn Halldórs myndi upp-
byggingin skapa störf bæði á fram-
kvæmdatíma sem og til lengri tíma.
Því sé harðærið nú kjörinn tími til
þess að kanna þessa kosti, enda áætl-
anir þegar fyrir hendi.
Ásmundur segir að umfang verk-
efnisins gæti verið allt að 16,5 millj-
arðar króna. Hann sakar bæjaryfir-
völd Reykjanesbæjar um að taka
ekki af nægum krafti undir áhuga
Reykjaneshafna á verkefninu. Frið-
jón Einarsson, formaður bæjarráðs,
telur nær lagi að um tvo til fjóra
milljarða gæti verið að ræða en þar
sem málið sé ekki komið til formlegr-
ar umræðu sé örðugt að fá nákvæm-
ari hugmynd um stærðargráðuna.
Hann segir sveitarstjórnina þó
áhugasama um verkefnið.
Formlegrar umræðu þörf
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, vara-
formaður utanríkismálanefndar og
þingmaður Vinstri-grænna, segir að
framkvæmdir af þessum toga þyrftu
að fá ítarlegri og formlegri umræðu
áður en nokkuð yrði aðhafst, enda
hernaðarleg uppbygging á hafnar-
svæðum á Íslandi alvarlegt mál. Hún
hvetur Suðurnesjamenn til þess að
vera víðsýnni í leit sinni að lausnum á
þeim vanda sem þar steðjar að.
Helguvík geti tekið við herskipum
Reykjaneshafnir búnar að teikna upp áform Gæti tengst varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli
Formlegt erindi ekki borist frá NATO Þingmaður VG segir framkvæmdir þurfa ítarlegri umræðu
Halldór Karl
Hermannsson
Ásmundur
Friðriksson
Ljósmynd/Reykjaneshafnir
Helguvíkurhöfn Höfnin var vígð 1989. 150 metra viðlegukantur á norður-
bakkanum myndi gera lengstu skipum kleift að leggjast að bryggju.
MHelguvík þyrfti ítarlegri … »2
Landssamtök lífeyrissjóða hafa
ekki gefið út nein tilmæli til lífeyr-
issjóða varðandi vaxtalækkanir en
einn af stóru sjóðunum þremur hef-
ur ekki lækkað
sína vexti frá því
í júlí í fyrra þrátt
fyrir miklar
stýrivaxtalækk-
anir.
Guðrún Haf-
steinsdóttir, for-
maður stjórnar
Landssamtaka
lífeyrissjóða, seg-
ir mikilvægt að
samtökin skipti
sér ekki af vaxtalækkunum sjóð-
anna.
„Það er algjörlega undir hverjum
og einum lífeyrissjóði komið hvern-
ig þeir haga þessum málum. Ég vil
minna á það að innan Lands-
samtaka lífeyrissjóða eru sjóðirnir
mjög ólíkir og hagsmunir þeirra
eru það sömuleiðis svo við gefum
enga línu út hvað þetta varðar.“
Guðrún segir að fyrst og fremst
sé það hlutverk lífeyrissjóða að
ávaxta iðgjöld sjóðfélaga og greiða
út lífeyri. Sjóðfélagalán og lánveit-
ingar til sjóðfélaga séu í raun hlið-
arstarfsemi. »14
Skipta sér
ekki af
vöxtum
Hlutverk sjóðanna
helst að ávaxta gjöld
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Byggingarvörur seljast vel þessa dagana og ljóst
að margir hafa nýtt nýjar aðstæður til lagfær-
inga á heimilum sínum. Gólfefni og málning
rjúka út og nóg var að gera í verslunum í gær.
Stjórnendur stóru byggingarvörufyrirtækjanna
eru enda bjartsýnir á næstu mánuði. Landinn
muni sennilega halda sig heima á næstunni og
fara í framkvæmdir, litlar sem stórar: reisa sól-
palla, bera á skjólveggi og rækta garðinn. »11
Morgunblaðið/Íris
Landinn er í framkvæmdahug á tímum farsóttar