Morgunblaðið - 20.04.2020, Page 10

Morgunblaðið - 20.04.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt Ísafjarðardjúpi hafi verið lokað fyrir laxeldi fyrir tæpum þremur ár- um hafa laxeldisfyrirtækin unnið áfram að leyfismálum með þá von í brjósti að endurskoðun áhættumats Hafrannsóknastofnunar leiði til þess að Djúpið verði opnað aftur. Lengst var Háafell komið í undirbúningi enda stundað eldi þar og lengi unnið að því að fá leyfi til laxeldis. Fyrir- tækið ætti því að hafa forskot á hin fyrirtækin en grundvallarforsendur áætlana fyrirtækisins bresta verði tillaga Hafró um að loka öllum innri hluta Djúpsins fyrir eldi staðfest. Þegar Hafrannsóknastofnun kynnti áhættumat sitt um mitt ár 2017 var Háafell, dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins – Gunnvarar (HG), á lokametrunum við að hefja laxeldi á svæðum sem það hafði undirbúið og rannsakað. Langur af- greiðslutími leyfa og kærur höfðu tafið undirbúninginn sem fyrirtækið hafði unnið að frá árinu 2011 en fisk- eldi hafði fyrirtækið stundað í Djúp- inu í tæp sextán ár þegar það slátr- aði síðustu regnbogasilungunum upp úr sjókvíum þar í byrjun árs 2018. Háafell var tilbúið með laxa- seiði í seiðastöð sinni á Nauteyri sem áttu að fara í sjó í Djúpinu en þurfti að selja annað. Helmingur svæða HG lokast Fyrirtækið varð fyrir öðru áfalli nú á dögunum þegar Hafró kynnti tillögur sínar um endurskoðun áhættumats. Þar er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi í sjókvíum í Djúp- inu megi vera allt að 12 þúsund tonn en að ekkert eldi verði fyrir innan línu sem dregin er þvert yfir, frá Ögurnesi og um Æðey, í þeim til- gangi að draga úr hættu á erfða- blöndun í laxveiðiám. Það þýðir að tvö af þremur mikilvægustu eldis- svæðum Háafells lenda á bannsvæð- inu. Aðeins eitt svæðanna er utan línunnar, auk varasvæðis. Allar staðsetningar annarra fisk- eldisfyrirtækja sem eru að sækja um leyfi í Ísafjarðardjúpi lenda utan bannsvæðisins, eins og sést á með- fylgjandi korti, meðal annars Arctic Fish sem sækir um 8 þúsund tonna framleiðslu og Arnarlax sem sækir um 10 þúsund tonn. Háafell og Arctic Fish gera ráð fyrir þeim möguleika að ala regn- bogasilung eða lax, eftir því hvernig markaðsaðstæður þróast. Nú er stærsti markaður fyrir silung í heim- inum, Rússland, lokaður og ekki lík- ur á að mikið silungseldi borgi sig. Fyrirtækin mislangt komin Ísafjarðardjúp er stór fjörður og ætti þess vegna að vera hægt að hafa þar mikla framleiðslu. Í bráða- birgðamati Hafró á burðarþoli var Djúpið talið þola 30 þúsund tonna framleiðslu. Nú hefur Hafró talið 12 þúsund tonna lífmassa hæfilegan, með tilliti til áhættu af erfðablöndun við náttúrulega laxastofna. Ekki hafa verið gefnar út sér- stakar reglur um úthlutun á þessari framleiðslu og fer þá um leyfisveit- ingar samkvæmt ákvæðum eldri laga, sem giltu þegar leyfisveit- ingaferlið var komið á skrið. Það fyrirtæki sem fyrst fær rekstrar- og starfsleyfi í hendur hefur þá for- gang. Þar ætti Háafell, sem komið er lengst í sínum undirbúningi, að standa best að vígi, ef allt væri eðli- legt, þá Arctic Fish, sem auglýst hefur frummatsskýrslu, og síðan Arnarlax, sem er að vinna að frum- matsskýrslu. Hábrún náði ekki að senda inn umsóknir nógu snemma og er því væntanlega aftast í röðinni. Þá á eftir að skýrast hvaða áhrif lok- un innri hluta Djúpsins hefur á undirbúning Háafells. Óskiljanlegur dráttur á leyfum Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG, segir að undir- búningur Háafells hafi miðast við að vera með þrjú árgangasvæði þar sem tvö væru virk hverju sinni og það þriðja í hvíld. Það sé gert til þess að svæðin geti jafnað sig eftir að fiskinum hefur verið slátrað og draga úr líkum á að sjúkdómar og lús berist á milli svæða. Fleiri séu með umsóknir í gangi og með því að útiloka jafn stóran hluta af Djúpinu og Hafrannsóknastofnun leggur til sé verið að þjappa eldinu saman á til- tölulega litlu svæði. „Mér finnst áhættan vera nægjan- leg miðað við okkar áætlanir og ótt- ast að menn hafi ekki nógu góða stjórn á því ef upp koma sjúkdómar þegar svæðið hefur verið minnkað,“ segir Kristján. Reiknar hann með að endurskoða þurfi umhverfismat fyrirtækisins, miðað við þessar nýju forsendur, en kveðst ekki vita nákvæmlega um áhrif þess á áform fyrirtækisins. Háafell hefur fengið auknar fram- leiðsluheimildir fyrir seiðastöð sína á Nauteyri. Þar er rúmlega hálf millj- ón laxa- og regnbogasilungsseiða í eldi og er stefnt að því að setja hluta þeirra í sjókvíar í Djúpinu í vor. Enn er ekki útséð með það hvort hægt verður að setja silunginn út en Krist- ján segir að einhver óskiljanleg tregða hafi verið á því að veita það leyfi. „Þetta er búinn að vera langur umsóknarferill, hvort sem um lax eða silung hefur verið að ræða, þar sem tímalínur hafa öngvan veginn staðist, hvorki hjá ráðamönnum eða stofnunum. Í raun má segja að hljóð og mynd hafi ekki farið saman hjá þeim aðilum sem með málin fara,“ segir Kristján. Hagur allra að eldi byggist upp „Okkur langar til að geta sett út seiði í Ísafjarðardjúp næsta sumar en þó er alltaf óvissa með gang um- sókna og erfitt að sjá hvort það markmið náist,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Spurður um kapphlaup um svæðin í Djúpinu segir hann: „Það er okkar hagur að HG og Arnarlaxi gangi vel. Það er hagur allra að fiskeldi byggist upp á Ís- landi.“ Sjókvíum raðað í Ísafjarðardjúp  Háafell er næst því að fá leyfi og þar með forgang að eldi í Ísafjarðardjúpi en svæðislokun Hafró útilokar helming eldissvæða þess  Fyrirtækin Arctic Fish og Arnarlax vinna einnig að leyfismálum safjarðardjúpi Kortagrunnur: OpenStreetMap Ísafjörður Hnífsdalur Súðavík Ál fta fjö rð ur Ísaf jarðardjúp Sk öt uf jö rð ur Ísajörður Áform um fi skeldi í Ísafjarðardjúpi Tonn Tegund Háafell (HG) 7.000 Lax, regnbogi Arctic Fish 8.000 Lax, regnbogi Arnarlax 10.000 Lax Hábrún 700 Regnbogi, þorskur Hafrannsóknastofnun leggur til að eldi verði ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi Bolungarvík Staðsetning eldissvæða í Í Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldi Sjókvíar verða áberandi í Djúp- inu ef áætlanirnar ganga eftir. „Það er gríðarlega mikilvægt af mörgum ástæðum að Ísafjarðar- djúp opnist fyrir fiskeldi. Það er ekki síst mikilvægt fyrir atvinnu- lífið í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík,“ segir Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðar- bæjar, um endurskoðun áhættu- mats Hafró sem heimilar allt að 12 þúsund tonna lífmassa í Ísa- fjarðardjúpi. Hann segir fiskeldið skapa veru- lega vinnu í Ísafjarðarbæ en hún geti orðið mun meiri. Þá sé áríð- andi að auka útflutningstekjur þjóðarinnar, ekki síst á tímum eins og nú þegar efnahagslífið er á leið í djúpa lægð. „Við viljum fá meiri kraft í fisk- eldi á norðanverðum Vestfjörðum. Má færa fyrir því rök að betra sé fyrir umhverfið að hafa eldi bæði á sunnanverðum Vestfjörðum og norðanverðum,“ segir Daníel. Hann segir að þótt áhættumatið gefi 12 þúsund tonn í byrjun megi reikna með að það sé byrjunin á einhverju meira, ef fyrirtækin standa sig vel, sem ekki þurfi að efast um. Mikilvægt fyrir atvinnulífið FORMAÐUR BÆJARRÁÐS ÍSAFJARÐARBÆJAR Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Djúpið Þorskeldi var stundað í allstórum stíl í Álftafirði en því var hætt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.