Morgunblaðið - 20.04.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 20.04.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 Sull Vorið er handan við hornið og þá fara kátir krakkar út að leika sér. Þessi börn voru við Nauthólsvíkina í gær og busluðu þar með leikföng sín og hver veit nema þau hafi veitt agnarsmá síli. Íris Í gegnum árin hefur íslenskur flugrekstur átt stóran þátt í velgengni og velsæld íslenskrar þjóðar. Með leiðarkerfi Icelandair hefur byggst upp öflug tengimiðstöð á Atlantshafinu sem tryggir góðar flugteng- ingar sem gera landinu kleift að halda uppi flug- tíðni á fjölbreytta áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins allan ársins hring. Þessi tengimiðstöð býr til tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu, atvinnulíf og allan almenning. Það er tvennt sem ber að hafa í huga varðandi þessa staðreynd. Ann- ars vegar að íslensk ferðaþjónusta reiðir sig á íslenskan flugrekstur að stærstu leyti en flugreksturinn reiðir sig eingöngu að hluta til á ferðaþjón- ustuna. Hlutfall erlendra ferðamanna af flugfarþegum hefur verið um 30% í eðlilegu árferði en meirihluti farþeg- anna er tengifarþegar að nýta sér leiðarkerfi félagsins á leiðinni yfir Atlantshafið eða rúmlega 50%. Hins vegar er ljóst að erlend flugfélög myndu aldrei fylla í það skarð sem myndi skapast ef leiðarkerfið og tengimiðstöðin væru ekki fyrir hendi því eftirspurnin eftir flugi til Íslands eingöngu myndi ekki styðja við núverandi tíðni, fjölda áfangastaða eða jafnmikið flug yfir vetrartímann og raun ber vitni. Íslenskur flugrekstur leiðir af sér og styður við 72.000 störf sam- kvæmt nýlegri skýrslu Oxford Economics. Þar af eru 11.000 störf beint í fluginu. Nærri 40% af landsframleiðslu Ís- lands eru tilkomin vegna flugs eða farþega fluttra með flugi. Ef eingöngu flug- starfsemin er skoðuð er hlutfall flugs- ins um 17% eða um 490 milljarðar. Ís- lenskur flugrekstur er ekki einskorð- aður við einn flugrekanda og hann er ekki einskorðaður við Ísland. Atvinn- an er fjölbreytt en sérhæfð og tækni- leg. Þá eru þau fyrirtæki sem byggja sína afkomu á flugrekstri ekki ein- göngu ferðaþjónustufyrirtæki heldur einnig fyrirtæki í margvíslegum at- vinnugreinum. Íslenskur flugrekstur er stór á alla mælikvarða og stór í samanburði við aðrar þjóðir. Það er því áhyggjuefni að íslenskur flugrekstur sé ekki studdur með meira afgerandi hætti í þeim for- dæmalausu aðstæðum sem hafa skap- ast og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til gagnast flugrekstrinum að- eins að litlu leyti. Sem betur fer býr flugrekstur til hálaunastörf – af því eigum við að vera stolt. Raunar er það þannig að flugreksturinn býr til um 70% verðmætara starf en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þannig gagnast núverandi úrræði eins og hlutabætur öðrum atvinnugreinum mun meira en fluginu. Flestar að- gerðir miða að því að hjálpa innlendri ferðaþjónustu en flugið situr eftir. Víða erlendis er flugrekstur nú studdur og á sumum stöðum kominn í skjól stjórnvalda. Nægir að nefna Finnland í því samhengi þar sem Finnair hefur fengið mikinn stuðning þarlendra stjórnvalda eins og fram kom í nýlegu útvarpsviðtali við rit- stjóra Túrista, Kristján Sigurjónsson. Sama á við um SAS og mörg önnur flugfélög í Evrópu. Í Bandaríkjunum er stuðningurinn mikill og til eftir- breytni. Þar hefur, til viðbótar við lánalínur, þeim verið boðið að greiða laun starfsmanna til 30. september til að koma í veg fyrir uppsagnir og lækkun launa. Sú nálgun sem íslensk stjórnvöld virðast vera að horfa til í sínum aðgerðum er sambærileg þeim sem Norwegian býðst. Það félag á í rauninni ekkert heimaland þrátt fyrir nafnið. Félagið hefur stofnað henti- flugfélög víðs vegar um heim til þess að komast undan sköttum og skyld- um og hefur fyrir vikið ekkert skjól. Félagið hefur um margra mánaða og jafnvel ára skeið verið í gjörgæslu fjármálastofnana og markaðarins vegna of mikils vaxtar og óraunhæfra rekstrarforsenda. Norska ríkið kallar því eftir markaðslausn áður en kemur til aðstoðar ríkisins og þá eingöngu til þess hluta rekstrarins sem snýr að Noregi. Icelandair hefur gengið í gegnum erfiða tíma á síðastliðnum tveimur ár- um. Árið 2018 var fyrsta tap félagsins eftir margra ára milljarða hagnað. Tapið var rakið til mistaka í leiðar- kerfi félagsins og breytinga á sölu- og markaðsstarfi þess. Reynsluleysi og mistök nýrra stjórnenda áttu þar stærstan þátt. Árið 2019 var erfitt vegna Boeing MAX-vélanna en það ástand kom sérstaklega illa niður á Icelandair og skyggði á mögulegan ávinning af leiðréttingum mistaka fyrra árs. Þessi tvö ár eru á engan hátt lýsandi fyrir þau tækifæri sem felast í því rekstarmódeli sem félagið byggir á en reksturinn er viðkvæmur og mikilvægt að honum sé vel stýrt til að tækifærin séu nýtt. Núverandi ástand er þessu ótengt. Félagið var í góðri stöðu fyrir vegna velgengni áranna 2010-2017 og leitaði því ekki til stjórnvalda strax í byrjun. Það hefði verið gert ef staða félagsins hefði væri slæm fyrir. Mögulega hafa falist í því mistök að mála myndina ekki nægjanlega svarta miðað við þá stöðu sem nú er komin upp. Flugið hefur orðið fyrir stærstu skakkaföllunum í þeim faraldri sem nú herjar á heiminn allan. Það er jafnframt líklegt að flugið verði síðast til að komast út úr þeim efnahagslega hildarleik sem við göngum í gegnum. Það er því ekki bara mikilvægt held- ur nauðsynlegt að íslenskum flug- rekstri sé sýnd sú virðing og auðmýkt sem hann á skilinn. Hann er brot- hættur eins og staðan er í dag en hef- ur í gegnum árin getað staðið sem einn af máttarstólpum íslensks efna- hagslífs. Við verðum að sameinast um að þegar þessu ástandi lýkur komi ís- lenskur flugrekstur ekki verulega laskaður heldur öflugri en nokkru sinni fyrr til leiks og í stakk búinn til að nýta öll þau tækifæri sem felast í uppsveiflunni. Til að svo geti orðið verða stjórnvöld að breyta um takt. Eftir Matthías Sveinbjörnsson » Flugið hefur orðið fyrir stærstu skakkaföllunum í þeim faraldri sem nú herjar á heiminn allan. Það er jafnframt líklegt að flugið verði síðast til að komast út úr þeim efna- hagslega hildarleik sem við göngum í gegnum. Matthías Sveinbjörnsson Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands. Íslenskur flugrekstur í vanda – taktleysi stjórnvalda Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er þess eðlis að við sem þjóð stöndum sam- an og þannig mun okk- ur farnast best. Heil- brigðisráðherra hefur einnig sagt að við hefð- um verið undirbúin og sérstaklega hefði heil- brigðiskerfið sýnt undraverðan sveigjan- leika. Í þessu sambandi má nefna að höfðingleg gjöf barst Landspítala á dögunum, um var að ræða 17 nýjar gjörgæsluöndunar- vélar, 6.500 sóttvarnargrímur, 1.000 varnargalla, 2.500 varnargleraugu og 140.000 veirupinna. Að gjöfinni stóðu 14 íslensk fyrirtæki og kom gjöfin að góðum notum og meira er víst á leiðinni. Annað sem hefur tekist mjög vel og er þakkarvert er þegar Íslensk erfða- greining hóf að skima fyrir veirunni og með þeim hætti að aðstoða hið opinbera og það með frábærum árangri. Að loknum Covid-19- faraldrinum munum við geta minnst þessa sem tíma þar sem þjóðin stóð saman. Við munum einnig læra af þessari reynslu og vera betur í stakk búin til þess að mæta frekari áskorunum. En það skiptir öllu máli að viðurkenna það að bæði hið opinbera og hið einkarekna sneru bökum saman til þess að freista þess að fá bestu nið- urstöðuna. Sem dæmi um hvað læra má af þessari reynslu og hvernig færa má þá reynslu áfram þegar hversdagurinn tekur við á ný má benda á að enn bíða um það bil 800 manns eftir því að komast í lið- skiptaaðgerð á hné og tæplega 400 einstaklingar bíða þess að komast í liðskipaaðgerð á mjöðm. Það er ljóst að enginn þessara ein- staklinga mun hafa tækifæri til þess að fara til útlanda í nánustu framtíð til þess að fá bót meina sinna, ferða- takmarkanir munu hamla þeirra för, einstaklingar sem gætu orðið full- færir til þess að taka þátt í samfélag- inu að aðgerð lokinni. Stjórnvöld verða að sýna aðhald í fjármálum ef þau ætla að fá hjól samfélagsins af stað á ný og því er með öllu óeðlilegt, nú sem fyrr, að sóa fjármunum í stað þess að nýta þjónustu sem bæði er ódýrari og hagkvæmari fyrir alla að- ila. Til að rifja það upp þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns sem og dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostn- aðar þess sjúkratryggða erlendis ut- an sjúkrastofnunar svo og nauðsyn- legs uppihaldskostnaðar fylgdar- manns. Undanfarin fjögur ár hefur þessi tilhögun kostað ríkið 128 millj- ónir. Þetta hefur fólk þurft að gera, vissulega að uppfylltum skilyrðum, þar sem það hefur ekki efni á því að leita til einkarekinna fyrirtækja hér heima sem búin eru besta búnaði og skipuð færasta fagfólki og sem nú eru enn án samnings við Sjúkratrygg- ingar Íslands. Aðrir hafa greitt úr eigin vasa einfaldlega til þess að kom- ast að í aðgerð hér heima án aðkomu Sjúkratrygginga Íslands vegna þess að aðstæður voru óbærilegar, ein- staklingar sem hafa búið við þján- ingar með tilheyrandi vanlíðan í allt of langan tíma. Í ljósi nýfenginnar reynslu sem við höfum vonandi flest lært af er skyn- samlegast að nýta alla þá krafta sem nú þegar eru fyrir hendi hér á landi. Það þarf að eyða biðlistum vegna lið- skiptaaðgerða og það verður aðeins gert með því að bæði hið opinbera og hið einkarekna snúi bökum saman. Verkefnið fram undan Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur » Það skiptir öllu máli að viðurkenna það að bæði hið opinbera og hið einkarekna sneru bökum saman til þess að freista þess að fá bestu niðurstöðuna. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.