Morgunblaðið - 20.04.2020, Page 19

Morgunblaðið - 20.04.2020, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 ✝ Þorgerður Kol-beinsdóttir fæddist 8. mars 1924 á Þorvalds- stöðum í Hvítársíðu en fluttist sama ár að Stóra-Ási í Hálsa- sveit, þar sem hún ólst upp. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 11. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Kolbeinn Guðmundsson, bóndi og járnsmiður í Stóra-Ási í Hálsasveit, f. 1882, d. 1958, og Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1885, d. 1960. Systkini Þorgerð- ar eru Andrés tónlistarmaður, f. 1919, d. 2009, Magnús bóndi, f. 1921, d. 2005, Helgi bifvélavirki, f. 1927, d. 2016 og Steinunn hús- freyja, f. 1928. veig, f. 1955. Maki hennar er Pétur Heimir Guðmundsson. Börn þeirra eru Guðmundur Atli og Kristín Þóra. 3) Kristján, f. 1957. Maki hans er Rósa Mar- inósdóttir. Börn þeirra eru Odd- ný Eva, Særún Ósk, Aðalheiður og Andrés. 4) Kolbeinn, f. 1961. Maki hans er Snjólaug Arnar- dóttir. Börn þeirra eru Örn og Hallgerður. 5) Hallveig, f. 1966. Maki hennar er Einar Sigur- mundsson. Þorgerður vann lengi á saumastofum, lengst af á sauma- stofunni Gefjun, auk þess sem hún annaðist safnaðarheimili Digraneskirkju um nokkurra ára skeið. Hún var virk í félags- málum í Kópavogi þar sem hún starfaði um áratugaskeið í Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Freyju, félagi framsóknar- kvenna í Kópavogi, Frístunda- hópnum Hana-nú og safnaðar- starfi Digraneskirkju. Útför Þorgerðar fer fram í kyrrþey vegna aðstæðna í þjóð- félaginu. Minningarathöfn verð- ur haldin síðar. Þorgerður giftist árið 1953 Andrési Kristjánssyni, f. 10. september 1915 d. 9. apríl 1990, rithöf- undi og ritstjóra. Þau voru meðal frumbyggja á Holt- inu í Kópavogi og bjuggu nánast allan sinn búskap á Digranesvegi 107. Eftir lát Andrésar fluttist Þorgerður í Gullsmára 11 þar sem hún bjó þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Hrafnistu í Reykjavík fyrir rúmum sex árum. Þorgerði og Andrési varð fimm barna auðið, en þau eru: 1) Guðrún Helga, f. 1953. Maki hennar er Gunnar Emilsson. Dætur þeirra eru Þorgerður, Þóranna og Valgerður. 2) Heið- Þorgerður Kolbeinsdóttir tengdamóðir mín lést hinn 11. apr- íl 2020 á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún bjó síðustu 6 árin. Ég vil byrja á því að þakka henni og Andrési Kristjánssyni manni hennar fyrir hve vel þau tóku á móti mér og tveimur dætrum mín- um þegar ég kynntist syni þeirra, Kristjáni. Mínar dætur voru þeim alltaf eins og þeirra eigin barna- börn. Það var alltaf mjög notalegt að koma til þeirra og alltaf var til gott með kaffinu. Hún var alltaf tilbúin að veita okkur aðstoð við barnapössun þegar þess þurfti. Áhugi hennar á því hvernig fjöl- skyldan hefði það var henni ofar- lega í huga. Hún spurði alltaf eftir fjölskyldunni og einnig þeim sem fjarskyldir voru. Síðustu dagana var hugur hennar mikið hjá dóttur minni sem var að fara eignast barn en því miður náði hún því ekki að frétta hvernig það gekk. Það sem mér finnst verst er að engin gat verið hjá henni síðustu stundirnar vegna heimsóknar- banns á hjúkrunarheimili. Lítið var hægt að hafa samskipti við hana með rafrænum hætti vegna skerðingar á sjón og heyrn þannig að í 5 vikur gátum við mjög lítið talað við hana eða hún við okkur. Við hefðum svo viljað sitja hjá henni síðustu stundirnar. Hún var södd lífdaga og tilbúin að kveðja þennan heim. Elsku Gerða, hjart- ans þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hvíl í friði. Rósa Marinósdóttir. Ég man ekki glöggt eftir því hvenær ég hitti Þorgerði fyrst, en það er út af því að hún tók mér svo vel að það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Eflaust hefur hún boðið mér í kvöldmat af því tilefni að hana langaði að hitta manninn sem var farinn að hitta Hallveigu, yngstu dóttur hennar, alloft. Það þarf ekki að spyrja að því að þegar við Hallveig mættum í fyrrnefnt matarboð, þá beið dekkað borð með allskonar kræsingum og kaffi með einhverju heimabökuðu á eft- ir. Það kom mér æ síðan á óvart hvað hún gat borið mikið af heima- bökuðu góðgæti á borð, jafnvel þó hugmyndin hafi eingöngu verið sú að fá molakaffi – en nei, nei, það tók því ekki að fá sér kaffibolla nema að hafa eins og átta sortir með eða svo. Þorgerður var alin upp á Stóra- Ási í Borgarfirði, en foreldrar hennar tóku þar við búi árið 1924. Hún átti tvo eldri bræður, Andrés og Magnús, en yngri var Helgi og svo systirin Steinunn. Það var alla tíð sterk taug í sveitina og fátt þótti henni yndislegra í seinni tíð en að dvelja í sumarhúsi fjölskyld- unnar í landi Stóra-Áss. Þar hugs- aði hún um tré og allan annan gróður og undi sér vel. Hún hugs- aði líka vel um börn sín, þeirra af- komendur og frændgarð allan. Hún fylgdist af áhuga með því hvað hver var að gera hverju sinni og mundi allskonar smáatriði sem sí og æ vöktu furðu mína um það hversu minnug hún var. Það fór ekki á milli mála að Þor- gerður var góð og yndisleg kona, alltaf vel tilhöfð og glæsilega útlít- andi. Þegar ég kynntist henni var hún ekkja eftir Andrés Kristjáns- son rithöfund og bjó í huggulegri íbúð í Gullsmára. Þar bjó hún ein fram á nítugasta aldursár og sá um sig sjálf, en síðustu sex árin bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík og lést þar þrjátíu árum á eftir Andr- ési. Og börn þín og frændur, sem fjær eru og nær, við fögnum því öll, að þín hvíld er nú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuð í bólinu því sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný og segja, að þinn blundur sé sætur. (Þorsteinn Erlingsson) Blessuð sé minning Þorgerðar Kolbeinsdóttur. Einar Sigurmundsson. Elsku amma Gerða. Þegar ég hugsa til baka koma svo ótal margar góðar minningar fram. Ég man svo vel hvað það var alltaf gaman að koma til þín á Digranesheiðina. Húsið var eitt stórt ævintýrahús í augum lítillar stelpu. Sparistofan þar sem ég þorði varla að stíga fæti inn nema læðast um, eldhúsið þar sem alltaf var boðið upp á ananasdjús og oft- ar en ekki grillað brauð, skrifstof- an hans afa með ritvélinni og allir veggir þaktir bókum og stiginn þar sem maður lét sig dreyma um að renna sér niður á handriðinu. Ég man svo vel stundirnar þegar við vorum hjá þér krakkarnir, hlustuðum á morgunleikfimina á Rás1 og tókum þátt með þér. Þeg- ar þú kenndir okkur að rúlla upp ostsneiðum eins og þær væru vindlar og þegar við gengum út í búð með þér með innkaupavagn- inn í eftirdragi, mér fannst það heldur betur flott græja. Eftir að þú fluttir í Gullsmárann var alveg jafn gaman og notalegt að koma til þín. Þú varst ekki að hafa áhyggj- ur af því þó að við krakkarnir vær- um með læti og fíflagang og varst alltaf tilbúin að leyfa okkur að vera hjá þér. Það er ein minning mjög eftirminnileg, ég kom með tvö bekkjarsystkin mín í heim- sókn úr grunnskóla og við sátum lengi vel og spjölluðum um alla heima og geima. Það er enn talað um þessa heimsókn rúmlega 15 árum seinna og hennar minnst fyrir það hvað það var gaman að koma til þín og hvað við vorum báðar hláturmildar, það er eitt af því sem við áttum sameiginlegt. Þegar ég bjó í Reykjavík kom ég oft til þín í mat eða kaffi og oft sát- um við lengi og spjölluðum um gamla tíma þar sem þú sagðir mér allskonar sögur frá því að þú bjóst heima í Borgarfirði sem barn og ung kona og sögur af afa. Frá því að ég var lítil hef ég heyrt marga segja hvað ég væri lík þér og það fyllir mig alltaf stolti. Nú er komið að leiðarlokum, elsku amma, þú varst búin að bíða lengi eftir þess- ari stund og loksins ertu komin til afa. Ég sakna þín sárt og myndi gefa svo margt fyrir eitt knús í við- bót en ég mun geyma minninguna um þig og halda áfram að vera stolt af því að eiga þig fyrir ömmu. Hvíl í friði. Þín Aðalheiður. Elsku amma Gerða, við systur hlýjum okkur við minningar um þig nú þegar þú ert farin. Eftir sitja yndislegar æsku- minningar um margar gistinætur við gott atlæti á Digranesveginum. Það var fátt jafn dásamlegt og að koma í höfuðborgina og fá að dvelja hjá þér og afa og eiga góðar stundir á fallega heimilinu og í fal- lega garðinum sem vel var hugsað um. Eftir að við fórum að búa pass- aðir þú vel upp á að við ættum fal- leg stell í safnið. Bauðst okkur reglulega í heimsókn í Gullsmár- ann þar sem alltaf var hlaðborð af veitingum, sást til þess að margir komu saman og stórfjölskyldan hittist reglulega. Síðustu ár var gott að koma til þín á Hrafnistu og rifja upp gaml- ar minningar, skoða myndir og tala um daginn og veginn fá allar helstu fréttir af stórfjölskyldunni sem þú varst með meira á hreinu en nokkur samfélagsmiðill. Við minnumst þín með söknuði í hjarta og erum þakklátar fyrir það hversu lengi þú varst í lífi okk- ar. Við erum þakklátar fyrir það að langömmubörnin þín fengu tækifæri til að kynnast þér og þeim einstöku eiginleikum sem þú bjóst yfir, hlýjunni, hlátrinum og brosinu sem var alltaf stutt í. Við kveðjum þig með kvöld- bæninni sem við fengum iðulega að heyra fyrir svefninn í pössun á Digranesveginum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Þorgerður, Þóranna og Valgerður. Það er sárt og erfitt að kveðja ömmu Gerðu. Amma var fasti punkturinn í tilverunni og þrátt fyrir háan aldur var tilhugsunin um að hún yrði ekki alltaf hér fjar- læg. Amma var einstök kona og besta fyrirmynd sem hugsast get- ur. Hún var ljúf, lífsglöð og það stafaði af henni einhverri sér- stakri hlýju. Glaðlegi, einlægi hláturinn hennar situr nú eftir sem minning í huga okkar og mun ylja um ókomna tíð. Amma og afi áttu ævintýrahús á Digranesvegi (nú Digranesheiði) og þangað var alltaf gott að koma. Þar voru rólur og jarðarber í garð- inum og inni var hægt að henda dóti niður á milli hæða í gegnum þvottalúgu. Þar var steinklæddur veggur, tvær stofur, geymslupláss í veggjum, endalausar bækur og fallegir munir. Amma gerði heimsins bestu pönnukökur og eini fiskurinn sem hægt var að borða var bleiki fiskurinn hennar ömmu. Laufabrauðsgerð og slát- urgerð voru fastir liðir þar sem allir höfðu sitt hlutverk. Upp í hugann koma myndir af ömmu ýmist inni í eldhúsi að hræra í blóðmör í stóru fati eða inni í þvottahúsi að steikja laufabrauð. Það var ekki síður ævintýralegt að koma til ömmu á 9. hæð í Gull- smára þar sem hún tók alltaf á móti manni með sínu hlýja brosi. Enn einn ævintýrareitur ömmu er Biskupsbakki. Amma og afi byggðu sumarhús, falið inni í skógi sem þau plöntuðu að miklu leyti sjálf. Þar leið henni einna best, nálægt heimahögunum í Stóra-Ási í Borgarfirði. Hún ljóm- aði alltaf þegar talið barst að Bisk- upsbakka en þar halda ævintýrin áfram þar sem fjölskyldan mun hlúa að skóginum og húsinu í hennar anda. Amma var þrautseig og tók því sem að höndum bar með sinni ein- stöku jákvæðni og jafnaðargeði. Hún var umhyggjusöm og bar hag annarra endalaust fyrir brjósti. Hún var jafnframt þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Henni þótti svo vænt um vini sína og ætt- ingja og var mikið í mun að stefna fólki saman. Hún var dugleg að bjóða heim til að láta ættingjana hittast og það er ekki síst henni að þakka hve náin fjölskylda okkar er. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu, hvað það væri að gera, hvert það væri að fara og hvenær það kæmi aftur. Það er í raun ótrúlegt hversu vel hún náði að halda utan um allan þennan fjölda af afkom- endum, ættingjum og vinum og fylgjast með hvað á daga þeirra dreif. Þetta var hún með á hreinu fram á síðasta dag. Þessi síðustu misseri á Hrafn- istu þóttu ömmu sennilega heldur fábreytt en hún var alltaf svo glöð og þakklát fyrir heimsóknirnar þar sem hún ljómaði öll við að hitta fólkið sitt, barnabörnin og barnabarnabörnin. Þá kom ætíð á óvart hversu vel hún vissi af öllu því sem við höfðum verið að bralla. Elsku amma Gerða, við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svona lengi og fyrir að börnin okkar hafi fengið að kynnast þér. Það var dýrmætt að eiga reglulega með þér stundir á Hrafnistu, spjalla og halda í hlýja hönd þína. Við vitum að Andrés afi verður glaður að fá þig í fangið aftur. Hlýjan þín og ljúfa nærveran mun lifa áfram í minningum okkar sem elskum þig og söknum þín. Kristín Þóra og Guðmundur Atli. Föðursystir okkar Þorgerður Kolbeinsdóttir hefur kvatt, var komin á 97. aldursár þegar hún lést á laugardaginn fyrir páska. Hún var hvíldinni fegin enda voru hinir líkamlegu kraftar nær þrotnir. Andlegt atgervi var hins vegar óbugað og gat hún, allt til okkar hinstu funda, rifjað upp og sagt okkur frá uppvaxtarárunum í Stóra-Ási. Þær frásagnir eru okk- ur sem eftir lifum dýrmætar, enda greindu þær frá atburðum sem áttu sér stað fyrir allt að níutíu ár- um og gáfu okkur innsýn í þau lífs- kjör sem forfeður okkar bjuggu við. Hún Gerða frænka hefur verið órjúfanlegur þáttur af tilveru okk- ar systkinanna allt frá því við munum fyrst eftir okkur. Hún hef- ur eiginlega verið okkur eins og annað foreldri, svo náin var hún okkur öllum. Við minnumst ferða okkar til höfuðborgarinnar á æskuárum okkar þar sem heimili þeirra Andrésar við Digranesveg var dvalarstaðurinn sem stóð okk- ur alltaf opinn. Þar nutum við fyrst þeirrar takmarkalausu um- hyggju sem við urðum aðnjótandi allar götur síðan. Flestar af skýrustu minningum okkar frá uppvaxtarárunum heima í Stóra-Ási eru tengdar sumarheimsóknum ættingja og vina. Það var ávallt mikið tilhlökk- unarefni þegar fjölskyldan af Digranesveginum var væntanleg. Allur krakkaskarinn mættur, við systkinin fegin að fá nýja leik- félaga í frændsystkinum okkar og þau hjón, Gerða og Andrés, héldu aga á ungviðinu af yfirvegun og hæfilegri festu. Ekki minnkaði samgangurinn þegar þau hjón reistu sér sumarhús í skógarrjóðri í landi Stóra-Áss. Þau ræktuðu skóg af ástríðu og við frændsystk- inin nutum saman þess skemmti- lega leikvallar sem skógurinn var. Hún frænka okkar var svo, þá eins og ávallt, tilbúin með veitingar fyrir óteljandi svanga munna. Gerða og systkini hennar voru alla tíð samheldin og milli þeirra ríkti djúp vinátta. Samheldni þessi náði langt út fyrir systkinahópinn. Ættingjarnir frá Hraunsási, frændfólkið frá Kolsstöðum og Húsafelli voru hluti af stórfjöl- skyldunni og voru henni náin. Einnig og ekki síður allur vin- kvennahópurinn, saumaklúbbur- inn sem í voru æskuvinkonur hennar úr Hálsasveit, Hvítársíðu og Reykholtsdal. Ættrækni og tryggð voru henni frænku okkar í blóð borin. Það var henni Gerðu eðlislægt að bera hag sinna nánustu fyrir brjósti. Þess nutum við systkinin í ríkum mæli. Hún fylgdist vel með lífshlaupi okkar, gladdist með okkur þegar vel gekk og lagði gott til þegar á móti blés. Hún var au- fúsugestur á samkomum innan fjölskyldunnar, lagði sig fram um að kynnast yngri kynslóðinni og vildi jafnvel hafa hönd í bagga með hvernig fólk af þeirri kynslóð hag- aði makavali sínu. Svo langt náði umhyggja hennar frænku okkar. Það er vissulega tómlegt að henni Þorgerði frænku okkar genginni. Þó er þakklætið efst í huga fyrir allt sem hún var okkur og nafnið hennar mun um ókomna tíð koma í huga okkar þegar við heyrum góðrar konu getið. Með innilegri samúðarkveðju til frændsystkina okkar og fjöl- skyldna þeirra. Andrés, Kolbeinn, Jón og Halla. Þorgerður Kolbeinsdóttir Okkar ástkæri INGÓLFUR MAGNÚSSON, Víkurgili 19 á Akureyri, lést hinn 16. apríl á Öldrunarheimili Akureyrar, Hlíð. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey hinn 8. maí. Starfsfólki Furuhlíðar eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaka aðhlynningu í krefjandi aðstæðum. Jenný Karlsdóttir Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Brynjar Bragason Bjargey Ingólfsdóttir Brynjar Hólm Bjarnason Magnús Ingólfsson Jóhanna Sveinsdóttir Karl Ingólfsson Dagbjört Ingólfsdóttir barnabörn og langafabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Dvergabakka 18, Reykjavík, lést föstudaginn 10. apríl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigurður Hreinsson Marita Hansen Magnús Hreinsson Ingveldur Björk Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona og frænka, EYGLÓ SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést hinn 27 mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hrefna Óskarsdóttir Kristján Ingólfsson og fjölskylda Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS H. BERGS fv. forstjóra SS og aðalræðismanns Kanada, fer fram miðvikudaginn 22. apríl klukkan 15. Aðeins nánasta fjölskylda verður viðstödd en streymt verður frá athöfninni á vefslóðinni https://livestream.com/accounts/21705659/jonhbergs Jón Gunnar Bergs María Soffía Gottfreðsdóttir Magnús Helgi Bergs Klara Zelei Björn B. Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.