Morgunblaðið - 20.04.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Interviews will be held in
Reykjavik in May and June
For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492
Fax:+ 36 52 792 381
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Study Medicine and Dentistry
In Hungary “2020”
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Korpúlfar. Yndislegu Korpúlfar og co., Allt félagsstarf liggur niðri en
hvetjum alla til að hreyfa sig eftir getu, borða hollt og fara varlega á
óvissutímum. Takk fyrir hversu vel þið haldið utan um hvert annað
með símhringingum og samskiptum á veraldarvefnum. Hlýjar
kveðjur til ykkar allra og velkomið er að hafa samband rafrænt t.d. í
gegnum fb. síðu Korpúlfa eða hringja í síma 662-5058.
Kærleikskveðja.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Málarar.
Tökum að okkur alla almenna
málningarvinnu, mjög sangjarnir
í verðum.
Upplýsingar í síma 782-4540 eða
loggildurmalari@gmail.com
með
morgun-
nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Sigmar Hall-dór Óskarsson
fæddist í Reykjavík
17. desember 1952.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítal-
ans hinn 6. apríl
2020.
Foreldrar Sig-
mars Halldórs voru
hjónin Óskar Rafn
Magnússon, f. 5.
janúar 1916, d. 16.
nóvember 1985, og Sigrún Hall-
dóra Ágústsdóttir, f. 1. júní
1917, d. 5. ágúst 1997. Þau
eignuðust tvo syni, Sigmar
Halldór og Skúla Heiðar, f.
1946 en hann lést hinn 14. októ-
ber 2018.
Sigmar Halldór kvæntist
hinn 26. október 1974 Elísabetu
Guðrúnu Snorradóttur, f. 1954.
Þau eignuðust tvö börn, Eddu
Björgu, f. 1972, gifta Gunngeiri
Friðrikssyni, en börn þeirra
eru Elísa Björg, f. 1995, Aron
Andri, f. 1997, og Valdís Ósk, f.
2002, og Snorra Rafn, f. 1976,
kvæntan Belindu
Karlsdóttur en
saman eiga þau
eina dóttur, Krist-
rúnu Eddu, f. 2014.
Sigmar Halldór
lærði símvirkjun
og vann um tíma á
ritsímaverkstæði
Pósts og síma.
Hann fékk snemma
áhuga á tölvum og
vann við hugbún-
aðarsmíði fyrst hjá Pósti og
síma sem yfirkerfisfræðingur
og síðan hjá Hug og HugAx,
Landsteinum Streng, Skýrr og
nú síðustu árin sem hugbún-
aðarsérfræðingur hjá Advania.
Sigmar Halldór var um tíma
formaður sóknarnefndar Breið-
holtskirkju. Þá var hann virkur
félagi í Frímúrarareglunni á Ís-
landi.
Sigmar Halldór verður jarð-
settur hinn 20. apríl 2020, að-
eins að viðstaddri nánustu fjöl-
skyldu vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem þerrum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjum núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Nú kveðjum við Sigmar Hall-
dór Óskarsson, mann með hjarta
úr gulli, mann sem sýndi kærleik í
verki, mann sem var vel liðinn af
þeim sem honum kynntust, mann
sem mat lífið eins og það var
hverju sinni.
Sigmari, eða Simma, eins og
hann var kallaður, kynntist ég að-
eins sextán ára gömul. Þá strax sá
ég þann mannkost sem hann hafði
að geyma og ég sóttist eftir. Síðan
eru liðin nær fimmtíu ár. Öll þau
spor sem við Simmi stigum saman
voru gæfuspor sem skiluðu okkur
frábærum börnum þeim Eddu
Björgu og Snorra Rafni, tengda-
börnum þeim Gunngeiri og Bel-
indu og fjórum yndislegum barna-
börnum, þeim Elísu Björgu, Aroni
Andra, Valdísi Ósk og Kristrúnu
Eddu. Öll búa þau yfir miklum
mannkostum sem Simmi var stolt-
ur af og þakkaði fyrir.
Þegar börnin voru yngri var
mikið ferðast og ekki síst erlendis
enda stóðu Simmi og börnin sam-
an í því að sannfæra mig um mik-
ilvægi þess að ferðast. Þá voru
þær ófáar ferðirnar sem við
Simmi fórum til útlanda vinnu
hans vegna, til að skemmta okkur,
m.a. með vinnufélögum hans og í
heimsókn til sonar okkar sem bjó
um tíma erlendis náms síns vegna.
Simmi fór einnig utan til að efla
tölvukunnáttu sína. Saman fórum
við síðan ein með barnabörnin í
yndislega ferð til Kaupmanna-
hafnar og nutum þá hverrar
stundar í leik. Ferðir innanlands
voru hins vegar færri en þó jafn
góðar og oftar en ekki svo mikið
stuð í bílnum með tónlistina í botni
að athygli vakti.
Heima fyrir voru samskiptin
við börn og barnabörn einnig góð.
Enginn var duglegri en Simmi að
horfa á teiknimyndir þegar börnin
og barnabörnin voru yngri en
yngsta barnabarnið naut þess þó
til síðustu stundar.
Simmi glímdi til langs tíma við
heilsubrest og hafa margir furðað
sig á lífsseiglunni í honum og töl-
uðu um lífin átján. Simmi brosti í
gegnum hvert áfallið af öðru og
hélt út í lífið af miklu æðruleysi og
ánægður með þá heilsu sem hann
hafði hverju sinni.
Á erfiðum stundum stytti hann
sér stundir við að horfa á allar
myndirnar sem teknar höfðu verið
á ferð okkar í gegnum lífið með
börnunum okkar og barnabörn-
um. Simmi var óendanlega stoltur
af þeim öllum, hversu vel þau
komu sér áfram í lífinu en ekki síst
vegna mannkosta þeirra. Hann
naut samverustundanna við þau
þegar þau komu í heimsókn og í
gegnum FaceTime-tæknina þeg-
ar heimsóknum varð ekki við
komið.
Eftir nær fimmtíu ára samveru
er erfitt að kveðja Simma. Ég er
þó þakklát fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman, ein og með
öðrum. Þær stundir munu ylja
mér nú að leiðarlokum. Farðu í
friði, elsku Simmi minn. Sjáumst
síðar.
Þín að eilífu
Elísabet.
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og
sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín unun var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra
manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það er ekki oft sem mig setur
hljóða. Þegar það þó gerist er það
oftar en ekki vegna undrunar. Nú
er það hins vegar sorgin sem veld-
ur því að mig setur hljóða. Sorgin
sem á svo magnaðan hátt getur
bugað og jafnvel brotið. Það að
pabbi skyldi fara frá okkur og
kveðja þetta líf mánudaginn 6.
apríl síðastliðinn er eitthvað sem
ekkert okkar var búið undir.
Lífsganga pabba var eins og
fallegasta ástarsaga sem skrifuð
hefur verið. Hann fann sinn klett í
lífinu tæplega 18 ára gamall þegar
hann kynntist mömmu sem var
hans stoð og stytta í gegnum lífið
allt. Alltaf var mamma við hlið
pabba. Þau elskuðu hvort annað
meira en lífið sjálft. Þau voru sem
eitt.
Pabbi var ein heilsteyptasta
manneskja sem ég hef um ævina
kynnst; hjartahlýr, ljúfur og alltaf
brosandi. Hann tókst á við sín ævi-
verk af miklu æðruleysi og þakk-
aði fyrir það sem lífið gaf honum.
Lífið gaf pabba líka mig og Snorra
bróður sem nú sjáum á eftir besta
pabba sem hugsast getur. Ég veit
að pabbi var alltaf stoltur af okkur
systkinunum og enn stoltari var
hann af öllum barnabörnunum
sem sakna hans meira en orð fá
lýst. Pabbi og mamma hafa alltaf
átt mikla hlutdeild í barnabörnum
sínum og því eiga börnin margar
góðar minningar um afa sinn sem
þau munu varðveita í hjörtum sín-
um um ókomna tíð.
Eftir fráfall pabba hef ég leyft
sorginni að buga mig og mun ef-
laust gera það áfram. Fyrir pabba
skal ég þó passa að sorgin brjóti
mig ekki. Fyrir pabba skal ég
halda áfram að njóta, fyrir pabba
skal ég halda áfram að brosa, fyrir
pabba skal ég halda áfram.
Himnafaðir, hjálp mér veittu,
heyrðu bænarandvarp mitt.
Sorg í gleði bráðum breyttu,
svo blessað finni ég ljósið þitt.
(Jón Ólafsson)
Elsku pabbi. Ég veit að afi,
amma og Skúli hafa tekið vel á
móti þér eftir ferðalag þitt héðan.
Ég mun elska þig að eilífu. Takk
fyrir að vera pabbi minn. Takk
fyrir að vera afi barnanna minna.
Takk fyrir allt.
Þín,
Edda Björg.
Elsku pabbi, ég á erfitt með að
trúa því að ég muni hvorki heyra í
þér né sjá þig aftur. Þar sem ég sit
og reyni að skrifa nokkur orð um
þig fyllist ég söknuði og reiði yfir
því að þú sért farinn. Hins vegar
rennur reiðin fljótt af mér þegar
ég hugsa til þín og horfi á mynd af
þér þar sem þú brosir til manns og
glettnin skín úr augum þínum. Þú
varst svo ótrúlega ljúfur og góð-
hjartaður maður. Þú sást alltaf
það besta í fólki og ég man ekki
eftir að hafa heyrt þig hallmæla
nokkrum. Við Edda systir duttum
sannarlega í lukkupottinn með
foreldra þar sem þið mamma vor-
uð svo flott teymi saman. Þið
hugsuðuð svo vel um okkur og
okkar fólk, fjölskyldan skipti ykk-
ur svo miklu máli og bæði þú og
mamma gerðuð allt sem þið gátuð
til að styðja við og hjálpa ykkar
nánustu. Þú varst svo ótrúlega
gjafmildur, hlýr og mikill húmor-
isti. Þau orð sem ég set nú niður á
blað kunna að virka fátækleg og
smá og ná seint yfir þá miklu eig-
inleika sem þú bjóst yfir. Síðustu
ár höfðu veikindin tekið aukinn
toll af líkama þínum. Í gegnum
þau veikindi skein styrkur þinn
svo skært í gegn. Þar kom líka
andstæðan svo skýrt fram, að þó
líkaminn yrði sífellt veikari sýndir
þú stöðugt meiri styrk og slíkan
lífsvilja að talað var um að þú ættir
18 líf. Þó að líkamleg veikindi yllu
þér sífellt meiri erfiðleikum léstu
það aldrei hafa neikvæð áhrif á
þína persónu eða þau gildi sem
voru þér mikilvægust. Þú vildir
hafa það gott, með þínum nánustu
og lést ekkert stoppa þig í að njóta
lífsins. Sama hve mörg áföllin
voru, hve mikið var tekið frá
líkamlegri getu þinni eða hve mik-
il veikindi þín urðu. Þú barðist,
með bros á vör, í gegnum þá bar-
daga sem þér voru færðir. Og
sigraðir í þeim. Í gegnum þetta
erfiða ferli man ég aldrei eftir þér
öðruvísi en glöðum, sáttum og í
friði. Margir hefðu bölvað, gefist
upp eða orðið bitrir yfir þeim veik-
indum og erfiðleikum sem lífið
færði. Það sá maður aldrei hjá þér
og því hef ég sagt að þú ert mín
helsta fyrirmynd. Það er líka það
sem gerir kveðjustundina svo erf-
iða. Að heyra ekki lengur í þér né
sjá þig aftur. Hins vegar mun boð-
skapur þinn og lífsreglur lifa
áfram hjá þeim sem þig þekktu.
Ég veit að ég mun aldrei gleyma
því sem þér þótti mikilvægast og
mun gera mitt besta í að fylgja því
sem þú mér kenndir. Njótum lífs-
ins, live a little, da – ræ- ræ- ræ.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Minning þín lifir áfram.
Vertu sæll kæri vinur ég kveð þig nú
Með sorg í hjarta og tár á kinn
Þótt fenni í sporin þín þá lifir lag
þitt enn
Þú löngum spannst þín draumaljóð
Á hverjum morgni rís sólin
Og stafar geislum inn til mín
Hún lýsir upp daginn
Og þerrar öll mín tár
Breiðir úr sér um bæinn og heilar öll
mín sár
Þó að nóttin klæðist myrkri
Sem móðir dagsins hún þér ann
Og þegar skuggar leita á þig
Kæri vinur mundu að
Á hverjum morgni rís sólin
Og stafar geislum inn til þín
Hún lýsir upp daginn
Og þerrar öll þín tár
Breiðir úr sér um bæinn
Og heilar öll þín sár
(Þorsteinn Einarsson)
Þinn sonur,
Snorri.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Afi var ein jákvæðasta, bjart-
sýnasta og góðhjartaðasta mann-
eskja sem við höfum kynnst. Hann
leit alltaf á björtu hliðar lífsins,
jafnvel þótt aðrir sæju bara þær
neikvæðu. Leið öllum alltaf mjög
vel í kringum hann og oftar en
ekki var mikið hlegið í návist hans.
Afi var alltaf til staðar þegar á
reyndi og var hann alltaf með
þeim fyrstu sem við leituðum til
þegar eitthvað var að. Hann var
okkur svo sannarlega til halds og
trausts í gegnum árin. Hann
kenndi okkur svo margt. Hann
kenndi okkur hvernig maður á
alltaf að vera jákvæður, koma vel
fram við alla og lifa lífinu til fulls
með gleði í hjarta. Hann var róleg-
ur og yfirvegaður maður sem kom
alltaf með skemmtileg „djók“ og
gladdi alla. Ef maður var eitthvað
niðurlútur lét hann manni alltaf
líða betur og horfa á hlutina sem
áskorun en ekki hindrun. Við er-
um svo þakklát fyrir að geta kall-
að þennan mann afa okkar og að
hafa fengið að eyða æviárum okk-
ar með honum. Við ferðuðumst
mikið og skoðuðum heiminn sam-
an, horfðum á skemmtilegar gam-
anmyndir og spjölluðum um allt
milli himins og jarðar. Afi kenndi
okkur svo sannarlega að njóta lífs-
ins og að taka hlutina ekki of al-
varlega heldur takast á við þá með
bros á vör, sama hversu erfiðir
þeir reynast, og þá reddast allt.
Elsku besti afi okkar, takk
kærlega fyrir allt og fyrir að
kenna okkur og sýna hverjir mik-
ilvægustu hlutir lífsins eru. Við
munum alltaf minnast þín og
skemmtilegra, yndislegra minn-
inga okkar saman. Við erum svo
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
afa og munum sakna þín til ævi-
loka. Við elskum þig.
Hvíldu í friði, elsku afi okkar.
Þín barnabörn,
Elísa Björg, Aron Andri
og Valdís Ósk.
Sigmar Halldór
Óskarsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr felligluggan-
um. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar