Morgunblaðið - 20.04.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 20.04.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 20. apríl 1975 Víkingur verður Íslandsmeist- ari kvenna í blaki með sigri á ÍMA frá Ak- ureyri 3:0 í úr- slitaleik. Vík- ingur vann hrinurnar 15:5, 15:10 og 15:8. Anna Aradóttir innsiglar sig- urinn með góðum uppgjöfum og segir Morgunblaðið hana „sennilega vera okkar bestu blakkonu“. 20. apríl 1978 Borgfirðingurinn Jón Diðriks- son sigrar í 63. Víðavangs- hlaupi ÍR með miklum yfir- burðum, en hann hljóp kílómetrana fjóra á 12,03 mín- útum. Morgunblaðið segir að Jón dvelji við nám í Newcastle og hafi komið til landsins gagngert til að taka þátt í hlaupinu. 20. apríl 1985 Sigurður Gunnarsson skorar 14 mörk þegar lið hans Tres de Mayo sigrar Cajamadrid 28:25 á útivelli í efstu deildinni í handknattleik á Spáni. Ein- ungis þrjú markanna skorar Sigurður úr vítaköstum. Fram kemur í Morgunblaðinu að hann hafi verið „tekinn úr um- ferð langtímum saman“. 20. apríl 1989 Stjarnan verður bikarmeistari í handknattleik, bæði í kvenna- og karlaflokki, þegar úrslita- leikirnir fara fram í Laug- ardalshöll á sumardaginn fyrsta. Stjarn- an vinnur FH með eins marks mun í báðum leikjunum, 19:18 hjá konunum og 20:19 hjá körlunum. Svo merkilega vill til að fyrirliðar bikarmeist- araliðanna eru systkini: Guðný Gunnsteinsdóttir og Skúli Gunnsteinsson. Bæði spila stöðu línumanns. 20. apríl 1994 Einn þekktasti blakspilari landsins, Leifur Harðarson, ákveður að láta gott heita sem leikmaður eftir síðasta leik Ís- landsmótsins þar sem Þrótt- ur tapar gegn HK í úr- slitarimmu. „Ég er búinn að leika 455 meistaraflokksleiki með Þrótti og tími kominn til að segja þessu lokið,“ segir Leifur við Morgunblaðið, en hann er 37 ára gamall. 20. apríl 2012 Íslendingaliðið AG Kaup- mannahöfn leggur Evr- ópumeistarana í Barcelona að velli fyrir framan rúmlega 21 þúsund áhorfendur á Parken í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í handknattleik 29:23. Aldrei hafa fleiri verið á leik í keppninni. Guðjón Valur Sig- urðsson skoraði 4 mörk fyrir AG, Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson skoruðu 3 og Snorri Steinn Guðjónsson 1 mark. 20. apríl 2016 Skagamaðurinn Eyleifur Jó- hannesson er kjörinn sund- þjálfari ársins í Danmörku fjórða árið í röð en hann þjálf- ar Álaborg. Útnefningin fer fram í hófi í Kaupmannahöfn. Á ÞESSUM DEGI Guðni segist hafa reynt að auka leikskilning leikmanna hjá KR og útskýrir hvað hann á við. „Líklega má segja að ég hafi reynt að þjálfa með þeim hætti að leikmenn þyrftu að hugsa aðeins um hvað væri að gerast á vellinum. Hver tilgangurinn væri með því að gera þetta eða hitt. Ég var kominn svolítið inn á þá línu á þessum tíma. Líklega er best að taka nokkur dæmi til að koma þessu til skila. Sumir leikmenn voru sem dæmi alltaf að dekka svæði. Mér fannst betra að láta dekka mennina og það var þekktur frasi hjá mér, þegar ég sagði við leikmennina að ég hefði aldrei séð svæði skora mark. Almennt séð reyndi ég að fá menn til að hugsa hvað þeir væru að gera á vellinum og hver tilgangurinn með því væri hverju sinni. Til dæmis ef leikmenn inni á vellinum stóðu álengdar og voru að horfa úr fjar- lægð á það sem var að gerast í kringum boltann í stað þess að hreyfa sig og vera tilbúnir fyrir næstu atburðarás. Mér finnst mik- ilvægt að leikmenn skilji að fótbolti snýst um meira en að vera einungis meðvitaðir um það sem þeir þurfa að gera þegar þeir fá boltann eða hann er nærri þeim.“ Hver er tilgangurinn? Guðni segir mikilvægt fyrir leik- menn og þjálfara að velta fyrir sér tilgangi þess sem gert er á vellinum. „Prinsippið hjá mér hefur alltaf verið að menn þekki sín hlutverk. Tökum nokkur dæmi úr varnarleik: Menn þurfa að vita hvernig þeir þurfa að bregðast við hreyfingum andstæðingsins hverju sinni. Leik- menn þurfa að skilja tilganginn með hlaupum, hvort sem um er að ræða þeirra eigin eða hlaup andstæðings- ins. Ef framherji hleypur út á kant þurfa menn að átta sig á hvort hann er að gera það vegna þess að hann er að elta boltann þangað eða af því að hann er að reyna að draga mið- vörð út úr varnarstöðu sinni til að samherji geti nýtt sér eyðuna sem þar myndast. Óskar Hrafn Þorvaldsson var til dæmis ansi klókur varnarmaður þótt hann hafi verið ungur leik- maður þegar ég var með KR-liðið. Hann las oft vel stöður sem komu upp og kunni að beina sóknarmanni frá markinu og út á kant. Þótt hann hafi ekki endilega unnið boltann eða stöðvað sóknina varð skotfærið þrengra fyrir sóknarmanninn og þar af leiðandi minnkuðu líkurnar á að mark yrði skorað.“ Guðni segir þessar áherslur vera nauðsynlegar en að hans mati þurfi að fara í þessi atriði áður en leik- menn koma upp í meistaraflokk. Mögulega væri heppilegt að taka þessi atriði markvisst fyrir í 3. flokki. Skilninginn er hægt að auka „Klókir menn hafa stundum haft það að orði að þótt maður þurfi vissulega að sparka með fótunum, þá þurfi að spila leikinn með höfð- inu. Þessi hugmyndafræði sem ég er að tala um kemur að nokkru leyti frá Charles Hughes, sem var yfir- maður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnusambandinu, og ég fór á sínum tíma tvisvar á námskeið hjá honum erlendis. Ég verð að viðurkenna að ég reyndi að stoppa ákveðna hluti og lagfæra á æfingum. Leikmönnum gat hins vegar þótt það leiðinlegt Þekktir þjálfarar úr sama liðinu  Átta leikmenn sem spiluðu með KR sumarið 1991 hafa þjálfað í efstu deild Landsliðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson í Alg- arve-bikarnum árið 2012. Guðni var þá að- stoðarþjálfari Sigurðar hjá kvennalandsliðinu. Sigurður Ragnar var í 2. flokki KR árið 1991 og æfði með meistaraflokki. Franski fjömiðillinn RMC Sport fullyrti í gær að Sara Björk Gunn- arsdóttir, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, myndi ganga til liðs við franska stórliðið Lyon í sumar þeg- ar samningur hennar við Wolfs- burg í Þýskalandi rennur út. Eru þetta stórtíðindi ef rétt reynist því Lyon er ekki einungis Evrópu- meistari heldur hefur unnið Meist- aradeildina síðustu fjögur ár. Lið Wolfsburg er öflugt en Lyon hefur verið sú hindrun sem Wolfsburg hefur ítrekað rekið sig á. „Þá mun hin 29 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir ganga til liðs við félagið og er henni ætlað að fylla skarð Dzsenifer Marozsán sem er einnig á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum,“ segir meðal ann- ars í umfjöllun RMC en þess má geta að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Utah. Mbl.is reyndi að ná sambandi við Söru í gær en án árangurs. RÚV hefur eftir henni að Sara ætli ekki að tjá sig um þessar fréttir að svo stöddu. Fari Sara til Lyon yrði það litrík og glæsileg skrautfjöður í hennar hatt og mikil viðurkenning á árangri hennar. Hennar biði einnig mikil samkeppni. Knattspyrnuunn- endur hérlendis fengu að sjá á Kópavogsvellinum í fyrra hversu góðu liði Paris St. Germain teflir fram. Lið Lyon er töluvert betra og gefur það einhverja vísbendingu um styrkleika Evrópumeistaranna. Sara hefur notið mikillar vel- gengni í atvinnumennskunni. Hún varð fjórfaldur Svíþjóðarmeistari með Rosengård 2011 til ársins 2015. Þá hefur hún þrívegis orðið deildarmeistari með Wolfsburg og þrívegis bikarmeistari. Hún að baki 131 A-landsleik fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað 20 mörk. kris@mbl.is Orðuð við Evrópumeistara síðustu fjögurra ára Morgunblaðið/Eggert Lyon Verður Frkkland næsti áfangastaður landsliðsfyrirliðans? Atli Eðvaldsson Heimir Guðjónsson Gunnar Oddsson Óskar Hrafn Þorvaldsson FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú þegar vísbendingar eru um að Íslandsmótið í knattspyrnu geti hafist í júní styttist í að þjálfarar eins og Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvalds- son, Pétur Pétursson og Þorsteinn Halldórsson verði í sviðsljósinu. Rúnar á titil að verja með KR, Heimir er kominn frá Færeyjum til Vals og Blikar sem urðu í 2. sæti veðjuðu á Óskar Hrafn í vetur. Pétur og Þorsteinn börðust um sigurinn síðasta sumar og er allt eins líklegt að það gerist aftur í ár, en þar á Pétur titil að verja. Nú vill svo til að allir þessir þjálf- arar voru liðsfélagar hjá KR. Allir komu þeir við sögu hjá KR á Ís- landsmótinu árið 1991. Þegar Morgunblaðið kíkti betur á lið KR árið 1991 kom í ljós að átta leik- menn úr því liði hafa þjálfað í efstu deild. Atli Eðvaldsson gerði KR að tvöföldum meisturum þegar liðið braut mikinn ís árið 1999 og varð síðar landsliðsþjálfari eins og fólk þekkir. Þá eru ótaldir Keflvíking- arnir Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson, sem gerðu lið Kefla- víkur að bikarmeisturum árið 1997. Allir hafa þessir átta þjálfað í efstu deild, þótt hártoga megi það varð- andi Óskar þar sem mótið er ekki hafið, en við leyfum okkur það, þar sem hálft ár er síðan hann tók við. Guðni við stjórnvölinn Sveitungi þeirra Gunnars og Sig- urðar, Guðni Kjartansson, stýrði KR-liðinu þetta sumrar. Morgun- blaðið hafði samband við Guðna og spurði hann hvort þetta sumar hefði verið eitt alls herjar þjálfara- námskeið? „Nei, nei,“ svarar Guðni og hlær að spurningunni. „Þetta er skemmtilegt. Ég hafði ekki velt þessu fyrir mér varðandi KR-liðið. En ég hef stundum hugs- að um hversu margir af þeim sem ég hef þjálfað hafa síðar farið sjálfir út í þjálfun. Til dæmis menn sem ég þjálfaði í yngri landsliðum. Mér sýnist að þeir séu fáir þjálfararnir í efstu deild núna sem ég hef ekki þjálfað á einhverjum tímapunkti á ferli þeirra. Ég þjálfaði reyndar aldrei Óla Stefán hjá KA en hann var hjá mér á íþróttabraut í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, þar sem ég kenndi til margra ára. “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.