Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 27
þegar maður stöðvaði spilið á æf- ingu. Þeir vildu fá að klára sóknina en ég vildi stoppa til að sýna þeim stöðu sem upp var komin og var ekki í lagi. Leikmenn voru ekki allt- af ánægðir með slíkt og það þarf að reyna að finna eitthvert jafnvægi í þessu. En sem þjálfari var ég ef til vill að pæla í dekkningunni inni í teignum en kantmaðurinn sem var með boltann, þegar ég stöðvaði spilið, vildi fá að klára fyrirgjöfina. Ég hafði ekki neinn áhuga á því að fyrirgjöfin væri kláruð á meðan ég var að spá í varnarleikinn. Þetta gat farið í taugarnar á leik- mönnum. En staðreyndin er sú að margt getur verið hundleiðinlegt á æfingum ef þú ætlar að ná langt. Til dæmis varðandi endurtekningar eins og menn kynntust hjá Lars Lagerbäck í landsliðinu en það bar árangur. Ég vil gjarnan að þessi atriði séu kennd fyrr vegna þess að hægt er að auka leikskilning sé hann þjálf- aður markvisst, þótt auðvitað sé misjafnt hversu auðvelt leikmenn eiga með að tileinka sér það. Leik- menn þurfa að vita hver tilgang- urinn er með aðgerðum á vellinum. Þegar ég var aðstoðarþjálfari hjá Siegfried Held í landsliðinu horfð- um við eitt sinn á leik í íslensku deildinni. Á einhverjum tímapunkti í leiknum benti Held á að hver ein- asti maður á vellinum væri staddur á ¼ hluta vallarins fyrir utan annan markvarðanna tveggja. Í dag er margt skemmtilegt í gangi í þjálfuninni. Til dæmis er heilmikill hópur í kringum meist- araflokksliðin: aðstoðarþjálfarar, styrktarþjálfarar, næringarfræð- ingar og sálfræðingar. Það er mjög gott því þá getur þjálfarinn einbeitt sér enn betur að því að koma hug- myndafræði sinni áleiðis til leik- manna.“ Til stóð að vera í Köln Guðni segir KR-liðið árið 1991 hafa verið áhugavert en í honum blundar eftirsjá að hafa ekki haft betra svigrúm til að undirbúa liðið fyrir Íslandsmótið. Hann tók nefni- lega óvænt við liðinu eftir að hafa haldið til náms við Íþróttaháskól- ann í Köln. „Ég var úti í Þýskalandi um veturinn og hafði í raun ákveðið að vera í Köln í eitt ár í námi. En þá var hringt í mig vegna þess að Ian Ross hafði hætt skyndilega við að stýra KR, en hann hafði verið með liðið árin á undan. Ég vildi finna mann til að vinna með mér en KR hafði þegar ráðið Ivan Sochor sem aðstoðarþjálfara, sem síðar átti eft- ir að stýra liðinu. Hann sá um vetraræfingarnar og var með mér til aðstoðar. Ég tók í raun ekki við liðinu sjálfur fyrr en eftir páskafrí- ið, þegar rétt rúmur einn og hálfur mánuður var í fyrsta leik. Þetta var hörkulið og í raun var það hálf slappt hjá okkur að vinna ekki mót- ið. Reyndar var Rúnar Kristinsson mikið frá þetta sumar vegna meiðsla og það munaði heldur bet- ur um minna, enda var hann einn besti leikmaður deildarinnar á þessum tíma. Ég hefði gjarnan viljað vera með liðið heilt tímabil og þá hefði ég getað unnið í ýmsum atriðum um veturinn. En það var því miður ekki í boði þarna, þar sem ég tók svo seint við liðinu. Ég hefði því viljað vinna lengur með þessum leikmönnum hjá KR. Hjá fé- lagsliðum getur maður unnið með svo margt á löngum tíma. Það er allt annað þegar leikmenn eru hjá manni á landsliðsæfingum. Þá er maður bara með leikmenn á örfá- um æfingum og þarf því að nýta tímann í að þjálfa fá sértæk atriði, eins og t.d. föst leikatriði og taktík.“ Menn ræddu málin Atli Eðvaldsson og Pétur Péturs- son voru á þessum tíma þraut- reyndir leikmenn, fyrrverandi at- vinnumenn í háum gæðaflokki og landsliðsmenn. Báðir áttu þeir eftir að vinna Íslandsmótið með KR sem þjálfarar, Atli árið 1999 og Pétur árið eftir. Voru þeir farnir að velta fyrir sér þjálfun á þessum tíma? „Já, mér fannst það. Þeir höfðu báðir áhuga á þjálfun en voru hins vegar ekki búnir að gefa upp á bát- inn að vinna Íslandsmótið með KR sem leikmenn. Þegar ég var með liðið vorum við að rökræða ýmis- legt eins og hápressu og margt annað. Þá útskýrði ég mína hug- myndafræði og menn ræddu mál- in,“ sagði Guðni Kjartansson í sam- tali við Morgunblaðið. KR hafnaði í 3. sæti árið 1991 og Víkingur R. varð meistari. Topp- baráttan var býsna jöfn fram eftir sumri en Víkingur og Fram skáru sig úr á lokakaflanum. Þegar KR- liðið náði sér á strik þetta sumar var liðið mjög sterkt. Stórsigrar gegn Víkingi og Val á útivelli 4:1 og 3:0 eru vísbending um það, sem og gegn Víði og Breiðabliki á heima- velli, 7:1 og 4:0. En sex töp í átján leikjum voru of mikið til að hægt væri að halda í við toppliðin. Fyrir utan þá sem farið hafa út í þjálfun voru fleiri snjallir leikmenn í KR- liðinu sem vert er að nefna, t.d. Ragnar Margeirsson, Ólafur Gott- skálksson, Þormóður Egilsson, Hilmar Björnsson og Bjarki Pét- ursson. Algarvephotopress ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020  Handknattleiksdeild Fram tilkynnti um helgina komu Breka Dagssonar til félagsins, en hann hefur alla tíð leikið með Fjölni. Gerir hann þriggja ára samning við Fram. Þá hefur Arnar Snær Magnússon framlengt samning sinn við Fram um þrjú ár. Breki skoraði 107 mörk og gaf 78 stoð- sendingar fyrir Fjölni í Olísdeildinni á leiktíðinni og var í lykilhlutverki í sókn- inni en liðið féll á ný niður í næstefstu deild. Arnar skoraði 42 mörk í 19 leikj- um með Fram í vetur.  Þjálfarinn Bjarki Már Ólafsson hef- ur framlengt samning sinn við kat- arska knattspyrnufélagið Al-Arabi. Bjarki er aðstoðarþjálfari Heimis Hall- grímssonar. Bjarki var ráðinn aðstoð- armaður Heimis í desember 2018, á sama tíma og Heimir tók við liðinu. Þá sér Bjarki einnig um gagnagreiningu hjá félaginu. Al-Arabi er í fimmta sæti katörsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 17 umferðir. Aron Einar Gunnarsson leikur með liðinu.  Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson munu áfram þjálfa kvennalið Keflavíkur í körfubolta, en þeir tóku við liðinu fyrir tímabilið. Þá hefur Keflavík framlengt samning þrettán leikmanna sem munu taka slaginn með liðinu næsta vetur. Þar á meðal var Daniela Wallen, besti leik- maður liðsins í vetur.  Aðstandendur PGA-mótaraðarinnar í golfi stefna að því að hefja leik í ann- arri viku í júnímánuði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtök- unum. Fyrstu fjögur mótin verða leikin án áhorfenda en fyrsta mótið er Char- les Schwab Challenge sem fer fram hjá Colonial-golfklúbbnum í Texas 11. júní. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir því að hefja leik 18. maí næstkomandi en skipuleggjendur hafa nú horfið frá þeim áætlunum. Muni núverandi áætl- un standa samanstendur mótaröðin því af 36 mótum í stað áður áætlaðra 48.  Leikmenn ítalska knattspyrnu- félagsins Roma munu afþakka laun frá félaginu næstu fjóra mánuðina til þess að styðja við bakið á því á meðan kór- ónuveirufaraldurinn herjar á heims- byggðina. Ítalía er það Evrópuland sem hefur farið verst úr úr veirunni, en alls hafa 175.925 smitast af veirunni og tala látinna er komin upp í 23.227.  Hin bandaríska Simone Biles, besta fimleikakona heims og fjórfaldur ól- ympíumeistari, ætlar sér að keppa í eitt ár til viðbótar og leggja síðan fim- leikabúninginn á hilluna. Biles sagðist á dögunum óviss um hvort hún myndi halda áfram keppni eftir að Ólympíu- leikunum í Tókýó var frestað um eitt ár. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að keppa á leikunum. Hún viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta. „Já, en ég vildi ekki gefast upp þegar ég var komin svona langt. Ég vil vera sú sem ákveður hvort þetta er orðið gott eða ekki,“ sagði Biles. Eitt ogannað Félög spænsku A-deildarinnar í handbolta funduðu í vikunni og samþykktu að allt yrði reynt til að klára yfirstandandi tímabil. Eins og flestar deildir Evrópu fór sú spænska í frí vegna kórónuveir- unnar. Þrátt fyrir að veiran hafi verið skæð á Spáni vilja for- ráðamenn félaga deildarinnar spila hana til loka. Er vonast til að leikir geti hafist að nýju í júní. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru með mikla yfirburði á Spáni og hefur liðið unnið alla 19 leiki sína á tímabilinu. Fer Aron aftur af stað í júní? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spánn Óljóst er hvenær Aron Pálm- arsson fær sumarfrí. Willum Þór Willumsson og sam- herjar hans í BATE Borisov nýttu ekki yfirburði sína á heimavelli gegn Torpedo í hvítrússnesku úr- valsdeildinni í fótbolta um helgina og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Fór til að mynda víta- spyrna forgörðum hjá BATE. Willum var í byrjunarliði BATE og lék fyrstu 86 mínúturnar. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Deildin í Hvíta-Rússlandi gengur sinn vana- gang þrátt fyrir kórónuveiruna og eru áhorfendur enn leyfðir. Yfirburðirnir nýttust ekki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvíta-Rússland Willum Þór keppir enn með liði sínu þrátt fyrir allt. Guðni Kjartansson Keflavík (bikarmeistari 1975), A- landslið karla, U21 árs landslið karla, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla, KR, U19 ára landslið karla, að- stoðarlandsliðsþjálfari kvenna. Atli Eðvaldsson HK, ÍBV, U21 árs landslið karla, Fylk- ir, KR (Íslandsmeistari 1999, bik- armeistari 1999), Ísland A-landslið karla, Þróttur R., Valur, Reynir S., Afturelding, Kristianstad, Hamar. Gunnar Oddsson Keflavík (bikarmeistari 1997), Reynir S., Þróttur R. Heimir Guðjónsson FH, (Íslandsmeistari 2008, 2009, 2012, 2015, 2016, bikarmeistari 2010), HB (Færeyjameistari 2018, bikarmeistari 2019), Valur. Óskar Hrafn Þorvaldsson Grótta, Breiðablik. Pétur Pétursson Tindastóll, Keflavík, Víkingur R., KR (Íslandsmeistari 2000), aðstoð- arlandsliðsþjálfari karla, Fram, Val- ur (Íslandsmeistari 2019). Rúnar Kristinsson KR (Íslandsmeistari 2011, 2013, 2019, bikarmeistari 2011, 2012, 2014), Lilleström, Lokeren. Sigurður Björgvinsson Keflavík (bikarmeistari 1997) Þorsteinn Halldórsson Haukar, Þróttur R, Breiðablik (Ís- landsmeistari 2018, bikarmeistari 2016, 2018). Hafa afrekað ýmislegt ÞJÁLFARARNIR OG LIÐIN SEM ÞEIR HAFA STÝRT Pétur Pétursson Sigurður Björgvinsson Rúnar Kristinsson Þorsteinn Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.